Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 18
18 nærmynd 22. október 2010 föstudagur
Þegar Finnur Ingólfsson sagði skil-
ið við stjórnmálin árið 2000 og
gerðist seðlabankastjóri var hann
umdeildur. Það kom þó ekki í veg
fyrir að lykilmenn í Framsókn-
arflokknum ásamt Halldóri Ás-
grímssyni styddu Finn til forystu
í flokknum þegar Halldór sagði af
sér og dró sig í hlé frá stjórnmál-
um sumarið 2006. Á bak við tjöldin
urðu harkaleg átök innan flokks-
ins þar sem Halldór og menn hans
reyndu að ýta Guðna Ágústssyni,
varaformanni flokksins, til hliðar
og rýma fyrir endurkomu Finns.
Allt fór á annan veg en menn ætl-
uðu og Jón Sigurðsson varð for-
maður Framsóknarflokksins það
sama sumar.
Finnur hafði þá um nokkurra
ára skeið náð árangri í viðskipta-
lífinu. Hann varð forstjóri VÍS eftir
að hann og aðrir lykilmenn Fram-
sóknarflokksins keyptu helm-
ingshlut Landsbankans í VÍS á 6,8
milljarða króna. Innan við þremur
árum síðar seldu þeir félagið fyrir
liðlega 30 milljarða króna.
Á mörkum einkarekstrar og
hins opinbera
Árið 2007 keypti eignarhaldsfélag
í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri
fjárfesta allt hlutafé í fyrirtækjun-
um Frumherja hf. og Frumorku
ehf. Í nýrri stjórn fyrirtækjanna sem
skipuð var í kjölfar sölunnar sat
meðal annars Jafet S. Ólafsson, sem
stjórnarformaður.
Frumherji rekur bifreiðaskoð-
un og skoðun skipa og rafmagns.
Þá sér fyrirtækið um öll ökupróf á
landinu og sinnir notkunarmæl-
ingum á raforku, heitu vatni og
köldu vatni fyrir orkuveitur. Orku-
veita Reykjavíkur seldi Frumherja
orkusölumæla fyrir 260 milljónir í
stjórnarformannstíð Alfreðs Þor-
steinssonar árið 2001. Frumherji
hf. fær því tæpar 200 milljónir á ári
frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er
fyrir leigu á hitaveitu-, vatns- og
raforkusölumælum á heimilum á
starfssvæði Orkuveitunnar og þjón-
ustu tengda þeim. Orkuveitan seldi
Frumherja mælana árið 2001 fyrir
tæpar 260 milljónir króna og gerði
þá fimm ára þjónustusamning við
fyrirtækið sem færði Frumherja
rúmar 182 milljónir króna á ári. Nýr
sjö ára samningur upp á 200 millj-
ónir króna var gerður við Frum-
herja árið 2007, sama ár og Finnur
Ingólfsson keypti fyrirtækið.
Miklar skuldir
Þrjú eignarhaldsfélög í eigu Finns
Ingólfssonar skulduðu í mars á
þessu ári um 10 milljarða króna.
Óvissa ríkir um rekstrarhæfi þeirra.
Eitt félaganna er Frumherji sem
slapp við að greiða af skuldum
sínum í fyrra, sama ár og höfuð-
stöðvar Frumherja voru seldar.
Bílaskoðunarfyrirtæki Finns Ing-
ólfssonar, Frumherji, er í ábyrgðum
fyrir skuldum sem nema samtals
um 5,9 milljörðum króna. Finnur á
rúman helming í Frumherja í gegn-
um eignarhaldsfélag sitt Fikt en
aðrir eigendur eru Jóhann Ásgeir
Baldurs og Helgi S. Guðmundsson.
Þremenningarnir eiga saman eign-
arhaldsfélagið Spector sem heldur
utan um eignina í Frumherja.
Hrossarækt í fyrirrúmi
Rúmlega 300 milljóna króna hagn-
aður varð á síðasta ári af rekstri fjár-
festingarfélagsins Fikts ehf. Eignir
félagsins nema meira en milljarði,
eða 1.174 milljónum króna, og bók-
fært eigið fé félagsins í lok síðasta
árs var 622 milljónir króna. Þetta
kemur fram í ársreikningi félagsins
sem skilað var inn til ársreikninga-
skrár á dögunum.
Fikt Finns á einnig dótturfélagið
Hik ehf., en rekstur þess gekk ekki
eins vel í fyrra og rekstur Fikts. Hik
ehf. tapaði 31,5 milljónum króna á
síðasta ári. Eignir félagsins nema
um 175 milljónum króna en félag-
ið skuldar um 15 milljónir króna
umfram eignir. Starfsemi Hiks
ehf. felst fyrst og fremst í ræktun,
kaupum, þjálfun og sölu á hross-
um. Segja má að Hik sé eins kon-
ar tómstundafélag Finns, því hann
og eiginkona hans, Kristín Vigfús-
dóttir, eiga og reka stórt hrossabú
á Vesturkoti. Hrossabúið á marga
tugi hesta, þeirra á meðal fyrstu-
verðlauna stóðhesta og ræktun-
armerar, auk þess sem búið selur
tamin hross. Vesturkot er um 25
kílómetra austan við Selfoss og er
160 hektara jörð. Hjónin hafa ráð-
ist þar í miklar framkvæmdir frá
því þau keyptu jörðina árið 2005
og breyttu í hrossaræktunarbú. Þau
hafa tekið girðingar og húsakost
á jörðinni í gegn. Sem dæmi má
nefna breyttu þau fjósinu á jörðinni
í glæsilegt 30 hesta hesthús, auk
þess sem byggð hefur verið 900 fer-
metra reiðskemma. Þá hefur verið
settur upp skeiðvöllur á jörðinni.
