Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2014, Síða 36
36 Fólk
Hjólagarpur Lóa Pind segist ekki vera
sterkasti liðsmaðurinn.
Vikublað 24.–26. júní 2014
Björk steig sólstöðudans
n Frægir flykktust á Secret Solstice í Laugardalnum um helgina n Björk Guðmundsdóttir steig dans n Bleikt tré hátíðarinnar sló í gegn
T
ónlistarhátíðin Secret Sol-
stice var haldin um síðustu
helgi við mikinn fögnuð
gesta. Tæplega tíu þúsund
manns mættu á hátíðina og
var mikil stemning eins og sjá má
á meðfylgjandi myndum. Margir
frægir létu sjá sig og höfðu gaman af
tónlistinni og andrúmsloftinu sem
fylgir slíkum hátíðum. n
Jón Ólafsson Einn af bakhjörlum og
skipuleggjendum hátíðarinnar.
Harkan sex
Óli Hjörtur,
rekstrarstjóri
Dolly, og eig-
andinn, Dóra
Takefusa, röltu
grafalvarleg
um svæðið.
Þótt eflaust
hafi verið stutt
í næsta bros.
Högni Egilsson og Snæfríður
Ingvarsdóttir Högni ásamt kærustu
sinni en hann kom fram með Hjaltalín á
hátíðinni.
Sólstöðu-Björk
Nýlega var tilkynnt
að Björk verði við-
fangsefnið í stórri
sýningu í Museum
of Modern Art,
MoMA, í New
York á næsta
ári.
Björk Guðmundsdóttir
Steig dans og skemmti sér
vel á tónlistarhátíðinni
Secret Solstice sem fram fór
í Laugardalnum um helgina.
Jakob Frímann Stuð-
maðurinn fastreimar skóna
fyrir átökin en mikið líf og
fjör var í Laugardalnum.
Stoltur bróðir
BAFTA-verðlaunahafinn Ólaf-
ur Arnalds fagnaði með systur
sinni, Fríðu Ósk Arnalds, þegar
hún gekk í það heilaga með
unnusta sínum, Sindra Guð-
mundssyni. Ólafur birti mynd
af sér á samfélagsmiðlinum
Instagram og óskaði systur
sinni til hamingju með áfang-
ann. Ólafur hefur verið mikið á
ferðalagi undanfarnar vikur en
eins og fram kom vann hann til
hinna virtu bresku BAFTA-verð-
launa fyrr á árinu. Verðlaunin
hlaut Ólafur fyrir að semja tón-
listina fyrir sjónvarpsþættina
Broadchurch.
Bæjarins bestu
sameinaðir
Rappsveitin Bæjarins bestu var
sameinuð á ný á sunnudag en
hana skipuðu Halldór Halldórs-
son, Daníel Ólafsson og Kjartan
Atli Kjartansson. Þeir eru betur
þekktir undir nöfnunum Dóri
DNA, Danni Deluxe og K.J. Fé-
lagarnir voru þó ekki komn-
ir saman á ný til þess að semja
rapptónlist heldur til þess að
hlýða á rappgoðsögnina School-
boy Q sem kom fram á Secret
Solstice. Eftir að Bæjarins bestu
lögðu upp laupana stofnuðu
Dóri og Danni sveitina 1985! en
þeir hættu fyrir nokkrum árum.
Sjónvarpsfólk hjólar hringinn
Lóa Pind hafði ekki stigið á hjól í tvö ár
É
g er mjög spennt og aðallega
spennt fyrir því að komast lif-
andi í mark,“ segir sjónvarps-
konan Lóa Pind Aldísardóttir
sem ásamt tíu manna liði Stöðvar 2
tekur þátt í hjólreiðakeppninni Wow
Cyclothon sem hófst í dag, þriðju-
dag, en hjólað er til styrktar bæklunar-
skurðdeild Landspítalans.
Auk Lóu taka þátt meðal annarra
fréttamennirnir Birta Björnsdótt-
ir og Þorbjörn Þórðarson, fréttalesar-
inn Telma Tómasson, sjónvarpskon-
urnar Rikka og Kolbrún Björnsdóttir
og veðurfræðingurinn Elísabet Mar-
geirsdóttir en hópurinn mun hjóla
í kringum Ísland. „Við tökum þátt í
boðhjólakeppninni en þá skiptumst
við á að hjóla í tíu til 15 mínútur. Við
verðum að fara hringinn innan 72
tíma, annars dettum við úr keppni,“
segir Lóa Pind sem segist langt frá því
að vera besti liðsmaðurinn.
„Ég var varamaður í þessu liði
enda hafði ég ekki stigið á hjól í tvö
ár. Núna hef ég æft sæmilega stíft í
21 dag en það er alveg ljóst að ég er
ekki sterkasti hlekkurinn í liðinu. Ég
reikna með því að Elísabet sé afreks-
manneskja liðsins en þarna leynast
ýmsir góðir hjólarar. Stór hluti liðsins
er býsna góður en við erum nokkur
þarna sem erum ekki eins góð. Við
fengum til okkar konu um daginn
sem hjólaði þetta fyrir tveimur árum.
Samkvæmt henni er afar mikilvægt
að velja besta fólkið í brekkurnar. Ég
var ákaflega fegin að heyra það því þá
slepp ég við þær.“ Lóa Pind segist hafa
gaman af því að hjóla hratt. „En ég er
ekki kolfallin fyrir þessu sporti og hef
til dæmis ekki keypt mér reiðhjól, eins
og sumir. Enda töluverð fjárfesting.“
Aðspurð segist hún ekki búast við
að það verði mikið sofið á leiðinni.
„Við verðum á húsbíl en þar sem við
þurfum að fara út á 90–120 mínútna
fresti til að hjóla verður örugglega lítið
um svefn enda held ég að það verði
allir svo æstir og spenntir að það verð-
ur lítið hægt að lúra. Ég reikna svo
með að sofa í 20 tíma þegar ég kem
heim. Maður verður líklega alveg úr-
vinda.“ Hægt er að lesa meira um hjól-
reiðakeppnina á wowcyclothon.is n
Lið Stöðvar 2 Í liðinu eru meðal annars Rikka, Kolbrún Björnsdóttir, Elísabet Margeirsdóttir
og fréttamaðurinn Þorbjörn Þórðarson.