Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Page 25
Neytendur 25Vikublað 8.–10. apríl 2014 Laktósafríar mjólkur- vörur eru vinsælar n Óhrært skyr nýtt á markaði n Vöruþróun heldur áfram Ó hrært skyr úr laktósafrírri mjólk er nýjasta afurðin frá Mjólkurvinnslunni Örnu ehf. í Bolungarvík sem sér- hæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum sem eru laktósa fríar en hingað til hefur fyrirtækið selt bragðbætt skyr og jógúrt auk súr- mjólkur og svokallaðrar nettmjólk- ur sem er fituskert og próteinbætt. „Við notum gömlu aðferðina við að búa til skyrið,“ segir Halldór Karlsson mjólkurfræðingur, fram- leiðslustjóri Örnu. Skyrið er sett í léreftspoka og svo í stóra tromlu þar sem pokarnir eru látnir veltast í um það bil tvo klukkutíma. Þá eru pokarnir hengdir á grindur og látið leka af þeim. „Eftir að það er búið er það sett í dósir. Það eru mörg handtök við skyrið þegar við notum þessa gam- aldags aðferð,“ segir hann. Laktósafrítt Vörur Örnu komu á markað í október í haust en laktósafrí létt- mjólk frá MS kom á markað í júní síðastliðnum. Þá framleiðir MS laktósafría létt súrmjólk og fjöl- margar vörur þar sem dregið hef- ur verið úr laktósa án þess að fjarlægja hann alveg eins og sykur- skerta kókómjólk, Hleðslu og skyr. is-drykki. Laktósafríar mjólkurvörur henta betur þeim sem hafa mjólkuróþol en mjólkursykurinn í mjólkinni orsakar óþolið. Kaupa af MS Öll mjólk sem notuð er í mjólkur- vinnslu Örnu er af Vestfjörðum en um 1,5 milljónir lítra eru fram- leiddar af mjólk árlega á svæð- inu. Arna vinnur mjólk úr um það bil 10.000 lítrum á viku en draum- ur forsvarsmanna er að geta fram- leitt mjólkurvörur úr allri mjólk sem unnin er á svæðinu. Mjólkin er keypt af MS þar sem fyrirtækið er enn ekki komið á þann stað að geta beðið bændur um að leggja beint inn hjá sér. Góðar viðtökur Að sögn Óskars Arnar Hálfdánar- sonar hjá Örnu hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum. „Við vissum svo sem ekkert við hverju var að búast en við höfum fengið í raun fáránlega góðar viðtökur, líka hérna á svæðinu,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir fyrirtækið að koma vörunum í dreifingu í verslunum. „Kannski er það af því að það var svo lítið fram- boð af þessu fyrir.“ Í sama streng tekur Ólafur Unnarson matvælafræðingur sem starfar við matvælaþróun hjá MS á Selfossi. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur við laktósafríu mjólkinni. Hún fór betur af stað en ég þorði nokkurn tímann að vona,“ segir hann. „Við höfðum unnið að því í tvö ár að brjóta niður mjólkur- sykurinn og við gerum þetta í tveimur þrepum, fyrst síum við frá hluta laktósans og svo klippum við á það sem verður eftir með ensím- inu laktasa,“ segir hann. Ástæða síunarinnar er sú að við að kljúfa mjólkursykurinn verður sætara bragð af mjólkinni, en markmið MS er að sem minnstur bragðmunur finnist á mjólkinni. Þetta sæta bragð er einnig ástæða þess að óhrærða skyrið frá Örnu er ekki jafn súrt á bragðið og hefð- bundið óhrært skyr. Áframhaldandi vöruþróun Ólafur hjá MS segir að halda eigi áfram vöruþróun í framleiðslu laktósafrírra mjólkurvara en segir of snemmt að gefa nokkuð uppi um það. Í Bolungarvík eru uppi draumar um að fara út í ostaframleiðslu. Nýlega stækkaði fyrirtækið vinnslusalinn og undirbúningur framleiðslunnar er hafinn. n „Þeir sem eru með laktósaóþol, vantar ensímið laktasa í meltingarfærin og þeir geta ekki klofið mjólkursykurinn í venjulegum mjólkurvörum. Það er mikill kostur fyrir þá að geta notað laktósafríar mjólkurvörur. Í þeim vörum er búið að kljúfa laktósan niður fyrirfram,“ segir Anna Ragna Magnúsardóttir, næringarfræðing- ur og doktor í heilbrigðisvísindum, sem rekur Heilræði, heilsuráðgjöf um ástæður mjólkuróþols. Laktósi er tvísykra sem er samsett úr glúkósa og galaktósa. Við vinnslu laktósafrírrar mjólkur er tvísykran klofin en glúkósinn og galaktósinn eru enn í mjólk- inni. Það er því ekkert tekið úr henni. „Mjólkuróþol lýsir sér sem magakrampi og meltingartruflanir, stundum niðurgangur, stundum hægðatregða, vindgangur eða uppþemba,“ segir hún. „Greining á mjólkuróþoli fer yfirleitt þannig fram að sjúklingurinn er látinn drekka mjólkursykur og síðan eru teknar nokkrar blóðprufur og fylgst með því hvort mjólkursykurinn hafi náð að meltast. Ef hann hefur náð að meltast er hann tekinn upp í blóðið og þá hækkar blóðsykurinn. Ef hann hækkar ekki er það merki um að mjólkursykurinn meltist ekki og þá skilar hann sér út með hægðum og veldur í mörg- um tilfellum meltingartruflunum.