Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 22. október 2010 föstudagur
Par frá Borgarnesi missti íbúð sína
á uppboði vegna vangoldinna fast-
eignagjalda við sveitarfélagið Borg-
arbyggð á dögunum og neyddist til
að flytja frá bænum. Borgarbyggð
var eini gerðarbeiðandinn en stjórn-
endur vissu ekki að málið væri kom-
ið í uppboðsferli. Í innheimtuferlinu
varð 150 þúsund króna skuld parsins
að rúmlega hálfri milljón. Geirlaug
Jóhannsdóttir, fulltrúi Samfylking-
arinnar í sveitarstjórn, gerir athuga-
semdir við ferli málsins og segir það
alvarlegt.
Gagnrýnivert þykir að lögmað-
ur Borgarbyggðar, Ingi Tryggvason,
sinni líka lögmannsstörfum hjá Ar-
ion banka í Borgarnesi, sem keypti
íbúðina á uppboði. Hann rekur að
auki fasteignasölu í bænum og kem-
ur því víða að málinu.
Sveitarstjórinn í myrkri
„Það er ljóst að okkur var ekki full-
komlega kunnugt um hversu langt
þetta mál var komið. Þó við vissum
að það væri í innheimtu hjá lögfræð-
ingnum, en ekki að það væri komið
það langt að það væri komið í form-
legt uppboðsferli,“ segir Páll S. Brynj-
arsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar,
um málið sem tekið var fyrir á fundi
byggðarráðs á fimmtudag þar sem
farið var í gegnum alla innheimtu-
ferla hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum
að auka samráð milli sveitarstjórn-
ar og lögmannsins sem er með inn-
heimtumálin þegar mál eru komin
þetta langt og eru komin í uppboðs-
ferli. Þá þurfa aðilar að setjast nið-
ur og fara yfir hlutina,“ segir Páll og
bætir við að málið sé það fyrsta sinn-
ar tegundar sem komið hafi upp hjá
Borgarbyggð. Sveitarstjórnin var
því ekki upplýst um að íbúðin væri
komin í uppboðsferli þar sem sveit-
arfélagið var eini gerðarbeiðandinn.
Íbúðin var slegin á uppboði fyrir átta
milljónir króna og var kaupandinn
Arion banki. Þar fór fyrir lögmaður
sveitarfélagins.
Hagsmunir lögmanns
„Mér finnst mörg siðferðisleg álita-
efni við þetta mál,“ segir Geirlaug
um aðkomu Inga Tryggvasonar.
Hún kallar eftir endurskoðun á inn-
heimtuferlum Borgarbyggðar. Dæmi
eru um að sveitarfélög gangi fram
af fullri hörku við innheimtu van-
goldinna fasteignagjalda sem í kjöl-
farið veltir gríðarlegum aukakostn-
aði yfir á skuldarann. Fasteignagjöld
eru álitin öruggar kröfur sem koma
á undan fyrsta veðrétti, og Geirlaug
er þeirrar skoðunar að sveitarfélög
fari fram með óþarfa hörku við inn-
heimtu þeirra og því þurfi að breyta í
takt við tíðarandann.
Ekkert lá á
„Mér finnst þetta bara grafalvarlegt
mál. Þetta eru tiltölulega litlar upp-
hæðir eins og fasteignagjöld í þessu
tilfelli. Þetta eru forgangskröfur
sem halda stöðu sinni í allt að fjög-
ur ár og einmitt þess vegna er mál-
ið þeim mun alvarlegra. Þessi krafa
er frá 2009 þannig að hún er ekki að
fyrnast fyrr en 2013,“ segir Geirlaug.
Samkvæmt upplýsingum DV námu
vangoldin fasteignagjöld parsins við
Borgarbyggð 150 þúsund krónum.
