Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 54
54 sport 22. október 2010 föstudagur
Dansleikir í nóvember og desember:
NÓVEMBER:
19. Hljómsveit Rúnars Þórs
20. Rúnar Þór og Gylfi Ægis
26. Hljómsveitin Gutl
27. Logar frá Vestmannaeyjum
DESEMBER:
3. Hljómsveitin Gutl
4. Rúnar Þór og Gylfi Ægis
10. Hljómsveitin Gutl
11. Dans á Rósum
17. Hljómsveitin Gutl
18. Dans á Rósum.
Minnum á
skötuhlaðborðið
á þorláksmessu !
jólahlaðborðið
glæsilega
hefst 20. nóvember og stendur fram í desember
Vinsamlegast pantið tímanlega!Vinsamlegast p tið tímanlega!
Tilboð í tilefni 20 ára afmælis:
Tveggja rétta kvöldverður
- frá kr.1.500 á Fjörunni
Strandgata 55
220 Hafnarfjörður
Iceland
Tel: 565-1213
Fax: 565-1891
vikings@fjorukrain.iswww.fjorukrain.is - Pöntunarsími 565 1213
Heitur pottur og sauna!
ATH. Morgunmatur innifalinn.
Tilboð gilda til 30. apríl 2011.
Aukanótt í 2ja manna herbergi
kr. 4.900, á mann.
Öðruvísi stemning -
syngjandi víkingar og valkyrjur
ALLT Í
EINUM PAKKA!
1. Stóri aukapakkinn okkar:
GAFLARARNIR (Leikhús við hliðina
á Hótel Víking).
Með jólahlaðborðinu:
Jólaskrall. Klukkutíma
skemmtidagskrá
með Björk Jakobs , Selmu Björns,
Togga og Edda úr ljótu hálfvitunum.
Söngur gleði og grín.
Kitlum hljóðhimnur
og hláturtaugar .
Með þorrabakkanum:
Jörundur hundadagakonungur.
Bráðskemmtileg klukkutíma sýning
um þennan litríka persónuleika.
Leikstjórn Ágústa Skúladóttir.
Tónlist: 3 ljótir hálfvitar.
2. Jólapakki:
Gisting og morgunverður með
jólahlaðborði í Fjörugarðinum.
Í tveggja manna herbergi
kr. 12.500 á mann.
*Gildir frá föstudeginum
19. nóvember 2010.
Dansleikir eftir jólahlaðborðið.
3. Þorrapakki:
Gisting og fordrykkur með þorra-
hlaðborði í Fjörugarðinum.
Í tveggja manna herbergi
kr. 11.900 á mann.
Dansleikir eftir þorrablótin.
4. Árshátíðarpakki:
Gisting með fordrykk og þriggja
rétta hátíðarkvöldverði.
Í tveggja manna herbergi
kr. 13.550 á mann.
5. Sælkerapakki:
Gisting og kvöldverður með þriggja
rétta sælkeraveislu í Fjörunni.
Í tveggja manna herbergi
kr. 11.900 á mann.
Strákarnir okkar í Þýskalandi 1. hluti
Ef menn stíga yfir þau verða þeir auðvitað að
borga fyrir það.“
Vignir: „Þegar leikmenn eru komnir
svona langt í íþróttum þá er þetta bara orðið
vinna hjá þeim. Þú nærð ekki árangri með því
að vera í einhverri vitleysu. Þeir sem eru í aga-
brotum síast bara út. Þeir sem fara ekki eftir
reglum fá ekki samning og komast ekki langt.“
Hannes: „Það er í þessu eins og öllu öðru.
Þú uppskerð eins og þú sáir. Það er ekkert
verið að eltast við að setja mönnum einhverj-
ar ægilega strangar reglur. Hjá okkar liði sem
dæmi hefur ekki þurft að setja neinar sérstak-
ar reglur. Flestir leikmenn eru þroskaðir og
bera ábyrgð á sjálfum sér.“
Ásgeir: „Það var áður minnst á laun. Það
fylgir því líka ábyrgð að hafa góð laun og
menn verða að standa undir því.“
Eigin jeppar og húsnæði óalgengt í
Þýskalandi
Líkt og flestir vita hefur verið efnahags-
kreppa á Íslandi frá haustinu 2008 sem at-
vinnumenn í Þýskalandi finna líklega minna
fyrir. Hefur ykkur fundist mikil neikvæðni
undanfarið á Íslandi eða hafa Íslendingar
það jafnvel betra en flestir Þjóðverjar? Hefur
orðið viðhorfsbreyting gagnvart Íslendingum
í Þýskalandi?
Hannes: „Ég upplifi aldrei annað en já-
kvæðni í viðhorfum gagnvart Íslendingum.
