Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Qupperneq 19
Vikublað 8.–10. apríl 2014 Skrýtið 19
H
ann fer ekki á taugum á
mikilvægum tímapunkti,
hendur hans titra ekki ef
hann fær ekki nægan næt-
ursvefn og hann mun ekki
sakna fjölskyldu sinnar eftir mánuði
í geimnum. Þetta er enginn venju-
legur skurðlæknir heldur vélmennið
Robonaut 2, sem bandaríska geim-
ferðastofnunin, NASA, þróar þessi
misserin.
Skýr markmið
Þess skal strax getið að vélmennið er
ekki fært um að framkvæma flóknar
skurðaðgerðir að svo komnu máli.
Það markverðasta sem vélmennið
er fært um þessa stundina er að
staðsetja og grípa hluti í þyngdar-
leysi. En markmiðið er engu að síð-
ur skýrt; að það verði fært um að
framkvæma ótrúlega flókin verk –
verk sem jafnvel manneskjur gætu
aldrei framkvæmt. Breska ríkisút-
varpið, BBC, fjallaði ítarlega um
þróunarvinnu NASA á Robonaut-
vélmenninu. Raunar eru þegar til
fjögur slík vélmenni og fleiri eru í
þróun. Eitt þeirra er á jörðinni og
er meðal annars verið að þjálfa það
til að finna púls og stinga nál í æð.
„Við viljum komast hjá því að stinga
í slagæð,“ segir dr. Zsolt Garami,
einn þeirra sem fer fyrir þjálfun vél-
mennanna.
Lofar góðu
Garami segir að þróunarvinnan
við Robonaut 2 lofi góðu. Bendir
hann til dæmis á það að þegar vél-
mennið er búið að finna rétta stað-
inn til að stinga nálinni inn geti það
fundið nákvæmlega sama stað aft-
ur. Sem fyrr segir standa vonir til
að vélmennið verði fært um miklu
flóknari verk, til dæmis aðgerð-
ir sem framkvæmdar eru í gegnum
æðakerfi líkamans.
Fætur á leiðinni
Miðað við getu Robonaut 2 í dag
gætu þó einhver ár, jafnvel áratugir,
liðið þar til vélmennið verður fært
um jafn flóknar aðgerðir og rætt er
um hér að ofan. Búið er að flytja eitt
vélmenni í Alþjóðageimstöðina þar
sem það hefur sinnt heldur „leiðin-
legum“ verkefnum eins og Ron
Diftler, sem sér um þróun Robo-
naut 2, segir í samtali við BBC. Með-
al þess sem vélmennið sér um að
er að fylgjast með loftflæði í geim-
stöðinni. Enn sem komið er er vél-
mennið bara með höfuð og hendur
en fætur verða sendir í geimstöð-
ina þegar þróun þeirra lýkur. Þegar
þeir koma getur vélmennið tek-
ið að sér enn leiðinlegri verkefni,
eins og þrífa ryk af vélbúnaði geim-
stöðvarinnar. Næsta skrefið í þróun-
inni er að vélmennið læri að ganga.
Þá verður hægt að senda það út úr
geimstöðinni í meira krefjandi ver-
kefni – verkefni sem geta verið mjög
hættuleg fyrir geimfara.
Stórt vandamál
Hægt er að stýra vélmenninu í gegn-
um myndavélar sem eru áfastar við
það. Í höndum þess eru eins konar
sinar, snertiskynjarar sem eru býsna
næmir. Þá getur vélmennið lyft hlut-
um sem vega allt að níu kílóum með
öðrum hreyfiarmi sínum.
Eitt mest krefjandi úrlausnar-
efnið áður en vélmennið getur far-
ið að framkvæma skurðaðgerð-
ir, til dæmis á Mars, er tíminn sem
það tekur að senda skilaboð langa
vegalengd. Eins og gefur að skilja
yrði aðgerðum stjórnað af jörðu
niðri. „Ef ákveðin skipun yrði gefin
myndi líða talsverður tími áður en
vélmennið meðtæki þau skilaboð,“
segir Gordon Mair, sérfræðingur
við háskólann í Strathclyde. Þetta
gæti haft afdrifaríkar afleiðingar
í för með sér því í aðgerðum þarf
stundum að bregðast mjög fljótt
við ef eitthvað óvænt kemur upp á,
til dæmis í tilviki blæðinga. Á Mars
myndu skilaboð vera 20 til 30 sek-
úndur að berast, sem er of langur
tími. Mair segist þó vera bjartsýnn á
að hægt verði að leysa málið og er sú
vinna í fullum gangi.