Eftir lögfræðiinnheimtu var skuld-
in komin upp í rúmlega 500 þús-
und. Maðurinn sem missti íbúð
sína hefur leitað svara án árangurs
hjá Borgarbyggð varðandi það hvað
felist í vinnu Inga Tryggvasonar við
innheimtuna, og vill fá skýringar á
þessum kostnaði sem hefur lagst við
upphaflegu skuldina.
Braust inn til að ná í eigur sínar
Parið er flutt upp í sveit í Borgar-
byggð til foreldra konunnar. Þau
hafa ekki getað fengið svör frá sveit-
arstjóranum vegna málsins og bíða
eftir viðbrögðum að sögn systur
mannsins sem missti íbúðina sem
ekki vill koma fram undir nafni. Hún
segir bróður sinn hafa farið út í fyr-
irtækjarekstur fyrir nokkrum árum
sem fór illa og lent í greiðsluerfið-
leikum í kjölfarið. Strax að loknu
uppboðinu mun hafa verið skipt um
skrá á húsnæðinu þannig að eigand-
inn fráfarandi komst ekki að eigum
sínum innandyra. Segir systir hans
manninn hafa haft samband við lög-
reglu og tilkynnt þeim að
hann myndi brjótast inn
á sitt eigið heimili til að
sækja eigur sína, sem hann
og gerði.
Ekkert óeðlilegt
„Þetta er eins og hvert
annað innheimtumál.
Og þetta fór sína eðlilegu
leið,“ segir Ingi Tryggva-
son aðspurður um málið.
„Þetta er ekki gert á bak
við neinn, þetta er opin-
bert mál. Uppboð fara
ekki fram fyrir luktum
dyrum eða í skjóli nætur,“
bætir hann við. Lögmað-
urinn skilur ekki hvers
vegna uppboðið kom
svo flatt upp á sveitar-
stjórnarmenn og sveitar-
stjórann. Ingi segir inn-
heimtuferlið hafa staðið
yfir í eitt ár, uppboðið auglýst sam-
kvæmt lögum og reglum. Aðspurður
hvort hann sjái ekkert óeðlilegt við
að hann sem lögmaður sveitarfélags-
ins og bankans hafi bæði farið fram á
uppboðið og keypt eignina sem full-
trúi Arion banka.
Aðspurður hvort hann telji sig
ekki vera að ganga erinda bankans í
nafni sveitarfélagsins segir Ingi svo
ekki vera. „Ég mæti bara fyrir bank-
ann. Það er algengt að lögmenn
mæti fyrir fleiri en einn aðila á upp-
boð. Það eru engin takmörk á því.“
Aðspurður hvort ekki sé rétt að að
hann muni síðan sem fasteignasali
að öllum líkindum fá eignina til sölu
á fasteignasölu sinni segir Ingi: „Það
veit ég ekkert um. Hvað tengist það
þessu? Heldur þú að uppboðin séu
knúin fram í þeim tilgangi að eignirn-
ar fari í sölu hjá ákveðnum fasteigna-
sala?“ Samkvæmt upplýsingum DV
hefur Arion banki nær einvörðungu
skipt við Inga Tryggvason.
Sveitarstjórinn segir ekkert benda
til hagsmunaárekstra í málinu. Ingi
sé með mikið af viðskiptum á svæð-
inu sökum þess að hann hafi á tím-
um rekið einu lögfræðistofuna. Það
tíðkist í minni bæjarfélögum að
menn séu með mörg járn í eldinum. Í
stjórnsýslunni verði hins vegar unn-
ið að því að fyrirbyggja að mál fari
svo langt án þess að nokkur í stjórn-
kerfinu viti af því.
Par neyddist til að flytja frá Borgarnesi eftir að Borgarbyggð fór fram á nauðungarsölu á íbúð þeirra á dögun-
um. Forsvarsmenn sveitarfélagsins vissu ekki að innheimtan væri komin í uppboðsferli fyrr en eignin hafði
verið slegin Arion banka. Lögmaður sveitarfélagsins fór fram á uppboðið og keypti síðan íbúðina sem fulltrúi
bankans á sama uppboði. Lögmaðurinn er sömuleiðis fasteignasali sem líkur eru á að fái síðan íbúðina til sölu.
