Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 40
Ragnheiður Svanlaugsdóttir hjúkr- unarkona er látin, á hundraðasta og fjórða aldursári. Ragnheiður fæddist að Syðri- Bægisá í Öxnadal í Eyjafirði og ólst upp á þeim slóðum og á Akureyri. Hún stundaði nám í Køng-lýðhá- skólanum á Fjóni árið 1929, í garð- yrkjuskólanum í Odense 1930, í Hjúkrunarskóla Íslands 1931–34 og var við framhaldsnám í röntgen- og skurðstofuhjúkrun við sjúkrahúsið í Birmingham 1936–37. Ragnheiður starfaði á Landspít- alanum 1934–36 og síðan á röntgen- og handlæknisdeild spítalans til árs- loka 1942. Hún hóf störf að nýju 1960 og vann við hjúkrun til áttræðisald- urs og var síðustu árin á Hvítaband- inu. Fjölskylda Ragnheiður giftist 7.11. 1942 Sveini Hallgrímssyni, f. 24.9. 1897, d. 17.11. 1982, verkstjóra hjá Kassagerð Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Hallgrímur Brynjólfsson bóndi og Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja en þau bjuggu á Felli í Mýrdal. Ragnheiður og Sveinn eignuðust tvo syni. Þeir eru: Þórarinn, f. 11.11. 1943, yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspítalans, kvæntur Hildi Bern- höft fulltrúa en dætur þeirra eru Hildur Edda, f. 18.12. 1963, dýra- læknir í Borgarfirði, gift Guðmundi Péturssyni, vélatæknifræðingi hjá Vegagerð ríkisins í Bogarnesi, og eru börn þeirra Sveinn Flóki, Rósa Stella og Sverrir Geir; Ragnheiður Inga, f. 17.10. 1968, aðstoðarorkumála- stjóri, gift Ólafi Pétri Pálssyni, véla- verkfræðingi og prófessor við HÍ en börn þeirra eru Helga Kristín, Hildur Þóra, Katrín Unnur og Karl Hákon; Brynja Kristín, f. 10.11. 1973, læknir í framhaldsnámi í barnalækningum í Gautaborg en maður hennar er Odd- ur Steinarsson heilsugæslulæknir og eru dætur þeirra Anna Valgerður og Þórunn Edda. Svanlaugur H., f. 25.1. 1947, byggingatæknifræðingur í Hafnar- firði, kvæntur Freyju Guðlaugsdótt- ur skólaliða en börn þeirra eru Jón Gunnar, f. 10.7. 1966, blikksmiður í Hafnarfirði og eru börn hans Krist- ín Bára, Freyja Dís og Bjarnar Þór; Ragnar Sveinn, f. 3.2. 1970, rafvirkja- meistari, kvæntur Rúnu Örlygsdótt- ur leikskólakennara og og eru börn þeirra Bjarki Freyr, Alma Brá og Harpa Líf; Hrafnhildur Ásta, f. 14.6. 1983, vélaverkfræðingur en maður hennar er Ólafur Magnús Ólafsson vélaverkfræðingur. Ragnheiður eignaðist fjórtán syst- kini. Tvær systur hennar eru á lífi, Hulda Klara hjúkrunarkona og Helga hjúkrunarkona. Foreldrar Ragnheiðar voru Svan- laugur Jónasson, f. 4.11. 1882, d. 15.10. 1946, bóndi á Bægisá og á Varmavatnshólum og síðar verkstjóri á Akureyri, og k.h., Rósa Þorsteins- dóttir, f. 23.11. 1882, d. 20.2. 1957, húsfreyja, en þau bjuggu að Bægisá, Varmavatnshólum, Þverá og á Akur- eyri frá 1920. Ætt Svanlaugur var sonur Jónasar Jóns- sonar og Sigurlaugar Svanlaugsdótt- ur en þau bjuggu að Varmavatnshól- um í Öxnadal. Rósa var dóttir Þorsteins Jónas- sonar og Ragnheiðar Friðriku Jóns- dóttur en þau bjuggu að Engimýri í Öxnadal. Ragnheiður verður jarðsungin frá Langholtskirkju, fimmtudaginn 28.10. kl. 13.00. Ragnheiður Svanlaugsdóttir hjúkrunarkona Guðmundur Friðjónsson skáld f. 24.10. 1869, d. 24.6. 