Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 14
14 nærmynd 22. október 2010 föstudagur Þegar DV hringdi í nokkra menn í fjármálalífinu til að bera undir þá tölvupósta þar sem íslenskur fjár- málamaður lýsti fundum með tveim- ur þekktum bandarískum vogun- arsjóðsmönnum, George Soros og Bruce Kovner, í ársbyrjun 2007, til að ræða við þá um stöðu krónunn- ar og stöðutöku gegn henni, giskuðu þeir allir á að umræddur maður væri Heiðar Már Guðjónsson, fjárfest- ir og þáverandi starfsmaður Nova- tor. Blaðið sagði þeim sem hringt var í ekki frá því að viðkomandi væri Heiðar Már heldur las eingöngu upp póstinn. Samhengið leyndi sér hins vegar ekki þegar þeir heyrðu hvað stóð í póstinum: Aðeins einn mað- ur gat hafa fundað með þessum að- ilum á þessum tíma og komist að því að það freistaði þeirra að ráðast á ís- lensku krónuna. Ástæðan er sú að Heiðar Már er þekktur í fjármálalífinu sem sá Ís- lendingur sem er hvað best tengd- ur við bandaríska vogunarsjóði en slíkir sjóðir hafa tiltölulega lítið ver- ið í umræðunni hér á landi miðað við önnur lönd. Jafnframt hefur sá orðrómur lengi verið uppi að Heið- ar Már hafi stundað það að taka stöðu gegn íslensku krónunni fyrir hrun því hann missti trúna á að Ís- lendingar gætu haldið áfram að nota hana sem gjaldmiðil fyrir löngu síð- an. „Ég hef alltaf sagt að það sé synd að Ísland búi við ónýtan gjaldmiðil,“ sagði Heiðar Már til dæmis í samtali við DV í vikunni. Heiðar Már hótaði DV málsókn í kjölfarið á umfjöllun blaðsins ef það yrði ekki dregið til baka að hann hefði tekið stöðu gegn krónunni. Af þessum sökum hefur Heiðar Már komið fram í fjölmiðlum síðast- liðin ár og fært rök fyrir einhliða upp- töku evru – að þjóðin taki upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið – í stað krónunnar. Heiðar hefur einnig verið nefnd- ur til sögunnar sem mögulegur kaupandi að tryggingafélaginu Sjó- vá ásamt hópi fjárfesta. Viðræð- urnar um kaupin standa enn yfir við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, samkvæmt heimildum DV. Heiðar Már býr og starfar í Sviss um þess- ar mundir þar sem hann vinnur fyr- ir vogunarsjóðinn Clarium, sem er í eigu bandaríska kaupsýslumanns- ins Peters Thiels, sem meðal annars stofnaði internetgreiðsluþjónustuna PayPal. Ekki er vitað nákvæmlega hvað Heiðar Már fæst við fyrir Clari- um. Áhrifamikill huldumaður Heiðar er þrátt fyrir þessa vigt sína hálfgerður huldumaður í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Nánast ekkert hefur farið fyrir nafni hans í upp- gjörinu við íslenska efnhagshrunið. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að Heiðar er maður sem að mestu hefur unnið á bak við tjöldin. Hann var starfsmaður Kaupþings í New York í kringum síðustu aldamót, þar sem hann meðal stýrði GIR-vogun- arsjóðnum sem átti að tryggja mönn- um 40 til 50 prósenta ávöxtun, en fór þaðan til Glitnis áður en hann gerð- ist handgenginn Novator, félagi Björ- gólfs Thors Björgólfssonar, í London árið 2005. Tölvupóstar sem DV hefur und- ir höndum sýna að Heiðar Már var líklega einn helsti ráðgjafi Björgólfs- feðga fram að bankahruninu og var- aði hann þá við árás vogunarsjóða á íslensku krónuna í ársbyrjun 2007 og benti þeim á að verja sig fyrir lækk- uninni með því að auka gengisvarn- ir sínar, taka stöðu gegn krónunni. Heiðar reyndist ekki sannspár um þetta atriði árið 2007 þegar krónan hækkaði í verði og Björgólfsfeðgar töpuðu milljörðum króna, til dæmis í eignarhaldsfélaginu Samson, með því að veðja á lækkun krónunnar á því ári. Krónan hrundi svo auðvitað árið 2008. Sá bandaríski vogunarsjóðsmað- ur sem gaf út fyrirmæli til samtaka vogunarsjóða í febrúar árið 2006 að skynsamlegt væri að ráðast á krón- una, James Leitner, er vinur fjöl- skyldu Heiðars Más, samkvæmt því sem hann segir sjálfur, og kynnti Heiðar Leitner fyrir Björgólfi Thor. Krónan hríðféll á árinu 2006 og seg- ir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá Kaupþingi, að árás vogunarsjóðanna hafi leitt til gengislækkunarinnar. Leitner settist síðar í stjórn Straums- Burðaráss eftir að hafa keypt hlut í bankanum. Hann fékk síðar verð- laun fyrir það í október 2006 að stinga upp á árás á íslensku krón- una. Ekki er vitað hvort Heiðar Már hafi vitað af þessari árás líkt og þeirri sem hann taldi yfirvofandi árið 2007 og tengsl hans og Leitners liggja fyr- ir. Líklegt verður að teljast að Leitn- er hafi því leitað til Heiðars eftir ráð- leggingum. Áhrif Heiðars Más á gang íslensks fjármálalífs og hagnað og tap stórra fjármálafyrirtækja og eignarhaldsfé- laga eins og Landsbankans og Novat- ors, og jafnvel stöðu íslensku krón- unnar, munu því sennilega aldrei liggja ljós fyrir. Ljóst er hins vegar að Heiðar Már hefur verið verulega áhrifmikill undir yfirborðinu í ís- lensku viðskiptalífi og í gegnum fyrir- tæki Björgólfs Thors. „Hann er samt mjög þekktur í fjármálalífinu og orð- spor hans er nokkuð gott. Hann er hálfgert „legend“,“ segir einn af heim- ildarmönnum DV. Þykir eldklár Ástæðan fyrir því að Heiðar Már hef- ur verið í þessari stöðu sem áhrifa- mikill ráðgjafi er sú að hann þyk- ir vera mjög greindur og hafa góða þekkingu á fjármálaheiminum. Einn innanbúðarmaður í fjármálaheimin- um á Íslandi lýsir honum á eftirfar- andi hátt: „Heiðar er virkilega klár „HEIÐAR ER GAMBLER“ ingi f. vilhjÁlmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Hann er ekki „follower“, hann vill vera sinn eigin herra. heiðar már guðjónsson fjárfestir hefur verið nokkuð í umræðunni í þessari viku eftir að DV greindi frá því að hann hefði vitað af yfirvofandi árás vog- unarsjóða á íslensku krónuna árið 2007 og tekið stöðu gegn henni. Heiðar Már þykir greindur, hrokafullur og ákafur og er hann sagður bíta í sig hugmyndir af mikilli sannfæringu. Heiðar Már er sá Íslendingur sem hefur náð hvað mestum tengslum við bandaríska vogunarsjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.