Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 22. október 2010 UMRÆÐA 27
Ísland hlaut vel-
komna jákvæða
umfjöllun í
heims pressunni
fyrr á árinu vegna
IMMI-þingsálykt-
unartillögunnar
þess efnis að „Ís-
land skapi sér af-
gerandi lagalega
sérstöðu varðandi
verndun tjáning-
ar- og upplýsinga-
frelsis“. Í tillögunni
fólst m.a. að Alþingi fæli „ríkisstjórn-
inni að leita leiða til að styrkja tjáning-
arfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun
og útgáfufrelsi hérlendis auk þess sem
vernd heimildarmanna og uppljóstr-
ara verði tryggð.“
Hvort þingheimur hefur samein-
ast um þessa ályktun í anda ummæla
George Washington: „Ef tjáningar-
frelsið er frá okkur tekið, verðum við
heyrnarlaus og mállaus leidd, eins og
lömb til slátrunar,“ eða vegna þess að
þingmenn töldu tillöguna vera góða
ímyndarauglýsingu fyrir Ísland er ekki
ljóst. Það er nefnilega varla – því mið-
ur – hægt að segja að Ísland sé fyrir-
myndardæmi um þjóðfélag þar sem
tjáningarfrelsi er í hávegum haft. Í ís-
lenskri löggjöf eru enn lagaákvæði
sem mæla fyrir um að fleygja skuli fólki
í fangelsi fyrir það eitt að móðga sam-
borgara sína, eða eins og segir í þings-
ályktunartillögu Eiríks Jónssonar lög-
fræðings og vþm. SF, frá árinu 2006 um
afnám refsiákvæða vegna ærumeið-
inga: „Þannig getur einföld móðgun
varðað allt að eins árs fangelsi skv. 234.
gr. hegningarlaga og sé um aðdróttun
að ræða getur hún varðað tveggja ára
fangelsi, sbr. 236. gr. Af 101. gr. hegn-
ingarlaga leiðir raunar að fangelsis-
vistin getur orðið allt að fjögur ár ef að-
dróttunin beinist að forseta Íslands.“
Tillaga Eiríks var samþykkt með öllum
atkvæðum viðstaddra þingmanna, en
var svo vísað í allsherjarnefnd þingsins
þar sem hún hlaut hljóðan dauðdaga.
Brot á friðhelgi einkalífs
Tjáningarfrelsið er tryggt í 73. gr. ís-
lensku stjórnarskrárinnar, en valda-
stéttir þjóðfélagsins hika ekki við að
veifa þessum forneskjulegu hótun-
um framan í fjölmiðla og aðra þá sem
þeir telja hafa „meitt æru“ sína. Fyr-
ir nokkrum mánuðum gagnrýndi
ég í blaðagrein þær ákvarðanir ráð-
herra í núverandi ríkisstjórn að ráða
til starfa í ráðuneytum sínum fyrrver-
andi háttsetta starfsmenn hrunsbank-
anna. Gagnrýni minni var svarað sam-
stundis í sama dagblaði með kröfu
um afsökunarbeiðni og óbeinni tilvís-
an í ærumeiðingarákvæði hgl. Annað
dæmi, sem endurskilgreinir „friðhelgi
einkalífs“ á furðulegan hátt, svo ekki sé
meira sagt, er dómur Hæstaréttar er sló
því föstu að „frétt“ um Bubba Morth-
ens og „fall“ hans í reykingabindindi –
byggð á upplýsingum um söngvarann
með logandi sígarettu, akandi í bíl úti
á götum Reykjavíkur – væri brot á frið-
helgi einkalífs! (Vegna þess að margir
Íslendingar leggja leið sína til Banda-
ríkjanna er rétt að benda á að Hæsti-
réttur þar í landi hefur frá upphafi lagt
til grundvallar og margoft staðfest að
enginn geti búist við að njóta friðhelgi
einkalífs á almenningsgötum.)
Þagga niður í gagnrýnendum
Ekki greiðir það fyrir tjáningarfrelsinu
að nær allir fjölmiðlar landsins eru
í eigu og undir stjórn fámennisklík-
unnar og stjórnmálamannanna sem
leiddu þjóðina fram af barmi glötun-
ar. Lagaákvæði er tryggja aðgang al-
mennings og fjölmiðla að upplýs-
ingum eru enn fremur af skornum
skammti í íslenskri löggjöf; ákvæði um
bankaleynd t.d. banna öllum – jafn-
vel handhöfum löggjafarvaldsins sem
hug hafa á því að rannsaka misgjörðir
síðasta áratugar – aðgang að nauðsyn-
legum upplýsingum. (Upplýsingalög
50/1996 virðast fremur hafa að mark-
miði að takmarka aðgang að upplýs-
ingum en að tryggja hann.) Ísland
hefur enga sérstaka „opinna funda“
löggjöf, enga útgáfu af ACLU (Ameri-
can Civil Liberties Union), enga anti-
SLAPP (Strategic Lawsuit Against
Pub lic Participation) löggjöf er beinist
að þeim sem standa í tilhæfulausum
málsóknum til að ógna og þagga niðri
í gagnrýnendum og íþyngja þeim með
tilheyrandi málskostnaði þar til þeir
falla frá gagnrýni sinni eða andstöðu.
