Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 18
18 nærmynd 22. október 2010 föstudagur Þegar Finnur Ingólfsson sagði skil- ið við stjórnmálin árið 2000 og gerðist seðlabankastjóri var hann umdeildur. Það kom þó ekki í veg fyrir að lykilmenn í Framsókn- arflokknum ásamt Halldóri Ás- grímssyni styddu Finn til forystu í flokknum þegar Halldór sagði af sér og dró sig í hlé frá stjórnmál- um sumarið 2006. Á bak við tjöldin urðu harkaleg átök innan flokks- ins þar sem Halldór og menn hans reyndu að ýta Guðna Ágústssyni, varaformanni flokksins, til hliðar og rýma fyrir endurkomu Finns. Allt fór á annan veg en menn ætl- uðu og Jón Sigurðsson varð for- maður Framsóknarflokksins það sama sumar. Finnur hafði þá um nokkurra ára skeið náð árangri í viðskipta- lífinu. Hann varð forstjóri VÍS eftir að hann og aðrir lykilmenn Fram- sóknarflokksins keyptu helm- ingshlut Landsbankans í VÍS á 6,8 milljarða króna. Innan við þremur árum síðar seldu þeir félagið fyrir liðlega 30 milljarða króna. Á mörkum einkarekstrar og hins opinbera Árið 2007 keypti eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta allt hlutafé í fyrirtækjun- um Frumherja hf. og Frumorku ehf. Í nýrri stjórn fyrirtækjanna sem skipuð var í kjölfar sölunnar sat meðal annars Jafet S. Ólafsson, sem stjórnarformaður. Frumherji rekur bifreiðaskoð- un og skoðun skipa og rafmagns. Þá sér fyrirtækið um öll ökupróf á landinu og sinnir notkunarmæl- ingum á raforku, heitu vatni og köldu vatni fyrir orkuveitur. Orku- veita Reykjavíkur seldi Frumherja orkusölumæla fyrir 260 milljónir í stjórnarformannstíð Alfreðs Þor- steinssonar árið 2001. Frumherji hf. fær því tæpar 200 milljónir á ári frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er fyrir leigu á hitaveitu-, vatns- og raforkusölumælum á heimilum á starfssvæði Orkuveitunnar og þjón- ustu tengda þeim. Orkuveitan seldi Frumherja mælana árið 2001 fyrir tæpar 260 milljónir króna og gerði þá fimm ára þjónustusamning við fyrirtækið sem færði Frumherja rúmar 182 milljónir króna á ári. Nýr sjö ára samningur upp á 200 millj- ónir króna var gerður við Frum- herja árið 2007, sama ár og Finnur Ingólfsson keypti fyrirtækið. Miklar skuldir Þrjú eignarhaldsfélög í eigu Finns Ingólfssonar skulduðu í mars á þessu ári um 10 milljarða króna. Óvissa ríkir um rekstrarhæfi þeirra. Eitt félaganna er Frumherji sem slapp við að greiða af skuldum sínum í fyrra, sama ár og höfuð- stöðvar Frumherja voru seldar. Bílaskoðunarfyrirtæki Finns Ing- ólfssonar, Frumherji, er í ábyrgðum fyrir skuldum sem nema samtals um 5,9 milljörðum króna. Finnur á rúman helming í Frumherja í gegn- um eignarhaldsfélag sitt Fikt en aðrir eigendur eru Jóhann Ásgeir Baldurs og Helgi S. Guðmundsson. Þremenningarnir eiga saman eign- arhaldsfélagið Spector sem heldur utan um eignina í Frumherja. Hrossarækt í fyrirrúmi Rúmlega 300 milljóna króna hagn- aður varð á síðasta ári af rekstri fjár- festingarfélagsins Fikts ehf. Eignir félagsins nema meira en milljarði, eða 1.174 milljónum króna, og bók- fært eigið fé félagsins í lok síðasta árs var 622 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var inn til ársreikninga- skrár á dögunum. Fikt Finns á einnig dótturfélagið Hik ehf., en rekstur þess gekk ekki eins vel í fyrra og rekstur Fikts. Hik ehf. tapaði 31,5 milljónum króna á síðasta ári. Eignir félagsins nema um 175 milljónum króna en félag- ið skuldar um 15 milljónir króna umfram eignir. Starfsemi Hiks ehf. felst fyrst og fremst í ræktun, kaupum, þjálfun og sölu á hross- um. Segja má að Hik sé eins kon- ar tómstundafélag Finns, því hann og eiginkona hans, Kristín Vigfús- dóttir, eiga og reka stórt hrossabú á Vesturkoti. Hrossabúið á marga tugi hesta, þeirra á meðal fyrstu- verðlauna stóðhesta og ræktun- armerar, auk þess sem búið selur tamin hross. Vesturkot er um 25 kílómetra austan við Selfoss og er 160 hektara jörð. Hjónin hafa ráð- ist þar í miklar framkvæmdir frá því þau keyptu jörðina