Siðferðislega umhugsunarvert, segir fulltrúi í sveitarstjórn. Ekkert óeðlilegt við þetta, segir lögmaðurinn.
BUÐU ÍBÚÐINA
UPP ÓAFVITANDI
Þeir sem lent hafa í innheimtufyrir-
tækjum vegna skulda vita að það er enginn dans á rósum. Kröfuhafar hafa verið sakaðir um að ganga grimmi-
lega hart að fólki eftir hrun og þar er innheimtufyrirtækjum venjulega beitt við innheimtu. Kostnaðurinn sem af þessum aðgerðum hlýst hefur sætt gagnrýni og sérstaklega þegar sveit-
arfélög siga innheimtufyrirtækjum á einstaklinga og fyrirtæki og velta þar með auknum kostnaði yfir á skuldar-
ann sem þegar er í slæmum málum. Sveitarfélagið Árborg hefur sagt upp samningi sínum um milliinnheimtu við Intrum. Bæjaryfirvöld vilja sýna íbúum svigrúm í kreppunni og ekki velta auknum kostnaði yfir á þá með innheimtuaðgerðum á kröfum sem oft eru mjög öruggar.
Gríðarlegur kostnaður
Sem dæmi um það hversu dýrt það getur verið fyrir skuldara þegar sveit-
arfélög leita til innheimtufyrirtækja má nefna að DV hefur undir höndum yfirlit frá Intrum á Íslandi vegna van-
goldinna fasteignagjalda fyrirtækis af nýbyggingum í sveitarfélagi. Bygging-
arnar eru á leið á uppboð vegna skuld-
anna en sveitarfélagið leitaði til Intrum til að innheimta gjöldin sem enduðu loks hjá Lögheimtunni. Fyrir þá þjón-
ustu greiðir bærinn ekkert en skuld-
arinn ber allan kostnaðinn. Álagning vegna innheimtugjalda er í sumum til-
fellum allt að 200 prósent. Um 40 íbúð-
ir í tveimur blokkum er að ræða en sé dæmi tekið af einni íbúð þar sem fast-
eignagjöld hafa ekki verið greidd í 11 mánuði nemur skuld við sveitarfélagið 46.451 krónu. Vextir eru 10.040 krón-
ur og því samtals 56.491 króna í van-
goldin fasteignagjöld á tímabilinu. Við þennan kostnað bætist innheimtu-
kostnaður frá Lögheimtunni upp á 112.461 krónu. 56 þúsund króna skuld er því orðin tæplega 170 þúsund króna skuld í innheimtuferlinu. Þetta nemur nærri 200 prósenta álagningu. Þetta dæmi fyrirtækisins má smætta yfir á einstakling eða fjölskyldu sem lendir í vanskilum. Dæmin eru mýmörg. Þessi innheimtukostnaður á sér skýringar segir Bjarni Þór Óskarsson, lögmaður Lögheimtunnar.
Innheimt af hverri eign
Bjarni segir Intrum vera milliinn-
heimtufyrirtæki sem leggi á inn-
heimtugjöld sem stjórnað sé af reglugerð sem segi til um hámarks-
innheimtukostnað. Greiðist krafan ekki í milliinnheimtu fari hún, í tilviki Intrum, til Lögheimtunnar. Þar get-
ur kostnaðurinn tekið stökk. „Þar er unnið eftir gjaldskrá Lögheimtunn-
ar og það fer í raun eftir því hversu langt málin ganga. Það getur meira en verið að það sé tvöfalt hærri álagn-
ing vegna innheimtu fasteignagjalda ef grípa þarf til margra aðgerða. Það er álíka dýrt, og tekur svipaða vinnu, að innheimta 10 þúsund króna kröfu og 50 þúsund króna kröfu. Fasteigna-
gjöldin eru þeirrar náttúru að það þarf að innheimta gjaldið á hverja einustu eign eða eignarhluta sérstaklega. Þar af leiðandi verður þetta oft ýkja há pró-
senta, hlutfallslega séð,“ segir Bjarni Þór um umrætt dæmi varðandi blokk-
irnar.