1944 Guðmundur Friðjónsson var sonur Friðjóns Jónssonar, bónda á Sila- læk og síðar á Sandi í Aðaldal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, og Sigurbjargar Guðmundsdóttur húsfreyju. Meðal barna Guðmundar voru Bjartmar alþingismaður og Heið- rekur skáld. Bróðir Guðmundar var Sigurjón, skáld og alþingismað- ur á Litlu-Laugum í Reykjadal, fað- ir skólastjóranna Halldóru, Arnórs og Dags, og Braga, ráðherra og rit- stjóra. Guðmundur var gagnfræðing- ur frá Möðruvallaskóla en hóf síð- an búskap á Sandi, 1899, og var þar bóndi til æviloka. Verk hans og form þeirra bera það með sér að hann var fyrst og fremst bóndi en hafði þó mikinn áhuga á ritstörfum og þjóð- málum sem hann sinnti meðfram bústörfunum. Ljóðabækur Guðmundar eru Úr heimahögum, 1902, Haustlöng, 1915, Kvœði, 1925, og Kveðlingar, 1929. Hann gaf út dýrasögur 1904, Undir beru lofti, og aðra slíka 1938, Úti á víðavangi. Lengsta saga hans, Ólöf í Ási, kom út 1907. Hún fékk misjafna dóma, þótti klúr og jafnvel ósiðleg á þeirra tíma mælikvarða. Annars skrifaði Guðmundur gjarn- an stutta þætti, sögur og hugvekj- ur í blöð og tímarit og flutti fyrir- lestra um þjóðmál þar sem hann lét gamminn geisa og þótti þá stund- um óvæginn um menn og mál- efni. Það gustaði því oft um þennan kjarnyrta Þingeying. Vilhjálmur Þ. Gíslason gaf út úr- val af ljóðum Guðmundar, Ljóð- mœli, árið 1947. Þá tók Jóhannes úr Kötlum saman kvæði eftir hann, Gullregn úr ljóðum Guðmundar Friðjónssonar, 1969, en ritsafn Guð- mundar, sjö bindi, kom út 1955–56. Sögur Guðmundar voru gjarnan lífsreynslusögur úr sveitinni í raun- sæisstíl, en hann var málsvari hinna gömlu sveitagilda og mikill ættjarð- arvinur. Kristmann Guðmundsson rithöfundur f. 23.10. 1901, d. 19.11. 1983 Kristmann Guðmundsson fæddist á Þverfelli í Lundarreykjadal í Borg- arfirði. Hann var sonur Guðmund- ar Jónssonar skipstjóra, sem bjó á Helgastöðum í Reykjavík, og Sigríð- ar Björnsdóttur. Kristmann stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík, var við nám í Voss, Lofthus og År- nes í Noregi og sótti tungumála- námskeið í Ósló, Vínarborg, Lond- on og Kaupmannahöfn. Hann var einn af íslensku útrásarithöfund- unum eins og þeir Jóhann Sigur- jónsson, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Kamban. Hann fór til Noregs 1924 og var þar búsettur til 1939 en var auk þess í Danmörku og Vínarborg. Hann skrifaði fjölda skáldsagna á norsku, s.s. ættar- og ástarsögurnar Livets morgen, 1929, Den blå kyst, 1931, og Gudinden og oksen, 1938, sem allar voru þýddar á íslensku. Hann varð vinsæll höf- undur í Noregi og bækur hans voru þýddar á þó nokkur tungumál. Á íslensku samdi Kristmann fjölda skáldsagna, m.a. skáldsög- urnar Félaga konu, 1947, og Þokuna rauðu, 1950. Þá samdi hann smá- sögur og nokkur leikrit sem flutt voru í útvarpi. Hann sendi frá sér endurminningar sínar í fjórum bindum, sem eru Ísold hin svarta, 1959, Dægrin blá, 1960, Loginn hvíti, 1961 og Ísold hin gullna, 1962. Þá þýddi hann skáldverk eftir sjálf- an sig og aðra. Eftir að Kristmann kom aftur til Íslands bjó hann lengi í Hvera- gerði en síðan í Reykjavík. Krist- mann var rómantískur höfundur en honum var ástin mjög hugleik- in. Hann naut einnig töluverðra vinsælda hér á landi en var engu að síður mjög umdeildur höfundur og að margra dómi reyfarakennd- ur. Steinn Steinarr skrifaði t.d. fræg- an og afar óvæginn dóm um Félaga konu. Fædd 15.5. 1907 - Dáin 20.10. 