Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Side 24
Vikublað 8.–10. apríl 201424 Neytendur
Símafyrirtækin öll
með svipuð tilboð
n Þvertaka fyrir samráð n Nýju áskriftirnar góðar fyrir stórnotendur
B
æði stóru farsímafyrirtækin,
Síminn og Vodafone, kynntu
nýverið nýjar áskriftarleiðir
fyrir farsíma þar sem lofað
er ótakmörkuðum fjölda
skilaboða og mínútum í síma með
ákveðnu gagnamagni. DV lék forvitni
á að vita hvernig stæði á því að bæði
fyrirtækin kynntu sams konar leið á
sama tíma.
Hrannar Pétursson, fram
kvæmdastjóri samskiptasviðs Voda
fone, segir af og frá að um samráð
sé að ræða enda bítist fyrirtækin um
hvern viðskiptavin.
„Ég get sagt þér allt sem þú vilt
vita um okkar undirbúning sem hef
ur staðið í langan tíma, um sex til átta
mánuði, og í þeirri vinnu höfum við
mjög litið til Vodafone Group, sem
er okkar alþjóðlegi samstarfsaðili og
býður Vodafone RED á um 20 mörk
uðum víða um heim,“ segir hann.
Öllum ljóst í hvað stefndi
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans, segir fyr
irtækið í marga mánuði hafa undir
búið sig til að geta boðið upp á pakka
samning sem þennan.
„Þessi þjónusta hefur verið að
ryðja sér til rúms víða um heim.
Hún lá í loftinu og við vorum tilbú
in með útfærslu og kynningarefni en
óákveðin með dagsetningu.
Við töluðum að sjálfsögðu ekki við
keppinautinn áður en við fórum í loft
ið. Öllum mátti vera ljóst hvert stefndi
þegar hann taldi opinberlega nið
ur dagana í þjónustuna. Við þær að
stæður var ekki eftir neinu að bíða,“
segir hún.
Ódýrari iPhone
Athygli vekur að þetta er í annað
sinn á stuttum tíma sem fyrirtækin
kynna sams konar þjónustu en í lok
nóvember síðastliðinn kynntu þau
bæði samstarfssamninga við Apple
tölvurisann og símaframleiðandann
sem gerði þeim kleift að lækka verðið
á símunum umtalsvert.
Gunnhildur segir það eiga sínar
skýringar. „Eins og þekkt er í dag þá
hefur Apple samið við þrjú íslensk
fjarskiptafyrirtæki, þar á meðal Sím
ann, um viðskiptasamband. Apple
ákvað hvenær Símanum var heimilt
að kynna samninginn og selja vörur
félagsins, það er 29. nóvember og 13.
desember síðastliðinn. Apple stjórnar
því við hvaða aðila félagið semur við
og með hvaða hætti.“
Undir þetta tekur Hrannar og seg
ir: „Leið Apple hefur í öllum löndum
verið sú sama.“
Gagnamagnspakkar
„Við leitum sífellt leiða til að bjóða
viðskiptavinum okkar það nýjasta
á markaði og vörur sem við teljum
að henti þeim og þeir sækjast eftir.
Gagnamagnspakkarnir eru gríðarleg
búbót fyrir stórnotendur, sem geta
sparað tugi þúsunda í þessari þjón
ustuleið. Kjarninn í samkeppni er
iðulega sá að fyrirtæki eru snögg að
bregðast við nýjungum og breyting
um á markaði. Sú staðreynd að fleiri
en Síminn hafi fylgt snögglega í kjöl
farið sýnir það og hve hörð og virk
samkeppnin er á farsímamarkaði,“
segir Gunnhildur.
Hjá öllum fyrirtækjunum er rukk
að aukalega fyrir umframgagnamagn
og símtöl í gjaldskyld númer.
Fyrir stórnotendur
Eldri áskriftarleiðir eru enn í gildi þar
sem greitt er ákveðið mánaðargjald
sem innfelur ákveðinn fjölda af sím
tölum og sms ásamt ákveðnum fjölda
númera sem hringt er í ókeypis. Neyt
endur þurfa að skoða símanotkun
sína vel því ekki er víst að nýju tilboð
in séu betri en núverandi áskriftar
leiðir þar sem nýju tilboðin miðast
við að talað sé mikið í símann. Síma
notkun breytist hratt með tilkomu
internetsins og mikilvægt að skoða
vel hvaða liðir það eru helst sem neyt
endur notfæra sér og velja áskriftar
leið eftir því. n
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Svipuð tilboð Vodafone,
Síminn, Tal og Nova bjóða öll
upp á endalaust tal og sms.
Mynd ShutterStocK
Verðsamanburður
Endalaust tal, sms og 500 mb.
Fyrirtæki 500 mb
n Nova 5.680 kr.
n Tal 5.980 kr.
n Síminn 5.990 kr.
n Vodafone 5.990 kr.
„Þessi þjónusta
hefur verið að ryðja
sér til rúms víða um heim.
Apple hætti notkun eiturefna
Þrýstihópar vilja að fyrirtækið tryggi öryggi verkafólks
Þ
rýstihóparnir China Labor
Watch og Green America
krefjast þess að Apple hætti
notkun eiturefnanna bensens
og nhexanleysiefna við framleiðslu
fyrirtækisins.