Meira en bréf í pósti
En í hverju felast innheimtuaðgerðir fyrirtækisins? Bjarni segir margt búa að baki í því ferli. Innheimtubréf sé sent í pósti. Skoða þarf skráningu eign-
arinnar hjá Fasteignaskrá Íslands og hjá sýslumanni, prenta út veðbókar-
vottorð og skoða hvort eignarhaldið sé ekki í samræmi við álagningarseðlana. Senda þarf út greiðsluáskorun sem er lögformlegt skjal og birta hana með stefnuvotti. „Þegar það hefur verið gert og ekki borið árangur þá er beðið um nauðungarsölu hjá sýslumanni. Síðan boðar sýslumaður til fyrirtöku þar sem lögmaður þarf að mæta og greiðandi ef hann hefur einhverjar athugasemd-
ir. Ef það dugar ekki er málið tekið fyr-
ir hjá sýslumanni í svokallaðri byrjun uppboðs. Þar þarf lögmaður að mæta aftur. Síðan ef ekkert gengur er nauð-
ungarsalan haldin á eigninni sjálfri þar sem sýslumaður og fulltrúi frá okkur mæta líka.“
Kostnaði velt yfir á skuldara
Það að sveitarfélög leiti til innheimtu-
fyrirtækja er umdeilt. Margir líta svo á
að með því sé verið að velta gríðarleg-
um aukakostnaði yfir á skuldara sem
fyrir er augljóslega illa staddur. Bjarni
Þór segir meginregluna á Íslandi vera
þá að kröfuhafinn eigi ekki að þurfa að
bera kostnað af vanefndum. Aðspurð-
ur hvort sveitarfélögin gætu ekki ann-
ast þessa innheimtu sjálf segir Bjarni:
„Sveitarfélagið þyrfti þá að ráða til
sín fólk til að annast innheimtuna og
borga því laun. Þá er spurning hver á
að borga þau laun? Er eðlilegt að þeir
sem standa í skilum standi straum af
þeim kostnaði? Eða er eðlilegt að sá
sem er í vanskilum standi straum af
kostnaðinum?“ segir Bjarni. Hann
bætir við að nær öll sveitarfélög reyni
að tryggja það að sá sem borgar á rétt-
um tíma borgi ekki fyrir þann sem
ekki gerir það. „Sú gagnrýni að þetta
sé gert með þessum hætti er nú ekki
réttmæt því einhver þarf að borga
kostnaðinn. Það er ljóst að verður
kostnaður af vanefndum og ef menn
borga ekki verða menn að gera eitt-
hvað. Þetta er spurning um jafnræði
því þeir sem borga eiga ekki að vera
einir um það.“
Árborg segir upp Intrum
Þessu er Eyþór Arnalds, formaður bæj-
arráðs í Árborg, og félagar ekki sam-
mála. Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að segja upp samningum um milliinnheimtu við Intrum. Hags-
munir íbúa verði hafðir í fyrirrúmi í framtíðinni.
