Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Side 36
Vikublað 8.–10. apríl 201436 Fólk
Mickey Rooney látinn
Leikferill sem spannaði yfir 80 ár
L
eikarinn Mickey Rooney er lát-
inn, 93 ára að aldri. Rooney átti
farsælan feril í Hollywood og
starfaði við kvikmyndir allt frá
barnæsku en hann lék í fyrstu kvik-
mynd sinni aðeins sex ára gamall.
Rooney var síðar ráðinn til MGM-
kvikmyndaversins fjórtán ára. Leik-
arinn var sannkölluð gullgæs kvik-
myndaversins en á fjórða og fimmta
áratugnum var hann á toppi ferils
síns. Í heild lék hann í yfir 350 kvik-
myndum og fjölda sjónvarpsþátta á
ferlinum.
Einkalíf Rooney var skrautlegt
en hann kvæntist til að mynda átta
sinnum yfir ævina. Rooney var eitt
sinn spurður hvort hann myndi
kvænast þeim konum aftur og svar-
aði hann: „Tvímælalaust, ég elskaði
þær allar.“ Ferli Rooneys var oft
líkt við rússíbanaferð en frægðar-
stjarna leikarans fölnaði og skein
til skiptist í gegnum árin. Á sjöunda
áratugnum var Rooney úrskurðað-
ur gjaldþrota, en á þeim tíma fór
stærstur hluti eigna hans í meðlags-
greiðslur til fyrri eiginkvenna og í
glæfralegan lífsstíl leikarans.
Rooney hélt áfram að leika í kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum langt
fram á níræðisaldur. Leikarinn lést á
heimili sínu í norðurhluta Hollywood
í faðmi vina og ættingja. n
jonsteinar@dv.is
Mickey Rooney Leikarinn átti langan og
skrautlegan feril að baki.
Á hátindinum
Rooney og Judy
Garland í myndinni
Babes On Broadway
frá árinu 1941.
Wall Street-
úlfur í vanda
Jordan Belfort, svikahrappur-
inn sem myndin The Wolf of
Wall Street er byggð á, lenti ný-
lega í klandri hjá skattyfirvöld-
um í Bandaríkjunum. Aðeins
tveimur vikum eftir frumsýningu
myndarinnar lagði skattstof-
an fram kröfu á tvö glæsihýsi í
eigu Belforts. Belfort var á sínum
tíma dæmdur til að greiða við-
skiptavinum sínum til baka 110
milljónir dala og því vakti þetta
athygli skattstofunnar. Vefritið
TMZ, sem hefur gögnin undir
höndum, greindi fyrst frá mál-
inu. Það er því augljóst að Belfort
hefur greinilega ekki slegið slöku
við í íburðarmiklum lífsstíl sín-
um eftir dóminn.
Grínast með
samband sitt
Skötuhjúin Ashton Kutcher og
Mila Kunis leika á móti hvort
öðru í nýjasta þætti Two and a
Half Men sem sýndur verður
vestanhafs í vikunni. Þar gerir
parið, sem á von á barni bráð-
lega, grín að sambandi sínu. „Ég
þori að veðja að þú farir bara út
með fallegum leikkonum,“ segir
persóna Kunis í þáttunum. „Guð,
nei, ég myndi aldrei fara út með
leikkonum, þær eru allar klikk-
aðar,“ svarar Kutcher þá, en hann
leikur hinn unga milljarðamær-
ing Walden Schmidt í þáttunum.
Lítur upp til
stóru systur
Jamie Lynn Spears, yngri syst-
ir Britney, ætlar að feta í fótspor
systur sinnar en hún gaf nýlega
út sína fyrstu smáskífu, lagið
How Could I Want More. „Lagið
er mjög þýðingarmikið fyrir mig
og ég var loksins nógu hugrökk
til að gefa það út,“ sagði söng-
konan í viðtali á dögunum.
„Maður lítur alltaf upp til
systur sinnar, það er gott að
fá ráð hjá henni,“ sagði jamie
Lynn en hún semur kántrítón-
list á meðan að stóra systirin er í
poppinu eins og flestir vita.
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
Tuttugu ár síðan
Kurt Cobain kvaddi
Markaði djúp spor í rokksöguna með framlagi sínu sem söngvari Nirvana
Þ
að var snemma morguns
föstudaginn 8. apríl árið
1994 sem rafvirki, sem átti
að setja upp öryggiskerfi í
húsi einu, kom að manni
látnum á heimili í Seattle. Á lík-
inu lá haglabyssa og skammt frá lá
kassi af skotum. Kassi með spraut-
um og nálum fannst einnig við hlið
hans. Sjálfsmorðsbréf lá ofan á litlu
blómabeði, fest niður með kúlu-
penna. „Ég hef ekki ástríðuna leng-
ur, og munið, það er betra að brenna
út en hverfa á brott,“ eru lokaorð
bréfsins. Borin voru kennsl á lík-
ið með skoðun fingrafara og var þá
endanlega staðfest að þarna væri
um að ræða Kurt Cobain, söngvari
Nirvana.
Cobains hafði verið saknað í sex
daga þegar hann fannst og töldu
réttarmeinafræðingar að hann hafi
látist tæpum þrem dögum áður
en hann fannst. Rannsókn leiddi
í ljós mikið magn heróíns og val-
íums í blóði söngvarans. Áður en
hann hvarf hafði hann skráð sig inn
á meðferðarstofnun í Los Angeles
til að kljást við eiturlyfjavanda en
skráði sig út eftir stutta dvöl. Cobain
var 27 ára þegar hann stytti sér ald-
ur.
Eins og oft áður þegar frægir
einstaklingar falla frá skutu upp
kollinum ýmsar samsæriskenn-
ingar. Eins og frægt er orðið eru ekki
allir sammála þeirri útskýringu að
Cobain hafi framið sjálfsmorð og
telja margir að honum hafi verið
ráðinn bani. Sem dæmi má nefna
heimildamyndina Kurt and Court-
ney sem kom út árið 1998. Þar var
eiginkona Cobains, Courtney Love,
bendluð við dauða hans.
Nirvana er af mörgum talin ein
áhrifamesta rokksveit seinni tíma og
hafa plötur hljómsveitarinnar, sem
eru þrjár talsins í fullri lengd, selst í
rúmlega 75 milljónum eintaka. Vel-
gengni Nirvana lagðist aldrei vel í
Cobain. Hann átti rætur að rekja í
pönk og honum fannst hann vera að
svíkja það sem hann stóð fyrir áður.
Til dæmist þoldi hann ekki hvernig
Nevermind, vinsælasta plata sveit-
arinnar, var framleidd: „Þegar ég
horfi til baka á Nevermind, skamm-
ast ég mín fyrir hana. Hún líkist
meira Mötley Crue-plötu en pönki.“
En hvort sem fólk elskar Nirvana
eða hatar, þá er það óumdeilan-
legt að hljómsveitin setti mark sitt
á rokksöguna. Í ár eru 25 ár liðin
frá útgáfu frumraun sveitarinnar,
Bleach. Af því tilefni verður bandið
tekið inn í frægðarhöll rokksins.
Hvort Cobain hefði uppveðrast
vegna þess heiðurs skal látið liggja
milli hluta. n
„Ég hef ekki
ástríðuna lengur,
og munið, það er betra
að brenna út en hverfa á
brott,
Kurt Cobain
Söngvarinn kvaddi
þennan heim fyrir
tuttugu árum.
Nirvana Cobain ásamt
Krist Novoselic og Dave Grohl.