Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 64
n Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillz, fer hörðum orðum um hinn 76 ára gamla Hafstein Snæ- land, sem upplýsti í DV á miðviku- dag að hann vildi láta taka nafn sitt úr símaskránni vegna þess að Egill er titlaður meðhöfundur hennar. Hafsteinn sagði Egil meðal annars vera ofvaxið kjötstykki og sagði hann vera óþolandi. „Hafsteinn segir í greininni að hann sé búinn að láta taka sig út úr síma- skránni. Það er reyndar bjartsýni hjá honum að halda að ég hafi hann ekki þar. Hann verður að sjálfsögðu í henni,“ segir Egill og bætir við að hann velti nú fyrir sér hvort hann eigi að setja nafnið hans á tíu mis- munandi staði og feit- letra að auki. Jónína BeN1? EGILL HJÓLAÐI Í HAFSTEIN VITA - ferðaskrifstofa á traustum grunni ÍS LE N SK A S IA .IS V IT 5 20 36 1 0/ 10 VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Fararstjórar: Einar og Anna. Fararstjórar: Örn og Evert. Flugáætlun: 22. janúar UPPSELT 29. janúar AUKAFLUG 5. febrúar AUKAFLUG 12. og 19. febrúar. UPPSELT 26. febrúar. Lilja Jónsdóttir er einn af ferðaráðgjöfum VITA og hefur áralanga reynslu af sölu skíðaferða. Lj ós m yn da ri: R an dy L in ck s Beint morgunflug með Icelandair. Ekki láta þetta tækifæri renna frá þér! Hótel Des Alpes 29. janúar - 5. febrúar Selva Val Gardena - Stærsta skíðasvæði í Evrópu. Náttúrufegurð, nægur snjór og brekkur fyrir alla. Það er Selva! Verð frá 133.200 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann í tvíbýli á hótel Des Alpes, sem er lítið og snoturt 3ja stjörnu hótel í miðbæ Selva. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 143.200 kr. ÍtalíaSelva Hótel Shandrani 29. janúar - 5. febrúar Val di Fiemme - Skíðasvæði með löngum, flottum brekkum sem kemur þér skemmtilega á óvart. Verð frá 158.950 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann í tvíbýli á hótel Shandrani, sem er glæsilegt 4ra stjörnu hótel með öllum þægindum. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, hálft fæði og íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 168.950 kr. Ítalía Val di Fiemme VITA svarar kallinu! Viðtökur við skíðaferðum VITA til Ítalíu hafa verið frábærar og því verður boðið upp á aukaflug í vetur. n Knattspyrnumaðurinn Pape Mamadou Faye var rekinn frá Fylki í lok sumars en ástæðan var aldrei gefin upp. Fréttist fljótt að það hefði verið vegna skóbeiðni sem hann leysti út í leyfisleysi og voru gróu- sögur um að hann hefði stolið úr búningsklefanum. Í viðtali á Fót- bolti.net útskýrir hann málið en hann sagðist ekki hafa stolið beiðn- inni af liðsfélaga sínum sem geymdi hana niðri í Fylkisheimili heldur hefði hann ætlað að geyma hana fyrir hann. Besti vinur Pape fékk svo skó- beiðnina og fjárfesti í 70 þúsund króna skóm í Jóa útherja á kostnað Fylkis. Segist Pape ekki hafa getað neitað besta vini sínum því hann hafi alltaf verið að gera honum greiða. Hann sjái þó eftir þessu í dag. VINURINN FÉKK SKÓNA n Það kom mörgum á óvart að olíufélagið N1 skyldi tryggja sér út- gáfuréttinn að ævisögu athafnakon- unnar Jónínu Benediktsdóttur. Sem kunnugt er hefur andað köldu á milli Jónínu og Baugsfjölskyldunnar um langt skeið en líklegt verður að teljast að Baugur, og flest sem fyrir- tækinu tengist, fái á baukinn í vænt- anlegri ævisögu Jónínu. Aðrir fjand- menn Baugs eru hinir svokölluðu Engeyingar sem hafa ráðið lögum og lofum í N1. Náfrænd- ur Björns Bjarnasonar eiga fyrirtækið og var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, stjórnar- formaður um tíma. Er um það rætt að það sé engin til- viljun að N1 hafi viljað tryggja sér útgáfurétt- inn á bók- inni. JÓNÍNA VANDAÐI VALIÐ DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 08:39 SÓLSETUR 17:44 „Velgengnin beinir athyglinni líka að öðrum íslenskum höfundum sem gefa út verk sín hér í Frakklandi og því að þótt efnahagur Íslands hafi hrunið ríki ekki bókmenntakreppa í landinu,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir. Afleggjarinn, bók eftir Auði sem nefnist á frönsku Rosa Candida, hlýt- ur Prix de Page-bókmenntaverðlaun- in sem besta evrópska skáldsagan 2010. Einnig hefur bók Auðar verið til- nefnd til þriggja annarra bókmennta- verðlauna í Frakklandi, þar af til hinna virtu Femina-verðlauna. Bók Auðar var gefin út í Frakk- landi fyrir aðeins tveimur mánuð- um og á þeim stutta tíma hefur hún hlotið mikla og góða umfjöllun í öll- um helstu fjölmiðlum landsins. Með- al annars í tvígang í stórblaðinu Le Monde. Bókin hefur af gagnrýnend- um verið kölluð „21. aldar svar við Birtíngi Voltaires“ og „bókmennta- uppgötvun ársins“. Auður Ava segir verðlaunin og vel- gengnina í Frakklandi hafa töluverða þýðingu. „Umfjöllun um Ísland hefur verið mikil í fjölmiðlum og mikið rætt um hversu blómlegt bókmenntalíf- ið sé hér á landi,“ segir Auður sem er á leið til Frakklands til að fylgja bók- inni eftir. Hún lærði í París svo hún segist kannast við franskt menningar- líf og segist ekki geta annað en hlakk- að til ferðarinnar. Auður Ava vinnur að nýrri skáldsögu sem á að koma út næsta haust og hefur franskt útgáfufé- lag þegar tryggt sér útgáfuréttinn. kristjana@dv.is Auður Ava Ólafsdóttir verðlaunuð fyrir bestu evrópsku skáldsöguna: FRÆG OG VINSÆL Í FRAKKLANDI Flottir dómar Bók Auðar hefur verið sögð „bókmenntauppgötvun ársins“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.