Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 22. október 2010 föstudagur
Plottaði árás á krónuna
n Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og
fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá
Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs
Thors Björgólfssonar, tók stöðu
gegn íslensku krónunni á árunum
2006 og 2007. DV fjallaði um málið
á mánudag en Heiðar Már ræddi við
tvo heimsþekkta bandaríska milljarðamær-
inga um stöðutöku gegn krónunni í janúar
2007 og virðist niðurstaða fundarins hafa
verið sú að þeir höfðu áhuga á að taka stöðu
gegn íslensku krónunni. Heiðar Már hafði
hagsmuni af því að milljarðamæringarn-
ir tækju stöðu gegn íslensku krónunni þar
sem hann hafði veðjað á að gengi íslensku
krónunnar myndi falla á þessum tíma. Þetta
kemur fram í tölvupóstum sem Heiðar Már sendi og DV hefur undir hönd-
um. Heiðar Már staðfestir í samtali við DV að tölvupóstarnir séu ófalsaðir.
Finnur græðir í krePPunni
n Rúmlega 300 milljóna króna hagnaður varð á síðasta ári af rekstri fjár-
festingafélagsins Fikts ehf., í eigu Finns Ingólfssonar fjárfestis, fyrrverandi
viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Eignir
félagsins eru meira en milljarður, eða 1.174
milljónir króna, og bókfært eigið fé
félagsins í árslok síðasta árs var 622
milljónir króna. Þetta kemur fram í
ársreikningi félagsins sem skilað var
inn til ársreikningaskrár á dögun-
um.
Allt hlutafé í Fikt ehf. er í eigu Finns Ingólfs-
sonar, en félagið á meðal annars 53 prósenta
hlut í eignarhaldsfélaginu Spector ehf., sem á
síðan allt hlutafé í bifreiðaskoðunarfyrirtæk-
inu Frumherja hf. Það félag fær meðal annars
um 200 milljónir á ári í leigutekjur á hita- og
rafmagnsmælum frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Vegna þess hversu góður rekstur Fikts var á
síðasta ári ákvað Finnur að taka sér 15 milljónir króna í arð fyrir rekstrar-
árið og gat leyft sér að borga sér meiri arð en árið 2008 þegar hann greiddi
sér 13,5 milljónir í arð.
kom út úr skáPnum 28 ára
n „Löngu áður en ég vissi hvað fólst í orðinu „hommi“ vissi ég að það var
eitthvað neikvætt,“ sagði Davíð Guðmundsson, 29 ára samkynhneigð-
ur karlmaður og þriggja barna faðir, í DV á
miðvikudag en Davíð kom út úr
skápnum í fyrra. Nýlegar fréttir af
sjálfsmorðshrinu ungra samkyn-
hneigðra drengja í Bandaríkjun-
um höfðu mikil áhrif á Davíð og
þegar hann sá fjólubláa daginn,
sem haldinn var á miðvikudag, auglýstan á
netinu ákvað hann að stofna síðu á Face-
book og koma á fjólubláum degi hér á landi.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa og innan
skamms höfðu yfir 7 þúsund manns skráð
sig á síðuna. „Fréttir af þessum sjálfsmorð-
um höfðu mikil áhrif á mig því þetta hefði
alveg eins getað verið ég á ákveðnum tíma-
punkti í lífi mínu. Dagurinn er haldinn til
minningar um þessa drengi sem tóku líf
sitt á undanförnum vikum og mánuðum, eftir einelti vegna kynhneigðar
þeirra. Með þessu sýnum við þeim virðingu og í leiðinni sýnum við þeim
samhug og samstöðu sem eru í sömu stöðu og sýnum að við líðum ekki að
fólki sé sýnd svona grimmd.“
2
3
1
PLOTTAÐI
ÁRÁS Á
KRÓNUNA
STARFSMAÐUR BJÖRGÓLFS – TENGDASONUR RÁÐHERRA:
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 18. – 19. OKTÓBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 120. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395
FINNUR GRÆÐIR
Í KREPPUNNI n FYRRVERANDI RÁÐ-HERRA MEÐ MEIRA EN MILLJARÐ Í EIGNIR – TEKUR MYNDARLEGAN ARÐ
FRÉTTIR 4
STJÓRNLAGAÞING:
FRAMBJÓÐANDI
Á NEKTAR-
MYNDUM
FÓLKIÐ 26
n „BARA
SPAUG“
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON:
FRÉTTIR 2
DÆLIR FÉ Í FJÁR-
MÁLAFYRIRTÆKIN
ÖLGERÐIN Í VANDA:
UPPSAGNIR,
AFSKRIFTIR
OG LAXVEIÐI
FRÉTTIR 3
Er persónu-
leikinn að
drepa þig?