Enn sem komið er á því eftir að
leysa nokkur vandamál, en hver
veit nema í tímans rás verði hægt að
nota Robonaut-vélmennin í annað
og meira en að þrífa ryk. n
O
fbeldi tengt knattspyrnu
hefur lengi verið fylgi-
fiskur sænska fót-
boltans. Í ritgerð um
„húlíganisma“, eins og þetta er
einnig kallað, frá háskólanum
í Malmö (2012), tekur höfund-
urinn Kasper Jönsson, málið
fyrir og greinir þróun þess.
Hann notaði ritaðar heimildir,
en einnig tók hann viðtöl
bæði við stuðningsmenn og
aðila sem koma að öryggis-
gæslu. Í ritgerðinni kemur
fram að óróleiki í kringum
fótboltann er áratugagamalt
fyrirbæri en að ofbeldisþró-
unin hafi tekið eins konar
stökk í kringum 1990. Því er
þetta í raun um aldarfjórð-
ungur sem um ræðir, þar
sem nánast ófremdarástand
hefur ríkt í sænskum fótbolta.
Helstu niðurstöður Kaspers eru
að með tilkomu sérstakra stuðn-
ingsfélaga sem kölluð er „Firms“
á ensku eða félög á íslensku, hafi
ofbeldið orðið skipulegra og tek-
ið á sig nýja mynd. Ekki sé að-
eins um „félög“ fyrir fullorðna að
ræða, heldur séu líka starfrækt
„unglingafélög“ (e. babyfirms),
þar sem um mjög unga einstak-
linga er að ræða. Þetta eigi sér því
ákveðnar fyrirmyndir í Englandi.
Strákar á fermingaraldri með
Kasper fullyrðir í ritgerð sinni að
um sé að ræða allt niður í 13–14
ára stráka, því þetta séu nánast
allt saman karlmenn. Bulluof-
beldið, eins og við getum kallað
það, er fyrst og fremst karlafyrir-
bæri og í ritgerð sinni tengi
Kasper þetta við ýmsar kenn-
ingar um karlmennsku, til dæm-
is samband föður og sonar, stolt,
það að tilheyra hópi og svo fram-
vegis.
Kasper kemur fram með fleiri
skýringar og telur til dæmis að
aukin útbreiðsla internetsins
hafi gert fótboltaunnendum það
kleift að „drekka í sig“ fótbolta-
menningu annarra landa, þar
með talið ofbeldismenninguna
og notkun flugelda, sem er orðin
mjög algeng. Þá er það fullyrt af
þeim aðilum sem rætt er við í
ritgerðinni að kvikmyndir sem
fjalla um fótboltamenningu hafi
einnig haft áhrif og þessu tengist
einnig sérstakur fatastíll. Í raun
má því segja að um sé að ræða
mjög flókið samfélagslegt fyrir-
bæri.
Vel skipulagt
Öll umfjöllun Kaspers í rit-
gerðinni ber þess merki að nú til
dags sé um afar vel skipulagða
starfsemi að ræða og til dæmis
ræðir hann þá staðreynd að fé-
lögin skipuleggja oftar en ekki
slagsmál fyrir leiki og þá skipta
slagsmálahæfileikar meðlima
miklu máli. Vitað er að sms eru
send milli manna til þess að
ákveða stað og stund fyrir slags-
mál.
Kasper segir í ritgerð sinni
að „ráðningar“ í félögin fari nú
einnig eftir slagsmálahæfileik-
um einstaklinga og þá sé gjarnan
litið til líkamsræktarstöðvanna
eftir „hæfum“ einstaklingum.
Kasper segir að þess séu fjölmörg
dæmi að ráðnir séu einstaklingar
sem engan áhuga hafa á fótbolta!
