Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 52
52 SPORT texti og myndir: annas sigmundsson as@dv.is 22. október 2010 föstudagur
Strákarnir okkar í Þýskalandi 1. hluti
a
ron Kristjánsson tók við þýska lið-
inu Hannover-Burgdorf í sumar eft-
ir að hafa þjálfað lið Hauka í þrjú ár
og gert þá að Íslandsmeisturum öll
árin. Auk þess þjálfaði Aron danska
liðið Skjern á árunum 2004 til 2007 áður en hann
tók við Haukum. Aron tók fjölskyldu sína með
til Þýskalands en hann er í sambúð með Huldu
Bjarnadóttur og eiga þau þrjá syni, Darra, Jakob
og Frey.
Hannes Jón Jónsson er að spila sitt þriðja
tímabil með liðinu og gerði Aron Kristjánsson
hann að fyrirliða liðsins í upphafi tímabils. Ás-
geir Örn Hallgrímsson kom til liðsins eftir að
Aron hafði samið við liðið en Ásgeir lék áður hjá
danska liðinu GOG Svendborg sem fór á haus-
inn. Aron fékk líka Vigni Svavarsson eftir að hann
tók við liðinu en Vignir lék áður fyrir þýska liðið
Lemgo.
Íslendingar hafa verið áberandi í þýsku
Bundesligunni í handbolta í vetur. Þýska deild-
in hefur löngum þótt sú erfiðasta heimi. Alfreð
Gíslason þjálfar lið Kiel sem vermir efsta sæti
deildarinnar, Guðmundur Þ. Guðmundsson,
landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, þjálfar
lið Rhein-Neckar Löwen sem er í þriðja sæti og
Dagur Sigurðsson þjálfar lið Füsche Berlin sem
er í fjórða sæti deildarinnar. Blaðamaður DV hitti
Aron og þá Ásgeir, Hannes og Vigni á Dormero-
hótelinu í Hannover á þriðjudaginn og spurði þá
um atvinnumennskuna í Þýskalandi.
Þjálfun í Þýskalandi alltaf draumurinn
Hvernig kom það til að þú fékkst boð um að
taka við liði Burgdorf? Varstu lengi að ákveða
hvort þú myndir taka því?
Aron: „Það var aðili frá Burgdorf sem hafði
samband við mig. Það var tilkomið í gegnum Al-
freð Gíslason. Hann hafði verið aðstoðarþjálf-
ari þegar Alfreð þjálfaði lið Hameln á árunum
1997 til 1999. Honum var bent á mig frá öðrum
stöðum líka. Ég skoðaði málið og hafði til dæm-
is samband við Hannes Jón Jónsson sem spilaði
með liðinu. Síðan ákvað ég bara að slá til.“
Var það erfið ákvörðun fyrir þig og fjölskyldu
þína að flytja frá Íslandi til Þýskalands?
Aron: „Vinnulega séð var það ekki erf-
ið ákvörðun. Ég var tilbúinn að breyta til. Það
var alltaf draumurinn að þjálfa í Þýskalandi.
Ég hafði reyndar líka fengið boð frá liði í Dan-
mörku. Mig langaði að prófa eitthvað annað en
að fara aftur til Danmerkur. Fyrir fjölskylduna
hefði líklega verið þægilegra að fara aftur þang-
að. Fjölskyldunni hefur þó gengið ágætlega hér
í Þýskalandi. Skólakerfið hér er töluvert öðru-
vísi en á Íslandi. Í Þýskalandi byrja börn 10 ára
í framhaldsskóla en elsti sonur okkar er ellefu
ára. Byrjunin hjá honum hefur því verið svolít-
ið þung. Hann hefur þó sýnt gríðarlega miklar
framfarir í skólanum og við þýskuna. Sá næst-
elsti er átta ára og er í grunnskóla. Það hefur
verið aðeins auðveldara hjá honum að aðlagast
aðstæðum.“
Kunni mjög litla þýsku
Hvernig hefur þér sjálfum gengið að aðlagast
aðstæðum. Kunnir þú einhverja þýsku áður en
þú komst?
