Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Side 28
Vikublað 8.–10. apríl 201428 Lífsstíll Bílar
Nýr Buick
væntanlegur
General Motors hefur nú ýtt úr
vör áformum um að endurvekja
Buick og að hann muni verða
kominn í framleiðslu á seinni
hluta þessa áratugar. Bíllinn
verður byggður á Opel og mun
að mestu verða sami bíllinn en
með Buick-merkjum. Á þeim
bæ er horft til þess að markaðs-
setja þennan þýska bíl í Banda-
ríkjunum og Kanada en einnig
er áhugi fyrir því að fara með
hann á markað í Kína. Sá mark-
aður hefur hingað til ekki reynst
Opel vel en með Buick-nafnið
að vopni standa vonir til þess að
sölutölur verði betri þar en hing-
að til hafa sést hjá GM.
Eldvarnir Tesla
Töluvert hefur verið rætt um
tíðni bruna á Tesla-rafmagns-
bílnum undanfarið en nokkr-
ir slíkir bílar hafa eldi að bráð
í kjölfar rafmagnsbilunar. Elon
Musk, framkvæmdastjóri Tesla,
hefur nú boðað breytingu á
þessum bílum sem á að koma
í veg fyrir þennan galla. Búið
er að útbúa þykka títanhlíf yfir
geyma bílsins sem á að veita
vörn gegn óhöppum af þessum
toga. Þá er þeim kaupendum
sem þegar hafa fengið bíla sína
afhenta boðið að fá sína bíla
uppfærða en S-bíllinn frá þeim
hefur nú selst í 30 þúsundum
eintaka.
Eftirlitsaðilar gerðu ekki kröfu
um að Tesla gerði umrædda
breytingu. Stapp hefur staðið
um það hvort um „innköllun“ sé
að ræða og vilja forsvarsmenn
Tesla ekki meina að um innköll-
un sé að ræða. Ástæðan er sú að
neikvæð umræða hefur skapast
um stóru bílaframleiðendurna,
Toyota og General Motors, sem
hafa þurft að innkalla fjölda bif-
reiða undanförnu vegna galla.
700 hestafla
Mustang
Þó 2015 Ford Mustang sé ekki
kominn í sölu þá hafa starfs-
menn Whipple-keflablásara-
framleiðandans þegar útbúið
uppfærslu á 5 lítra vélina sem
hann verður með. Þessi uppfær-
sla skilar 700 hestöflum í venju-
legum Mustang GT-bíl en upp-
runalega gerðin verður seld sem
420 hestafla fákur. Wipple segir
þennan blásara ekki breyta
neinu í venjulegum akstri og
sé í raun viðbót sem ekki eigi
að hafa áhrif á daglegan akstur
nema menn vilji nota aflið.
Uppgefnar eyðslutölur styðja
þá fullyrðingu, en þurfi menn
að spretta úr spori þá eiga þeir
alvöru götuhæfan villihest með
þessum keflablásara.
Drift í Danmörku
n Íslenskir feðgar gera út keppnislið n Stefna á titil í sumar
F
eðgarnir Óðinn Hauksson og
Atli Óðinsson hafa verið bú-
settir í Danmörku um árabil.
Þeirra helsta áhugamál síð-
astliðin ár hefur verið drift
en sú keppnisgrein hefur vaxið mik-
ið þar. Dellan byrjaði er þeir festu
kaup á AE86 Toyotu Corollu Twin
Cam. Þetta var árið 2011 en eftir
það var ekki aftur snúið. Þeim varð
fljótt ljóst að til þess að geta keppt á
toppnum þyrftu þeir öflugri bíl en
Corollan var með 1,6 lítra mótor og
átti ekki séns í stóru strákana. Það
varð því úr að þeir höndluðu sérút-
búna Toyotu Supru af árgerð 1993.
Eftir það var ekki aftur snúið.
Öflugur bíll
Nýi keppnisbíllinn þeirra er Toyota
Supra árgerð 1993 sem hentar vel til
breytinga fyrir drift-keppni og eru
slíkir bílar vinsæll valkostur meðal
driftara um allan heim. Mótorinn
í honum skilar í dag 540 hestöflum
en þessa dagana eru þeir feðgar að
breyta honum og yfirfara fyrir sum-
arið. Eftir breytingar reikna þeir með
því að þessi þriggja lítra túrbómótor
komi til með að skila á milli 700–800
hestöflum. Búið er að breyta nán-
ast öllum hlutum í honum að öðru
leyti og er hann með allan öryggis-
útbúnað til þess að geta keppt í
drifti um allan heim. Sérsmíðaður
beygjubúnaður er kominn í hann
með klöfum sem gera honum kleift
að beygja mun meira en þessir bíl-
ar gerðu frá verksmiðju. Þá er í hon-
um glussatengd handbremsa sem
er nauðsynlegur búnaður til þess að
geta slengt bílnum til.
