Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 43
föstudagur 22. október 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 M aðurinn sem sést inni í hringnum á myndinni hét Aug-ust Landmesser. Hann var staddur í Hamborg í Þýskalandi nasismans 3. júní árið 1936 þegar Horst Wessel, seglskip þýska flotans var sjósett. Adolf Hitl- er var líka á staðnum. Þessi stórkostlega ljósmynd sýn- ir mann sem neitar að heilsa for- ingjanum Hitler með nasistakveðj- unni og stendur með krosslagðar hendur í mótmælaskyni. August Landmesser var hugrakkur þýsk- ur þegn sem vildi með þessu bjóða nasistastjórninni birginn. En hug- rekkið sem hann sýndi í höfninni í Hamborg þennan dag sumarið 1936 var lítið í samanburði við það þegar hann freistaði þess að kvæn- ast unnustu sinni Irmu Eckler. Hún var gyðingur og hjónaband þeirra var með öllu ólöglegt enda bönn- uðu nasistar „kynblöndun aría og gyðinga“. Mótstaða Augusts Landmess- ers við hin grimmu stjórnvöld Þýskalands varð til þess að hann var sendur í skelfilegar fangabúðir og hefur ekkert spurst til hans síð- an. Kona hans Irma fór sömu leið. Ekki var vitað hver maðurinn með krosslögðu hendurnar var fyrr en árið 1991. gekk ungur í nasistaflokkinn Landmesser var fæddur í þorpinu Moorege í Slésvík-Holstein árið 1910. Hann var af venjulegu sveita- fólki kominn. Hann leitaði sér tæki- færa í Hamborg og var ráðinn til skipasmíðastöðvarinnar Blohm og Woss. Hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall þegar hann neitaði að heilsa Hitler þegar foringinn mætti við hið hátíðlega tækifæri þegar seglskipið Horst Wessel var sjósett. August var meðlimur í nasista- flokknum, hafði gengið í hann árið 1931. Það var mjög algengt að ung- ir menn gengju í flokkinn því það var næstum nauðsynlegt til að geta gengið almennilegt starf. En hann varð fljótlega gjörsamlega afund- inn stefnu nasista enda bitnaði kynþáttahatur Hitlers og félaga á hjónabandi hans. fengu ekki að giftast Landmesser kynntist Irmu Eckler, stúlku af gyðingaættum, í Ham- borg árið 1934. Þau vildu ganga í hjónaband. En yfirvöld bönnuðu þeim það vegna þess að Irma var gyðingur. Samt höfðu alræmd lög nasistastjórnarinnar um „verndun hreinleika þýsku þjóðarinnar“, sem bannaði blóðblöndun á milli þýskra borgara og gyðinga, ekki tekið gildi. En þegar lögin tóku gildi nokkrum misserum síðar, í október 1935, var orðið deginum ljósara að August og Irmu yrði ekki leyft að giftast. August Landmesser var æfur vegna þessa og bauð yfirvöld- um birginn í skipasmíðastöðinni í Hamborg sumarið 1936 eins og áður segir. send í fangabúðir Elskendurnir August og Irma eign- uðust tvær dætur, Ingrid sem fædd- ist í október 1935 (í sama mánuði og kynþáttalöggjöf nasista tók gildi) og Irene sem fæddist í júlí 1937. Yfir- völd litu á barneignir Landmessers sem „skömm og móðgun við lög og reglur í samfélagi aríska kynstofns- ins“. Og fljótlega eftir fæðingu yngri dótturinnar var August ákærð- ur. Þar sem hann hafði ekki fengið að giftast Irmu hafði hann eignast börnin utan hjónabands og dóm- stólar nýttu sér það, eftir löng og ströng réttarhöld, til að dæma Aug- ust Landmesser til tveggja og hálfs árs þrælkunarvinnu í hinum al- ræmdu fangabúðum í Börgermoor. Irma fór sömu leið. Hún var dæmd fyrir sömu brot og barns- faðir hennar og var send í þrælkun- arbúðir fyrir konur í Lichtenburg og Ravensbrück. Irma Eckler lést í fangabúðunum árið 1942, líkt og milljónir annarra gyðinga. Dætrunum var komið í fóstur og sáu foreldra sína aldrei aftur. hvarf í stríðinu Í skjölum má lesa að August Land- messer var sleppt úr fangabúðun- um árið 1941. Hann var hins vegar um leið neyddur til að ganga til liðs við „999“ sem var herdeild skilorðs- fanga. Til hans spurðist aldrei fram- ar og talið er að hann hafi látið lífið í orrustu. Árið 1991 sá Irene, dóttir Augusts og Irmu, ljósmyndina frægu í þýska dagblaðinu „Die Zeit“ og þekkti föð- ur sinn á henni. Þá kom í ljós hver hinn áður óþekkti hugrakki ungi maður var sem bauð sjálfum Adolf Hitler birginn vegna þess að honum var ekki leyft að giftast konunni sem hann elskaði. Maðurinn sem vildi ekki heilsa Hitler Yfirvöld litu á barneignir Landmessers sem „skömm og móðgun við lög og reglur í samfélagi aríska kyn- stofnsins“. gríðarlegt hugrekki August Landmesser, starfsmað- ur í skipasmíðastöð í Hamborg, neitaði að heilsa Hitler í júní 1936. nasistaflokkurinn hafði bannað honum að kvænast konu sinni. Þessi hugrakki maður hvarf á vígstöðvunum í síðari heimsstyrjöldinni. fjölskyldan unga August Landmesser, kona hans Irma Eckler og dæturnar Ingrid og Irene. Foreldarnir létust í stríðinu en dæturnar ólust upp hjá fósturforeldrum Bauð hitler birginn August Landmesser var sendur í fangabúðir. Honum var sleppt árið 1941 og hann neyddur til að ganga til liðs við herdeild skilorðsfanga. Ekkert hefur til hans spurst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.