Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Qupperneq 32
32 Menning Vikublað 8.–10. apríl 2014 Ritun íslenskrar klámsögu Í dag, 8. apríl, mun Kristín Svava Tómasdóttir flytja erindi sem kallast „Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeó byltingu.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rann- sóknir í sagnfræði.“ Fyrirlestur- inn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05. Í lýsingu á erindinu segir: „Saga kláms er vaxandi undir- grein í erlendri sagnfræði en lítið sem ekkert hefur verið skrifað á því sviði hérlendis. Klámsaga er fjölbreytt við- fangsefni sem hefur tengsl við til dæmis menningarsögu, bók- sögu, kynja- og kynferðissögu, svo eitthvað sé nefnt. Í erindinu verður fjallað um ólíkar leiðir og aðferðafræðileg vandamál í rannsóknum á sögu kláms, með hliðsjón af sögu íslensks kláms á 20. öld, fram til vídeó- byltingarinnar um 1980.“ Leikur rakara í Vonarstræti Birgir Örn Steinarsson, Maus- verji og handritshöfundur að kvikmyndinni Vonarstræti, fer sjálfur með hlutverk í myndinni sem verður frumsýnd eftir um það bil mánuð. Myndin hér að ofan var tek- in af Ingvari Þórðarsyni, einum framleiðenda myndarinnar, þar sem Birgir bregður sér í hlut- verk rakara sem fær það vanda- sama hlutverk að skera af einni aðalhetju myndarinnar, Móra (Þorsteini Bachmann), ræktar- legt skegg. Blóðug Baldurssaga og barnatíminn J á, ókei. Þegar þið sögðuð trúð- ar þá meintuð þið bókstaflega; trúðar. Gói og fleira fullorðið fólk í smókíngjakkafötum með hatta, hvítmáluð andlit og rauð trúðanef að tala við áhorfendur eins og þeir væru fimm ára börn í Stund- inni okkar um limlestingar, harm og hefndir epískrar Baldurssögu Skálmaldar. Trúðar. Ég skil. Eða bara alls ekki. Í Borgarleik- húsinu vissi ég ekki hvers var að vænta en ég var spenntur. Sérstaklega vegna þess að í síðasta Skálmaldar- dómi mínum minntist ég sérstak- lega á að það eina sem plötuna Börn Loka vantaði væri leiksvið. Platan væri Superstar heiðingjanna. Ég var því spenntur þegar tilkynnt var að Skálmöld ætlaði að vinna með Borg- arleikhúsinu að uppsetningu á ein- hverju alveg mögnuðu. Glæða sögu plötunnar Baldurs lífi. Einhverrar bestu íslensku rokkplötu sögunnar. Spenntur. Ég skal bara klára þetta strax. Skálmöld fær fimm stjörnur fyrir frammistöðu sína. Það er alveg klárt. Skálmaldarpiltar rokkuðu fyll- ingarnar úr tönnum hvers einasta túla í Borgarleikhúsinu á föstudags- kvöld. En það sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég eiga að dæma Skálmöld annars vegar og síðan hin bókstaflegu trúðslæti sýningarinn- ar hins vegar. Því mig langar mikið til þess. Ég vil síður draga fumlausa Skálmaldarmenn niður í svaðið. Ég skal standa upp og viðurkenna fúslega að ég fattaði ekki hvað ég var að horfa á. Til einföldunar fyrir lesendur þá snerist sýningin um það að Skálmöld stillti sér upp á sviði sem á var afar munaðarlaus leik- mynd miðað við tilefnið. Þrír trúðar, Guðjón Davíð Karlsson, Hildur Berg- lind Arndal og Hilmar Guðjóns- son, í áður nefndum múnderingum, stigu á svið og allt í einu leið mér eins og ég væri kominn á barna- sýningu. Ég skal gefa þeim það að það voru raunar nokkur börn í saln- um en þau voru ekkert minna undr- andi á trúðunum en ég. Þessir trúð- ar, með Góa fremstan í flokki, taka það síðan að sér að lesa sig í gegn- um textabækling plötunnar og leika á afar barnalegan máta, með barna- legri Andy Kaufman-legri röddu, þá sögu sem Skálmöld segir á plötunni Baldri. Sögu af Baldri Óðinssyni sem kemur að fjölskyldu sinni limlestri og slátraðri. Þeirri hefndarför sem hann leggst í og að lokum hetjudauða hans og meðreiðarsveina hans áður en þeir halda til Valhallar. Ég get hreinlega ekki ímyndað mér meira óviðeigandi farartæki til að endurleika texta, sögu og