LÍFSSTÍLL 22–23
BYLTING Í
FARSÍMUM
n LÆRÐU AÐ VELJA VEL
NEYTENDUR 14–15
LIVERPOOL TAPAÐI:
NÝIR
EIGENDUR
- SAMA ÚTKOMA
SPORT 24–25
Björgólfur Thor George Soros
„ÍSLENDINGAR, MEÐ SITT
GULLFISKAMINNI, ERU NÚNA
AÐ ENDURFJÁRMAGNA
HÚSNÆÐI SITT ERLENDIS“
n HEIÐAR MÁR GUÐJÓNSSON
LEITAÐI TIL GEORGE SOROS,
SEM FELLDI BRESKA PUNDIÐ
n „ÞAÐ FREISTAR ÞEIRRA
AÐ RÁÐAST Á KRÓNUNA“
n „ÉG HREINLEGA SKIL EKKI
HVERS VEGNA HÚN HANGIR“
n REYNIR NÚ AÐ KAUPA SJÓVÁ
TÖLVU-PÓSTAR
FRÉTTIR 10–12
kom ÚT ÚR
SkÁPNUm
28 ÁRA
Þriggja barna faðir berst gegn sjálfsvígum:
miðvikudagur og fimmtudagur 20. – 21. október 2010 dagblaðið vísir 121. tbl.100. árg. – verð kr. 395
n dÓtturiNNi
faNNSt Það fYNdið
n „aLLt Í EiNu kOm Orðið
„HOmmi“ Út Úr mÉr“
n BErSt gEgN SJÁLfS-
vÍgum SamkYNHNEigðra
vEgNa EiNELtiS
n „ÞEtta HEfði aLvEg
EiNS gEtað vErið Ég“
n var HÆttur að SOfa
Og tÓk kvÍðaLYf
fjólublái dagurinn er í dag
ÚttEkt 22–23
varaði BJÖrgÓLfS-
fEðga við HruNi
n „ErLENdir vOguNarSJÓðir muNu rÁðaSt Á krÓNuNa“
Heiðar Már guðjónsson:
frÉttir 2–3
linda P. fékk HjálP:
ÞJÓFURINN
LÁTINN SkILA
mYNDUNUm
AF ÍSABELLU
n „Ég Er ÞESSum mÖNNum
afSkapLEga ÞakkLÁt“ frÉttir 6
byggðakvóti:
ÞEir fÁ
kvÓta SEm
Eiga kvÓta
n „við Eigum
ENgaN kvÓta“
frÉttir 12
ERTU ÞÁ
FARINN?
n LOfOrð
Og Svik
SpOrt 24–25
starfslok bankaManns:
FÆR LAUN
Í ÞRJÚ ÁR
nýtt frá árna Páli:
EkkERT
ENDUR-
GREITT
n af OfgrEiddum
gENgiSLÁNum
frÉttir 8
NEYtENdur 14–15
4 FRÉTTIR
18. október 2010 MÁNUDAGUR
Rúmlega 300 milljóna króna hagn-
aður varð á síðasta ári af rekstri
fjárfestingafélagsins Fikts ehf., í
eigu Finns Ingólfssonar fjárfestis,
fyrrverandi viðskiptaráðherra og
seðlabankastjóra. Eignir félagsins
eru meira en milljarður eða 1.174
milljónir króna og bókfært eigið fé
félagsins í ársloks seinasta árs var
622 milljónir króna. Þetta kemur
fram í ársreikningi félagsins sem
skilað var inn til ársreikningaskrár
á dögunum.
