Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 22. október 2010 föstudagur
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt teppi á stigaganginn –
nú er tækifærið !!!!
Eitt verð - niðurkomið kr. 6.130 m2
Verðdæmi:
70 fermetra stigahús með 8 íbúðum
Heildarverð kr. 429.100
Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (68.460)
Raunverð kr. 360.640
pr. íbúð aðeins 45.080
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðar lausu
„Þetta er alveg skelfilegt. Ég þarf að
segja upp mönnum sem hafa verið
hjá mér í 15 og jafnvel 20 ár – þar á
meðal eru synir mínir sem hafa verið
í 13 og 20 ár. Þetta er hundfúlt,“ segir
Hólmgrímur Sigvaldason, útgerðar-
maður í Grindavík.
Hann hefur verið í útgerð í 25 ár
en þarf nú líklega að segja öllum upp,
bæði á sjó og í landi. Hann hefur
þegar sagt upp öllum sínum 25 sjó-
mönnum en á bilinu 50 til 55 manns
eru í vinnu hjá honum þegar allt er
talið. „Þetta er ekkert grín,“ segir
Hólmgrímur, sem rekur útgerðarfyr-
irtækin Grímsnes og HSS.
Veiðiskyldan vond
Hólmgrímur segir að ástæðu þess að
hann þurfi að segja upp fólki megi
rekja til skorts á leigukvóta en fyrir-
tæki hans hafi undanfarin fjögur ár
leigt, veitt og unnið um 11 þúsund
tonn af fiski.
Í fyrra var ákveðið að auka veiði-
skyldu kvótaeigenda. Nú er miðað
við að 50 prósent af aflamarki skips
séu nýtt með veiðum á hverju fisk-
veiðiári en ekki annað hvert ár, eins
og áður var. Hólmgrímur segir að
þetta þýði að minni kvóti sé til skipt-
anna fyrir leiguliða. Umtalið um
fyrningu aflaheimilda hafi gert það
að verkum að kvótaeigendur leigi
síður frá sér kvóta. Það sem standi
til boða sé á svo háu verði að ekki
svari kostnaði að leigja og vinna það.
Hólmgrími hugnast ekki sú hug-
mynd sjávarútvegsráðherra að við-
bótaraflaheimildir fari í pott til út-
leigu. Það yrðu svo fá tonn á hvern
bát ef þau myndu dreifast á alla 1.500
bátana. Mikilvægasta aðgerðin svo
leiguliðar geti lifað af sé að afnema
veiðiskylduna og auka aflaheimild-
ir til þeirra sem eigi nýtingarréttinn.
Þá myndi losna um kvóta til útleigu.
Eins og staðan sé núna gæti svo far-
ið að fimm til sjö hundruð sjómenn
gætu misst vinnuna.
Spurður hvort þeir sjómenn yrðu
ekki ráðnir til þeirra útgerða sem eigi
kvótann og veiði hann segir Hólm-
grímur að einhver hluti þeirra fái
eflaust vinnu – þeir bestu. Stórút-
gerðirnar muni hins vegar bara haga
veiðum sínum öðruvísi og auka af-
köst þeirra báta og þeirra manna
sem þegar rói.
Aldrei sátt um kvótakerfið
Hólmgrímur segir það markmið
stjórnvalda óraunhæft að ætla að
ná sátt um kvótakerfið. Það verði
aldrei. „Það verður að festa kvóta-
kerfið í sessi. Það skiptir engu máli
hvað verður gert, það verða aldrei
allir sáttir,“ segir hann og bætir við að
óvissan sé afar slæm fyrir alla. „Þeir
verða að átta sig á því að þetta snýst
um að fólk hafi vinnu og geti skrimt,“
segir Hólmgrímur sem gerir ráð fyr-
ir því að þurfa að hætta allri vinnslu
um áramótin. Hann tekur þó fram að
hann sé ekki að biðja um neitt ókeyp-
is. Hann vilji aðeins að svigrúm sé til
að leigja kvóta þannig að útgerðir lifi
og fólkið haldi vinnunni.
Skuldar ekkert
Hólmgrímur segir að útgerð sín sé
skuldlítil en hátt leiguverð og lít-
ið framboð af leigukvóta sé að sliga
hana. Hann segir að á sama tíma og
hann neyðist til að leggja upp laup-
ana sé sárt að horfa á bankana af-
skrifa skuldir kvótaeigenda án þess
að það bitni á þeim. „Þeir fá bara af-
skrifað, jafnvel milljarða, og halda
áfram,“ segir hann og bætir við að
honum hafi aldrei gefist tækifæri til
að sökkva sér í skuldir. Það þýði hins
vegar lítið fyrir sig að ætla að kaupa
kvóta fyrir einn eða tvo milljarða.
„Það yrði hlegið að mér í bankanum,“
segir hann og bætir við að þeir sem
hafi skuldsett sig upp í rjáfur hljóti að
þurfa að gjalda fyrir það. Annað sé
ekki réttlátt.
Hólmgrímur segir það þyngra en
tárum taki að þurfa að segja upp öllu
sínu fólki. Hann taki það mjög nærri
sér enda hafi hann alla tíð unnið
mjög náið með því góða fólki sem
hjá honum vinni, sumt í meira en tíu
ár. „Það versta er ekki uppsagnirnar í
sjálfu sér heldur rótleysið sem mynd-
ast hjá fólki í kjölfar atvinnumissis.
