Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 11.–13. febrúar 2014 Pörupiltar skemmtu í Finnlandi Leikhópurinn Pörupiltar skemmti á mánudag á opn- unarhátíð Gay Pride í Helsinki. Þar sýndu þeir uppistandið Homo Erectus sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkru síð- an. Pörupiltar hafa áður skemmt í Finnlandi því í apríl síðastliðn- um sýndu þeir uppistandið Kyn- fræðsla Pörupilta sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Leikhópur- inn samanstendur af leikkonun- um Sólveigu Guðmundsdóttur, Maríu Pálsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur. Þær leika, leikstýra og skrifa efnið sjálfar og hafa starfað saman í ein átta ár. Pörupiltar settu einnig upp verk- ið Beðið eftir Godot í Borgarleik- húsinu árið 2012. Nýdanskir Harmonikku- bræður Hornfirsku bræðurnir Bragi Fann- ar og Andri Snær Þorsteinssynir hafa sent frá sér plötuna 12 íslensk nýdönsklög. Bragi og Andri ganga undir nafninu Harmonikku- bræður en á plötunni flytja þeir á harmonikkurnar helstu slagara hljómsveitarinnar Nýdönsk. Má þar nefna lög eins og Horfðu til himins, Alelda og Flugvélar. Bragi og Andri eru 22 ára tvíburar frá Hornafirði sem hafa spilað á harmonikku frá níu ára aldri. Þeir hafa lengi ferðast um landið og leikið sína tónlist sem og annarra. Sirkus á Klambratúni Sirkus Íslands hefur reist tjald sitt, Jöklu, á Klambratúni. Þar mun sirkusinn frumsýna verkið Heima er best miðvikudaginn 25. júní. Um er að ræða fjölskyldusýningu með íslenskri tónlist en hægt er að nálgast miða á midi.is. Tvær aðr- ar sýningar eru í boði hjá Sirkus Íslands. Það eru sýningarnar S.I.R.K.U.S sem er ætluð yngstu börnunum og Skinnsemi sem er fullorðinssýning og er bönnuð börnum. Sirkus Íslands hefur ver- ið starfræktur frá árinu 2008 en það var götulistamaðurinn Lee Nelson sem stofnaði hann ásamt Nick Candy. Fyrsta sýningin, Stór- asti sirkus Íslands, var sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kring- um áramótin 2008–2009. Önnur sýningin, Sirkus Sóley, var sett upp 2010 í Salnum í Kópavogi og í Hofi á Akureyri. Þriðja sýningin, Ö-fakt- or, var sett upp í Tjarnarbíói 2012. Secret Solstice sýnir okkur hver við erum T ónleikahátíðir eru eins og Norðurlöndin, hver og ein með sínar undarlegu regl- ur um hvernig skuli afgreiða áfengi. Og Solstice-kerfið er með þeim undarlegri. Lítil röð er á barina en því lengri í gjaldeyrisskipt- in, þar sem maður skiptir íslensk- um krónum í plastpeninga sem síð- an er hægt að nota til kaupa á mat og drykk. Kasínópeningar þessir hald- ast illa í hendi, einn gestur sagðist hafa týnt 10.000 krónum í plasti en fundið 6.000 í staðinn. Þegar hátíð- inni lauk voru svo margir sem enn áttu talsvert eftir í plasti sem ekki var hægt að skipta til baka, en plastpen- ingasalan var opin lengur en barirn- ir. Allt leiddi þetta til þess að blaða- maður drakk minna en stóð til og er því til frásagnar um dagskrána. Há- tíðin hófst um hádegi á föstudegin- um með runu íslenskra hljómsveita (og Eivör), en fyrsti stóri erlendi gesturinn var Woodkid frá Frans. Engir gítarar eða önnur strengja- hljóðfæri sjást á sviðinu, aðeins blásarar, tvö trommusett og tölvur. Öðrum skilningarvitum er sinnt með því að varpa myndverk á skjá, en Woodkid er einnig videólistamað- ur og svo virðist sem hann sé stað- ráðinn í að draga dægurtónlistina út úr gítarrokki 20. aldar og inn í þá 21. Eitthvað er hann þó óánægður með birtuna og segist frekar hafa viljað spila seinna um kvöldið, en þetta eru sumarsólstöður á Íslandi, þar er alltaf bjart. Laugardalurinn er annars vel fallinn til útihátíðar af þessu tagi. Borgarbúar geta brugðið sér heim inn á milli og tjaldsvæðið er ekki langt undan fyrir þá sem komnir eru lengra að. Fjórum sviðum hefur verið komið fyrir, auk dansklúbbs- ins Hel sem er í gömlu Skautahöll- inni. Allt hefur verið