Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Qupperneq 27
Lífsstíll 27Vikublað 24.–26. júní 2014 Hvað á að gera við hundinn í fríinu? Fuglinn fylgir hvert sem er H ann er bara eins og litla barnið mitt. Hann er algjör draumafugl,“ segir Íris Lea Þorsteinsdóttir. Hún er eig- andi dísarfuglsins Mána sem fylgir henni nánast hvert fót- spor. Máni er einstaklega blíður og góður og líður best á öxlinni á Írisi. „Hann kemur með í vinnuna og situr yfirleitt bara svona á öxlinni á mér,“ segir Íris þegar DV leit við hjá henni í Dýraríkinu Holtagörðum þar sem hún vinnur. Máni sat þá róleg- ur á öxl hennar og kippti sér lítið upp við það sem var að gerast í kring. Fer með í göngutúra Máni flýgur ekki í burtu frá henni og kemur með henni á flesta þá staði sem hún fer. „Hann kemur með mér út þegar ég fer í göngutúr með hund- inn eða út í búð. Hann kemur meira segja með mér í sturtu og svo situr hann líka með mér úti í sólbaði og er bara alltaf svona rólegur og góður,“ segir hún brosandi. Máni er mjög hændur að Írisi og er ekki sama þegar hún skreppur frá honum. „Það þýðir lítið fyrir mig að skilja hann eftir hér þegar ég skrepp að kaupa mér mat því hann verður alveg brjálaður á meðan og gargar bara. Hann vill fá að koma með,“ segir hún en ekki er óalgengt að sjá hana á röltinu með fuglinn á öxlinni. Hún segist verða vör við að sumu fólki bregði örlítið við þegar það sjái hana með fuglinn en flestir kippa sér lítið upp við það eða finnst það bara sniðugt. „Ég má reyndar ekki lengur koma með hann í Bónus, skilst það sé vegna þess að heilbrigðiseftirlitið leyfi það ekki.“ „Hvað ertu að gera?“ Máni reynir ekki að fljúga í burtu enda líður honum best á öxl eiganda síns. Hann vill líka fá að vera með í samræðum og spjallar iðulega við Írisi. „Hann segir oft: „Hvað ertu að gera?“ og „halló“. Síðan flautar hann með mörgum lögum og svo geltir hann á hundinn okkar,“ segir Íris. „Ég fæ heldur ekki að borða neitt í friði, hann kemur um leið og vill fá bita,“ segir hún hlæjandi. „Hann er alveg rosalega gæfur og skemmti- legur en vill helst ekki vera hjá nein- um öðrum en mér. Hann kannski rétt heilsar upp á fólk en flýgur svo til baka til mín.“ Ætlar að verða dýralæknir Íris hefur lengi haft mikinn áhuga á fuglum og á núna þrjú stykki auk þess sem hún er með tvo unga sem hún handmatar. „Ég átti páfagauk þegar ég var lítil sem ég þurfti að gefa því við fluttum til Bretlands. Síðan var ég alltaf að biðja um að fá aftur fugl en fékk það ekki fyrr en rétt áður en við fluttum heim, þá þurfti ég aft- ur að gefa hann frá mér. Síðan þegar ég kom heim var ég alltaf að biðja um að fá annan en mátti það ekki. Þegar ég flutti svo að heiman þá gerði ég uppreisn og fékk mér fjóra,“ segir hún kankvís. Hún er mikill dýravinur og stefn- ir á að verða dýralæknir. „Ef ég flyt út til að fara í nám þá kemur Máni með mér, hann fær bara vegabréf. Ég get ekki verið án hans,“ segir hún. n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is n Máni fer með Írisi í göngutúr og búðir n „Alltaf rólegur og góður“ Börn krabba­ meinssjúkl­ inga í hættu Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla fjölskylduna en samkvæmt nýrri rannsókn eru börn krabba- meinssjúklinga í hættu á að þróa með sér tilfinninga- og hegð- unarvandamál. Birgit Möller við læknaháskólann í Hamburg-Epp- endorf skoðaði 235 fjölskyldur og börn þeirra á aldrinum 11 til 21 árs. Að minnsta kosti annað for- eldri hafði greinst með krabba- mein. Niðurstöður rannsóknar- innar birtust í