Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Hjónin fengu að sameinast á ný n Samuel hefur loksins fengið vilyrði um dvalarleyfi n Kom til Íslands á föstudag S em betur fer er þessari baráttu lokið,“ segir Dagný Alberts- dóttir, eiginkona Samuels Eboigbe Unuko frá Nígeríu, en hann hefur fengið dvalar- leyfi á Íslandi eftir langa baráttu við kerfið. DV hefur fjallað um mál þeirra Dagnýjar og Samuels síðustu misseri en hann kom hingað til lands í des- ember 2011 sem hælisleitandi en var vísað til Svíþjóðar síðastliðinn nóv- ember á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Þau giftu sig þar ytra í janúar en hafa verið meira og minna aðskilin síðan þá vegna þess langa tíma sem það hefur tekið að fá dval- arleyfi fyrir Samuel. „Hann kom bara heim á föstu- daginn,“ segir Dagný sem er mik- ið létt vegna þessarar nýlegu niður- stöðu Útlendingastofnunar. Hún reyndi ýmislegt til þess að flýta fyr- ir meðferð málsins og færði meðal annars lögheimili sitt til Svíþjóðar í þeirri von að þar myndi málið ganga hraðar fyrir sig. Hún segist hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá Útlendingastofnun sem hafi flækt málin enn frekar. Þrátt fyrir að Samuel hafi loks fengið dvalarleyfi á Íslandi sé það háð þeim skilyrð- um að hún flytji lögheimili sitt aftur til Íslands og að hann skili inn nýrri passamynd. „Ég er búin að færa lög- heimilið mitt og Samuel er að vinna í því að skila inn myndinni þannig að þetta endaði heldur betur vel.“ Kærkomnar fréttir DV greindi frá því þann 15. júlí að Samuel hefði verið synjað um dval- arleyfi á Íslandi. Í ákvörðunarorð- um Útlendingastofnunar sem bárust Dagnýju kom fram að umsókn hans uppfyllti ekki skilyrði um að framfær- sla, sjúkratrygging og húsnæði hans yrði tryggt hér á landi. Dagný furðaði sig á þessu: „Þetta er allt hið undar- legasta mál enda hef ég þegar sýnt fram á mun hærri framfærslu en lág- markið segir til um.“ Þá sagðist hún orðin langþreytt á því að reka sig á veggi hjá útlendinga- yfirvöldum. „Mér er algjörlega mis- boðið, ég er alveg búin að fá nóg.“ Hjónin fóru fram á endurupptöku á málinu sem varð á endanum til þess að Samuel fékk loks fyrrgreint dval- arleyfi í upphafi þessa mánaðar. Dag- ný segir að Samuel hafi þá verið bú- inn að fá þau skilaboð úti í Svíþjóð að hann yrði sendur til Nígeríu í lög- reglufylgd en þar óttast hann um líf sitt. Hún segir fréttirnar því hafa ver- ið kærkomnar: „Þetta var eiginlega of gott til þess að vera satt.“ Í skuld við ríkissjóð DV hefur fjallað ítarlega um mál þeirra hjóna að undanförnu en sem fyrr segir giftu þau sig úti í Svíþjóð í janúar síðastliðnum. Samuel kom til Íslands í desember 2011 og sótti um hæli sem flóttamaður. Mál hans var aldrei tekið efnislega fyrir og að endingu staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Útlendingastofnunar um að honum skyldi vísað úr landi á grund- velli Dyflinnarreglugerðarinnar. Hann var handtekinn og fluttur úr landi í nóvember í fyrra. Þá var honum gert að afhenda aleigu sína ellegar skrifa undir skuldaviðurkenn- ingu og skuldbinda sig þannig til þess að greiða 197 þúsund krónur fyrir flutning og fylgdarmenn. Hann valdi síðari kostinn og var því í skuld við ríkissjóð þar til nýlega sem þau Dag- ný greiddu skuldina en það var ein af forsendunum fyrir dvalarleyfi. Hún er forviða yfir þeirri framkomu sem hún og eiginmað- ur hennar hafa orðið fyrir af hálfu íslenska ríkisins síðustu mánuði. „Viðhorfið sem hefur mætt okkur hjá þessum stofnunum er bara svo ótrú- lega ómannlegt.