„Okkur fannst fullmikil innheimta á íbúunum og vildum milda það, því margar af þessum kröfum eru mjög öruggar. Svo er þetta spurning um að sýna aðeins meira svigrúm í kreppunni,“ segir Eyþór. „Hitt sjónar-
miðið að baki þessu er að mikil tíðni innheimtubréfa og símtala býr til kostnað sem fer á skuldarann. Þó svo að sveitarfélagið fái ekki reikninginn fær íbúinn hann. Og við erum fulltrú-
ar íbúa. Því fannst okkur rétt að endur-
skoða þetta ferli og segja upp þessum samningum og höfum byrjað að end-
urskoða innheimtumálin hjá okkur.“
Eyþór, sem er fulltrúi í hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Ár-
borg, segir stundum margfaldan kostnað leggjast á upphaflegu kröfuna. „Stundum er fólk í vandræðum vegna fasteignagjalda og nær ekki að standa í skilum. Því tekst ekkert betur að borga þó að kostnaðurinn á kröfunni hækki. Svo eru þetta oft mjög öruggar kröf-
ur. Eins og fasteignagjöldin, þau eru á undan fyrsta veðrétti.“
12 FRÉTTIR
17. september 2010 FÖSTUDAGUR
HANDRUKKUN
SVEITARFÉLAGASveitarfélög leita til innheimtufyrirtækja til að innheimta vangoldin gjöld íbúa sinna sér að kostnaðarlausu. Við það getur skuld íbúans sem er í vanskilum hækkað um á annað hundrað prósent. Sveitarfélag-ið Árborg hefur sagt upp samningi sínum um milliinnheimtu við Intrum og vill gefa íbúum svigrúm í kreppunni í stað þess að velta auknum kostnaði yfir á þá með inn-heimtuaðgerðum.
Þó svo að sveit-arfélagið fái ekki
reikninginn fær íbúinn
hann. Og við erum full-
trúar íbúa. Því fannst
okkur rétt að endur-
skoða þetta ferli.
SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
HÖFUÐSTÓLL
46.451 kr.
Höfuðstóllvangoldinnafast-
eignagjaldaerupphaflega46.451
króna.Þegarþaufaraíinnheimtu
stökkbreytisthöfuðstóllinn.
ALLS
46.451 kr.
HÖFUÐSTÓLL
2.014.401 kr.
Íþessutilfellierumað ræðavangoldinfasteigna-
gjöldfyrirheilablokk.
ALLS
2.014.401 kr.
VEXTIR
10.040 kr.
Vextireruum10.040krónurog
erugjöldinþvíbúinaðhækka
nokkuð.
ALLS
56.491 kr.
VEXTIR
432.469 kr.
Vextirbætastofanágjöldin ogupphæðinhækkar verulegaviðþað.
ALLS
2.446.870 kr.
INNHEIMTA
112.461 kr.
Þegarvangoldnufasteignagjöldin
erukominíinnheimtumargfald-
asthöfuðstóllinn.
ALLS TIL GREIÐSLU
168.952 kr.
INNHEIMTA
4.434.432 kr.
Eftiraðskuldinferíinnheimtu
hækkarhúnummörghundruð
prósent.Rúmar2milljónirverða
tæpar7milljónir.
ALLS TIL GREIÐSLU
6.881.302 kr.
EIN ÍBÚÐ Í INNHEIMTU Vangoldinfasteignagjöldí11mánuði.
HEILDARYFIRLIT 40 ÍBÚÐA Vangoldinfasteignagjöldí5–11mánuði.
MARGFÖLDUN Á KOSTNAÐI EFTIR INNHEIMTU
Rukkun á rukkun ofan Sveitarfélögþykjagangahartframgagnvartskuldurumsínum.AðrarleiðirerufæraraðmatiformannsbæjarráðsíÁrborgþarsemleitaðerleiðatilaðhlífafólkiviðágangiinnheimtufyrirtækjaog
þeimkostnaðisemhonumfylgir.
FÖSTUDAGUR 17. september 2010
FRÉTTIR 13
Fékkstu boð á Þjóðfundinn
6. nóvember 2010?
Við hvetjum þig eindregið til að þiggja boðið.
Skráðu þig á fundinn og láttu
rödd þína heyrast í umræðunni um
stjórnarskrá Íslands.