nefnt upp á nýtt, stóra sviðið heitir Valhöll en barinn nefnist Óminnishegri. Að Woodkid loknum taka við DJ-ar hér og hvar, og stærsta núm- er kvöldsins er Disclosure, sem í raun hljómar lítið öðruvísi en aðrir plötusnúðar, aðeins á stærra sviði. Fox Train Safari á Gimli-sviðinu reynast örlítil vin í þessari eyðimörk boom- chacka-boomsins. Massive Attack hefna fyrir Icesave? Kvöldið eftir er svo komið að stóru númerunum. Múm og Brain Police kynna andstæða póla í hávaðamyndun, og síðan stígur hin bandaríska Banks á svið. Banks er díva af gamla skólanum en tekur sér nútímatækni í not og sló fyrst í gegn í gegnum vefsíðuna Soundcloud. Hún lítur út eins og EMO-útgáfa af Natalie Portmann og á sviðið þegar hún syngur, en virðist inni á milli pínu feimin og einlæglega ánægð með að vera hér. Og síðan gerist það sem allir hafa beðið eftir, Massive Attack stíga á svið. Það er þó ekki fyrr en í öðru laginu að tvíeykið 3D og Daddy G. birtast, hljómsveitin er eiginlega nokkurs konar kollektív sem spilar undir nafninu með að- stoð frá forsprökkunum tveim. Massive eru þekktir fyrir póli- tískar skoðanir og undir laginu Ris- ingson sýna þeir nöfn þeirra fyrir- tækja sem ráða heiminum í reynd, Wal-Mart og Exxon og Shell, í bland við þjóðfána hinna ýmsu landa og verð tölvuleikja og raun- verulegra vopna, svo að allt lítur út eins og blanda af U2 ZooTV ferðinni og kvikmyndinni Network. Og að sjálfsögðu er íslenski fáninn hér inn- an um Bakkavör og Íslandsbanka og Landsbanka. Er þetta hin endanlega hefnd fyrir Icesave? Hápunktinum er náð fyrir miðju þegar þau spila hin stórfenglegu lög Teardrop og Angel af meistara- verkinu Mezzanine. „Ég missti mey- dóminn við þetta lag,“ segir bresk kennslukona sem stendur við hlið mér og talar þar líklega fyrir munn heillar kynslóðar. En þeir eiga eitt fast skot eftir, hið frábæra Inertia Creeps þar sem þeir birta setningar úr slúðurpressunni. Hér sýna þeir að þeir ekki aðeins virðast hvar þeir eru, heldur hafa unnið heimildarvinnu sína vel: „Russel Crowe sms-aði 18 ára,“ Kalli Bjarni vill bæta sig,“ „Ásdís Rán stal röddinni,“ Kim Kardashi- an og Vala Grand. Ekki síðan Patti Smith samdi lag um Kárahnjúka- virkjun árið 2005 hefur mér fundist erlendir gestir segja okkur jafn mik- ið um land og þjóð. Ásdís Rán og Ís- landsbanki, svona erum við. Hér er loksins komið DV á sönglagaformi. Ættbálkarnir mætast Partíið heldur áfram í Hel fram eftir nóttu með plötusnúðn- um Jamie Jones. „Mér finnst heldur margir hnakkar miðað við trefla hér,“ segir einn með- an önnur furðar sig á að flestir þarna séu hippar. Einhver segir að þetta sé fyrsta íslenska útihá- tíðin sem hann hefur farið á þar sem eru engin slagsmál. Ætt- bálkarnir mætast í friði og ró. Og þó að þetta sé fyrst og fremst danstónlistarhátíð er eitthvað hér fyrir alla. „Ég sá hval í gær,“ segir bresk stelpa.“ „Ég sá Björk,“ segir önnur. Síðasta daginn lætur sólin loksins sjá sig og stóra sviðið er undirlagt rappi. Emmsjé Gauti og Gísli Pálmi og Schoolboy Q sem látin hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi og spilar gangsta eins og árið sé enn 1993. Enginn toppar þó Rottweiler, sem mis- kunnarlaust ríma saman drykk og dick. Ef íslensk tunga á sér fram- tíð er það hér, enda fáar hljómsveitir sem gera jafn mikið út á tungumál- ið. Rúsínan í pylsuendanum reynist vera hin breska Rum Buffalo, sem blanda saman tventís djassi og klez- mer og eru klædd fyrir hlutverkið. Sólin mun ekki rísa hærra í ár, en við eigum þó ATP eftir, og síð- ar Airwaves, og vonandi kemur Sol- stice aftur á næsta ári. Það er gott að þrátt fyrir gjaldeyrishöft hafi Ísland enn upp á ýmislegt að bjóða. Jafnvel þó maður þurfti stundum að skipta krónum í plastpeninga. n n Auðvelt að týna plastpeningum n Engin slagsmál á útihátíðinni Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.