Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 25
Fyrir viku ræddi
ég um lýðræðis-
hugmyndir Vil-
mundar Gylfason-
ar heitins en hann
var einnig veikur
fyrir stjórnmála-
stefnu anarkista. Í
ljósi þess að svartir
anarkistafánar
hafa verið áber-
andi í mótmæl-
unum undanfarið
er kannski ekki úr
vegi að taka stefnuna til umræðu hér.
En þrátt fyrir stutt kynni á Austurvelli
vita fæstir fyrir hvað anarkistar standa
– í sumum tilvikum vita þeir það ekki
einu sinni sjálfir. Vilmundur benti rétti-
lega á að það væri misskilningur, að al-
mennilegir anarkistar boði allsherjar-
stjórnleysi og upplausn, þvert á móti sé
anarkismi manngildisstefna sem boði
tiltekið stjórnunarfyrirkomulag. Að
vísu er anarkismi ansi víðfeðm kirkja
og undir hatti stefnunnar rúmast marg-
víslegir ólíkir hópar með mismunandi
áhugamál og jafnvel gagnstæða sýn á
þjóðfélagsskipanina. En það er einmitt
sjálfur kjarninn í anarkísku stjórnskipu-
lagi: mismunandi laustengdir hóp-
ar sem vinna að ólíkum áhugamálum
undir sömu regnhlíf. Til glöggvunar
má nefna að hreyfingar kommúnista
byggðu gjarnan á starfsemi fámennra
sella eftir forskrift anarkismans.
Andstaða við ríkisvald
Andstaðan við ríkisvaldið er kannski
það eina sem anarkistar eiga sameig-
inlegt. Orðið anarchos kemur úr grísku
og merkir án yfirboðara. Anarkistar
trúa því að regla geti orðið til í samfé-
lagi án yfirvalds. Í grófum dráttum má
skipta anarkistum í tvo hópa, annars
vegar félagshyggju-anarkisma (soci-
al anarchism) og hins vegar einstakl-
ingshyggju-anarkisma (individual-
ist anarchism). Anarkistar geta því allt
eins verið fylgjandi trylltri frjálshyggju
a la Adam Smith og villtum kommún-
isma a la Karl Marx, jafnvel með afnámi
einkaeignarréttarins og samnýtingu
framleiðsluþáttanna með tilheyrandi
eignaupptöku. Anarkistar voru lykil-
hópur í rússnesku byltingunni en síð-
ar áttu bolsévíkar eftir að ganga á milli
bols og höfuðs á þeim í hreinsununum
þar eystra.
Afstaða anarkista til ofbeldis er
einnig afar mismunandi, sumir þeirra
telja réttlætanlegt að beita ofbeldi í
baráttunni gegn ríkisvaldinu (revoluti-
onary anarchism) á meðan aðrir að-
hyllast algilda friðarstefnu (anarcho-
pacifism). Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur
verið myrtur í nafni anarkismans.
Ríki náttúrunnar
Segja má að anarkismi sem heildstæð
stjórnmálaheimspeki hafi fyrst kom-
ið fram með upplýsingunni á átjándu
öldinni, svo sem í skrifum Jean-Jacqu-
es Rousseau um hinn frjálsa mann í
ríki náttúrunnar. Baráttan fyrir lýðræði
var svo einmitt færð fram með vísan í
meintan samfélagssáttmála sem frjálsir
menn hefðu gert með sér í náttúrurík-
inu. Sumir vilja jafnvel rekja anarkíska
heimspeki alla leið aftur til taoist-
anna til forna. Hugtakið var þó lengst
af notað sem neikvæð lýsing á þeim
sem töldustu ógna samfélagsfriðnum.
Það var svo ekki fyrr en í baráttunni
gegn jakobínum í aðdraganda frönsku
stjórnarbyltingarinnar að menn fóru
að beita því í jákvæðri merkingu gegn
valdstjórninni. Franski stjórnmála-
maðurinn og heimspekingurinn Pier-
re-Joseph Proudhon var fyrstur til að
játast anarkisma. Anarkistar sóttu mjög
á í uppreisnarástandinu í Evrópu undir
miðja nítjándu öldina en þegar íhalds-
menn náðu undirtökum víða í álfunni
eftir að hafa hrundið byltingarbylgj-
unni árið 1848 áttu anarkistar aftur
undir högg að sækja.
Gegn fasisma
Það var svo ekki fyrr en í baráttunni
gegn fasismanum á fyrri hluta tuttug-
ustu aldarinnar sem anarkistar fóru
að sækja í sig veðrið á nýjan leik, svo
sem í spænsku borgarastríðunum, á Ít-
alíu og í Þýskalandi þar sem uppgang-
ur fasistanna var hvað mestur. Sum-
ir halda því jafnvel fram að anarkistar
hafi með baráttu sinni komið í veg fyr-
ir að fasistar kæmust einnig til valda í
Frakklandi í febrúar 1934.
