Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Síða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 8.–10. apríl 2014 Ljós í myrkri heimskunnar R íkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur sýnt sig í því að vera ein sú versta sem setið hefur. Barbabrellur og hálfsannleikur hefur einkennt að­ gerðir hennar í skuldamálum heim­ ilanna. Og fullkomin vanvirðing við þjóðina braust fram þegar utan­ ríkisráðherra lagði fram tillögu um að slíta viðræðum við Evrópusam­ bandið án þess að spyrja fólkið í landinu álits. En það kann að vera ljós í myrkrinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra hefur boðað stórfelldar skatta­ lækkanir og einföldum skattkerfis­ ins. Það kann auðvitað svo að fara að þessi loforð verði í anda þeirra sem Framsóknarflokkurinn gaf í vor og sveik áður en haninn í Hádegis móum náði að gala þrisvar. Hugsanlegt er að bágt gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hafi ýtt fjármála­ ráðherra út í það að lofa upp í ermar sínar í þeirri von að flokkur hans fái ekki slæma útreið í kosningunum. Við skulum bíða og fylgjast vandlega með. Svikasaga stjórnarinnar gefur í raun ekki tilefni til bjartsýni. Verkefni Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabil­ inu ætti í meginatriðum að vera það að koma böndum á útgjöld ríkisins og lækka skatta á almenning. Tals­ vert virðist hafa unnist í tiltekt í fjár­ málum ríkisins. Hagræðingarhópur ríkis stjórnarinnar undir stjórn Vig­ dísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur tekið hlutverk sitt alvarlega og komið með fjölmargar tillögur til úrbóta. Tökin hafa verið hert á einstökum stofnunum og for­ stöðumönnum gert að standa við fjárlög. Gott dæmi um slíkt er Rík­ isútvarpið og einstakir skólar sem gengið hafa nánast sjálfala í fjárhirsl­ ur ríkisins. Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur var sannkölluð skattpíningar­ stjórn. Þeim var þó sú vorkunn að hafa tekið við landinu í kaldakoli hrunsins. Það þurfti því að sækja alla þá peninga sem mögulegt var til að halda gangverki samfélags­ ins gangandi. Nú virðist hafa rofað til og samfélagið er að lifna við með minna atvinnuleysi og meiri kaup­ getu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tækifæri til að skera niður skatta með það fyrir augum að örva atvinnulífið enn betur. Sú stefna er hárrétt. Flest­ ir gera sér grein fyrir því að of þung skattbyrði leiðir til þess að launþegar flýja inn í myrkur hinnar svörtu at­ vinnustarfsemi og skatturinn missir af sínu. Vonandi er fyrsta glæta skynsem­ innar að brjótast inn í myrkur þeirrar heimsku sem umlukt hefur flest verk ríkisstjórnarinnar. Verði loforð um skattalækkanir að veruleika mun Sjálfstæðisflokkurinn upp­ skera. Flokkurinn mun ekki þurfa að axla fulla ábyrgð á kosningasvik­ um Framsóknarflokksins. Þetta eru fyrstu merkin um að einstaklings­ hyggjuflokkurinn ætli að fylgja þeirri stefnu að efla hag einstaklinga í stað þess að reyna stöðugt að mjólka meira út úr borgurum landsins. Fjár­ málaráðherra mælti á ensku þegar hann sagði kokhraustur: You ain´t seen nothing yet. Þetta er alveg rétt hjá honum. Enn höfum við ekkert séð. Vonandi er sjónhverfingunum lokið og raunverulegar lífskjarabæt­ ur taka við af innistæðulitlu bullinu um Íslandsmet í aðgerðum. n Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Ingibjörg snýr aftur Framsóknarmenn á Akranesi eru ofurbjartsýnir eftir að Ingi­ björg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, fékkst til að leiða þá undir merkjum Framsóknar og frjálsra í komandi kosningum. Ingibjörg er óumdeild og þótti standa sig vel á ráðherrastóli. Hún á eitt magnaðasta augnablik sjónvarpssögunnar þegar hún sem ráðherra fékk aðsvif í beinni útsendingu þar sem rætt var við hana og Össur Skarphéðins­ son. Var Össuri legið á hálsi fyrir að hafa ekki gripið ráðherrann þegar hann hné niður. Frændi í stjórn Hjá Eimskipafélagi Íslands urðu þau tíðindi að Gunnari Karli Guð­ mundssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, var skákað út fyrir Lárus Blöndal lög­ mann. Gunnar er þaulreyndur rekstrarmaður og þykir það vera nokkur missir fyrir Eimskip. Samsæriskenn­ ingar eru uppi um að Bjarni Benediktsson hafi beitt áhrif­ um sínum til að koma Lárusi frænda sínum að. Þetta hafi gerst í gegnum Lífeyrissjóð op­ inberra starfsmanna þar sem fjármálaráðherra skipar tvo stjórnarmenn. Lífeyrissjóður­ inn hafi nú í fyrsta sinn nýtt sér eignarhlutinn í Eimskipum til að koma að manni. Gæðingar á jötu Skipun nýrrar stjórnar Lands­ virkjunar var með hefðbundn­ um brag. Pólitískum gæðing­ um er raðað á jötuna eftir flokksskírtein­ um. Samtrygging flestra flokka sýnileg. Athygli vekur að