Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 22. október 2010 VIÐTAL 37
Tobba hlær mikið, talar hátt og lífsgleðin geisl-
ar af henni. Hún hefur þó ekki farið í gegnum
lífið áfallalaust. Þegar hún var 15 ára fór hún
sem skiptinemi til Brasilíu þar sem hún gekk í
gegnum erfiða reynslu og upplifði mesta áfall
lífs síns.
„Mamma og pabbi voru miður sín yfir að
senda ljóshærðu skellibjölluna sína til ókunn-
ugs fólks í Suður-Ameríku. En ég var hepp-
in og lenti hjá dásamlegum hjónum sem ég
kalla mömmu og pabba og strákana á heimil-
inu bræður mína. Ég varð mjög náin þeim og
fólk hló oft þegar ég gargaði: „Mamma!“ á eft-
ir dökkri, smávaxinni konu úti í búð. Pabbi var
vanur að segja að ég væri dóttir hans af fyrra
hjónabandi og hann ætti mig með sænskri fyr-
irsætu,“ segir Tobba og brosir.
Bróðurmissir
Brasilísku bræðurnir hennar voru tveir. Eldri
bróðirinn, Raul, var 15 ára og Ricardo, sá yngri,
12 ára. „Raul var mikið í skólanum. Hann var
mjög metnaðargjarn enda orðinn lögfræð-
ingur í dag. Foreldrar okkar voru lítið heima
og því urðum ég og Ricardo miklar samlokur.
Hann hafði þolinmæðina til að endurtaka orð-
in og kenndi mér smám saman portúgölsku.
Foreldrar mínir voru efnaðir og við vorum oft
tímunum saman að leika okkur í sundlaug-
inni, garðinum eða á tennisvellinum. Nokkrum
vikum áður en ég átti að fara heim til Íslands
heimtaði litli bróðir minn að fá að fara í sund-
laugargarð rétt fyrir utan borgina. Við ákváð-
um að fara hvort í sínu lagi, hann með vinum
sínum og ég með mínum. Þegar ég var að fara
heim vildi hann verða eftir með vini sínum og
fjölskyldu hans. Ég leyfði honum það þrátt fyrir
að hann hefði átt að koma heim með mér. Ég
kvaddi hann og það var í síðasta skipti sem ég
sá hann á lífi.“ Ricardo, eða Ricky eins og hann
var kallaður, lenti í bílslysi á leiðinni heim og
dó á spítalanum daginn eftir.
Ásakaði sjálfa sig
„Lengi vel velti ég mér upp úr því af hverju ég
lét hann ekki koma með mér heim og kenndi
sjálfri mér um dauða hans. Fjölskyldan mín úti
áfelldist mig þó aldrei. Mamma hataði sjálfa sig
fyrir að hafa leyft honum að fara en ég hataði
manninn sem var við stýrið. Hann hafði ver-
ið að drekka bjór í sundlaugargarðinum áður
en hann keyrði litla bróðir minn og fjölskyld-
una sína heim. Maðurinn dó en synir hans og
eiginkona lifðu. Ég man að mamma var vön
að skamma Ricky fyrir að vera ekki í belti og
ég held að þennan dag hafi hann ekki verið í
slíku. Mamma vildi þó aldrei segja mér nein
smáatriði. Hún sagði að þetta yrðu of skelfi-
legar minningar fyrir mig. Þessar síðustu vikur
renna eiginlega saman í eitt og ég man voða lít-
ið. Mamma og pabbi á Íslandi hringdu stöðugt
í mig en ég var bara í einhverju móki og varla
talandi. Þau voru skelfingu lostin heima yfir að
geta ekkert gert fyrir mig og á tímabili var pabbi
farinn að íhuga að fara til Brasilíu og sækja
mig.“
Tobba gerir hlé á frásögn sinni. Það er
greinilega erfitt fyrir hana að rifja þessa atburði
upp. Hún segist ekki hafa talað mikið um þetta
en segir að sig dreymi fjölskylduna mikið og er
oft með hugann hjá þeim.
