Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 50
Á miðvikudaginn kynnti Apple, með framkvæmdastjórann Steve Jobs í fararbroddi, ýmsar nýjungar frá fyr- irtækinu, meðal annars endurhann- aðar Macbook Air-fartölvur. Þessar örþunnu tölvur komu fyrst á markað árið 2008 en viðtökur hafa frá upp- hafi verið dræmar. Fyrirtækið von- ast hins vegar nú eftir viðsnúningi af hálfu almennings, bæði vegna breyttrar hönnunar, afls og verðs en nú er hægt að fá ódýrustu útgáfu Air á 999 Bandaríkjadali vestanhafs og verðið því lækkað um 500 dollara frá því 2008. Jobs líkti á kynningunni hinni nýju Air sem samruna MacBook og iPad en í stað þess að vera búin snertiskjá hefur snertiflötur (track- pad) lyklaborðins verið virkjaður til að framkvæma ýmsar aðgerðir með sérstökum handarhreyfingum eins og á iPad. ILife-forritapakkinn var einnig kynntur og hefur nú verið uppfærð- ur í útgáfu 2011 og hafa nú flest ef ekki öll forritin aukna samhæfni við Facebook auk ýmissa annarra nýj- unga. Jobs kynnti einnig fyrirhugað- ar breytingar á forritaverslun Apple (App Store) en stuttu eftir næstu ára- mót verða þar einnig seld forrit fyrir Apple-tölvur. Verslunin hefur hing- að til eingöngu selt forrit og vörur tengdar iPad og iPhone. Síðast en ekki síst greindi Jobs frá næsta stýrikerfi fyrir Apple-tölv- ur sem áætlað er að komi á markað um mitt næsta ár. Ýmislegt bitastætt úr iOS-stýrikerfinu fyrir iPhone, iPad Touch og iPad verður nú innleitt í OSX-stýrikerfið. 50 tækni umsjón: páll svansson palli@dv.is 22. október 2010 föstudagur Samsung Galaxy Tab samsung Galaxy-snjallsímarnir sem keyra á Android hafa átt miklum vinsældum að fagna um heim allan, ekki síst vegna verðsins. samsung hefur nú tilkynnt að í nóvember komi snertitölva á markað frá fyrirtækinu sem byggi einnig á Android-stýrikerfinu. snertitölv- an sem kallast Galaxy Tab keyrir á 1GHz örgjörva og Android 2.2. Hún skartar 7 tommu snertiskjá og er búin myndavél- um á fram- og bakhlið. Tölvan mun kosta 599 Bandaríkjadali (án samnings við fjarskiptafyrirtæki) og virðist við fyrstu sýn raunhæfur keppinautur við iPad frá Apple. apple og Steve Jobs voru með kynningu í vikunni: Air, iLife og OSX Lion Chrome 7 uppfærsla ný uppfærsla á Chrome-vafranum frá Google leit dagsins ljós í vikunni fyrir mac, Windows og Linux. Ekki eru sjáanlegar neinar sérstakar nýjungar í þessari uppfærslu enda var áherslan fyrst og fremst lögð á lagfæringar og endurbætur vafrans. Helst má nefna bætta samhæfni við HTmL5-veftungumálið en hundruð annarra smágalla voru einnig lagaðir fyrir þessa útgáfu. uppfærslan ætti að koma sjálfvirkt fyrir þá sem þegar nota vafrann en aðrir geta sótt þessa útgáfu á vefsvæði Google Chrome. Fyrsti HP/ Palm Pre- síminn Hewlett Packard kynnti í vikunni nýjan Palm Pre-snjallsíma sem á að koma á markað á næstunni. HP keypti Palm í júlí, ekki síst til að komast yfir webOs- stýrikerfið en nýi síminn mun keyra á nýrri útgáfu kerfisins, webOs 2.0. Ýmsar getgátur hafa verið um framtíð webOs, meðal annars hvort það hafi burði til að fylgja öðrum snjallsímakerfum eftir með tækninýjungar. Það verður því fróðlegt að sjá hvort nýi síminn uppfylli kröfur almennings. os 10.7 eða osX lion OsX-stýrikerfin eru öll nefnd eftir tegundum úr kattafjöl- skyldunni. Myndspjall nýtur sífellt meiri vinsælda meðal almennings, ekki síst ef ástvinir eru bú- settir hinum megin á jarðarkringlunni. Skype-forritið býður upp á þessa þjónustu frítt auk margra annarra möguleika, en ný útgáfa