Aron: „Það var nú eitthvað mjög lítið. Ég hafði
lært einhverja þýsku í framhaldsskóla og var bú-
inn að rifja hana aðeins upp áður en við komum
út. Það reyndi þó ekkert á kunnáttu mína fyrr en
ég kom til Hannover.“
Hvað segja leikmenn um þýskukunnáttu Ar-
ons?
Hannes: „Hann er mjög viljugur að læra
þýsku. Hann byrjaði strax á fyrstu æfingu að tala
þýsku. Það er gríðarlega mikilvægt að byrja sem
fyrst. Ég beið sjálfur í eitt ár en Aron hefur staðið
sig vel. Síðan er alltaf hægt að skipta yfir í ensku
ef menn skilja ekki hvorn annan.“
Hvernig var undirbúningstímabilið hjá Aroni.
Voru stífar æfingar alla daga?
Ásgeir: „Það var mjög þétt en skemmtilegt
líka. Við erum í toppformi og það er það sem
skiptir máli.“
Hannes, nú tókst þú við fyrirliðastöðunni eftir
að Aron tók við liðinu. Hvernig hefur það gengið?
Hannes: „Það hefur gengið vel og lítið meira
um það að segja.“
Aron: „Eru menn ekki alltaf fegnir aukinni
ábyrgð?“
meiri vinna en fólk heldur
Sumir atvinnumenn í handbolta hafa kvart-
að undan því að atvinnumennskan sé erfið. Lít-
ið þið svoleiðis á ykkar vinnu eða finnst ykkur
það forréttindi að fá greitt fyrir að þjálfa og spila
handbolta?
Hannes: „Mér finnst það klárlega mikil for-
réttindi að fá að vera atvinnumaður í hand-
bolta. Ég held að það gildi um flesta leikmenn
að þeir hafa dreymt um það síðan þeir voru
litlir strákar að verða atvinnumenn í hand-
bolta. Það koma auðvitað erfið tímabil og að-
stæður sem eru erfiðar. Maður verður bara að
vinna sig út úr því. Jákvæðu hlutirnir eru þó
margfalt fleiri en þeir neikvæðu. Síðan er það
í þessu eins og öðru að þú uppskerð bara eins
og þú sáir.“
Vignir: „Það eru forréttindi að fá að spila
handbolta. Þó þetta sé ekki átta til fimm vinna
þá er þetta meira en fólk gerir sér grein fyrir. Öll
ferðalög, horfa á upptökur af leikjum og æfing-
ar. Miklu meira en fólk heldur. Þetta er hins veg-
ar frábært líf og við erum að gera það sem okkur
þykir skemmtilegast á hæsta plani sem þekkist í
heiminum.
Ásgeir: „Það eru allir að reyna að koma sér
áfram og reyna sitt besta. Það á auðvitað líka við
um fólk sem lifir venjulegu lífi og er að vinna. Það
eru allir að reyna að standa sig vel. Fólk fær ekki
alltaf allt sem það vill. Hver er sinnar gæfu smið-
ur og fólk kemur fram við þig eins og þú kemur
fram við það.“
Aron: „Það er draumur allra ungra leik-
manna að verða atvinnumenn í greininni. Það
er tvennt ólíkt að vera leikmaður og þjálfari. Þeg-
ar þú ert þjálfari þá snýst þetta um að koma sem
best undirbúinn fyrir æfingar og leiki. Hvíld er
auðvitað gríðarlega mikilvæg líka. Sem þjálfari
snýst þetta þó aðallega um að vinna leiki. Það
fer gríðarlega mikill tími í þetta starf. Oft of mik-
ill að mati fjölskyldunnar. En ef þú hefur metn-
að þá verður þú að leggja mikla vinnu á þig til að
ná árangri. Það má segja að það einkenni Íslend-
inga að þeir eru tilbúnir að fórna miklu til að ná
árangri.“
Finnur þú mikinn mun á vinnuálagi ef þú
berð saman þjálfarastarf þitt hjá Haukum á Ís-
landi og síðan hjá Burgdorf?
Aron: „Já. Það er töluvert mikill munur. Hjá
Haukum var ég á tímabili framkvæmdastjóri
með þjálfun og líka markaðsstjóri. Hjá Hauk-
um var maður mikið í því að ná í peninga líka.