Stjórnlaganefnd
Skráning: www.thjodfundur2010.is – skraning@thjodfundur2010.is – Sími: 580-8009
Samkvæmt landslögum eru börn
bæði ólögráða og ófjárráða fram til
18 ára aldurs. Þangað til eru börnin í
forsjá foreldra sinna sem ber skylda
til að tryggja persónulega hagi barn-
anna.
Á sama tíma og börn eru ósjálf-
ráða fram til 18 ára aldurs þurfa þau
löngu fyrr að greiða gjald á við full-
orðið fólk mjög víða. Nýti þau sér
til að mynda þjónustu bíóhúsanna
eru þau rukkuð um fullorðinsgjald
þegar þau eru 9 ára gömul. Vilji þau
ferðast með flugfélögum þurfa þau
að greiða fullorðinsfargjald við 12
ára aldur. Svipaða sögu má segja
um gjaldið í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn, Bláa lónið og ferjusiglingar
hér á landi. Metið eiga þó Keiluhöll-
in og Gókart-brautin sem bjóða ekki
upp á sérstakt barnaverð.
Bílpróf og fóstureyðing
Skilaboðin til barnanna eru því æði
óljós þegar þau fá ekki að ráða sér
sjálf fyrr en við 18 ára aldur en þurfa
að borga í kvikmyndahúsum líkt og
þau séu fullorðin við 9 ára aldur. Um
leið er hægt að finna fleiri misvís-
andi skilaboð til barna.
Hér á landi er hægt að dæma
ungmenni til refsingar þegar þau
eru orðin 15 ára gömul. Þá er skóla-
skyldan hérlendis miðuð við 16 ára
aldur og þá mega stúlkur einnig fara
í fóstureyðingu án samþykkis for-
eldra sinna. Þá er heimilt hérlend-
is að fá ökuréttindi við 17 ára aldur,
ári áður en börnin verða fjár- og lög-
ráða.
Tóbak og áfengi
Sama ár og börn verða sjálfráða og
ráða yfir eigin fjármunum mega þau
stofna til hjúskapar en fram að því
mega þau giftast að tilskildu leyfi
foreldra. Við 18 ára aldur er ung-
mennunum einnig heimilt að kaupa
tóbak.
Þótt börnin séu farin að ráða sér
sjálf og stjórna eigin fjármunum eru
þó ákveðnir hlutir sem þau mega
ekki gera samkvæmt landslögum.
Til að mynda er þeim óheimilt að
kaupa sér áfengi í vínbúðum eða á
veitingahúsum fyrr en þau verða tví-
tug. Þá mega þau ekki fá skotvopna-
leyfi fyrr en sama ár og þau mega
kaupa áfengi. Kjósi einstaklingar að
fara í ófrjósemisaðgerð má það ekki
fyrr en við 25 ára aldur.
DÆMI UM FULLORÐINSVERÐ
Bíó 9 ára
Icelandair 12 ára
Iceland Express 12 ára
Flugfélag Íslands 12 ára
Rútur 13 ára
Bláa lónið 13 ára
Húsdýragarðurinn 13 ára
Herjólfur 16 ára
Leikhúsin 17 ára
Sundlaugar Reykjavíkur 18 ára
Þjóðminjasafn Íslands 18 ára
ÝMIS ALDURSTAKMÖRK
Sakhæfisaldur 15 ára
Skólaskylda 16 ára
Fóstureyðing 16 ára
Ökuréttindi 17 ára
Stofna til hjúskapar 18 ára
Sjálfráða 18 ára
Fjárráða 18 ára
Kaup á tóbaki 18 ára
Kaup á áfengi 20 ára
Skotvopnaleyfi 20 ára
Ófrjósemisaðgerð 25 ára
ALDURSTENGINGTRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Þótt börn hafi náð sjálfræðisaldri er eitt og annað sem þau mega ekki gera, til að mynda kaupa áfengi eða fá skotvopnaleyfi. Áður en þau fá að ráða sér sjálf mega þau hins vegar fara í fóstureyðingu og taka bílpróf.