boð- skap þessarar þungarokksplötu en trúða. Er þessi sýning fyrir börn? Ef svo er, þá skal ég segja ykkur að það er ekkert minna hræðilegt að heyra sögur af limlestum konum og börnum frá trúði sem Gói leikur. Trúðarnir leiddu sum sé áhorfendur um sögu plötunnar milli þess sem Skálmaldarmenn stigu fram og fluttu lög sín. Af svipbrigðum Skálmaldar- manna að dæma á sviðinu þá velti ég oft fyrir mér hvort þetta hafi virkilega verið það sem þeir höfðu í huga þegar þeir ákváðu að fara að vinna með fag- fólkinu í Borgarleikhúsinu. Mér leið eins og þessari hugmynd hafi verið varpað til þeirra á einhverjum kaffi- húsafundi og þeir hreinlega verið of kurteisir gæjar til að segja hversu fá- ránleg hún er. Þetta var ólýsanlega og óþægilega vandræðalegt á köflum. Ég skal einnig viðurkenna að það kom alveg nokkrum sinnum fyrir að ég skellti upp úr. Þetta eru jú trúðar. Þeir eiga að vera fyndnir. Og þeir voru það alveg. En restin var svona tauga- veiklaður „Á hvað er ég að horfa“- hlátur. Ég bara fattaði þetta ekki. Ef eitthvað var til að fatta, því þetta meikaði ekki einn snefil af sens. Vík- ingasaga, þungarokk og prúðbúnir trúðar með eitthvert laugardagssíð- degisbarnasprell og svo leikmyndin sem var enn ein ráðgátan. Ég var ekki að fatta ryðgaða, hálfónýta reiðhjólið, málningartröppurnar og gott ef ekki voru þarna hjólbörur líka. Tengingin við söguna og sýninguna var ENGIN. Nokkrar sprengingar, loftblásturs- brellur og eldur var skemmtilegt rokk hins vegar. Ljósin voru flott en í nokkrum lögum í byrjun blinduðu þau allar fyrstu raðirnar. Ég er nokkuð viss um að þau áttu ekki að gera það. Það þarf því engan að undra að það langbesta við þennan gjörning í Borgarleikhúsinu var Skálmöld og tónlistin þeirra. Þessir miklu fag- menn eru auðvitað búnir að spila þessa Baldursplötu linnulaust síð- an 2010 og eru orðnir ansi sjóaðir í því. Það var nákvæmlega ekkert út á þá að setja. En sem einhvers konar rokkleikhús með trúðum þá fattaði ég það ekki. Baldurssaga á skilið svo miklu meira en það sem þarna var boðið upp á. Skálmöld ein og sér svínliggur sem fimm stjörnu veisla fyrir aðdá- endur þessarar æðislegu sveitar. Trúðarnir, þeirra vaudevillíska barnaefnissýra og rest er svona ein og hálf stjarna. Þetta voru flottir Skálmaldartón- leikar. En vandamálið er að þetta áttu ekki að vera „bara“ hverjir aðrir tón- leikar. Þetta átti að vera eitthvað ann- að og meira. Og fyrir 4.750 krónur miðann! Ef Skálmöld hefði ekki ver- ið jafngóð og raun ber vitni þá hefðu fleiri átt harma að hefna í Borgarleik- húsinu en Baldur Óðinsson. n Skálmöld rokkaði fyllingarnar úr tönnum manns en hvað er málið með þessa trúða?„Ég bara fattaði þetta ekki. Ef eitthvað var til að fatta, því þetta meikaði ekki einn snefil af sens. Trúðslæti Það var nákvæmlega engin tenging milli prúðbúinna trúða sem töluðu eins og teiknimyndafígúrur og þeirrar sögu sem sögð er á plötunni Baldri. Þeir þvældust bara fyrir. Hnausþykkt Skálmöld stóð við sinn hlut og heillaði aðdáendur á öllum aldri í Borg- arleikhúsinu með hnausþykku þungarokki sínu. Það var allt sem var í gangi þarna sem skemmdi fyrir. Mynd laruS@laruS.iS Skálmöld – Baldur Skálmöld Allt annað Sýnt í Borgarleikhúsinu Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dómur Vio sigraði í Músíktilraunum Úrslitakvöldi Músíktilrauna lauk fyrir fullu húsi í Norður- ljósasal Hörpu um helgina. Alls spiluðu tíu hljómsveitir til úrslita en að lokum var það hljómsveitin Vio úr Mosfellsbæ sem stóð uppi sem sigurvegari. Magnús Thorlacius, söngvari Vio, var einnig valinn söngvari Músíktilrauna. Ásamt Magnúsi skipa hljómsveitina Kári Guð- mundsson bassaleikari og Páll Cecil Sævarsson trommuleik- ari. Magnús Thorlacius syngur og spilar á gítar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.