Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 62
Ágústa Eva Erlendsdóttir: 62 fólkið 22. október 2010 föstudagur VAlA GRAND: BOMBUR um borð Glamúrgellurnar og fyrirsæturnar Kristrún Ösp Barkardóttir og Lilja Ingibjargardóttir lifa nú hinu ljúfa lífi um borð í skemmtiferðaskipi við Nor- eg. Vinkonurnar eiga örugglega eftir að hræra vel upp í karlpeningnum um borð enda þekktar fyrir allt annað en teprustæla. Fyrrverandi kærasti Kristrúnar, knattspyrnuhetjan Dwight Yorke, er ekki með í þetta skiptið en Dwight og Kristrún hafa verið dugleg að ferðast saman um heiminn. Lilja og Kristrún eru báðar á lausu og því er aldrei að vita hvað gerist um borð. Söng- og leikkonan Ágústa Eva Er-lendsdóttir, sem margir muna eftir sem Silvíu Nótt, er í viðtali í nýjasta hefti Monitors. Ágústa Eva lék eitt aðalhlutverkanna í myndinni Borgríki sem kom út í sumar en í myndinnni mátti sjá margívsleg bardagaatriði. Til þess að und- irbúa sig fyrir hlutverkið fór Ágústa Eva að æfa hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni en hún lék öll sín áhættuatriði sjálf í myndinni. „Ég lék öll mín bardagaatriði sjálf en að sjálfsögðu var ég vel undirbúin og með dygga aðstoð. Við höfðum bardagaatriðin eins raunveruleg og hægt er, ekkert kungfú- eða karatebull. Ég fékk meira að segja eitt sinn alvöru, gott högg í andlitið. Mér brá svolítið en ég er vön, kærastinn minn gaf mér blóðnasir á báðum í fyrsta skipti sem ég hitti hann,“ segir Ágústa í viðtalinu en kærasti hennar er bardagaíþróttaþjálfarinn og lögreglumaðurinn Jón Viðar Jónsson sem slysaðist til að blóðga verðandi kær- ustu sína þegar þau hittust fyrst við æfingar. Aðspurð í viðtalinu hvort hún gæti tek- ið bardagaíþróttakappann Gunnar Nel- son í slag svarar hin fyndna Ágústa Eva: „Ég krossfesti hann við gólfið í hvert skipti sem hann reynir eitthvað. Annars er ég að kenna honum að labba, tala og almenna framkomu. Hann slefar reyndar svolítið mikið en er allur að koma til. Hann er svo mikill bangsi.“ tomas@dv.is Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, stendur nú í skilnaði við eiginmann sinn, viðskiptafræðinginn Þorstein Húnbogason, en frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Séð og heyrt. „Það er rétt, ég er að slíta sambúð,“ segir alþingiskonan við blaðið. Siv er flutt út úr húsi þeirra Þorsteins og býr sem stendur hjá móður sinni. Hin fjörtíu og átta ára gamla Siv hefur jafnan vakið athygli fyrir áhuga á mótorhjólum og útiveru en hún er einn af dyggustu sjósundköppum landsins auk þess sem hún er mikil badmintonkona. „Blóðnasir á báðum“ eftir kærastann Blóðug Ágústa Eva fékk högg við leik í Borgríki. mynd Gunnar GunnarSSon SiV SkiliN Vala Grand er ekki lengur á lausu en hún er búin að finna ástina í knattspyrnu- kappanum Milos Tanasic sem hefur spilað hér á landi í mörg ár en faðir hans er þekkt stærð í boltanum hér heima. Milos er erlendis þessa dagana en þau ætla að sjá hvað gerist með nýja sambandið. frátekin Hann er æskuvinur minn þannig það var svolít-ið skrítið fyrir hann að kynnast mér aftur,“ sagði glamúrgellan Vala Grand í viðtali í útvarpsþætt-inum Harmageddon í gær. Vala hafði opinbera það á Facebook að hún væri komin í samband við hinn 23 ára gamla knattspyrnukappa Milos Tanasic. „Við vorum alltaf að spila fótbolta þegar við vorum yngri. Svo hittumst við á djamm- inu þar sem hann spurði hvort ég myndi ekki eftir honum. Við hittumst svo svona fjórum sinnum áður en hann fór út,“ sagði Vala. Milos er í Serbíu þessa dagana og ætla þau að sjá til hvað gerist með sambandið. „Ég vildi bara láta vita að ég er frátekin. Við vit- um samt ekki hvað gerist. Við vitum ekki hvort hann sé að koma hingað aftur að spila, hvort hann verður áfram úti í Serbíu eða hvort hann fari kannski til Noregs,“ sagði Vala. Milos Tanasic er sonur Marko Tanasic sem spilaði með KS/Leiftri hér heima lengi og Keflavík. Hann tók svo við þjálfun Njarðvíkur í fyrra en var látinn taka pok- ann sinn. Milos sem er 23 ára gamall lék tíu leiki með Þrótti í sumar en auk þess hefur hann spilað með Njarðvík og KS/ Leiftri. Fyrir nokkrum vikum kom það upp að fyrrum kærasti Völu, Baldvin Vigfús- son, væri byrjaður með stelpu sem fór illa í Völu. Upphrópaði hún fyrrum ástmann sinn fyrir að vera byrjaður með frænku sinni en hún sér eftir því í dag. „Afbrýð- issemi getur gert mann brjálaðan og ég gerði bara mistök,“ sagði Vala sem býst ekki mikið við því að tala meira við Baldvin. „Ég held að nýja kærastan hans fíli ekkert að Vala Grand sé að tala við hann,“ sagði Vala að lokum við þá Frosta og Mána í Harma- geddon áður en hún bað um óskalag fyrir sinn „baby“ Milos. tomas@dv.is Sá heppni Knattspyrnukappinn Milos Tanasic hefur unnið hug og hjarta Völu Grand. Vala Grand Ekki á markaðinum lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.