Hjá Burgdorf snýst starfið eingögnu um að þjálfa
liðið. Kröfurnar hér til þjálfarans eru líka miklu
meiri. Maður hefur áhuga og metnað fyrir þessu
og það er það sem gerir þetta skemmtilegt.“
Enginn glamúr í handboltanum
Hvernig mynduð þið lýsa lífi atvinnumanns-
ins. Er þetta glamúrlíf eða eru flestir leikmenn ró-
legir fjölskyldumenn?
Vignir: „Ég held að það sé enginn glamúr í at-
vinnumennsku hjá handboltamönnum.“
Hannes: „Við hristum alveg jafn mikið haus-
inn yfir fréttum af stórstjörnum í knattspyrnu
eins og flest annað fólk.“
Hvernig eru launin? Eru margir leikmenn
með meira en 50 milljónir króna í árstekjur eða
eru flestir með svipuð laun og bankastjóri á Ís-
landi í dag?
Aron: „Bankastjórar á Íslandi í dag. Það er
stór munur á því og árið 2007. Ætli launin séu
ekki svipuð og í ensku þriðju deildinni í knatt-
spyrnu.“
Vignir: „Flestir leikmenn í þýsku deildinni
eru bara á fínum launum en engir milljónamær-
ingar. Menn verða að geta lifað á þessu og haft
það ágætt. Leikmenn þurfa þó klárlega að finna
sér aðra vinnu eftir að ferlinum lýkur. Stærstu
nöfnin eru þó að hafa mjög góðar tekjur og eiga
að geta lagt töluvert fyrir.“
Aron: „Þeir sem eru launahæstir eiga að geta
átt góðan lífeyri þegar ferlinum lýkur.“
Ásgeir, verðandi barnapía Vignis
Nú eruð þið allir fjölskyldumenn. Hannes og
Aron með börn. Eitt á leiðinni hjá Vigni. Hvernig
haldið þið að Vignir standi sig í föðurhlutverkinu
og er ekki kominn pressa á Ásgeir um barneignir?
Hannes: „Vignir á örugglega eftir að standa
sig vel.“
Ásgeir: „Barnið kemur bara á réttum tíma.“
Aron: „Vignir er að stóla á að Ásgeir verði
barnapía fyrir sig.“
Vignir: „Ásgeir er yngstur þannig að hann er
kjörinn í hlutverkið.“
Aron: „Það er þroskandi að eignast barn og
það er bara vonandi að Vignir haldi áfram að
standa sig á vellinum eftir að hann er orðinn
pabbi.“
Hvernig leggst það í þig að verða pabbi?
Vignir: „Það leggst mjög vel í mig og ég er
bara virkilega farinn að hlakka til.“
aldrei hafa fleiri íslenskir leikmenn spilað í þýsku
Bundesligunni, erfiðustu handknattleiksdeild í
heimi. Margir þeirra spila undir stjórn íslenskra
þjálfara sem nú eru fjórir í deild þeirra bestu. Þrem-
ur af fjórum efstu liðum deildarinnar er stjórnað af
íslenskum þjálfurum. dV ákvað að skyggnast inn í
heim strákanna okkar í Þýskalandi. fyrsta viðtalið
er við Aron Kristjánsson, þjálfara hannover-Burg-
dorf, og leikmennina Ásgeir Örn Hallgrímsson,
Hannes Jón Jónsson og Vigni Svavarsson sem
spila undir stjórn arons.
Enginn glamúr í handboltanum
Aron Kristjánsson
Þjálfari
Fyrri lið
Haukar, Skjern, tvis Holstebro og
Hannover-Burgdorf.
Hæð og Þyngd
of lítil hæð og of mikil þyngd.
FjölsKylda
giftur Huldu Bjarnadóttur, 3 drengir;
darri, Jakob og Freyr.
ÁHugamÁl
golf og ferðalög með fjölskyldunni.
TónlisT
U2 , Bubbi og fleira.
uppÁHaldsmynd
Shawshank redemption.
uppÁHaldsmaTur
Humar og hangikjöt.
Í HVaða sæTi lEndir Ísland Hm?
1. sæti. (nú verður gummi brjálaður)