Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 17
föstudagur 22. október 2010 fréttir 17 m ag gi @ 12 og 3. is 4 11 .0 08 Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • sala@batik.is • www.batik.is Vantraustið Veltir þjóðfélaginu á hlið varðandi áframhald aðildarviðræðna við ESB sem fram gæti farið um leið og kjörið yrði til stjórnlagaþings í lok nóvember. Samdægurs var ljóst að tillagan stæðist ekki gildandi lög um þjóðaratkvæðagreiðslur sem þing- ið samþykkti í júní síðastliðnum. Þar er meðal annars kveðið á um að þrír mánuðir verði að líða frá samþykkt Al- þingis um þjóðaratkvæðagreiðslu þar til að hún fer fram. Þegar þetta varð ljóst lögðu þingmennirnir einfald- lega fram breytingatillögu um lögin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem þeir eru nýbúnir að samþykkja þannig að kalla megi til þjóðaratkvæðagreiðslu með skemmri fyrirvara. Svo segir fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Vigdís Hauksdóttir, í útvarpsviðtali að í raun verði þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um hvort halda eigi áfram aðildarvið- ræðum við ESB heldur um stöðu mála í samfélaginu og stöðu ríkisstjórnar- innar. Ég nefni annað dæmi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG og for- maður Heimssýnar, leggur til á þingi að tekinn verði upp tvíhliða fríversl- unarsamningur við Bandaríkin. All- ir sem vilja vita kannast við skilyrð- islausa kröfu Bandaríkjanna um að aðgangur að búvörumarkaði viðkom- andi lands verði galopnaður með slík- um samningum. Hvernig samrýmist þetta helsta stefnumáli þingmanns- ins um að alls ekki megi opna íslenska búvörumarkaðinn? Málflutningur af þessum toga er ekki til þess fallinn að auka traust manna til þingsins. Það er engu líkara en komið sé fram við kjósendur eins og kjána. Ég spyr hvort þetta geti versnað. Hvernig á þing- ið og stjórnvöld að taka á alvarleg- um vandamálum, eins og endurreisn gjaldmiðils eða niðurskurði í velferð- arkerfinu, þegar kjósendur treysta ekki lengur gjörðum og ákvörðunum þingmanna og ríkisstjórnar?“ Vondir siðir íslenskra stjórnmála Baldur segir að vinnubrögð stjórn- valda séu varla til fyrirmyndar. „Við lesum breytingar á stefnu í heilbrigðis- málum út úr fjárlagafrumvarpinu án þess að opinber umræða hafi farið fram um pólitíska stefnumótun í heil- brigðismálum áður en frumvarpið var lagt fram. Þegar fólk les um þess- ar breytingar í fjárlagafrumvarpinu án þess að málin hafi verið kynnt er ekki nema von að það rísi upp. Þetta eru afleit vinnubrögð og ekki til þess fall- in að auka traust og trúverðugleika. Það virðist enn ríkja það viðhorf með- al kjörinna fulltrúa að hægt sé að sitja óþægindin af sér. Menn gátu þetta fyr- ir hrun en þetta er liðin tíð. Ég held satt best að segja að þetta breytist ekki að marki nema með meiri endurnýj- un á Alþingi og með endurskoðun á vinnubrögðum stjórnmálaflokkanna og aðferðum við að velja frambjóð- endur. Þarna er við flokkakerfið að sakast og þá stjórnmálasiðmenningu sem það hefur leitt af sér.“ Endurreisn trúnaðar er mikil- vægust Það hlýtur að teljast mikið áhyggjuefni ef aðeins um 3 prósent landsmanna bera mikið traust til banka og annarra fjármálastofnana í landinu. Vantraust- ið er nánast sýnilegt í fjölmiðlum og netheimum og þjóðmálaumræðunni allri þessa dagana. Fjöldamótmælin fyrir framan Alþingishúsið í byrj- un mánaðarins endurspegla reiði og skort á trausti almennings til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og bankanna. Göran Lind, ráðgjafi yfirstjórnar sænska seðlabankans, sagði í viðtali við DV fyrir skemmstu að mikilvægast af öllu væri að endurheimta trúnað og traust til bankanna í kjölfar hruns og kreppu. Sjálfur vann hann við að endurreisa sænska bankakerfið eftir alvarlega kreppu í byrjun tíunda ára- tugarins. „Kenning mín er sú að það mikilvægasta sem gera þurfi í banka- kreppu sé að endurreisa trúnaðinn og traustið til bankanna. Ég á þá við til- trú á fjármálakerfið í heild því ef trún- aðartraustið er ekki fyrir hendi virkar ekki bankakerfið. Ef trúnaðurinn og traustið er ekki fyrir hendi tekur fyrir innlán og útlán og efnahagsstarfsem- in lognast út af,“ sagði Göran í við- talinu. Lög og regla Athyglisvert er að traust sem borgar- arnir bera til lögreglunnar eykst. Þótt fyrirvara þurfi að hafa í samanburði á könnunum Capacent frá 2002 og MMR nú gefa þær vísbendingar um að traust, sem menn bera til lögregl- unnar, hafi aukist um allt að 10 pró- sentustig. Skýringarnar á þessu geta verið margvíslegar. Vel er hugsan- legt að tiltölulega