Vinstri græn senda Álf­ heiði Ingadóttur, fyrrverandi alþingis mann, í stjórnina. Óljóst er hvaða erindi hún á í stjórn stærsta orkufyrirtækis Ís­ lendinga. Dansinn á 365 Aurum­málið, sem talið er sýna bein afskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, skuggastjórn­ anda 365, af Glitni, er á meðal stærri sakamála á síðari tím­ um. Fram kemur ítrekað að hlut­ hafinn, Jón Ásge­ ir, hafi sent Lárusi Welding bankastjóra tölvupóst með meldingum. Athygli vekur að Fréttablaðið og aðrir fjölmiðl­ ar 365, sem eru skráðir í eigu Ingi­ bjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs, stíga undurlétt til jarðar og fjalla mjúklega um sinn mann. Dansinn í kringum Jón Ásgeir er reyndar hefðbundinn. Horfum á heildarmyndina M ikilvægt er að horfa á heildarmyndina þegar rætt er um skuldaleið­ réttingar ríkisstjórnar­ innar. Þau frumvörp sem eru til umræðu í þinginu þessa dagana og taka til verðtryggðra húsnæðisskulda heimilanna, eru eingöngu einn liður af tíu úr að­ gerðaáætlun ríkisstjórnar Fram­ sóknarflokksins og Sjálfstæðis­ flokksins. Umfang skuldaleiðréttinganna er 150 milljarðar og nær til um 100 þúsund heimila. Ánægjulegt er að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Vissulega hefði það verið mjög jákvætt ef hægt hefði verið að hafa þakið hærra, fyrir þann hóp, sem varð hvað einna mest fyrir forsendubrestinum vegna efnahagshrunsins. En í því samhengi er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina í þeirri vinnu er snýr að skuldavanda heimilanna. Í verkefnastjórn um framtíðar­ skipan húsnæðismála er unnið að mörgum mikilvægum þáttum er snerta íslensk heimili og fram­ tíð þeirra. Þar má nefna vinnu að húsnæðislánakerfi til framtíðar og lyklafrumvarpið. Einnig er unnið með verðtrygginguna og þar eru bæði meirihlutaálit verðtrygging­ arhópsins og séráliti Vilhjálms Birg­ issonar höfð til hliðsjónar. Mikil­ vægt er að verðtryggingin verði afnumin um leið og skuldaleið­ réttingar ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Einnig mun verkefnastjórnin skila af sér hugmyndum hvern­ ig komið verði á öruggum leigu­ markaði hér á landi. Þannig að þeir sem hér búa geti haft raunhæft val um séreign eða leiguhúsnæði. Jafnframt er horft til þess hvern­ ig mögulegt verði að lækka leigu­ kostnað og tillögur stjórnarinnar hljóma upp á allt að 20% lækkun í þeim efnum. Auk þessa er unnið fé­ lagslegu húsnæðiskerfi með það að markmiði að allir geti haft öruggt þak yfir höfuðið. Verkefnastjórnin mun skila af sér tillögum til félags­ og húsnæðis­ málaráðherra í lok þessa mánaðar. Í desember síðastliðnum, lagði innanríkisráðherra fram frumvarp, um að fresta nauðungarsölum fram í september 2014. Nær frestunin til íbúðarhúsnæðis með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Frumvarpið var samþykkt. Í janúar síðastliðnum sam­ þykktu þingmenn frumvarp félags­ og húsnæðismálaráðherra um fjár­ hagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta. Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir á vef embættis umboðs­ manns skuldara. Umsóknarferlið er skilvirkt og áætlað er að ferlið taki um tvær vikur frá því öll gögn berast vegna málsins. Í lok mars lagði félags­ og hús­ næðismálaráðherra fram tvö frum­ vörp og þau eru heimilunum í hag. Annað þeirra varðar húsaleigubæt­ ur til þeirra sem misst hafa eign­ ir sínar á uppboði og leigja þær nú til búsetu. Þessi hópur hefur, hing­ að til ekki átt rétt á húsaleigubót­ um og hefur það verið miður. Því ber að fagna að bæta skuli réttindi þeirra. Hitt varðar embætti um­ boðsmanns skuldara og heimild hans til að sekta fjármálastofnanir, ef þær draga eða neita að afhenda embætti hans þær upplýsingar, sem á þarf að halda til að vinna að málefnum þeirra sem til hans leita. Samkvæmt frumvarpinu get­ ur sektargreiðsla numið allt frá 10 þúsund krónum til 1 milljónar á dag, líkt og dagsektir samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Hér hefur verið skrifað um að­ gerðir ríkisstjórnar Framsóknar­ flokksins og Sjálfstæðisflokksins, í þágu heimilanna. Umræðan um að ekkert sé verið að gera fyrir heim­ ilin er ósanngjörn. Við verðum að horfa á heildarmyndina. n „Umræðan um að ekkert sé verið að gera fyrir heimilin er ósanngjörn. Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari MynD SIGTRyGGuR ARI JóhAnnSSon MynD SIGTRyGGuR ARI „Vonandi er sjón- hverfingunum lokið Sumum fannst ekki við hæfi að kalla þá mestu hvalveiðiþjóð heims Forsætisráðherra benti á tvískinnung Bandaríkjamanna í hvalveiðum. – DV.is Eins og æskuheimilið nema að þar verður aukaherbergi fyrir Evrópusambandið Björn Valur Gíslason um nýjan hægri flokk. – DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.