Allt hlutafé í Fikt ehf. er í eigu
Finns Ingólfssonar, en félagið á
meðal annars 53 prósenta hlut í
eignarhaldfélaginu Spector ehf.,
sem á síðan allt hlutafé í skoðun-
arfyrirtækinu Frumherja hf. Það
félag fær meðal annars um 200
milljónir á ári í leigutekjur á hita-
og rafmagnsmælum frá Orkuveitu
Reykjavíkur. Vegna þess hversu
góður rekstur Fikts var á seinasta
ári ákvað Finnur að taka sér 15
milljónir króna í arð fyrir rekstr-
arárið og gat leyft sér að borga sér
meiri arð heldur en árið 2008 þeg-
ar hann greiddi sér 13,5 milljónir í
arð.
Vel stætt félag
Fjármunatekjur Fikts ehf. í fyrra
voru tæplega 346 milljónir króna.
Meðal eigna félagsins eru tilgreind
listaverk um á 764 þúsund krónur
og fjárfestingaverðbréf upp á tæpa
21 milljón króna.
Handbært fé félagsins er 612,7
milljónir króna, að því er fram kem-
ur í ársreikningum. Félagið á ekki
aðeins miklar eignir heldur skuld-
ar það einnig alls um 511 milljónir
króna. Þar eru næsta árs afborgan-
ir langtímaskulda við lánastofnanir
alls 374 milljónir króna. Önnur stór
skuld félagsins er við Finn Ingólfs-
son sjálfan upp á rúmar 56 milljón-
ir króna, en ekki liggur fyrir hvernig
sú skuld varð til. Félagið seldi einn-
ig fjárfestingaverðbréf í fyrra fyrir
alls 114 milljónir króna.
Hrossaræktun skilaði tapi
Fikt Finns á einnig dóttufélagið Hik
ehf., en rekstur þess var ekki eins
góður í fyrra og rekstur Fikts. Hik
ehf. tapaði 31,5 milljónum króna á
síðasta ári. Eignir félagsins nema
um 175 milljónum króna en félag-
ið skuldar um 15 milljónir króna
umfram eignir. Starfssemi Hiks ehf.
felst fyrst og fremst í ræktun, kaup-
um, þjálfun og sölu á hrossum.
Segja má að Hik sé einskonar tóm-
stundafélag Finns, því hann og eig-
inkona hans, Kristín Vigfúsdóttir,
eiga og reka stórt hrossabú á Vest-
urkoti. Hrossabúið á marga tugi
hesta, þeirra á meðal fyrstu verð-
launa stóðhesta og ræktunarmerar,
auk þess sem búið selur tamin
hross. Vesturkot er um 25 kílómetr-
um austan við Selfoss og er 160
hektara jörð. Hjónin hafa ráðist þar
í miklar framkvæmdir frá því þau
keyptu jörðina árið 2005 og breyttu
í hrossaræktunarbú. Þau hafa tek-
ið girðingar og húsakost á jörðinni
í gegn. Sem dæmi má nefna að þau
breyttu fjósinu á jörðinni í glæsi-
legt 30 hesta hesthús, auk þess sem
byggð hefur verið 900 fermetra
reiðskemma. Þá hefur verið settur
upp skeiðvöllur á jörðinni.
Fjárfestingafélag Finns Ingólfssonar, Fikt ehf., græddi 300 milljónir króna á síðasta ári. Finnur tók sér 15 milljóna króna arð út úr félaginu. Fikt ehf. virðist vera í mjög sterkri stöðu. Félagið á helmingshlut í skoðunarfyrirtækinu Frumherja hf. Hrossa-ræktunarfélag Finns tapaði hins vegar 30 milljónum króna á síðasta ári.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
FÉLAG FINNS GRÆDDI
300 MILLJÓNIR KRÓNA
Allt hlutafé í Fikt ehf. er í eigu
Finns Ingólfssonar.
Finnur Ingólfsson Fjárfestingafélag Finns
græddi rúmar 300 milljónir króna á síðasta
ári. Hrossabú sem er í eigu félagsins tapaði
hins vegar um 30 milljónum króna.