Mikið af varahlutum
Á æfingum sem haldnar eru
nokkrum sinnum ári fara þeir
feðgar á góðri braut með 26–30 dekk
á dag. Þetta vakti sérstaka athygli
greinarhöfundar og þá einnig er
þeir sögðu mér að vandamálið hjá
þeim í dag væri að þeir ættu bara 16
aukafelgur að aftan, sem væri alltof
lítið fyrir góða æfingu. Þurfa þeir því
að umfelga á æfingum þar til búið er
að ráða bót á þessu „felguleysi“. Um-
felgunarvél er því farteskinu fyrir
flesta viðburði en einnig er boðið
upp á umfelgun á stærri viðburðum.
Bíllinn er á 17 og 18 tomma dekkj-
um og það þarf því ekki neina fram-
úrskarandi stærðfræðikunnáttu til
þess að átta sig á því að þetta er ekki
bara tímafrekt sport heldur einnig
mjög dýrt. Styrktaraðilar eru því
mjög mikilvægir í þessum rekstri
og hafa þeir verið nokkuð lánsam-
ir með stuðningsaðila hingað til þó
leitin að þeim stóra standi enn yfir.
Frábær félagsskapur
Það er ekki bara adrenalínkikkið
sem heldur þeim gangandi í þessari
dellu því á þeim árum sem þeir hafa
gert út bíllinn þá segja þeir félags-
skapinn í kringum sportið standa
upp úr. „Það eru allir sem við höf-
um kynnst tilbúnir að gera allt fyrir
mann á keppnisstað,“ segir Atli.
„Ferðalögin eru einnig stór hluti
af þessu og á keppnisstað eru allir
saman og þó svo að við keppum á
brautinni þá eru allir vinir á staðn-
um og stemmingin í kringum mótin
er ekkert síðri en í mótinu sjálfu.“ Að
sögn Óðins er svo tíminn sem þeir
feðgar eyða í kringum þetta einnig
einkar ánægjulegur enda frábært að
geta unnið saman, faðir og sonur, að
sameiginlegu áhugamáli.
Stefna á titil
Í sumar á að leggja allt undir og
stefnan er sett á DDR-titilinn (Dansk
Drifting Seria). Mótin í ár eru sex og
fara fram víðs vegar í Danmörku.
Keyrsludagar eru tólf og því afar
mikilvægt að vera vel undirbúinn og
með allan búnað í góðu lagi.
Drift á Íslandi
„Sú hugmynd hefur komið upp að
koma með útgerðina til Íslands og
mikill áhugi er hjá félögum þeirra
í DDS að koma með þeim. Til þess
að það verði að veruleika þarf fjár-
stuðning að heiman en vissulega
væri það frábært að geta hjálpað til
við uppbyggingu sportsins heima
með góðri drift-sýningu héðan,“
sögðu þeir báðir. „En þangað til
keppum við stoltir í Danmörku með
íslenska fánann á bílnum, stefnum
á titil og keppum til þess að hafa
gaman af!!“ n
Í keppni Hér er Atli
á ferð í keppni og sem
fyrr er íslenski fáninn á
bílnum en þeir feðgar
eru ávallt merktir
Íslandi á keppnisferða-
lögum sínum.
MynD StuMpphoto.Dk
Björgvin Ólafsson
bilar@dv.is
Í höfuðstöðvunum Þeir feðgar opnuðu nýlega verkstæði í Danmörku þar sem höfuð-
stöðvar útgerðarinnar eru einnig hýstar. Mikinn lager þarf af dekkjum ásamt varahlutum,
verkfærum og þjónustubílum til þess að geta gert út keppnistæki sem þetta. MynD BÓ
Viðgerðarsvæði Supran á viðgerðar-
svæði á keppnisstað. Mikið er lagt upp úr
flottri umgjörð í kringum mót og félags-
skapurinn þar er eitt af því sem keyrir þá
feðga áfram í þessu skemmtilega sporti.
Beygt í botn Mikið er búið að breyta stýr-
isbúnaði og klöfum svo hægt sé að leggja
meira á bílinn í beygjum. Þetta skiptir miklu
máli í akstri rétt eins og góð handbremsa,
sem í þessum bílum er glussatengd við
afturhásingu. MynD BÓ
Vélarsalurinn Supran er með þriggja lítra
túrbómótor og skilar í dag 540 hestöflum
á „dyno“-bekk. Feðgarnir eru um þessar
mundir að breyta honum fyrir komandi
tímabil og áætla að hann mælist á milli
700–800 hestöfl þegar hann verður klár í
keppni í vor. MynD BÓ
Á fullri ferð Hér er bíllinn í hliðarskriði í
botni í þriðja gír en við þær aðstæður snúast
afturdekkinn á ríflega 200 kílómetra hraða
en bíllinn sjálfur er yfirleitt á um 130 kíló-
metra hraða við þessar aðstæður.
„Það eru allir sem
við höfum kynnst
tilbúnir að gera allt fyrir
mann á keppnisstað.