Samviskubitið erfitt
„Vegna hita þurfti að jarða Ricky strax. Það leið
yfir mig í jarðarförinni. Kistan var opin og litli
líkaminn hans var illa farinn eftir slysið og hit-
ann. Fyrstu næturnar sváfum við bróðir minn
á dýnum inni í herbergi hjá mömmu og pabba
og það kom læknir og gaf okkur svefntöflur. Á
daginn komu konur úr kirkjunni og báðu inni
í stofu. Kaþólska trúin kom sterk inn og bjarg-
aði því sem bjargað varð hjá mömmu. Ég reyni
að halda sambandi við þau, en samviskubitið
yfir að hafa yfirgefið þau á þessum nótum gerir
mér erfitt fyrir. Ég grátbað AFS um að leyfa mér
að vera áfram en þau sögðu að það væri ekki
hægt. Allar tryggingar og annað væri að renna
út og enginn tæki ábyrgð á mér og ég yrði að
fara til baka. Ég man að mamma sagði við vin-
konu sína daginn áður en ég fór: „Hvernig á ég
að geta misst tvö börn á einum mánuði?“ Mér
hefur sjaldan liðið eins illa og þá. Mér fannst
AFS bregðast mér og ég fjölskyldu minni með
því að geta ekki verið til staðar fyrir þau á þess-
um tíma. Það var líka erfitt að koma heim þar
sem enginn þekkti Ricky og enginn sem ég gat
deilt sorginni með sem fylgir slíku áfalli.“
Í plastbuxum á munaðarleysingjahæli
„Þegar ég kom heim frá Brasilíu passaði ég ekki
inn neins staðar. Ég og stelpan sem hafði ver-
ið besta vinkona mín áður en ég fór út áttum
ekkert sameiginlegt lengur. Ég kom heim tíu
kílóum þyngri, í plastbuxum og plasttopp í stíl.
Tískan þarna úti er allt öðruvísi og allar stelp-
urnar ganga í tíu sentimetra háum hælum við
skólabúninginn sinn, þaðan kemur þessi háu-
hælasýki mín. Vinkonur mínar fengu sjokk
þegar þær sáu mig í gegnum glerið á flugvell-
inum í plastfötum með roðmynstri og út úr
tanaða,“ segir Tobba og hlær sínum háa, hvella
hlátri.
En það var ekki bara tískan og missirinn
sem mótaði Tobbu úti, því þar sá hún líka fá-
tækt sem hafði mikil áhrif á hana. „Einn dag-
inn fór ég út að keyra með vinum mínum og við
keyrðum í gegnum fátækrahverfi. Ég fékk bara
hálfgert taugaáfall við að sjá alla þessa eymd,
varð alveg miður mín og fór að hágráta. Ég vildi
gera eitthvað gott og fann munaðarleysingja-
heimili rétt hjá hverfinu þar sem ég bjó. Þang-
að fór ég einu sinni í viku og lék við börnin. Þótt
þetta hafi verið bara einn klukkutími í viku þar
sem ég var að leika við einhverja sæta krakka
þá var það betra en ekki neitt. Ég gleymi aldrei
einu litlu barni sem grét í hvert einasta skipti
sem ég skilaði því af mér. Það er svo mikið af
krökkum þarna og þau fá svo litla athygli hvert
um sig. Þetta breytti mér mjög mikið.“
Fann sig í fjölmiðlafræði
Tobba byrjaði í Verslunarskólanum haustið
sem hún kom heim frá Brasilíu. Hún segir það
hafa verið skrýtinn tíma.
„Ég var búin að vera að vinna á munaðar-
leysingjahæli, í plastbuxum, skilurðu. Ég fór
í Versló út af vinkonu minni en við töluðumst
ekki lengur við. Ég eyddi mestum tímanum
frammi á gangi og var minna í tímum. Í Versló
kynntist ég þó Ásu Maríu vinkonu minni sem
bjargaði félagslífinu mínu og fékk mig til að
hætta að ganga í plastfötum og fyrir það verð
ég henni ævinlega þakklát.“
Hún var tvö ár í Versló og er með verslun-
arpróf þaðan. „Ég sá það að þessi skóli var ekki
fyrir mig. Ég er mjög léleg í reikningi og það er
lítið af skapandi greinum. Ég ákvað að skipta
yfir í Fjölbrautaskólann í Garðabæ þar sem ég
fór á hraðbraut og útskrifaðist hálfu ári fyrr.