Kallar alla sem koma að meðferð kynferðisbrotamála til fundar:
Fagnar tillögum Valtýs
Ummæli Valtýs Sigurðssonar ríkissak-
sóknara um kynferðislegt ofbeldi í við-
tölum við DV féllu í grýttan jarðveg.
Dómsmála- og mannréttindaráðherra,
Ögmundur Jónasson, kallaði Valtý á
sinn fund og krafði hann greinargerð-
ar vegna ummælanna. Hann hefur nú
skilað greinargerð sinni og birtir hana á
vef ríkissaksóknara.
Í svari Valtýs kemur fram að mikil-
vægt sé að almenningur beri traust til
ákæruvaldsins og mælist hann til þess
að það sé gert með því að birta upplýs-
ingar og gefa skýringar á vinnubrögð-
um ákæruvaldsins og telur ekki skipta
hvort sú umræða fari fram í fjölmiðlum
eða annars staðar. Opin og heiðarleg
umræða geti aldrei verið til þess falin
að rýra traust þolenda á réttarvörslu-
kerfinu. Hann telur jafnframt nauð-
synlegt að ráðherra skipi þverfaglega
nefnd þeirra sem að þessum málum
koma, það er lögreglu, neyðarmóttöku,
ríkissaksóknara, lögmanna og fulltrúa
Stíga móta, undir formennsku prófess-
ors til að fara yfir tölfræði, vinnuferla og
vinnubrögð auk þess að athuga hvort
lagabreytinga sé þörf á þessu sviði.
Þá sé það athugað hvernig efla megi
með markvissum hætti forvarnarstarf í
málaflokknum.
Ögmundur segist fagna þeim upp-
byggilegu tillögum sem fram komi í
greinargerð ríkissaksóknara og eins
samstarfsvilja af hálfu embættisins: „Ég
hef mikinn áhuga á að skoða meðferð
kynferðisbrotamála í réttarvörslukerf-
inu og vil reyna að leiða saman lög-
fræðileg sjónarmið og samfélagsleg,
segir Ögmundur.
„Fyrsta skrefið í þessari vegferð er
að kalla saman til fundar þá fjölmörgu
aðila sem koma að meðferð kynferð-
isbrotamála á Íslandi. Má þar nefna
neyðarmóttöku vegna nauðgana, lög-
regluna, ríkissaksóknara, dómstóla-
ráð og Stígamót. Þegar er hafin vinna í
ráðuneytinu við að skipuleggja þenn-
an fund. Hugmynd ríkissaksóknara um
þverfaglega nefnd tökum við með inn
þetta starf en hún rímar ágætlega við
þær áherslur sem við för-
um af stað með. Á þessu
stigi hefur engin hug-
mynd verið slegin út af
borðinu.“ kristjana@dv.is
EIÐUR SMÁRI:
Keypti áritaðan
gítar á milljónir
Eiður Smári Guðjohnsen keppti við
einn ríkasta mann Íslands á upp-
boði. Eiður Smári sagði frá þessu í
viðtali við breska
dagblaðið The
Sun en þar segist
hann hafa keypt
gítar, sem var
áritaður af með-
limum bresku
hljómsveitarinn-
ar The Rolling
Stones, á hundr-
að þúsund pund, sem nemur tæp-
lega átján milljónum króna. Atvikið
átti sér stað við kvöldverð sem vinur
Eiðs stóð fyrir en það var enginn
annar en Frank Lampard, leikmaður
Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Var haldið uppboð við kvöld-
verðinn til styrktar táningum með
krabbamein. Þegar Eiður var spurð-
ur hvað konan hans hefði sagt þegar
hann keypti þennan rándýra gítar
segir Eiður. „Ekkert, hún hélt bara
áfram að sparka í mig undir borðinu
á meðan ég var að bjóða í gítarinn.