Áfengið spilar inn í
Áfengisneysla er einnig nokkuð
sem Kasper telur að hafi áhrif,
en þekkt er til dæmis að ótæpi-
leg bjórneysla fylgir knattspyrn-
unni og þá er gjarnan horft til
Englands og pöbbamenningar-
innar þar. Í frægri heimildamynd
frá BBC gerðist blaðamaðurinn
Donald McIntyre fótboltabulla
hjá stuðningsklúbbi Chelsea
United, hann villti á sér heim-
ildir og kom sér þar fyrir í innsta
hring. Þannig afhjúpaði hann þá
ofbeldismenningu sem viðgekkst
þar. Stór hluti af þeirri skipulagn-
ingu sem átti sér stað hjá stuðn-
ingsmönnum Chelsea, fór fram
á krám og þar hituðu menn upp.
Í ritgerð sinni segir Kasper að
áfengisneysla sé til dæmis leið til
að drekka í sig kjark og að í neysl-
unni „sameinist“ menn.
Allt þetta sem hér er talið
telur Kasper, sem sjálfur segist
vera einlægur knattspyrnu-
áhugamaður, að skemmi ótrú-
lega fyrir íþróttafélögunum og
kosti bæði þau og samfélagið
gríðarlega fjármuni í formi sekta
og annars kostnaðar, til dæmis
við löggæslu. Þetta séu peningar
sem hægt væri að nota með allt
öðrum og uppbyggilegri hætti í
starfsemi félaganna. Í kjölfarið
á því sem gerðist í Helsingborg
hefur einnig verið sagt frá því í
sænskum fjölmiðlum að stuðn-
ingsaðilar félaganna (e. sponsor)
séu nú margir hverjir farnir að
hugsa sinn gang.
Í lokin segir Kasper: „Rann-
sókn mín sýnir að bulluofbeldið
leiðir aðeins af sér hræðslu og
ótta. Þetta þýðir að margir for-
eldrar þora ekki lengur að fara
með börn sín á vissa leiki og að
fólk yfirgefur leikvelli áður en
leikir eru búnir, vegna þess að ör-
yggi er ekki til staðar.“
Henrik Larsson, einn frægasti
knattspyrnumaður Svíþjóðar og
fyrrverandi leikmaður Helsing-
borg, er einnig fjúkandi reiður
yfir þessari þróun. „Hvern fjár-
ann erum við að gera? Þetta á jú
að snúast um fótbolta. Núna er
heil fjölskylda í sárum, þetta er
hræðilegt. Við verðum að losna
við þetta mein úr sænska bolt-
anum,“ sagði Henrik, sem leik-
ið hefur með stórliðum á borð
við Barcelona og Manchester
United, í samtali við vefsíðuna
Soccerway.com. Það er ekki hægt
annað en að vera sammála þess-
um frábæra knattspyrnumanni. n
Fótboltaofbeldi
í aldarfjórðung
Ofbeldi hefur fylgt sænska boltanum lengi
Í viðtalinu var meðal annars
varpað fram þeirri spurningu hvort
þyrfti að takmarka aðgang áhorf-
enda á þeim svæðum þar sem stað-
ið er og hvort það gæti verið mögu-
leg lausn. Einnig mætti velta fyrir
sér hvort ríkisvaldið þyrfti að koma
að þessu með lagasetningu? Það er
þó alltaf spurning hvort slíkt dugi til
þegar um er að ræða menningar-
legt fyrirbæri sem virðist vera búið
að skjóta mjög djúpum rótum í
samfélaginu. En það má ljóst vera
að morðið í Helsingborg er mjög
alvarleg viðvörun til allra sem koma
að sænska boltanum og í raun
merki um að það þurfi að grípa til
mjög afgerandi ráðstafana í þessum
málum. Fótbolti er skemmtun, ekki
ofbeldi! n
Skurðaðgerðir í
himingeimnum
NASA þróar vélmenni sem á að geta framkvæmt skurðaðgerðir
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Níu kíló Robonaut 2 getur lyft níu kílóum og ýtt hlutum. Hér sést vélmennið með lyft-
ingarlóð í hönd.
Í þróun Ron
Diftler, sem sér um
þróunarvinnuna, er
hér vinstra megin við
vélmennið.
„Við viljum
komast hjá því
að stinga í slagæð