vefritinu CANCER. Þar kemur fram að um það bil 21 prósent af nýgreiningum krabba- meins séu í aldurshópnum 25 til 54 ára en sá hópur er líkleg- ur til að eiga börn á heimilinu. Á meðan flest barnanna tókust á við veikindi foreldris með góðum árangri þróuðu sum með sér geð- ræn vandamál. Fótbolti lækkar blóðþrýsting kvenna Samkvæmt nýrri rannsókn get- ur fótbolti haft góð áhrif á blóð- þrýsting kvenna á aldrinum 35–50 ára. Í rannsókninni sem fjallað var um í Scandinavian Jo- urnal of Medicine & Science in Sports æfðu konur með of háan blóðþrýsting fótbolta í 15 vikur. Blóðþrýstingur þeirra lækkaði, þær léttust talsvert og kólesteról- magn í blóði batnaði einnig, auk þess sem þol kvennanna batnaði. Líkamlegur ávinningur fótbolt- ans varð mun meiri en þeirra kvenna sem æfðu sund. Fæstar konurnar höfðu áður æft fótbolta. Þær höfðu hins vegar það gam- an af íþróttinni að margar þeirra stofnuðu sitt eigið lið eftir rann- sóknina. Hjálmur greinir heilablóðfall Sænskir vísindamenn hafa búið til hjálm til að flýta fyrir greiningu heilablóðfalls. Þegar einstaklingur fær heilablóðfall skiptir tíminn mestu máli. Ef sjúklingur fær ekki að- hlynningu innan fjögurra klukku- tíma eru líkur á að heilavefur eyðileggist. Til að veita besta meðferð þarf að greina hvort heilablóðfallið sé af völdum lekandi æðar eða blóðkökks sem stíflar æð. Hjálmurinn, segja vísinda- menn, getur greint þar á milli. Frekari rannsóknir eru nauðsyn- legar en vísindamenn vonast til þess að hægt sé að nota hjálminn í sjúkrabílum í framtíðinni. Tvíkynhneigðir karlar berskjaldaðir Ný rannsókn kafar ofan í reynsluheim tvíkynhneigðra karla Í nýrri rannsókn, sem birtist í American Journal of Preventive Medicine, er kynferðislegur og félagslegur reynsluheimur karla sem stunda kynlíf með körlum og konum skoðaður ofan í kjölinn. Þar kemur fram að tvíkynhneigðir karl- ar eru gjarnan berskjaldaðir fyrir smitandi kynsjúkdómum og öðrum heilsufarskvillum. Tvíkynhneigðir karlar eru aðeins tvö prósent af kyn- ferðislega virkum körlum en í rann- sókninni kemur fram að tíðni HIV og kynsjúkdóma sé ekki í samræmi við stærð hópsins. Samkvæmt vísindamannin- um William L. Jeffries, sem stóð að rannsókninni, hafa breytur á borð við kynlíf án smokks, kynlífsreynslu á ungum aldri, fjöldi bólfélaga, eit- urlyfjaneysla og áhættuhegðun ból- félaga af báðum kynjum, áhrif á kyn- ferðislegt heilbrigði tvíkynhneigðra karla sem gera þá viðkvæmari fyrir HIV og kynsjúkdómum en samkyn- hneigða og gagnkynhneigða karl- menn. Neikvæð afstaða gagnvart tvíkynhneigðum einstaklingum, efnahagslegar hindranir og karl- mennskuhugmyndir séu á með- al þeirra félagslegu þátta sem hafi neikvæð áhrif á kynlífssambönd og kynferðislegt heilbrigði. Í rannsókninni kemur einnig fram að þótt HIV sé óalgengara á meðal tvíkynhneigðra karla en samkynhneigðra karla séu tvíkyn- hneigðir karlar líklegri en gagn- kynhneigðir til að smitast. Þar kom einnig fram að tvíkynhneigðir karl- ar eru ólíklegri en samkynhneigðir menn að fara í HIV próf og á meðan 21% tvíkynhneigðra karla höfðu leit- að meðferðar vegna kynsjúkdóms höfðu aðeins 12% samkynhneigðra og 2,3% gagnkynhneigðra karla leit- að sér meðferðar. Jeffries segist vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að þessi hópur verði rannsakaður enn betur svo hægt sé að koma til móts við þarfir hans. n Tvíkynheigð Samkvæmt nýrri rannsókn eru tvíkynheigðir karlar tvö prósent af kynferðis- lega virkum karlmönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.