Þrýstihóparnir segja kínverskt
verkafólk veikjast vegna óhindraðrar
snertingar við eiturefnin sem sé að
ástæðulausu þar sem önnur hættu
minni efni geti komið í staðinn og
kosti lítið meira.
„Ásamt Green America krefju
mst við þess að Apple axli ábyrgð
og hætti notkun efna eins og nhex
anleysiefnis og bensens, sem vit
að er að getur valdið hvítblæði, og
tryggi verkafólkinu þannig viðun
andi vinnuskilyrði,“ segir Kevin Slat
en hjá China Labor Watch í samtali
við Guardian.
Nhexanleysiefnið er notað
frekar en isopropanol eða annars
lags leysiefni þar sem það gufar upp
þrisvar sinnum hraðar en sambæri
leg efni. En snerting við efnin getur
valdið taugaskaða eða jafnvel lömun
og hefur það verið tengt við nokkur
eitrunartilfelli í iPhoneverksmiðj
um í Kína.
Talsmaður Apple segir fyrirtækið
krefja alla birgja sína um viðunandi
öryggisráðstafanir þegar unnið er
með hættuleg efni og miðar við ör
yggiskröfur vinnueftirlits Bandaríkj
anna eða í sumum tilfellum strangari
kröfur.
Slaten segir Apple ekki eina fyr
irtækið sem má gagnrýna í þessum
efnum en segir sjónum beint að því
þar sem gríðarlega stór hluti fram
leiðslunnar fari fram í Kína.
Talsmaður Apple segir fyrirtækið
hafa verið leiðandi undanfarinn ára
tug í því að minnka notkun hættu
legra efna svo sem kvikasilfurs,
hættulegra eldvarnarefna og PVC í
framleiðslunni.
„Á síðasta ári framkvæmdum við
tæplega 200 úttektir á verksmiðjum
þar sem við lögðum megináherslu á
hættuleg efni til að ganga úr skugga
um að aðstæðurnar uppfylltu ör
yggisstaðla okkar. Við útvegum
birgjunum einnig þjálfun í meðferð
hættulegra efna,“ segir talsmaður
Apple. n
fifa@dv.is
risi Apple gerir
reglulega úttekt á
aðstæðum verka-
fólks. Mynd reuterS
Ekki steikja
ólífuolíu
Ólífuolía er af mörgum talin bráð
holl og svo þykir hún líka bragð
góð. Hún er sérstaklega vinsæl
í ítalskri matargerð og
í hefðum við Mið
jarðarhafið. Hún er þó
ekki æskileg í alla mat
reiðslu til að mynda
er ekki æskilegt að
steikja upp úr ólífu
olíu, þar sem hún
inniheldur bæði
ein og fjölómett
aðar fitusýrur
sem eru við
kvæmar fyrir
hita. Það þýðir
að olían brenn
ur auðveldlega og oxast, sem er
mjög heilsuspillandi. Einnig geta
myndast í ólífuolíunni transfitu
sýrur ef hún er hituð mikið. Það
er kannski óhætt að nota hana
við vægan hita og í ofnrétti, en til
steikingar við mikinn hita er miklu
betra að nota til dæmis bragð og
lyktarlausa kókosfitu.
Hvað er vín-
steinslyftiduft?
Mörgum fallast hendur þegar
þeir fara að skoða heilsuupp
skriftir og framandi matargerð
þar sem innihaldsefnin eru
oft mörg og óvenjuleg. Margar
heilsuuppskriftir innihalda til
dæmis vínsteinslyftiduft. En
hvað er það? Það er lyftiduft sem
saman stendur af vínsteini og
matarsóda. Þessi blanda virkar
vel sem lyfti efni. Oftast er vín
steinslyftiduft glútenlaust og
laust við ál. Þetta lyftiduft er fljót
virkandi og því er best að láta
deig aldrei bíða lengi áður en
það er sett í ofninn. Yfirleitt þarf
sama magn af vínsteinslyftidufti
og öðru lyftidufti. Í öllum tilfell
um er þó hægt að komast af með
venjulegt lyftiduft.
Fá ekki að
endurskoða
tolla
Stjórn Neytendasamtakanna
mótmælir því harðlega að sam
tökunum hafi ekki verið gefinn
kostur á að skipa fulltrúa í starfs
hóp landbúnaðarráðherra sem
á að endurskoða tollalöggjöf á
sviði landbúnaðarmála. Stjórnin
telur það jafnframt óvirðingu
við Neytendasamtökin að ráð
herra sjái ekki ástæðu til að svara
ítrekuðum erindum samtakanna
þar sem óskað var eftir að full
trúi þeirra yrði skipaður í þennan
mikilvæga starfshóp.
Neytendasamtökin eru hags
munasamtök íslenskra neytenda
og það er því með öllu óskiljan
legt að þau eigi ekki fulltrúa í
starfshópi sem ætlað er að fjalla
um svo mikilvægt hagsmunamál
neytenda.
Stjórn Neytendasamtakanna
hvetur landbúnaðarráðherra
til að gefa Neytendasamtökun
um kost á að skipa fulltrúa sinn í
þennan starfshóp.