Ég hafði séð hann áður en uppboð-
ið hófst og hugsaði: „Þessi er minn!“,
svo ég byrjaði að bjóða í hann, en
verðið varð bara hærra og hærra,“
segir Eiður. Hann segir að hann hafi
komist að því seinna að hann var að
bjóða gegn einum ríkasta manni Ís-
lands en vildi þó ekki gefa upp hver
hinn dularfulli milljónmæringur var
í viðtalinu. „En ég vann já, þetta var
mjög mikill peningur en til styrktar
góðu málefni.“
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
Ný kynslóð
Rafskutlur
-frelsi og nýir möguleikar
Einfaldar í notkun og
hagkvæmar í rekstri
Ummæli Valtýs:
„Manneskja sem verið
er að nauðga biður
ekki um smokk.“
Þessar fréttir bar hæst í vikunni
þetta helst Fjórar konur kynna nú fyrir Íslendingum viðskipta-kerfi sem heitir MLM Top Income. Í kynningarmyndböndum á
netinu er fólk sannfært um að það geti tvöþúsundfaldað pening-
ana sína á 70 dögum.
hitt málið
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
Slakaðu á heima
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
Úrval nuddsæta
Verð frá 23.750 kr.
Fjórar ungar konur hafa tekið sig
saman og sett á fót viðskiptakerfi
hér á landi sem þær kalla MLM
Top Income. Þær hafa haldið kynn-
ingarfundi í Reykjavík að undan-
förnu. MLM er skammstöfun fyrir
fyrir margþrepa markaðsherðferðir
(multi level marketing) og gengur
út á að skrá sig í áskrift í ákveðnum
kerfum á netinu. Eitt þessara kerfa
heitir Infinity Downline og kostar
25 dollara, eða um 2.700 krónur, að
skrá sig í það. Sá kostnaður rennur
að fullu í vasa þess sem náði að skrá
viðkomandi inn í kerfið og verður
þar af leiðandi styrktaraðili nýjasta
þátttakandans. Í kynningarmynd-
bandi á netinu segir að hægt sé að
græða 50 þúsund dollara, eða 5,6
milljónir króna á 10 vikum með því
leggja aðeins þessa 25 dollara inn í
kerfið. Það þýðir tvöþúsundfaldur
gróði á aðeins 70 dögum. Á 10. viku
eiga 1.024 einstaklingar að vera fyrir
neðan þig í kerfinu sem þú græðir á.
Konurnar lýsa kerfinu á vefsíðu
sinni: „Þú ferð af stað og finnur 4
aðila og skráir þá inn. Taktu eftir því
sem ég sagði, þú þarft aðeins 4 aðila
til þess að fylla hjá þér og svo gætir
þú verið stuðningur við þessa 4 sem
þú skráðir inn. Um leið og þú skrá-
ir þinn fyrsta inn að þá borgar hann
þér 25 dollara á mánuði þannig
að nú ertu frítt í kerfinu. Við vinn-
um eftir aðferð sem er kölluð „The
power of 4“. Þú skráir inn 4, tveir
eru hjá þér og þú lætur þinn spons-
or fá tvo. Þessir tveir sem þú heldur
hjá þér fara og gera það sama, þeir
skrá inn sitthvora 4 og láta þig fá tvo,
þannig að núna ertu komin með 4 í
viðbót við hina tvo sem þú skráðir.
Þessir 4 fara og ná í sína 4 og senda
hver þeirra til þín 2 sem gerir 8 nýja
meðlimi til þín og svona gengur
þetta endalaust fyrir sig.“
Viðvaranir á netinu
Hildur Kjartansdóttir, einn stofn-
andi MLM Top Income, þvertek-
ur fyrir að hér sé um að ræða píra-
mídaviðskipti, en varað hefur verið
við Infinity Downline á erlendum
vefsíðum. Bandaríska fjármálaeft-
irlitið hefur raunar varað við fyrir-
tækjum, sem byggja á þrepaskiptu
markaðsstarfi og greiða þóknan-
ir til þeirra sem safna nýju fólki
inn í kerfið. „Haldið ykkur frá slík-
um fyrirtækjum. Þau eru í raun og
veru ólögleg píramídasvindl. Hvers
vegna eru píramídaviðskipti hættu-
leg? Vegna þess að áform sem ganga
út á að borga þóknanir fyrir að safna
fólki, hrynja alltaf á endanum þegar
ekki er hægt að fá nýtt fólk. Og þegar
það gerist tapa flestir peningunum
sínum, nema kannski þeir sem eru
efst í píramídanum,“ segir í tilkynn-
ingu frá fjármálaeftirliti Bandaríkj-
anna.
