Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 40
40 Skrýtið Helgarblað 2.–5. maí 2014 Þetta er besti matur í heimi n Danski veitingastaðurinn Noma valinn sá besti í heimi n Réttirnir hver öðrum frumlegri N oma, veitingastaður í Kaup- mannahöfn, var á dögunum útnefndur sá besti í heimi af Restaurant Magazine. Stað- urinn hampaði titlinum í fimmta sinn á sex árum, sem er eftir- tektarverður árangur. René Redzepi er yfirkokkurinn á þessum magnaða veitingastað sem býður upp á afar frumlega rétti úr norrænu hráefni; úr sjó og af landi. Staðurinn varð í öðru sæti í fyrra eftir að hafa unnið fjögur árin þar á undan. Óhætt er að segja að staður- inn, sem státar af tveimur Michelin- stjörnum, fari óhefðbundnar leið- ir þegar kemur að mat; bæði hvað varðar hráefni og framsetningu. Máltíð á staðnum samanstendur af um 20 litlum réttum, sem fæstir líta út eins og „venjulegir“ réttir á öðrum veitingahúsum. Þessi 20 rétta veisla kostar um 33 þúsund krónur en með víni um 54 þúsund krónur. Jose Moran Moya bloggar um mat á vefsíðu sinni Spanish Hipster og sérhæfir sig í fallegum myndum af réttunum. Hann snæddi á Noma árið 2012. Hér gefur að líta fimm forrétti, fimm aðalrétti og þrjá eftirrétti, af þessum 20 rétta seðli. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is  Hreindýramosi Fyrsti forrétturinn samanstóð af möltuðu flatbrauði og eini. Hér gefur að líta hreindýramosa og sveppi.  Fallegt Á þessum diski eru tveir munnbitar af mat, sem samanstanda af kartöflum og kjúklingalifur.  Hænan og eggið Þetta er einn af aðalréttum staðarins. Súrsuð og reykt egg undan kornhænu. Eins og sjá má er framsetningin frumleg.  Girnilegt Hér er um að ræða ferskt salat og reykt þorskhrogn.  Óvenjulegur Þessi óvenjulegi réttur saman­ stendur af einum hvítfiski og epli, sem búið er að steikja og vefja um fiskinn.  Fyrsti aðalrétturinn Þetta lítur ekki beinlínis út eins og matur. En hér er um að ræða þyrniplómu og hvít rifsber bragðbætt með furunálum.  Ostrur Ostrur úr Limafirði voru á matseðlinum. Með þeim var boðið upp á þang, garðaber og súrmjólk. Allt þetta var borið fram á steinabeði.  Litadýrð Þessi fallegi réttur samanstendur af súrsuðu grænmeti, beinmerg, bræddu smjöri og steinselju. Moya ber að þetta hafi verið besti réttur kvöldsins.  Önd Þetta er ansi óvenjuleg samsetning. Grunnhráefnið er villt önd en með því er boðið upp á rófur, beyki og malt, auk salatblaða.  Einfaldleiki Þessi réttur er einfaldur. Sellerí og truffla.  Fyrsti eftirrétturinn Þessi réttur inniheldur Gammel Dansk, agúrku, hvítt súkkulaði og sellerí. Hann smakkaðist frábær­ lega, að mati bloggarans.  Gulrætur og sandþyrnir „Gulrótarfroðan, með dilli og sólþurrkuðum tómötum, var afar áhugaverð samsetning á eftirrétti,“ skrifaði Moya.  Fjórir smáir Að lokum voru á borð bornir fjórir litlir eftirréttir. Þar á meðal var karamella og beinmergur, borið fram í beini – auðvitað. Sjá vinstra megin á myndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.