Eins og greint var frá í DV nýlega
fékk ég aftur að finna fyrir þöggunar-
taktíkinni vegna fréttar – sem ég kom
ekki einu sinni nálægt að skrifa – um
400 milljón króna lánaafskrift sem
tengdist bankastarfsmanni. Ég setti
fréttina – stutta málsgrein – á blogg-
ið mitt á eyjan.is ásamt athugasemd
um að hér væri annað siðlaust dæmi
úr „viðbjóðslegri“ svikamyllu íslensku
skattfjárstyrktu bankanna.
Neitaði að upplýsa um reglur
Þar eð fréttin tengdist málefni sem ég
hafði verið að safna mér upplýsing-
um um (fyrir grein sem ég hafði ekki
enn skrifað) beindi ég spurningum
til bankans varðandi reglur um lán til
starfsmanna og afskriftir lána. Þar sem
hið gjaldþrota fyrirtæki hafði átt eignir
spurði ég hvort lán bankans hefði ver-
ið veðtryggt; hver hefði tekið ákvörð-
un um afskriftina og hvers vegna. Þetta
er afar mikilvæg spurning sem varð-
ar stóran hluta landsmanna, þar sem
bankarnir neita hikstalaust að afskrifa
skuldir fyrir sótsvartan almúgann, eins
og ljóst er af hinum gífurlega fjölda
fasteignauppboða.
Það kom mér ekki á óvart að bank-
inn skyldi neita að svara spurning-
um um þetta ákveðna tilvik, en vís-
aði til starfsreglna á vefsíðu bankans,
sem reyndar svöruðu engum spurn-
inga minna. Bankinn neitaði einn-
ig að upplýsa um hverjar væru „innri
reglur“ (sem flestir bandarískir bank-
ar hafa aðgengilegar á vefsíðum sín-
um) bankans, sem og um hverjir sætu
í lána- og áhættunefndum hans.
Ofsafengin viðbrögð
Það sem hins vegar kom mér á óvart
voru ofsafengin viðbrögð lögmanns
bankastarfsmannsins, Daggar Páls-
dóttur. Eins og DV greindi frá, hringdi
lögmaðurinn í ritstjóra minn á Reykja-
vík Grapevine til að vara hann við
að ég hyggðist skrifa „ærumeiðandi
grein“ um umbjóðanda hennar og
hún væri viss um að ekkert sem hún
[ég] skrifaði – ef hún skrifar eitthvað –
yrði sannleikanum samkvæmt. (Rit-
stjórinn velti fyrst fyrir sér hvort það
væri ekki ærumeiðandi að hringja á
vinnustað fólks og segja við yfirmann-
inn að vinnuafurð ákveðins starfs-
manns væri handónýt. Ég hins vegar
velti fyrir mér „tortius interference“
(skaðabótaskylduskapandi afskipti)).
Lögmaðurinn bætti við að best væri
að blaðið vissi af þessu, til að forðast
málaferli. Þar sem ég hafði ekki enn
skrifað neina grein, geri ég ráð fyrir að
lögmaðurinn hafi verið að spá í Tarot
spilin sín fremur en anda 2. mgr. 73. gr.
stjórnarskrárinnar, „Ritskoðun og aðr-
ar sambærilegar tálmanir á tjáningar-
frelsi má aldrei í lög leiða.“
DV og Reykjavík Grapevine hafa
ekki, að því er ég best veit, beygt sig fyr-
ir hótunum af þessu tagi. En óneitan-
lega veltir maður fyrir sér hversu mörg
vafasöm mál voru aldrei athuguð, hve
margar fréttir hafa aldrei litið dagsins
ljós og hve mörg mál hafa verið jörðuð
vegna þvingana af þessu tagi.
Ekki alltaf sammála
IMMI lofar góðu, en betur má ef duga
skal. Þöggunin er ekki aðeins afleið-
ing af beinum þvingunum, heldur
er hún inngróin í vitund íslensks al-
mennings. Okkur er sagt að rugga
ekki bátnum, að kvarta ekki upphátt
þegar við eða aðrir erum órétti beitt,
að hugsa um, áður en við segjum
skoðanir okkar, hvaða afleiðingar það
gæti haft á fjölskyldur okkar og starfs-
feril.