Mér gekk mjög vel í FG og fékk verðlaun í fjöl-
miðlafræði. Þá sá ég að þetta starf gæti átt mjög
vel við mig.“
Eftir útskrift tók tók hún sér hlé frá námi og
fór að vinna í Heklu áður en hún hélt til Eng-
lands þar sem hún nam fjölmiðlafræði við há-
skólann í Derby. Hún segist alltaf hafa ætlað sér
að verða leikkona en eftir að hafa kynnst starfi
þeirra í gegnum kunningja hafi hún áttað sig á
hversu mikið ströggl þetta væri og misst áhug-
ann. Hana langaði þó að starfa við eitthvað sem
tengdist sjónvarpi og fjölmiðlum. „Ég fór því
og lærði fjölmiðlafræði en sérhæfði mig ekki í
neinu, tók bara allan pakkann, almannatengsl
og allt þetta og kláraði námið á þremur og hálfu
ári.“
Hvorki drykkfelld né óvinsæl
Ég spyr hvort það sé metnaðurinn sem fleyti
henni áfram þar sem hún segist sjálf eiga erf-
itt með nám. „Það er frekar þessi klassíski ís-
lenski dugnaður held ég. Ég hef aldrei viljað
eyða tíma í eitthvað sem ég get klárað fyrr. Ég
vann öll verkefnin í skólanum strax til að geta
verið lengur heima á sumrin til að vinna. Bret-
ar eru mikið fyrir að drekka bjór og slaka á og
þegar nemendurnir fóru á pöbb eftir skóla fór
ég heim að læra. Meira að segja yfirkennarinn
skildi ekkert af hverju ég vildi endilega gera
þetta svona. Það spilaði líka stóran þátt í þessu
að kærastinn minn á þeim tíma fékk góða
vinnu heima og ég vildi frekar vera heima með
honum en ein úti.“
Tobba hafði unnið í sumarfríum á Séð og
heyrt og eftir að hafa lokið náminu úti fastréð
hún sig þar.
Hún segir hlæjandi að hún hafi byrjað á
því að ljúga sig inn í starfið. „Mikael Torfason
var þá ritstjóri á blaðinu og spurði mig hvort
ég hefði skrifað eitthvað í blöð áður. Ég laug
að ég hefði skrifað alveg fullt en hafði í raun
bara skrifað eina grein í Morgunblaðið. Þetta
var annars steiktasta atvinnuviðtal sem ég hef
farið í. Hann Mikael sat þarna inni á skrifstof-
unni sinni í risastórri dúnúlpu og spurði mig
spurninga á borð við hvort ég færi á djammið,
hvort ég ætti marga vini og hvort ég þekkti
eitthvert fólk. Ég vissi ekkert hvert maðurinn
væri að fara og sagði honum að ég væri hvorki
drykkfelld né óvinsæl. Mér fannst hann alveg
fáránlegur,“ segir hún hlæjandi. „Hann benti
mér síðan á autt borð og sagði mér að fara að
vinna.
Óhamingjusöm í vinnunni
Tobba segir að sér þyki alltaf vænt um Séð og
heyrt og að hún hefði alls ekki viljað fara á mis
við þá reynslu sem hún öðlaðist á blaðinu. „Ég
væri ekki búin að gera allt sem ég er búin að
gera ef ég hefði ekki verið að vinna þarna en ég
var ósátt við margt sem var í gangi á Birtíngi og
var ekkert brjálæðislega hamingjusöm í vinn-
unni. Það var búið að segja upp nánustu sam-
starfskonu minni og síðan var Eiríki sagt upp
en þau tvö hafa unnið með mér á blaðinu frá
upphafi.“ Hún segir það hafa komið sér á óvart
þegar Eiríki var sagt upp. „Örugglega meira en
honum sjálfum, því hann hafði oft sagt að nú
væri hann næstur til í að fara.“
Vill stöðugleika
Þegar talið berst að framtíðinni og barneignum
segist Tobba ekkert vera á þeim buxunum.