Næsta bylgja anarkískrar hug-
myndafræði kom svo upp á yfirborðið
samhliða öðrum uppreisnarhreyfing-
um á sjöunda og áttunda áratugnum,
svo sem í aðgerðum hústökumanna
og ýmissa hópa sem boðuðu óhefð-
bundinn lífsstíl, eins og til að mynda
með stofnun fríríkisins Kristjaníu í
Kaupmannahöfn. Þá vildu margir an-
arkistar brjóta upp stofnanir á borð við
hjónabandið og fjölskylduna og boð-
uðu þess í stað frjálsar ástir og annars
konar búsetuform. Hugmyndaheimur
anarkista blandaðist svo einnig inn í
pönkhreyfinguna í Bretlandi í textum
hljómsveita á borð við Crass og Sex
Pistols. Anarkistar höfðu þannig áhrif
inn í ýmsa aðra baráttuhópa og menn-
ingarafkima. Sumir segja að femín-
isminn sé eitt af afsprengjum anark-
ismans.
Undir aldamótin létu anarkistar
svo til skarar skríða gegn alþjóðavald-
inu með margvíslegum aðgerðum í
tengslum við fundi alþjóðastofnana.
Skipulag lítilla laustengdra hópa, svo-
kallaðra svartra sella (black blocks),
án áþreifanlegrar yfirstjórnar, sannaði
gildi sitt í þeirri baráttu.
Anarkíst stjórnskipulag hefur
hvergi verið prófað nema þá kannski
í ríki náttúrunnar til forna, sem við
höfum þó engar heimildir um. En að-
eins það eitt er nokkuð víst, að marg-
ir munu áfram misskilja stefnuna og
hártoga eins og hverjum og einum
hentar. Kannski að það sé einmitt feg-
urðin við anarkismann.
AuðuR JónsdóttiR
rithöfundur skrifaði skáldsöguna
Fólkið í kjallaranum. Sagan er nú sýnd í
Borgarleikhúsinu og fær mjög góða
dóma en það er leikkonan Ilmur
Kristjánsdóttir fer með hlutverk
aðalpersónunnar Klöru. Auður er
ófrísk og ætlar sér að skrifa bók og
leikrit á meðgöngunni.
Woody Allen fyrir-
myndin í skrifum
myndin
Hver er konan?
„Auður Jónsdóttir rithöfundur.“
Hvar ertu uppalin?
„Í Mosfellsdal og Exeter í Englandi.“
Hvað drífur þig áfram?
„Fjölskyldan og skriftirnar.“
Afrek vikunnar?
„Að hafa náð að halda eldhúsinu
þokkalega hreinu.“
Hvernig finnst þér ilmur sem Klara?
„Hún er æðisleg. Verður ótrúlega
raunveruleg.“
uppáhaldsbók?
„Þær eru reyndar margar. Uppáhalds-
bókin þessa dagana er eftir danska
skáldkonu og heitir Dropi í hafið.“
uppáhalds íslenskur höfundur?
„Maðurinn minn.“
Hvar líður þér best?
„Á vappi í miðbæ Reykjavíkur.“
Átt þú þér fyrirmynd?
„Þótt það sé klisja er það Woody Allen
hvað skrif varðar, þótt hann sé ekki
fyrirmynd í persónulega lífinu.“
uppáhaldsleikari?
„Ætli það séu ekki allir leikararnir í
Fólkinu í kjallaranum þessa dagana.“
Hvað er fram undan?
„Ég er ófrísk og er að reyna að klára að
skrifa bæði bók og leikrit.“
maður dagsins
„Nei, alls ekki.“
LiLJA siGuRðARdóttiR
38 ÁRA tölVUKERlINg og RItHöFUNDUR
„Ekki kannski alveg, en við eigum ekki
langt í land.“
BJARnveiG MAGnúsdóttiR
35 ÁRA NEMI
„Ekki 100 prósent, nei, en við erum að
færast nær því.“
ÖRvAR GuttoRMsson
23 ÁRA NEMI
„Nei, og ég hugsa að það náist aldrei.“
HAfdís ÞoRLeifsdóttiR
46 ÁRA VERSlUNAREIgANDI
„Ekki alveg hundrað prósent, en við
erum á góðri leið miðað við aðrar
þjóðir.“
stefÁn AtLi tHoRoddsen
23 ÁRA StARFMAðUR Á BúllUNNI
Finnst þér jaFnrétti kynjanna haFa náðst?
dómstóll götunnar
föstudagur 22. október 201 umræða 25
anarkismi – hvað er nú það?
Anarkistar trúa því að regla geti
orðið til í samfélagi án
yfirvalds.
kjallari
dr. eiríkur
BergmAnn
stjórnmálafræðingur skrifar
Gengið í kuldanum Þó að rauðu tölurnar séu farnar að víkja fyrir þeim bláu láta Íslendingar það ekki á sig fá. Þessi vaski hópur útivistarfólks naut útiverunnar niðri við
granda í kuldanum á fimmtudag. Mynd eGGeRt JóHAnnesson