Nauðsynlegt er að þjóðin lýsi yfir
afdráttarlausum stuðningi við tján-
ingarfrelsi og undirstriki mikilvægi
þess við nýtt stjórnlagaþing. Við verð-
um að krefjast þess að Alþingi sam-
þykki IMMI löggjöfina, uppfæri æru-
meiðingarákvæðin til samræmis við
grundvallar mannréttindi og setji lög
sambærileg erlendri anti-SLAPP lög-
gjöf. Og við verðum að styðja af heil-
um hug þá sem þora að segja hug
sinn, jafnvel þó við séum þeim ekki
alltaf sammála. Eins og Voltaire sagði,
„Ég er ekki sammála því sem þú segir,
en ég mun verja fram í rauðan dauð-
ann rétt þinn til að segja það.“
Úrelt löggjöf og hættuleg
ÍRIS ERLINGS-
DÓTTIR
fjölmiðlafræðingur skrifar
Þöggunin er ekki aðeins afleiðing
af beinum þvingunum,
heldur er hún inngróin í
vitund íslensks almenn-
ings.
PISTILL
Það kom í hlut
Ronalds Reag-
ans, sem áður
hafði kallað þá
heimsveldi hins
illa, að semja
við Sovétmenn
um takmörkun
kjarnorkuvopna.
Það var fyrrver-
andi herforing-
inn og ofstopa-
maðurinn Ariel
Sharon sem loks
dró landnema frá Gazasvæðinu. Og
nú eru það partídýrin og miðbæjar-
listamennirnir í Besta flokknum sem
standa fyrir því að reyna að draga
úr partímenningu miðbæjarins. Ef
til vill er það vegna þess að þeir eru
henni þaulkunnugir sem þeir vita að
úrbóta er vant. Vissulega getur ver-
ið gaman að fara með útlendingum í
bæinn og sýna þeim hið íslenska fyll-
erí. Allir bregðast við á sama hátt, þeir
hafa aldrei séð neitt þessu líkt. En það
er minna gaman að þurfa að búa við
þetta um hverja helgi.
Korter í þrjú gæinn
Þegar ég var ungur var enn talað um
kortér í þrjú gæjann, sem rétt slapp
inn fyrir lokun til að forðast það að
fara einn heim. Rétt eins og geirfugl-
inn heyrir hann nú sögunni til. Í stað
hans er komin önnur og illskeyttari
dýrategund, kortér í fimm gæinn. Og
sá tekur engum sönsum. Flestir dyra-
verðir segja sömu sögu. Á einhverj-
um tímapunkti í kringum hálf fimm.
ef ekki fyrr, þá tekur Reykjavíkurdjam-
mið á sig aðra og ófríðari mynd. Skiptir
í raun engu máli hvort það sé á meint-
um gáfumannabar eins og Ölstofunni
eða á Amsterdam, síðustu mannlegu
eiginleikarnir yfirgefa bargesti og villi-
dýrið tekur yfir. Það getur verið gam-
an að upplifa það ástand við og við,
en ég vorkenni þeim sem gera það
um hverja helgi. Kvikmyndagerðar-
maðurinn Baldvin. Z hefur næmt
auga fyrir þeim hrylling sem það er að
vera íslenskt ungmenni, og sýnir þetta
vel í myndinni Órói, sem nýverið hef-
ur verið tekin til sýninga. Myndin er
laus við allan predikunartón, en sýnir
hlutina bara eins og þeir eru. Og eins
og þeir eru er nokkuð slæmt.
Ástamál og fjármál
Það hefur margoft verið sýnt fram á að
Íslendingar eru hálfgerðir viðvaning-
ar þegar kemur að fjármálum, en það
sama á ef til vill við á fleiri sviðum, svo
sem í skemmtanalífi og ástamálum.
Það sem þykir vera eðlilegt er það ekki
endilega, að minnsta kosti ekki annars
staðar í heiminum. Það er gott að fá sér
í glas í góðra vina hópi, en það er lítið
heilbrigt að hanga úti til klukkan sex á
næturnar hverja helgi. Flestir sem það
gera eru jú í makaleit, og ættu helst að
afgreiða sín mál ekki mikið seinna en
á miðnætti. Það fólk sem ég þekki um
tvítugt brennur út enn hraðar en við
gerðum. Maður sér nánast angistina í
augum þeirra þegar það þarf að fara út
að skemmta sér. Korter í fimm gæjarn-
ir hafa tekið við af okkur sem fórum
heim klukkan þrjú. Íslenska þjóðin
þarf að endurskoða drykkjusiði sína.
Það er bara erfitt að gera það þegar
maður er staddur á miðju fylleríi. Þá
eru það sjálfsögð mannréttindi að fá
að komast í rúmið fyrir fjögur. Mað-
ur þakkar fyrir það daginn eftir, jafn-
vel þó að maður kunni að líta málin
öðrum augum á meðan á því stendur.