hófsöm framganga hennar í mótmælum mánuðina eftir bankahrunið hafi aukið traustið. Ör- yggisleysi samfara kreppunni verð- ur hugsanlega einnig til þess að al- menningur reiði sig meira á verði laganna en áður. Óöryggi samfara atvinnuleysi er samfélagsmein sem varla hefur enn náð að grafa um sig hér á landi vegna þess hversu hátt atvinnustig- ið er hér alla jafnan og atvinnuleysi lítið. En vel er þekkt víða um lönd að fólk sem býr við langvarandi at- vinnuleysi finni vonbrigðum sínum farveg með þátttöku í stjórnmála- samtökum á útjaðri samfélagsins sem ekki útvegar þeim tækifæri til að afla lífsviðurværis með mann- legri reisn. Með skírskotun til stækkandi hóps atvinnulausra og veikara ráðn- ingarsambands við atvinnurekendur verður undirgefni og hollusta einnig meiri meðal þeirra sem halda störf- um, sagði franski fræðimaðurinn Pierre Bourdieu eitt sinn. Ekki er hægt að útiloka að þeir sem halda stöðu sinni og sýna um leið meiri hollustu ýti undir viðhorf um gildi laga og reglu. Það er einnig athyglis- vert það sjónarmið að atvinnulaus- um manni hætti við að einangrast. „Hann býr við einsemd og á erfitt með að sýna samstarfsvilja eða sam- stöðu með öðrum,“ segir Bourdieu. Hafi hann rétt fyrir sér er ekki fráleitt að ætla að stækkandi hópur atvinnu- lausra stilli sér ekki endilega ógnandi framan við brynvarða lögregluþjóna. Dæmi úr HáskóLa ÍsLanDs Háskóli Íslands hefur um áratugaskeið notið trausts landsmanna og virðingar. Skýringar á þverrandi tiltrú og trausti, sem borið er til skólans, kann að eiga sér rætur í bankahruninu haustið 2008. Tjón skólans í þessu efni er nokkurt en nærri 45 þúsund færri kjósendur treysta skólanum vel nú en í Capacentkönnun sem gerð var árið 2002. Vel er hugsanlegt að fjöldi manns telji að skólinn og starfsmenn hans hafi sofið á verðinum eins og aðrir og ekki haft döngun í sér til þess að stíga fram og vara við. Þetta á þó varla við um alla starfsmenn skólans. Þá er ekki loku fyrir það skotið að sofandaháttur og hjarðhegðun hafi gripið um sig í skjóli stækkandi banka sem örlátir voru á fé til rannsókna eða til að styðja við einstaka kennara- eða rannsóknastöður við skólann. Traust til háskóla hvílir meðal annars á ímynd um fræðilegan aga og framsækni sem sérhver menntastofnun sækist eftir að öðlast og er þess skemmst að minnast að Kristín Ingólfsdóttir rektor og yfirstjórn skólans höfðu að sérstöku markmiði að gera skólann einn af 100 bestu háskólum heims. Kröfur eru því gerðar til kennara og nemenda HÍ í þessum efnum. Hægt er til að mynda að reka nemendur fyrir ritstuld samkvæmt reglum stjórnmálafræðideildar- innar og eiga slík viðurlög sér stoð í lögum um opinbera háskóla frá árinu 2008. Í janúar á þessu ári var samþykkt eftirfarandi á deildarfundi: „Stjórnmálafræðideild telur óráðvendni í námi mjög alvarlega. Þar er meðal annars – en ekki eingöngu – átt við ritstuld, falsanir af öllu tagi, notkun og kynningu á verkefnum eða vinnu annarra eins og hún væri manns eigin og allar tilraunir til að hafa rangt við á prófum. Forseti Félagsvísindasviðs getur ákveðið að í slíkum málum sé beitt ströngum viðurlögum...“ Viðurlög geta samkvæmt lögum um opninbera háskóla falist í áminningu eða brottrekstri eins og áður segir. Innan stjórnmálafræðideildar viðgengst þó að Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor kenni nemendum, sem hlýta eiga framangreindum reglum, skyldunámskeið þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir stórfelld brot gegn höfundarrétti að verkum Halldórs Laxness. Þann 13. mars árið 2008 var Hannes Hólmsteinn í Hæstarétti dæmdur fyrir að hafa brotið með fébótaskyldum hætti gegn höfundarrétti að verkum skáldsins. Fyrir Hæstarétti byggði áfrýjandi á því að ef litið væri til allra tilvikanna hefði prófessorinn nýtt sér 320 síður úr verkum Halldórs Laxness og var því ekki mótmælt. Áfrýjanda voru dæmdar 1,5 milljónir króna í fébætur og þurfti Hannes Hólmsteinn að greiða samtals 1,6 milljónir króna að auki í málskostnað á báðum dómstigum. Ólíklegt verður að telja að dómurinn yfir prófessornum og viðbrögin við honum hafi orðið til þess að auka traust almennings til HÍ þótt ekki verði fullyrt að þverrandi traust til skólans megi einvörðungu rekja til þessa máls. Hverjar eru fyrirmyndirnar? Hvernig á þing-ið og stjórnvöld að taka á alvarlegum vandamálum, eins og endurreisn gjaldmiðils eða niðurskurði í velferð- arkerfinu, þegar kjós- endur treysta ekki lengur gjörðum og ákvörðun- um þingmanna og ríkis- stjórnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.