JóHann Hauksson og
Jón bJarki Magnússon
blaðamenn skrifa: johann@dv.is og jonbjarki@dv.is
nFiktehf
nSpectorehf
nFrumherjiehf
nSpectorehf
nVesturkotehf
nBolmagnehf
nHikehf
nIcelandairGroup,stjórnarformaðurtil2007
nIcelandairehf,stjórnarformaðurtil2007
nSamvinnusjóðurinnses,stjórnarformaðurtil2009
nFlutningarehf,stjórnarformaðurogprókúruhafitil2006
nKaupþingbankihf,meðstjórnanditil2007
nÍshestarehf,meðstjórnanditil2008
nLýsinghf,stjórnarformaðurtil2006
nTraustfangehf,stjórnarformaðurtil2006
nÍslenskendurtrygging,meðstjórnanditil2007
nFISKeignarhaldsfélag,meðstjórnandi
nEignarhaldsfélagiðAndvaka,stjórnarformaðurtil2009
nVÍSInternationalInvestehf,stjórnarformaður/prókúruhafitil2006
nVÍSeignarhaldsfélagehf,stjórnarformaður/prókúruhafitil2006
nAB138ehf,stjórnarformaðurtil2006
nEignarhaldsfélagiðHesteyriehf,stjórnarformaðurmeðmeirutil2006
nVÍShf,stjórnarmaður
nFS7ehf,stjórnarformaðurtil2006
nSkarðsáehf
nAB25ehf
nVGKInvest
nGIFT
nLangflugehf
nEignarhaldsfélagSamvinnutrygginga
Í ótal stjórnum og víða stjórnarformaður
nViðskiptafræðingurfráHÍ1984
nAðstoðarmaðurHalldórs
Ásgrímssonarsjávarútvegsráð -
herra1985
nAðstoðarmaðurGuðmundar
Bjarnasonarheilbrigðisráðherra 1987
nÞingmaðurFramsóknarflokksins 1991
nIðnaðar-ogviðskiptaráðherra
1995
nSeðlabankastjóri2000
nForstjóriVÍS2002
Finnur Ingólfsson
Auður helmingA-
skiptAnnA
Finni ingólfssyni tókst að koma ár sinni vel fyrir borð að loknum stjórnmálaferli. Hann sagði skilið með
öllu við opinber störf í miðri einkavæðingu bankanna fyrir 8 til 9 árum, lék lykilhlutverk við að setja
saman S-hópinn sem keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum og gerðist svo forstjóri VÍS eftir að félög á
vegum framsóknarmanna keyptu það af Landsbankanum. Grunnurinn að eignasöfnun hans virðist því
liggja á mörkum flokksins og einkaframtaksins.
Nýr sjö ára samningur upp á 200 milljónir króna var gerður við Frum-
herja árið 2007, sama ár og Finnur Ingólfs-
son keypti fyrirtækið.
n„ÁaðalfundiEignarhaldsfélagsinsSamvinnutrygginga2007ákváðunokkrir
umboðslausirframsóknar-ogsamvinnumenn,þ.ám.tveiraffyrrumviðskipta-
ráðherrumFramsóknarflokksins,FinnurIngólfssonogValgerðurSverrisdóttir,
aðflytjaeignirogskuldirSamvinnutryggingaíhlutafélag.Hlutafélagið,semtók
viðefnahagSamvinnutrygginga,fékknafniðGiftfjárfestingarfélagehf*.Eigiðfé
Giftarvarviðstofnunum30milljarðarkróna.UpplýstvaraðhelstueignirGiftar
væru,annarsvegarum5,42%hluturíExistahf.,oghinsvegaróbeinneignar-
hluturítæpumþriðjungshlutíIcelandairGrouphf.,gegnumLangflugehf.Þess
varþóekkigetiðífréttumafaðalfundiEignarhaldsfélagsSamvinnutrygginga
aðmeðeigandiaðLangflugiværiFS7ehf.,félagíeiguFinnsIngólfssonar.Finnur
losaðifélagsittútúrþessusamkrulliviðGiftmeðævintýralegumhættiílokágúst
ogbyrjunseptember2007.VargengiIcelandairíviðskiptumFS7ogGiftar31,5
kr.áhlut.ÞettavirðisthæstaskráðaverðáhlutumíIcelandair.Gengiþessernú
24,30kr.áhlut.VerðmætihlutaGiftaríLangflugihefurþvírýrnaðnokkuð.Hið
samaáviðumhlutinaíExista.GengiExistavaráaðalfundardegiEignarhaldsfé-
lagsSamvinnutryggingahinn15.júní200733,50kr.áhlutenernú10,10kr.á
hlut.Hefurlækkaðum70%.“
Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur – Morgunblaðið í mars 2008.
*GiftereignalaustogtryggjenduríSamvinnutryggingum,eigendurfjárins,hafa
ennekkertséðafeignumsínum.
Dularfulla GIFT-málið
Hrossaræktin ÍVesturkotihafaFinnur
ogfjölskyldakomiðupphestarækt.
HannáeinnigjörðáYtri-Kóngsbakka
áSnæfellsnesiásamtfleiriathafna-
mönnum.
Fluttu í blokk FinnurogfjölskyldafluttuíblokkíMosfellsbæeftir
bankahrun.HannhýsireignarhaldsfélagiðFiktheimahjáséreinsog
sjámáápóstkassanum.Myndir sigtryggur ari JóHansson