2010 40 minning 22. október 2010 föstudagur andlátmerkir íslendingar María E. Kjeld fyrrv. skólastjóri María Ester Kjeld fæddist í Tjarnar- koti í Innri-Njarðvík en ólst upp hjá föðurömmu sinni og afa í Funnings- botni í Færeyjum fram á unglingsár og bast þá Færeyjum sterkum bönd- um. Hún útskrifaðist frá Uppeldis- skóla Sumargjafar 1953, stundaði nám í heyrnarfræði og heyrnarmæl- ingum í Hørecentralen í Danmörku frá 1960 og lauk prófi frá Statens special-lærerskole í Osló í almennri sérkennslu og kennslu fyrir heyrn- arlausa 1968, stundaði síðar nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan B.ed. prófi og síðan Cand. Paed.Spec.-prófi frá Statens Högs- kola for spesialpedagogikk 1977. Hún lauk einnig starfsleikninámi fyrir stjórnendur frá Kennarahá- skóla Íslands 1990. María starfaði ýmist sem fóstra eða forstöðukona á dagvistarheim- ilunum Barónsborg, Grænuborg og Laufásborg á árunum 1953–62 og veitti jafnframt forstöðu sumar- dvalarheimili DAS í nokkur sumur. Hún hóf síðan störf á heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur þar sem hún starfaði til 1967. Hún hóf störf við Heyrnleysingjaskólann 1968 og starfaði þar til 1981. Þá var hún jafnframt ráðgjafi, m.a. í Bjark- arhlíð, Kjarvalshúsi og hjá Dagvist barna. María var skólastjóri við Þjálf- unarskóla ríkisins, síðar Fullorðins- fræðslu fatlaðra á árunum 1983– 2002. María sat í stjórn Fóstrufélags Íslands í nokkur ár, var formað- ur þess 1962–63, sat í stjórn Félags íslenskra sérkennara 1970–85, og var formaður þess 1983–85, var fé- lagi í Delta-Kappa-Gamma, félagi kvenna í fræðslustörfum og var virk- ur þátttakandi í félagsstarfi Færey- inga á Íslandi en hún æfði og sýndi með þeim færeyskan dans. Hún ferðaðist víða og var mikill bók- menntaunnandi. Fjölskylda Systkini Maríu: Hanna Kjeld, f. 16.12. 1933, menntaskólakennari; Kristbjörg Kjeld, f. 18.6. 1935, leik- kona í Reykjavík; Matthías Kjeld, f. 19.12. 1936, læknir í Reykjavík; Finnbogi Kjeld, f. 25.10. 1938, d. 8.2. 1993, forstjóri í Reykjavík; Kristjana Hanna Kjeld, f. 17.7. 1944, d. 15.9. 1984, skrifstofumaður í Keflavík. Foreldrar Maríu voru Jens Sófus Kjeld, f. 13.10. 1908, d. 2.10. 1980, frá Funningsbotni í Færeyjum, smiður í Innri-Njarðvík, og k.h., Jóna Guð- rún Finnbogadóttir, f. 28.9. 1911, d. 14.11. 1994, frá Tjarnarkoti í Innri- Njarðvík, húsmóðir. Ætt Jens var sonur Matthíasar Elduvík, útvegsb. í Funningsbotni á Austurey í Færeyjum, og k.h., Jóhönnu Eldu- vík, f. Johannsen. Jóna Guðrún var dóttir Finn- boga Þórðar, útvegsb. í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, bróður Guðmundar, afa Hauks Helgasonar sem var lengi aðstoðarritstjóri DV. Finnbogi var sonur Guðmundar, b. í Tjarnarkoti Gíslasonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Grímsfjósum í Bjarnasonar, og Guðrúnar Helga- dóttur, b. í Brattsholti Sigurðssonar, bróður Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Jónu var Þorkelína, syst- ir Margrétar, móður Jóns M. Guð- jónssonar, pr. á Akranesi. Þorkelína var dóttir, Jóns b. í Hópi í Grinda- vík, bróður Tómasar, afa Guðlaugs ríkissáttasemjara og Tómasar, út- gerðarmanns í Grindavík Þorvalds- sona. Móðir Þorkelínu var Guðrún Guðbrandsdóttir, á Vestri-Geld- ingalæk á Rangárvöllum Jónssonar, b. á Gaddastöðum á Rangárvöllum Sveinssonar. Móðir Guðrúnar var Elín Jónsdóttir, frá Vatnsskarðshól- um í Mýrdal. Móðir Elínar var Val- gerður, langamma Jóns Helgasonar, prófessors og skálds í Kaupmanna- höfn. Valgerður var dóttir Sigurðar, b. í Steig í Mýrdal Árnasonar. Útför Maríu fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þann 19.10. sl. Fædd 2.3. 1932 - Dáin 8.10. 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.