Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 14
14 nærmynd 22. október 2010 föstudagur
Þegar DV hringdi í nokkra menn í
fjármálalífinu til að bera undir þá
tölvupósta þar sem íslenskur fjár-
málamaður lýsti fundum með tveim-
ur þekktum bandarískum vogun-
arsjóðsmönnum, George Soros og
Bruce Kovner, í ársbyrjun 2007, til
að ræða við þá um stöðu krónunn-
ar og stöðutöku gegn henni, giskuðu
þeir allir á að umræddur maður væri
Heiðar Már Guðjónsson, fjárfest-
ir og þáverandi starfsmaður Nova-
tor. Blaðið sagði þeim sem hringt
var í ekki frá því að viðkomandi væri
Heiðar Már heldur las eingöngu upp
póstinn. Samhengið leyndi sér hins
vegar ekki þegar þeir heyrðu hvað
stóð í póstinum: Aðeins einn mað-
ur gat hafa fundað með þessum að-
ilum á þessum tíma og komist að því
að það freistaði þeirra að ráðast á ís-
lensku krónuna.
Ástæðan er sú að Heiðar Már er
þekktur í fjármálalífinu sem sá Ís-
lendingur sem er hvað best tengd-
ur við bandaríska vogunarsjóði en
slíkir sjóðir hafa tiltölulega lítið ver-
ið í umræðunni hér á landi miðað
við önnur lönd. Jafnframt hefur sá
orðrómur lengi verið uppi að Heið-
ar Már hafi stundað það að taka
stöðu gegn íslensku krónunni fyrir
hrun því hann missti trúna á að Ís-
lendingar gætu haldið áfram að nota
hana sem gjaldmiðil fyrir löngu síð-
an. „Ég hef alltaf sagt að það sé synd
að Ísland búi við ónýtan gjaldmiðil,“
sagði Heiðar Már til dæmis í samtali
við DV í vikunni. Heiðar Már hótaði
DV málsókn í kjölfarið á umfjöllun
blaðsins ef það yrði ekki dregið til
baka að hann hefði tekið stöðu gegn
krónunni.
Af þessum sökum hefur Heiðar
Már komið fram í fjölmiðlum síðast-
liðin ár og fært rök fyrir einhliða upp-
töku evru – að þjóðin taki upp evruna
án þess að ganga í Evrópusambandið
– í stað krónunnar.
Heiðar hefur einnig verið nefnd-
ur til sögunnar sem mögulegur
kaupandi að tryggingafélaginu Sjó-
vá ásamt hópi fjárfesta. Viðræð-
urnar um kaupin standa enn yfir
við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka,
samkvæmt heimildum DV. Heiðar
Már býr og starfar í Sviss um þess-
ar mundir þar sem hann vinnur fyr-
ir vogunarsjóðinn Clarium, sem er í
eigu bandaríska kaupsýslumanns-
ins Peters Thiels, sem meðal annars
stofnaði internetgreiðsluþjónustuna
PayPal. Ekki er vitað nákvæmlega
hvað Heiðar Már fæst við fyrir Clari-
um.
Áhrifamikill huldumaður
Heiðar er þrátt fyrir þessa vigt sína
hálfgerður huldumaður í íslenskri
þjóðfélagsumræðu. Nánast ekkert
hefur farið fyrir nafni hans í upp-
gjörinu við íslenska efnhagshrunið.
Ástæðan fyrir þessu er meðal annars
sú að Heiðar er maður sem að mestu
hefur unnið á bak við tjöldin. Hann
var starfsmaður Kaupþings í New
York í kringum síðustu aldamót, þar
sem hann meðal stýrði GIR-vogun-
arsjóðnum sem átti að tryggja mönn-
um 40 til 50 prósenta ávöxtun, en fór
þaðan til Glitnis áður en hann gerð-
ist handgenginn Novator, félagi Björ-
gólfs Thors Björgólfssonar, í London
árið 2005.
Tölvupóstar sem DV hefur und-
ir höndum sýna að Heiðar Már var
líklega einn helsti ráðgjafi Björgólfs-
feðga fram að bankahruninu og var-
aði hann þá við árás vogunarsjóða á
íslensku krónuna í ársbyrjun 2007 og
benti þeim á að verja sig fyrir lækk-
uninni með því að auka gengisvarn-
ir sínar, taka stöðu gegn krónunni.
Heiðar reyndist ekki sannspár um
þetta atriði árið 2007 þegar krónan
hækkaði í verði og Björgólfsfeðgar
töpuðu milljörðum króna, til dæmis
í eignarhaldsfélaginu Samson, með
því að veðja á lækkun krónunnar á
því ári. Krónan hrundi svo auðvitað
árið 2008.
Sá bandaríski vogunarsjóðsmað-
ur sem gaf út fyrirmæli til samtaka
vogunarsjóða í febrúar árið 2006 að
skynsamlegt væri að ráðast á krón-
una, James Leitner, er vinur fjöl-
skyldu Heiðars Más, samkvæmt því
sem hann segir sjálfur, og kynnti
Heiðar Leitner fyrir Björgólfi Thor.
Krónan hríðféll á árinu 2006 og seg-
ir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá
Kaupþingi, að árás vogunarsjóðanna
hafi leitt til gengislækkunarinnar.
Leitner settist síðar í stjórn Straums-
Burðaráss eftir að hafa keypt hlut í
bankanum. Hann fékk síðar verð-
laun fyrir það í október 2006 að
stinga upp á árás á íslensku krón-
una. Ekki er vitað hvort Heiðar Már
hafi vitað af þessari árás líkt og þeirri
sem hann taldi yfirvofandi árið 2007
og tengsl hans og Leitners liggja fyr-
ir. Líklegt verður að teljast að Leitn-
er hafi því leitað til Heiðars eftir ráð-
leggingum.
Áhrif Heiðars Más á gang íslensks
fjármálalífs og hagnað og tap stórra
fjármálafyrirtækja og eignarhaldsfé-
laga eins og Landsbankans og Novat-
ors, og jafnvel stöðu íslensku krón-
unnar, munu því sennilega aldrei
liggja ljós fyrir. Ljóst er hins vegar
að Heiðar Már hefur verið verulega
áhrifmikill undir yfirborðinu í ís-
lensku viðskiptalífi og í gegnum fyrir-
tæki Björgólfs Thors. „Hann er samt
mjög þekktur í fjármálalífinu og orð-
spor hans er nokkuð gott. Hann er
hálfgert „legend“,“ segir einn af heim-
ildarmönnum DV.
Þykir eldklár
Ástæðan fyrir því að Heiðar Már hef-
ur verið í þessari stöðu sem áhrifa-
mikill ráðgjafi er sú að hann þyk-
ir vera mjög greindur og hafa góða
þekkingu á fjármálaheiminum. Einn
innanbúðarmaður í fjármálaheimin-
um á Íslandi lýsir honum á eftirfar-
andi hátt: „Heiðar er virkilega klár
„HEIÐAR ER GAMBLER“
ingi f. vilhjÁlmsson
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Hann er ekki „follower“, hann vill vera sinn eigin herra.
heiðar már guðjónsson fjárfestir hefur verið nokkuð í umræðunni í þessari
viku eftir að DV greindi frá því að hann hefði vitað af yfirvofandi árás vog-
unarsjóða á íslensku krónuna árið 2007 og tekið stöðu gegn henni. Heiðar
Már þykir greindur, hrokafullur og ákafur og er hann sagður bíta í sig
hugmyndir af mikilli sannfæringu. Heiðar Már er sá Íslendingur sem
hefur náð hvað mestum tengslum við bandaríska vogunarsjóði.