Misjafn fullorðinsaldur
Aðrar leiðir færar
Eyþór er ekki heldur sammála því að engin önnur leið sé fær fyrir bæjarfé-
lög en að leita til milliinnheimtufyrir-
tækja. „Það er alltaf valkostur að sveit-
arfélagið sjái sjálft um þetta. Það er tiltölulega ný leið að vera með milli-
innheimtufyrirtæki og það er ekkert sjálfgefið að það sé besta lausnin.“ Ey-
þór segir að þótt bærinn hyggist leita tilboða í milliinnheimtu sé ekki víst að farin verði sú leið, í það minnsta ekki eins og gert var. Hann segir sveitarfé-
lög vera að afhenda kröfur á íbúa og fyrirtækið býsna glatt þannig. Um þær gagnrýnisraddir sem koma fram hjá Bjarna Þór þess efnis að ef sveitarfélög sjái um innheimtuna sjálf hljótist af því kostnaður fyrir bæinn og skilvísa íbúa hans segir Eyþór: „Það er bæði hægt að rukka þann kostnað og ráða betur við hann. Það er ekki bara við milli-
innheimtufyrirtækin að sakast heldur hvernig þau eru notuð. Að kröfurnar fari ekki beint í milliinnheimtu er líka ábyrgðarhlutur sveitarfélaga.“
2,5 milljónir verða 7
Í áðurnefndu yfirliti, sem DV hefur undir höndum vegna vangoldinna fasteignagjalda á 40 íbúðum í mi-
slangan tíma allt frá vanskilum fyrir 5 mánuði upp í 11 mánuði, nema heild-
arskuldir við sveitarfélagið rúmlega tveimur milljónum króna. Með vöxt-
um nemur upphæðin 2.446.870 krón-
um. Hreinn innheimtukostnaður frá Lögheimtunni sem leggst við upphaf-
legu skuldina er 4.434.432 krónur. Sem þýðir að skuldin, með öllu, er komin í 6.881.302 krónur. Þessar tölur eru slá-
andi og dæmið vissulega öfgafullt og Bjarni Þór bendir á að heildarútkoman gefi villandi mynd af málinu. Um sé að ræða fjöldamörg mál og í ofangreindar aðgerðir hafi þurft að fara fyrir hverja einustu íbúð.
„Þess vegna er þetta svona dýrt. Ef löggjöfin væri öðruvísi, ef hægt væri að leita fullnustu í öllum eignunum í einu þá væri það að sjálfsögðu gert. En það er ekki hægt. Það verður að fara þessa leið. Gjöld á einstakri íbúð eru tiltölu-
lega lág miðað við þann kostnað sem fellur til við að knýja fram innheimt-
una.“ Bjarni bætir við að réttarfarslögin segi til um með hvaða hætti er hægt að ná fram fullnustu. „Skýringarnar helg-
ast af því kerfi sem við búum við og kerfið er búið til niður við Austurvöll.“
Árborg sagði stopp Eyþór Arnalds, for-maður bæjarráðs Árborgar, segir að þar hafi yfirvöld ákveðið að hætta að velta
kostnaði við innheimtu yfir á íbúana.MYND SIGTRYGGUR ARI
Sigurður mikaEl jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Heldur þú að uppboðin séu
knúin fram í þeim til-
gangi að eignirnar fari í
sölu hjá ákveðnum fast-
eignasala?
neyddust til að flytja Pariðsemmissti
íbúðsínaneyddisttilaðflytjainntil
foreldrakonunnarogsituruppimeð
stökkbreyttaskuldeftirlögfræðiinnheimtu
bæjarinsávangoldnumfasteignagjöldum.
Í skoðun
Sveitarstjórinn,
PállS.Brynjarsson,
villlátaskoða
máliðenhannvar
grunlausumað
tilstæðiaðbjóða
uppeignaðbeiðni
Borgarbyggðar.
17.september2010