“ Anna Ragna segir engan mjólkursykur í smjöri og ekki í föstum ostum og því ættu þeir sem hafa mjólkursykursóþol að geta borðað það. Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Sjálfskiptingar æ vinsælli Þróun sem hófst í dýrari bílum en verður æ algengari V insældir sjálfskiptingar í bíl- um aukast sífellt en lang- flestir bílakaupendur í Bandaríkjunum velja sjálf- skipta bíla og hefur svo verið lengi. Svo margir eru þeir í raun að bein- skiptir bílar eru orðnir í miklum minnihluta og fjöldi fólks hefur jafn- vel sjaldan séð, hvað þá keyrt, bein- skiptan bíl. Öðru máli hefur gegnt í Evrópu. Þar hefur áhugi fyrir sjálf- skiptingu verið lítill fram að þessu en svo virðist sem breyting sá að verða þar á. Fjórir af hverjum tíu kaupendum nýrra bíla í helstu bíla- löndum Evrópu velja nú að fá nýja bílinn sjálfskiptan þótt það kosti þá aðeins meira. Þetta kemur fram í frétt á vef FÍB. Kaupendur dýrari bíla sækjast fremur eftir sjálfskiptingu en kaup- endur ódýrra og miðlungsdýrra bíla og sést þetta á því að hlutur sjálf- skiptra nýrra bíla af tegundunum Porsche, Audi og BMW hefur stækk- að meira en hlutur sjálfskiptra bíla af ódýrari tegundunum. Svíar eru mikil bílaþjóð en það er ekki fyrr en allra síðustu árin að þeir hafa tekið að halla sér meira og meira að sjálfskiptingu. Árið 2003 valdi 21 prósent kaupenda nýrra bíla sjálfskiptingu í stað beinskipt- ingar en árið 2013 valdi 41 prósent sjálfskiptinguna. Með þessum aukna áhuga í Evrópu hefur framboð sjálfskipt- inga stöðugt aukist í bílum og eru þær nú orðið fáanlegar í nánast öll- um tegundum, gerðum og stærð- um bíla. n fifa@dv.is Fimm venjur skuldlausra Við búum í skuldasamfélagi þar sem lánalínur fjármagna kaup á íbúðum og bílum en jafnframt hversdagslegum innkaupum svo sem klæðnaði og matvælum. Þrátt fyrir þetta eru sumir sem ná að lifa lausir við skuldir eða halda þeim allavega í lágmarki, þeir eru ekki endilega heppnari en aðrir, gáfaðri eða með hærri laun, þeir hafa bara tamið sér góðar venjur í fjármálum. Vefurinn Buisness Insider birti eftirfarandi lista yfir góðar venjur sem skuldlaust fólk á sameigin- legar. 1 Langtímamarkmið Það gefur auga leið að skuldlaust fólk greiðir reikninga á réttum tíma en auk þess er þetta fólk gott í að gera fjárhagsáætlun og halda sig við hana. Það hugsar ekki um fjármál frá mánuði til mánaðar eða viku til viku heldur skipuleggja ár fram í tímann. Það veit hvaða reikninga þarf að greiða og eins hvaða sparnaðarmarkmið þarf að setja fyrir frí og hátíðir og nýtur ör- yggistilfinningarinnar sem það fær við að safna í varasjóð. 2 Sparnaður í forgang Flestir sem eru skuldlausir setja sparnað efst á forgangslist- ann, ofar en mat og skemmtanir. Þeir leggja fyrir í lífeyrissparnað og safna fyrir kostnaðarsömum fjárfestingum í stað þess að reiða sig á afborganir. 3 Fylgist með Skuldlaust fólk er líklegra en annað til að taka sér tíma til að fara yfir fjármálin mánaðarlega. Þeir taka því eftir óvenjulegum útgjöldum strax og grandskoða þau. Þó það sé ekki mjög gaman að eyða tíma í að fara yfir reikninga borgar það sig til lengri tíma litið. 4 Borgar meira Flestir þeir sem lifa skuldlausu lífi hafa einhvern tímann skuldað en hafa náð að komast undan skuldum með því að greiða meira en lág- marksafborganir af skuldum sín- um þegar þeir hafa getað. Auka- legar innborganir á lán geta stytt lánstímann verulega og eins dregið úr vaxtakostnaði. 5 Segir nei Skuldlausir nota mögulega stundum kreditkort, þegar það borgar sig fjárhagslega, en forðast að fjölga kreditkortum. Þrátt fyrir góð til- boð og boð um afslætti veit þetta fólk að það getur sannarlega borgað sig að segja nei og það sést á bankabókinni. Bílasala Sjálfskiptingin hefur verið vinsæl í dýrari bílum en vinsældir hennar aukast nú mjög í ódýrari bílum líka. Hvað er mjólkuróþol? Skyrtankur Halldór Karlsson við skyrtank hjá Örnu. Innkalla reiðhjól Ellingsen ehf. hefur innkallað reiðhjól vegna mögulegs galla. Hjólin sem um ræðir eru af gerðinni Merida S-presso 100 og eru bæði dömu- og herrahjól. Ástæða innköllunarinnar er mögulegur galli í framgafli en hætta er á að hann geti brotn- að með þeim afleiðingum að hjólreiðamaður detti og slasist. Eru þeir sem eiga slík reiðhjól beðnir um að hafa samband við starfsfólk Ellingsen til þess að fá gaflinum skipt út fyrir nýjan svo ekki hljótist slys af. Nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðu Ellingsen; ellingsen.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.