Fjármálaeftirlitið hér á landi hef-
ur einnig varað fólk við að láta ekki
blekkjast af kerfum sem ganga út á
að safna alltaf nýjum meðlimum,
slík kerfi hrynji alltaf á endanum.
„Er ekki píramídi“
Hildur hjá MLM Top Income er ekki
sammála þessu. „Nei, þetta er flókn-
ara en það. Í einu kerfinu ertu ekki
að græða á þeim sem aðrir fá inn.
Þetta er ekki svona píramídaupp-
setning. Ef ég myndi skrá þig inn í
píramída, þá næðir þú ekki hærri
tekjum en ég. En í þessu getur þú
það. Ég er ekkert að græða á því sem
þú ert að gera,“ segir Hildur.
En myndi hún græða á að koma
öðrum inn og öllum sem þeir
myndu síðan taka með sér inn?
„Nei, ekki öllum sem þú tekur inn,
þannig að þú ert ekki alveg að ná
því hvernig þetta er. Þannig að þó
ég sé á fullu að hjálpa öðrum, þá
er ég ekki að græða á þeim,“ segir
Hildur. Í hverju er þá nákvæmlega
gróðavonin fólgin? „Það er í raun og
veru að skrá fólk í áskrift hjá þessu
fyrirtæki. Við fáum greitt fyrir það. Í
einu kerfinu er fullt af kennsluefni
fyrir Excel, Word, og PowerPoint.
Í hinum tveimur færðu áskrift að
Auto responder-póstkerfinu. Við
erum að fá þetta verkfæri til að nýta
okkur. Það er kerfi sem heldur utan
um póstlista og svo getur þú bara
búið til fréttabréf og hvað sem þú
vilt senda fólkinu. Þetta gengur út
á að kynna fyrir fjórum og þú færð
söluþóknun fyrir það.“
Sá fyrsti sem kemur inn, hann
mun á endanum græða mest? „Nei,
það er ekki þannig,“ segir Hildur.
Gengur þetta ekki út á að hlaða
undir sig nýju fólki í kerfinu? „Nei,
það gengur út á að þú skráir fjóra og
tveir eru hjá þér og þú sendir tvo upp.
Þínir tveir halda áfram þannig að þú
færð til þín tvo og allir fá tvo. En ef ég
skrái til dæmis bara einn inn og geri
ekkert meira og er bara að læra á allt
þarna inni í kerfinu og þessi eini fer á
fullu að vinna, þá er hann að ná miklu
meiri tekjum en ég. Ég græði ekki á
því sem hann er að gera fyrir neðan.“
En muntu ekki alltaf fá eitthvað?
„Jú, en aldrei eins mikið og hann,“
segir Hildur og er þá spurð hvort
það sé ekki þá vegna þess að kerf-
ið krefst þess að fólk vinni? „Ef hann
myndi láta senda tvo til mín og svo
gera þeir kannski ekki neitt, en ef
allir sem hann er með eru að vinna,
þá fær hann hluta af því en ekki allt.
Þetta bara dreifist og er ekki píramídi.
Ef þú ert búin að vera í þessu í 3 ár, þá
færðu væntanlega meiri tekjur en sá
sem var að byrja.“ Er það ekki lýsing á
píramída? „Nei, í píramída er sá sem
er efstur alltaf með hæstu tekjurnar,
en það er bara ekkert í þessu,“ segir
Hildur.
ValGEIr örn raGnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Nei, það gengur út á að þú skráir
fjóra og tveir eru hjá þér
og þú sendir tvo upp.
TVÖÞÚSUND-
FALDUR GRÓÐI
rosalegur gróði Efalltgengurupp
áaðverahægtaðgræða5,6milljónir
fyrir2.700krónuráaðeins70dögum.