“ Bjartari tímar „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár, unnið fyrir mér, eignast kærustu sem hef- ur reynst mér svo vel og á í raun nýja fjölskyldu. Mér fannst ég loksins vera búinn að öðlast friðsælt líf þegar ákveðið var að taka það allt frá mér á einu bretti,“ sagði Samuel í samtali við DV í júní. Hann er að vonum ánægð- ur með hina langþráðu niðurstöðu enda hefur hann þurft að láta lítið fyr- ir sér fara hjá vini sínum í Svíþjóð síð- ustu mánuði. Þau Dagný kynntust í Hjartagarðinum á fjölmenningardegi Reykjavíkur sumarið 2012 og vörðu öllum stundum saman þar til honum var vísað úr landi. Þau sjá því fram á bjartari tíma. Mál Dagnýjar og Samuels svipar til mála sem fjallað var um í fjölmiðl- um í maí síðastliðnum. Þannig var Hassan Al Haj, eiginmanni Margrétar Láru Jónasdóttur, til að mynda vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar þrátt fyrir að þau væru gift. Hassan fékk síðar að snúa aftur til Íslands eftir baráttu þeirra hjóna við Útlendingastofnun en þau lýstu samskiptum sínum við stofnunina á svipaðan hátt og Dagný og Samuel. Skilaboðin hefðu verið misvísandi og erfitt að vita nákvæmlega hvað þau þyrftu að gera til þess að fá að sam- einast á ný. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Þetta var eigin- lega of gott til þess að vera satt Sameinuð á ný Dagný og Samuel sjá fram á bjartari tíma nú þegar hann hefur fengið vilyrði um dvalarleyfi á Íslandi. Þrýst á Árna að hætta strax Árni Þór Sigurðsson hefur sagt af sér sem þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs en það gerði hann með bréfi til flokksmanna og fjöl- miðla á mánudag. Sem kunn- ugt er hefur Árni Þór verið skipaður sendiherra af Gunnari Braga Sveinssyni utanríkis- ráðherra. Sú skipan hefur hins vegar verið afar umdeild líkt og DV hefur fjallað um, ekki síst innan þingflokks Vinstri grænna. Árni Þór gerist ekki sendiherra fyrr en eftir ára- mót og herma heimildir DV að hann hafi hugsað sér að sitja sem þingmaður þangað til. Árni mun hins vegar hafa fengið skýr skilaboð frá flokks- forystunni um að það væri hreinlega ekki í boði. Má því segja að Árna hafi verið bol- að út eftir að hafa gert VG, það sem margir segja vera, póli- tískan óleik. Eins og fram kom í umfjöllun DV um málið þá kom sú ákvörðun Árna að taka sendiherrastöðuna stjórnend- um og þingflokki VG í opna skjöldu, þótt vitað hafi verið að hann hafi leitað sér að út- gönguleið úr stjórnmálum um nokkra hríð. Eins og flestum er kunnugt var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, einnig skipaður sendiherra og vilja margir meina að sú ákvörðun Árna að þiggja boð Gunnars Braga hafi auðveldað þeim síð- astnefnda að skipa Geir. Efla starfsemi á landsbyggðinni Ný yfirstjórn RÚV hyggst snúa við skertri starfsemi á landsbyggðinni R ÚV ætlar að efla starfsemi sína á landsbyggðinni á næstu misserum, með því að efla starfsstöð sína á Akureyri, að því er segir í tilkynningu frá stofnun- inni. Þar segir að fram undan verði unnið við endurskipulagningu, þró- un og uppbyggingu til framtíðar á starfsemi RÚV utan höfuðborgar- svæðisins. Starfsemi RÚV á Akureyri var skert að miklu leyti árið 2010, en þá var svæðisútvarp lagt niður þar. Mál- ið vakti hörð viðbrögð meðal margra, sem töldu að aðgerðirnar hefðu í för með sér skerta athygli á landsbyggð- ina í dagskrárgerð og fréttaflutningi RÚV. En svo virðist sem ný yfirstjórn RÚV hyggist snúa þessari þróun við og í því samhengi hefur RÚV ákveðið að auglýsa stöðu svæðisstjóra RÚV á Akureyri lausa til umsóknar. Svæð- isstjórinn mun leiða þær breytingar sem fram undan eru á starfsemi RÚV á landsbyggðinni. „Hlutverk svæðisstjóra á Akur- eyri er með nokkuð breyttu sniði en hlutverk stöðvarstjóra var áður þar sem svæðistjóri mun stýra starfsemi RÚV á Akureyri sem og starfsemi á landsbyggðinni,“ segir í tilkynn- ingunni. Þar segir að í starfinu felist meðal annars ábyrgð á fréttaflutn- ingi og dagskrárgerð svæðisstöðva í sjónvarpi, útvarpi og á vefnum. Ýms- ar breytingar eru áformaðar, meðal annars verður lögð aukin áhersla á miðlun svæðisbundinna frétta á vef RÚV. RÚV er með fréttamenn og fréttaritara í öllum landshlutum en starfsfólki RÚV á landsbyggðinni hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum. Endurskipulagning starfsem- innar á Akureyri er fyrsta skrefið í að efla þessa starfsemi á ný. n RÚV Yfirstjórn RÚV hyggst efla starfsemi sína á landsbyggðinni á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.