forritsins leit dagsins ljós fyrir stuttu. Myndspjallsforritið Skype hefur not- ið gífurlega vinsælda um heim allan undanfarin ár en Skype er hvað þekkt- ast og vinsælast meðal þeirra sem nýta sér þessa tækni sem gefur meðal annars kost á að hringja frí myndsím- töl milli landa frá tölvu til tölvu eða hringja ódýrt frá tölvu í síma. Skype 5, nýjasta útgáfa forritsins, var kynnt á dögunum en þar líta dags- ins ljós ýmsar áhugaverðar nýjungar, til að mynda samhæfni við Facebook og möguleiki á myndspjallsfundum fyrir allt að tíu manns. Í nýju útgáf- unni er einnig lögð sérstök áhersla á ýmsa möguleika forritsins sem not- endum hafa til þessa verið lítt kunnir. Þar má nefna SMS-sendingar og skjá- og skráardeilingu milli notenda. Facebook og skype Líklega er Facebook-samhæfingin sú nýjung sem hvað mesta athygli hef- ur vakið. Skype hefur innleitt svokall- aðar stöðuuppfærslur (status updat- es) líkt og við þekkjum frá Facebook og einnig er hægt að skoða sérstak- lega stöðuuppfærslur þeirra sem eru á vinalista notandans. Það er þó ekki fyrr en notandinn tengir Skype sér- staklega við Facebook-aðgang sinn að samhæfingin kemur að fullu í ljós. Þá er hægt að hringja í þau símanúmer sem Facebook-vinir hafa gert sjáanleg fyrir vinalista sinn og einnig er hægt að senda stöðuuppfærsluna úr Skype beint yfir á Facebook. Myndspjallsfundir Skype nýtur sívaxandi vinsælda inn- an fyrirtækjageirans en forritið ger- ir kleift að setja frítt upp svokallaða myndspjallsfundi. Í þessari útgáfu geta allt að tíu manns tekið þátt í slíkum fundi samtímis og hægt er að stilla hvort einn myndgluggi sé stærri en aðrir á skjánum. Þessi þjónusta er algjörlega frí eins og er en í framtíð- inni er gert ráð fyrir að einstaklingar og fyrirtæki geti skráð sig í einhvers konar áskriftarþjónustu til að nýta sér þennan möguleika forritsins. Skype 5 er hægt að sækja af vefsíðu fyrirtæk- isins í sérstakri fyrirtækjaútgáfu en í henni geta kerfisstjórar fyrirtækja tak- markað hvað notendur forritsins inn- an fyrirtækisins geta gert. skype í sjónvarpið Svokölluð netsjónvörp eru nú að ryðja sér til rúms og Skype hóf fyr- ir nokkru samstarf við Panasonic og Samsung um að innleiða sérstaka útgáfu af Skype í slík sjónvörp. Bæði fyrirtækin hafa nú sett slík sjónvörp á markað og má kynna þau sér nán- ar á vefsíðu fyrirtækisins eða jafnvel panta þau á vefverslun síðunnar. Ótrúlegar vinsældir Til að gera sér grein fyrir umfangi Skype á heimsvísu má geta þess að skráðir notendur í þessari vinsælu þjónustu eru nú um 560 milljónir en að meðaltali nýta 120 milljónir manna sér þjónustuna í hverjum mánuði, þar af rúmlega 8 milljónir sem greiða fyrir þann möguleika að geta hringt beint í símanúmer. Um 40 prósent notenda Skype nýta sér myndspjallsmöguleika forritsins að jafnaði. Skype 5 er nú hægt að sækja frítt fyrir Windows af vefsíðu fyrirtækisins en útgáfa fyrir Macintosh og Linux er að vænta á næstu mánuðum. Á sama tíma verður að öllum líkindum hægt að sækja útgáfu 5 fyrir hinar ýmsu teg- undir snjallsíma. Hringdu í vini á facebook Í þessari útgáfu geta allt að tíu manns tekið þátt í slíkum fundi samtímis. net og háskerpa frá panasonic netsjónvörp frá Panasonic og samsung með innbyggðu skype-forriti eru nú komin á markað. Fagnaðarfundir skype er góð lausn fyrir þá sem ekki geta hist að jafnaði augliti til auglitis. skype fyrir android-síma nú er hægt að sækja skype-forritið á Android market.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.