Þetta er fólk sem hefur unnið saman
lengi. Þetta eru bara vinir mínir,“ seg-
ir hann að lokum.
Hólmgrímur Sigvaldason, útgerðarmaður í Grindavík til 25 ára, stendur frammi fyrir
því að þurfa jafnvel að hætta útgerð og segja öllum starfsmönnum sínum upp. Hann
hefur þegar sagt 25 sjómönnum upp störfum og óttast að þurfa að segja öllum sem
vinna í landi upp líka. Samtals eru það um 50 manns.
„Það yrði hlegið að
mér í bankanum“
bAldur guðmundSSon
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Þetta eru bara vinir mínir.
Snýst um að skrimta HólmgrímurSigvalda-
sonhefursagtupp25mannsogþarflíklegaað
segjajafnmörgumupptilviðbótar.
mynd Sigtryggur
Orkuveitan segir upp
65 starfsmönnum
65 fastráðnum starfsmönnum Orku-
veitu Reykjavíkur var sagt upp störf-
um á fimmtudag, 45 körlum og 20
konum. Uppsagnirnar ná til allrar
starfseminnar og þau sem sagt var
upp eru skrifstofufólk, stjórnend-
ur, sérfræðingar, iðnaðarmenn og
verkamenn. Fastráðnir starfsmenn
á launaskrá OR eru alls 566 og þeim
fækkar því um 11 prósent. Meðalald-
ur þeirra sem sagt var upp er tæp 49
ár og meðalstarfsaldur er tæp tólf ár.
Helgi Þór Ingason, sem tók við for-
stjórastarfi OR í ágúst síðastliðnum,
segir að það sé bæði sárt og erfitt að
sjá á bak fólki sem hefur starfað vel
og lengi hjá fyrirtækinu.
Telur sig vera
fórnarlamb
„Ég lít á mig sem fórnarlamb mark-
aðsmisnotkunar stjórnenda Lands-
bankans og ég bar af þeim við-
skiptum stórkostlegan skaða,“ segir
Magnús Kristinsson, útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum. Fjármálaeft-
irlitið hefur framsent til embætt-
is sérstaks saksóknara athugun á
meintri markaðsmisnotkun stjórn-
enda Landsbanka Íslands. „Nafn
mitt hefur í fréttum verið tengt þessu
máli og a.m.k. á einum stað þannig
að ég sé grunaður um að hafa verið
þátttakandi í ólögmætu framferði
stjórnenda bankans,“ segir Magnús í
tilkynningu og bætir við að hann líti
á sjálfan sig sem fórnarlamb. Hefur
hann óskað eftir því við embætti
sérstaks saksóknara að gera ítarlega
grein fyrir viðskiptum sínum við
Landsbanka Íslands.
Fólk beitir ýmsum aðferðum til að losna við ketti:
Kettlingarístrigapoka
„Fólk gerir sér ekki grein fyrir að Katt-
holt er troðfullt,“ segir Ragnheiður
Gunnarsdóttir, áhugamanneskja um
ketti og sjálfboðaliði í Kattholti. Hún
segir ástandið hræðilegt og það hafi
færst gífurlega í aukana að fólk losi sig
við kettina á hvaða hátt sem er.
DV hefur fengið mikil viðbrögð
frá kattavinum í kjölfar frétta um
hrottlega meðferð á tveimur læðum í
Njörvasundi og leitaði álits Ragnheið-
ar. Hún segir að sem betur fer hafi
hún ekki heyrt margar slíkar sögur.
Þó hafi læða með tvo kettlinga fund-
ist í strigapoka í skúr en það var tilvilj-
un að maður einn fann pokann og gat
því komið köttunum í Kattholt. Annar
köttur kom inn sama dag og hafði efni
verið hellt yfir hann og var feldurinn
ónýtur vegna þess.
Ragnheiður segir að það hafi færst
í aukana að fólk losi sig við dýrin með
því að skilja þau eftir úti. Hún segir
það dýrt að halda gæludýr en það sé
líka dýrt að láta svæfa þau.
„Sumir hafa það bara ekki í sér að
láta svæfa dýrin og skilja kettina frek-
ar eftir fyrir utan Kattholt eða troða
þeim jafnvel inn um gluggann,“ segir
hún og bætir við að fólk geri sér lík-
lega ekki grein fyrir því að Kattholt er
fullt. Á tímabili í sumar voru 180 kett-
ir í Kattholti sem er meira en starfs-
fólkið ræður við. Það sem einkenn-
ir ástandið eftir hrun er að fólk sækir
ekki kettina sína í Kattholt. Þó er reynt
að halda þeim eins lengi og mögulegt
er áður en þeir eru svæfðir.
Ragnheiður segist gera sér grein
fyrir því að það sé dýrt að láta gelda
ketti en hún hvetur fólk til að gera það
eins fljótt og hægt er. „Þeir fjölga sér
eins og gengur og gerist og fólk get-
ur komið í veg fyrir það,“ segir hún að
lokum.
gunnhildur@dv.is
ill meðferð Læðameðtvokettlinga
fannstístrigapokaískúr.