Það er enginn að ætlast til þess að fólk
taki skynsamlegar ákvarðanir á bar
eftir klukkan fjögur um nótt. Vanda-
málið verður þó ekki bara leyst með
bönnum. Til þess að byggja hér upp
heilbrigða vínmenningu þarf einnig
að auðvelda aðgengi að áfengi utan
baranna. Það þarf að selja bjór og vín í
matvörubúðum, og jafnvel mætti taka
upp þann sið nágrannaþjóða okkar og
lækka aldurinn niður í 18. Við þurfum
að læra að líta á áfengi sem sjálfsagð-
an hlut á góðri stundu, en ekki sem
myrkraheim sem við stígum inn í einu
sinni í viku og skiljum skynsemina
eftir við dyrnar. Takmarkaðir opnun-
artímar eru þó skref í rétta átt. Hið ís-
lenska fyllerí er þó menningarstofnun
sem er þess virði að vernda, og mætti
enn stunda um verslunarmannahelgi
og á gamlárskvöld. En bara ekki um
hverja helgi.
Hið íslenska fyllerí
KJALLARI
SANDKORN
VALUR
GUNNARSSON
rithöfundur skrifar
ÓÞEKKUR
TENGDASONUR
n Heiðar Már Guðjónsson, hægri
hönd Björgólfs Thors, hefur vak-
ið þjóðarathygli eftir að DV birti
tölvupósta hans sem lýsa árásum á
krónuna. Heiðar þykir einkar snjall
og ósvífinn bis-
nessmaður sem
sér tækifæri
sem öðrum eru
hulin. Hann er
líklega óvin-
ur krónunnar
númer eitt. Sú
afstaða er þvert á
skoðun tengda-
föður hans, Björn Bjarnason fyrr-
verandi ráðherra, sem er einlægur
aðdáandi krónunnar. Þá er víst að
afstaða óþekka tengdasonarins til
Davíðs Oddssonar, sem hann líkir
við sósíalista, er ekki til að gleðja
Björn sem sér ekki sólina fyrir
gamla leiðtoganum.
VANSTILLTUR
SJÓNVARPSSTJÓRI
n Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarps-
stjóri ÍNN, hefur verið með undar-
legasta móti í þætti sínum Hrafna-
þingi undanfarið. Hefur kappinn
enda uppskorið
að vera í nokkr-
um leikatriðum
Spaugstofunn-
ar. Stöðin hefur
fengið gríðar-
lega auglýsingu
vegna uppá-
tækja Ingva og
þá ekki síst eftir
að hann hraunaði með dólgsleg-
um hætti yfir Evu Joly. En athygli er
annað en afkoma. Flestir eru æva-
reiðir Ingva karlinum eða hneyksl-
aðir. Það er því óvíst að athyglin
skili ÍNN bættri afkomu. Það mátti
og merkja nokkrar áhyggjur á Ingva
í óvenju yfirveguðum pistli sem
hann flutti frá Flórída eftir upp-
námið.
LEYNDARMÁL
SJÓNVARPSINS
n Sjónvarp á Íslandi er í sögulegum
lægðum þegar litið er til innlendr-
ar framleiðslu. Sums staðar leynist
þó ljós í myr-
krinu. Þannig er
sjónvarpsstöð-
in N4 metnað-
argjörn við að
finna skemmti-
lega vinkla.
Best varðveitta
leyndarmál
sjónvarps land-
byggðarinnar er helsti dagskrár-
gerðarmaður stöðvarinnar, Hilda
Jana Gísladóttir, sem fer um allt
Norðurland og kemur með við-
mælendur og áhugavert efni sem á
færibandi. Sjónvarpsmönnum höf-
uðborgarinnar væri hollt að sækja
námskeið til Akureyrar.
HEFND
SMÁFUGLANNA
n Prófessorinn Hannes Hólm-
steinn Gissurarson á ekki upp á
pallborðið hjá Agli Helgasyni sjón-
varpsmanni. Eg-
ill bloggaði um
það í vikunni að
breskur háskóla-
maður hefði orð-
ið uppvís að því
að skrifa níð um
keppinauta sína.
Sá varð að biðj-
ast afsökunar og
fara í meðferð. Svo fellur sprengjan:
„Hannes Hólmsteinn Gissurarson
skrifar óhróður um samkennara
sína og annað fólk undir tveim-
ur dulnefnum: AMX fuglahvísl
og Skafti Harðarson. Þetta er allt
á sömu bókina lært, í hugarheimi
prófessorsins eru allir leigupenn-
ar,“ bloggar Egill sem þegar hefur
orðið fyrir grimmilegri hefnd smá-
fuglanna. Þess má svo geta að Teit-
ur Atlason, bloggari á DV.is, hefur
verið duglegur að vekja athygli á
málstað Egils á bloggi sínu. Enn
sem komið er hefur Hannes engu
svarað efnislega.