Það hefur ekkert breyst. Haustið 2008 var fólk
að spyrja um ástandið á Íslandi og þá frekar
með samúðartón í stað gagnrýni gagnvart Ís-
lendingum. Vissulega heyrir maður af frétt-
um að heiman að ástandið sé slæmt. Íslend-
ingar voru hins vegar orðnir ansi góðu vanir
fyrir haustið 2008. Það þykir sem dæmi ekk-
ert algengt í Þýskalandi að fólk keyri um á fín-
um jeppum og búi í eigin húsnæði.“
Aron: „Ég flutti heim til Íslands frá Dan-
mörku þegar góðærið var í hæstu hæðum
árið 2007. Maður trúði því ekki hvert maður
var eiginlega kominn. Venjulegir iðnaðar-
menn bjuggu í 60 milljón króna húsi með tvo
jeppa á hlaðinu. Farið var til útlanda tvisvar
á ári. Svona auðvelt gat lífið ekki verið enda
kom það í bakið á mönnum. Ég fann það á
fólki í Danmörku á meðan ég bjó þar að Dön-
um var ekkert sama um að Íslendingar gætu
keypt eignir án þess að eiga nokkra fjármuni
til þess. Þetta var líka bara loft og það var aug-
ljóst að fólk í Danmörku var mjög ósátt við
framferði Íslendinga.“
Ásgeir: „Mér finnst Þjóðverjar almennt
vera jákvæðir gagnvart Íslendingum. Þeir
hafa áhuga á okkur og landinu og íslenskri
náttúru. Ég hef aldrei upplifað annað en já-
kvæðni gagnvart Íslendingum.“
Aron: „Íslendingar eru víðast hvar mjög
vel liðnir. Þess vegna eru, sem dæmi, svona
margir Íslendingar að spila og þjálfa í Þýska-
landi. Við leggjum hart að okkur og erum
með gott hugarfar. Sem betur fer eyðilagði
efnahagshrunið heima ekki þá mynd af okk-
ur.“
Hannes: „Það fer mjög gott orð af Íslend-
ingum í þýska handboltanum og ég held að
það sé orðspor sem hefur byggst upp á mörg-
um árum. Við eigum líka að vera meðvitaðir
um að halda því orðspori.“
Frábær aðstaða heima á Íslandi
Hvaða ráð hafið þið handa íslenskum
leikmönnum sem eru að spá í að halda í at-
vinnumennsku erlendis? Er jafnvel betra
tækifæri nú en oft áður?
Aron: „Það eru rosalega margir leik-
menn farnir frá Íslandi. Það gerir að verk-
um að gæði deildarinnar lækka í einhvern
tíma. Það er þó að koma upp gríðarlega
mikið af efnilegum strákum og má segja
að það sé ótrúlegt hvað Íslendingum tekst
að búa til marga góða leikmenn. Það seg-
ir kannski mikið um muninn á Íslandi
og Þýskalandi að tveir synir mínir eru að
spila handbolta og fótbolta hér í Hannover.
Munurinn á starfinu heima og í Þýskalandi
er alveg ótrúlegur. Allar aðstæður á Íslandi
eru frábærar. Sumir leikmenn eiga það til
að fara of snemma út og lenda þá jafnvel í
einhverri vitleysu. Oft er betra að taka eitt
ár aukalega heima. Sigurbergur Sveinsson
og Ólafur Guðmundsson eru dæmi um
leikmenn sem hafa ekki verið að flýta sér í
atvinnumennsku.“
Hannes: „Þegar menn fara út er mikil-
vægast að halda áfram að æfa vel og bæta
sig. Það er líka hægt að halda áfram að taka
stór skref þegar komið er í atvinnumennsku.“
Vignir: „Ef það er vilji hjá mönnum að
fara út að spila þá verða þeir líka að vera til-
búnir að leggja hart að sér. Það er þó mik-
ilvægt að vera skynsamur í ákvarðanatöku.
Sérstaklega þegar menn eru að stíga fyrstu
skrefin í atvinnumennsku. Leikmenn geta
verið betur settir að spila 60 mínútur á Ís-
landi í stað þess að verma varamannabekk-
inn erlendis.“
Krafa um verðlaun á HM í Svíþjóð
Hvernig metið þið möguleika íslenska
landsliðsins í handbolta á komandi heims-
meistaramóti sem fram fer í Svíþjóð í janúar?
Á liðið möguleika á verðlaunasæti líkt og á
tveimur síðustu stórmótum?
Aron: „Sagðist Logi Geirsson ekki ætla að
verða heimsmeistari.“
Hannes: „Ég met möguleikana bara
nokkuð góða. Það eru allir leikmenn heilir
núna. Markið hlýtur að verða sett hátt eftir
frammistöðu liðsins á tveimur síðustu stór-
mótum. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að liðið
geti stefnt að verðlaunasæti.“
Aron: „Liðið hlýtur að setja sér það mark-
mið að komast á verðlaunapall. Það væri
æðislegt að taka gullið eftir að liðið er búið
að taka silfur og brons á síðustu tveimur
stórmótum.“
Vignir: „Það væri metnaðarleysi að stefna
ekki að því að komast á verðlaunapall.“
Aron: „Eitt skot í stöngina og út getur þó
breytt verðlaunasæti í enn lægra sæti. Það
þarf lítið að bregða út af í þessum alþjóðlega
handbolta. Dagsformið og meiðsli skipta oft
höfuðmáli þegar komið er á stórmót. Við
erum með frábært landslið og vonandi geng-
ur þeim sem best.“
Nú eru Dagur Sigurðsson og Alexand-
er Petersson næstu viðmælendur. Einhver
spurning handa þeim?
Aron: „Ætlar Füsche Berlin að verða
þýskur meistari?“
Fögur borg Strákunum líður vel í Hannover.