árið 2005 og breyttu í hrossaræktunarbú. Þau hafa tekið girðingar og húsakost á jörðinni í gegn. Sem dæmi má nefna breyttu þau fjósinu á jörðinni í glæsilegt 30 hesta hesthús, auk þess sem byggð hefur verið 900 fer- metra reiðskemma. Þá hefur verið settur upp skeiðvöllur á jörðinni. JóHann Hauksson og Jón bJarki Magnússon blaðamenn skrifa: johann@dv.is og jonbjarki@dv.is nFiktehf nSpectorehf nFrumherjiehf nSpectorehf nVesturkotehf nBolmagnehf nHikehf nIcelandairGroup,stjórnarformaðurtil2007 nIcelandairehf,stjórnarformaðurtil2007 nSamvinnusjóðurinnses,stjórnarformaðurtil2009 nFlutningarehf,stjórnarformaðurogprókúruhafitil2006 nKaupþingbankihf,meðstjórnanditil2007 nÍshestarehf,meðstjórnanditil2008 nLýsinghf,stjórnarformaðurtil2006 nTraustfangehf,stjórnarformaðurtil2006 nÍslenskendurtrygging,meðstjórnanditil2007 nFISKeignarhaldsfélag,meðstjórnandi nEignarhaldsfélagiðAndvaka,stjórnarformaðurtil2009 nVÍSInternationalInvestehf,stjórnarformaður/prókúruhafitil2006 nVÍSeignarhaldsfélagehf,stjórnarformaður/prókúruhafitil2006 nAB138ehf,stjórnarformaðurtil2006 nEignarhaldsfélagiðHesteyriehf,stjórnarformaðurmeðmeirutil2006 nVÍShf,stjórnarmaður nFS7ehf,stjórnarformaðurtil2006 nSkarðsáehf nAB25ehf nVGKInvest nGIFT nLangflugehf nEignarhaldsfélagSamvinnutrygginga Í ótal stjórnum og víða stjórnarformaður nViðskiptafræðingurfráHÍ1984 nAðstoðarmaðurHalldórs  Ásgrímssonarsjávarútvegsráð -  herra1985 nAðstoðarmaðurGuðmundar   Bjarnasonarheilbrigðisráðherra  1987 nÞingmaðurFramsóknarflokksins  1991 nIðnaðar-ogviðskiptaráðherra   1995 nSeðlabankastjóri2000 nForstjóriVÍS2002 Finnur Ingólfsson Auður helmingA- skiptAnnA Finni ingólfssyni tókst að koma ár sinni vel fyrir borð að loknum stjórnmálaferli. Hann sagði skilið með öllu við opinber störf í miðri einkavæðingu bankanna fyrir 8 til 9 árum, lék lykilhlutverk við að setja saman S-hópinn sem keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum og gerðist svo forstjóri VÍS eftir að félög á vegum framsóknarmanna keyptu það af Landsbankanum. Grunnurinn að eignasöfnun hans virðist því liggja á mörkum flokksins og einkaframtaksins. Nýr sjö ára samningur upp á 200 milljónir króna var gerður við Frum- herja árið 2007, sama ár og Finnur Ingólfs- son keypti fyrirtækið. n„ÁaðalfundiEignarhaldsfélagsinsSamvinnutrygginga2007ákváðunokkrir umboðslausirframsóknar-ogsamvinnumenn,þ.ám.tveiraffyrrumviðskipta- ráðherrumFramsóknarflokksins,FinnurIngólfssonogValgerðurSverrisdóttir, aðflytjaeignirogskuldirSamvinnutryggingaíhlutafélag.Hlutafélagið,semtók viðefnahagSamvinnutrygginga,fékknafniðGiftfjárfestingarfélagehf*.Eigiðfé Giftarvarviðstofnunum30milljarðarkróna.UpplýstvaraðhelstueignirGiftar væru,annarsvegarum5,42%hluturíExistahf.,oghinsvegaróbeinneignar- hluturítæpumþriðjungshlutíIcelandairGrouphf.,gegnumLangflugehf.Þess varþóekkigetiðífréttumafaðalfundiEignarhaldsfélagsSamvinnutrygginga aðmeðeigandiaðLangflugiværiFS7ehf.,félagíeiguFinnsIngólfssonar.Finnur losaðifélagsittútúrþessusamkrulliviðGiftmeðævintýralegumhættiílokágúst ogbyrjunseptember2007.VargengiIcelandairíviðskiptumFS7ogGiftar31,5 kr.áhlut.ÞettavirðisthæstaskráðaverðáhlutumíIcelandair.Gengiþessernú 24,30kr.áhlut.VerðmætihlutaGiftaríLangflugihefurþvírýrnaðnokkuð.Hið samaáviðumhlutinaíExista.GengiExistavaráaðalfundardegiEignarhaldsfé- lagsSamvinnutryggingahinn15.júní200733,50kr.áhlutenernú10,10kr.á hlut.Hefurlækkaðum70%.“ Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur – Morgunblaðið í mars 2008. *GiftereignalaustogtryggjenduríSamvinnutryggingum,eigendurfjárins,hafa ennekkertséðafeignumsínum. Dularfulla GIFT-málið Hrossaræktin ÍVesturkotihafaFinnur ogfjölskyldakomiðupphestarækt. HannáeinnigjörðáYtri-Kóngsbakka áSnæfellsnesiásamtfleiriathafna- mönnum. Fluttu í blokk FinnurogfjölskyldafluttuíblokkíMosfellsbæeftir bankahrun.HannhýsireignarhaldsfélagiðFiktheimahjáséreinsog sjámáápóstkassanum.Myndir sigtryggur ari JóHansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.