„Fólk spyr mig oft af hverju ég eigi ekki börn
þar sem flestar vinkonur mínar á sama reki eiga
börn – sumar jafnvel fleiri en eitt og ég á tvö
löng sambönd að baki en ekkert barn. Málið er
einfaldlega það að ég vil ekki eignast börn fyrr
en ég get boðið þeim upp á svipaðar aðstæður
og ég hef alist upp við. Það er að segja foreldra
sem standa saman í gegnum allt – sama hvað
bjátar á. Eins hef ég bæði upplifað vanmáttinn
sem kemur upp þegar börn veikjast alvarlega
og skelfinguna við að missa barn. Ég er langt frá
því að vera tilbúin í þetta verkefni, en það kem-
ur vonandi að því seinna,“ segir hún brosandi.
Veikindi í fjölskyldunni
Tobba segist vera úr mjög samrýndri fjölskyldu
og segir að það hafi skipt sköpum því þau hafi
þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika sam-
an. „Önnur systir mín, sú eldri, veiktist mjög
skyndilega 12 ára gömul. Hún hefur átt við
andleg veikindi að stríða þar sem eitt leiddi af
öðru. Hún hefur oft verið mjög veik og þurft
að vera á spítala. Þetta hefur haft mikil áhrif á
fjölskylduna. Veikindi eldri systur minnar urðu
forgangsverkefni mömmu og var hún því mik-
ið heima til að sinna henni. Í dag er þetta allt í
rétta átt og við erum bjartsýn. Ég er mjög stolt
af systrum mínum og er mjög náin þeim. Yngri
systir mín fæddist með skarð í vör og góm og
hefur gengist undir fjölda aðgerða og var lengi
vel í talþjálfun. Hún er í dag gullfalleg og mik-
ill snillingur, og þær báðar systur mínar. Sökum
þrautseigju og dugnaðar foreldra minna hefur
fjölskyldan mín haldist ótrúlega sterk þrátt fyrir
mikil veikindi í gegnum árin. Mamma og pabbi
eru hrikalega fyndin og það er alltaf gaman í
kringum þau þó oft hafi verið erfitt. Pabbi er
mikill stríðnispúki og sprautaði stundum úr
garðslöngunni á mömmu inn um gluggann og
hún læsti hann þá úti. Hann er samt hættur að
fíflast með slönguna eftir að hann tengdi hana
við háþrýstidæluna sem hann notar til að þrífa
bílana. Hann ætlaði nefnilega að flýta fyrir sér
eitt sumarið og vökva beðin með dælunni. Öll
blómin flutu auðvitað úr beðunum – aumingja
mamma hafði farið alla leið í Hveragerði til að
kaupa þau. Hún hefndi sín með því að slá með
blautri tusku í jakkafötin hans þannig að þau
urðu öll í blettum korteri fyrir fund. Þann dag
kafnaði ég næstum úr hlátri,“ segir Tobba.
Ekki hrædd við höfnun
Bloggið hennar Tobbu hefur vakið mikla at-
hygli og er eitt mest lesna bloggið hér á landi.
Í kjölfarið var henni boðið að stjórna stefnu-
mótaþætti þar sem hún hjálpaði öðru fólki í
makaleit að finna ástina og skrifaði bók byggða
á eigin reynslu sem einhleyp, ung kona á Ís-
landi. Hún segir farir sínar ekki sléttar af þeirri
reynslu. Hún segir stefnumót vera feimnismál
hjá íslenskum karlmönnum og að þeir séu hálf-
gerðar gungur í þessum efnum. „Hérna geng-
ur þetta út á að rúnta niður Laugaveginn og
fara í bíó, það er svo glatað. Ég legg alltaf mik-
ið upp úr því þegar ég fer á deit að gera eitt-
hvað skemmtilegt, fara að veiða, í fjallgöngu,
hot yoga eða bara eitthvað. Það verður allt
svo miklu skemmtilegra og eðlilegra. Það líka
minnkar pressuna. Það er svo mikið stress að
fara á stefnumót; Vertu fyndin, vertu sæt, vertu
ógleymanleg!
Ég hef alltaf verið mjög ófeimin við að bjóða
strákum á stefnumót. Nema þegar ég er ógeðs-
lega skotin í einhverjum. Ég er ekki hrædd við
höfnun en ég er hrædd um að verða ekki ást-
fangin.“
Vissi ekki hvað Baggalútur var
Tobba fann þó á endanum ástina. Hún og
Baggalúturinn og borgarfulltrúinn Karl Sig-
urðsson eru heitasta parið í dag, en hún segir
það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn. „Þegar ég
kynntist Kalla fyrst var ég ekkert mjög spennt
fyrir honum. Ég sagði honum að þetta væri
ekki málið og við ættum ekki saman. Hann
svaraði mér með SMS-i þar sem stóð að hann
væri því algjörlega ósammála en það væri
kannski ekki að marka, hann væri náttúru-
lega hlutdrægur. Mér fannst það svolítið flott.
Ég hugsaði: Heyrðu, hann er bara með bein í
nefinu þessi!“ segir Tobba og brosir. Hún segir
þau ná mjög vel saman þrátt fyrir að vera ólík-
ir einstaklingar; Kalli sé miðbæjarrotta á með-
an hún kann vel við sig í úthverfinu. „Ég vissi
til dæmis ekki hvað Baggalútur var áður en ég
kynntist honum,“ segir hún hlæjandi. „Hann
hlustar á krúttgítartónlist og ég hlusta á teknó.
Ég fer til einkaþjálfara klukkan sex á morgnana
þegar hann er að skríða heim af Ölstofunni.
Hann er í miðbænum og ég í Kópavogi og svo
mætti lengi telja. Í fyrstu vildi hann ekki einu
sinni koma að heimsækja mig þangað. Honum
fannst Kópavogur bara asnalegur og sagði að
hann ætti að vera úthverfi af Reykjavík. En við
vegum hvort annað upp og eigum alveg sam-
eiginleg áhugamál eins og að spila og fara á
tónleika.“
Þreytt á að afsaka sig
Tobba segir það vera mjög mikilvægt að fá
stuðning frá sínum nánustu og hann fái hún frá
Kalla. „Ég hafði áður verið að deita mann sem
meikaði ekki fjölmiðla. Ef það birtist mynd af
mér í blaði einhvers staðar þá gat hann ekki
lesið það. Ég þurfti alltaf að vera að afsaka mig
og hvað ég var að gera. Einhvern tímann var ég
framan á Vikunni og honum fannst það bara
fáránlegt. Að ég skyldi vera að opna mig svona
og segja öllum allt. Ég var orðin taugaveikluð
og var alltaf að afsaka mig fyrir hvernig ég
væri.“ Hún segir Kalla alls ekki sekan um þetta.
Hann hafi gaman af þessu og styðji hana í öllu
sem hún tekur sér fyrir hendur.
„Hann setur aldrei spurningamerki við
neitt. Það er svo mikilvægt að hafa þennan
stuðning þegar margir eru að gagnrýna þig úti
í bæ. Þú verður að geta komið heim til þín án
þess að það sé verið að gagnrýna þig þar líka.“
Berst fyrir því að fá að vera hún sjálf
Hún gerði sér ekki grein fyrir hversu mik-
il gagnrýnin yrði og hversu erfitt það yrði að
takast á við hana. „Ég er búin að læra að mað-
ur þarf að berjast fyrir því að fá að vera mað-
ur sjálfur og það er hörkubarátta. Ég var í
sjónvarpsviðtali um daginn og fékk tölvupóst
frá einhverjum manni sem var að segja mér
hvernig ég gæti lagað mig. Hann bauð mér
að koma í ókeypis tíma til sín þar sem hann
myndi hjálpa mér með framkomu og málfar,
því honum þætti mikið til mín koma en hann
hefði fengið sjokk við að sjá mig í sjónvarpinu.
Ég lendi oft í þessu. Allir vilja laga mig, breyta
og bæta.“
Hún segir það vera erfiðast þegar ókunnugt
fólk gagnrýnir hana. „En þá sýg ég bara upp í
nefið og segi við sjálfa mig: Ég er það sem ég er,
vegna þess að ég er eins og ég er. Ég er mjög oft
kjánaleg, mikil brussa og ég tala ekkert endi-
lega rétt. Ég veit ekki hver forseti Rússlands er,
ég er nokkrum kílóum of þung og kann ekkert í
landafræði. En ég má samt líka lifa!“
Ég kom heim tíu kílóum þyngri, í plastbuxum og
plasttopp í stíl.
Allir vilja laga mig, breyta og bæta.
Ricardo, bróðir Tobbu Þau Tobba voru miklir vinir. MYND ÚR EINKASAFNI