Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 19.–21. ágúst 201430 Sport S túkan við Samsung-völl- inn í Garðabæ, heimavöll Stjörnunnar í knattspyrnu, lék á reiðiskjálfi rétt fyrir tíu mánudagskvöldið 11. ágúst. Stjarnan atti kappi við Þór, neðsta liðið í Pepsi-deildinni, og hafði klúðrað fjölmörgum dauðafærum til að gera út um leikinn og tryggja sér stigin þrjú sem í boði voru. Það var á 93. mínútu sem Stjarnan fékk auka- spyrnu rétt fyrir utan vítateig Þórs og miðjumaðurinn frá El Salvador, Pablo Punyed, gerði sig líklegan til þess að taka spyrnuna. Hann spyrnti boltanum efst í nærhornið, gjörsam- lega óverjandi fyrir markmann Þórs, og fagnaðarlætin í stúkunni voru ósvikin. Blaðamaður DV settist niður með þessum geðþekka knattspyrn- umanni, sem talar fimm tungumál, er með háskólagráðu í enskum og ítölskum bókmenntum, spilar á pí- anó og lék eitt sinn við hlið Brasilíu- mannsins magnaða Romario, sem varð heimsmeistari árið 1994. Nú er fram undan hans stærsta áskorun á fótboltaferlinum en lið Stjörnunn- ar mætir ítalska stórliðinu Intern- azionale frá Mílanó, einu sigur- sælasta félagi heims. Spilaði fótbolta á götunni Pablo er fæddur árið 1990 í Miami í Bandaríkjunum, þar sem foreldr- ar hans bjuggu. Hann var þó ekki orðinn hár í loftinu þegar fjölskyld- an fluttist til El Salvador, heimalands föður hans, og þar var hann allt fram á unglingsaldur þegar hann flutti aft- ur til Miami til að fara í gagnfræða- skóla. „Pabbi fékk vinnu í El Salvador þegar ég var þriggja ára og við flutt- um öll, bræður mínir og foreldrar. Nánast öll mín fjölskylda býr þar, frænkur, frændur og amma og afi. Þar fór ég mikið í fótbolta og spilaði mest á götunni með öðrum krökk- um. Þar eru félög ekki með barna- starf en skólarnir sjá um það í stað- inn. Við vinirnir vorum alltaf úti í fótbolta og lékum okkur með bolta sem við fengum í afmælisgjöf. Venjulega entist einn bolti þangað til sá næsti átti afmæli og þannig gekk þetta,“ segir Pablo hlæjandi og seg- ir að þeir hafi sjaldan þurft að búa sér til bolta sjálfir. „Stundum spiluð- um við á malbiki, stundum á grasi og stundum á möl. Boltarnir gátu orðið alveg loftlausir en við spiluðum samt með þá og ég held að það hafi bara hjálpað til við tæknina.“ Elstir en langbestir Sem fyrr segir flutti Pablo aftur til Mi- ami á táningsaldri til að fara í gagn- fræðaskóla og til að spila fótbolta. Þar komst hann að hjá góðu liði, sem heitir í dag Fort Lauderdale Strikers en hét þá Miami FC. Liðið spilaði í næstefstu deild í Bandaríkjunum og með liðinu spilaði enginn annar en Romario, sem lyfti heimsmeist- arabikarnum árið 1994 með brasil- íska landsliðinu. Þá spilaði Zinho einnig með Miami, en hann var liðs- félagi Romario í brasilíska lands- liðinu árið 1994. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum tveimur spila. Þeir voru fertugir og hreyfðu sig varla en voru samt langbestir og misstu aldrei boltann. Stundum fékk ég að æfa með aðalliðinu og það var ótrú- legt að æfa með þeim. Í framhaldinu af því að ég spilaði með Miami var ég kallaður inn í landsliðshóp Banda- ríkjanna, skipuðu leikmönnum yngri en 20 ára. Með liðinu fór ég til Mexíkó og spilaði á æfingamóti og gekk vel. Meiðsli komu hins vegar í veg fyrir að ég kæmist aftur í liðið seinna,“ segir Pablo sem virðist eiga afar jarðbundinn föður og það hefur smitast til hans. Hann ákvað að nýta sér fótbolt- ann til að fá styrk fyrir háskólanámi, en pabbi hans lagði áherslu á mikil- vægi þess að ná sér í háskólagráðu. „Hann sagði mér að klára það og síð- ar mætti ég hafa áhyggjur af fótbolta. Skólinn sem varð fyrir valinu er í New York og þar fékk ég fullan skóla- styrk. Á síðasta árinu var ég jafnframt fyrirliði liðsins og ég lærði margt á þessum tíma,“ segir Pablo. Vinkonan varð kærasta Allt virtist vera á réttri leið og Pablo hafði augun á MLS-atvinnumanna- deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði landsliðsreynslu, hafði spilað með Romario og verið fyrirliði. Að loknu háskólanámi var hann ekki kominn í samband við neitt MLS- lið og hann þurfti að finna sér önnur tækifæri. Þar kom Ísland til sögunn- ar. „Ég varð að taka ákvörðun um að bíða lengur eftir því að liðin myndu hafa samband við mig eða þá að ég varð sjálfur að finna mér eitthvað. Á þessum tíma voru ég og kærastan mín, Rúna Sif Stefánsdóttir, bara vinir og vorum saman í háskóla. Hún benti mér á að koma hingað og reyna fyrir mér, sem varð niður- staðan. Í framhaldinu urðum við svo kærustupar,“ segir Pablo. Þau bjuggu saman í Grafarvogi fyrst um sinn og því lá beinast við að Pablo færi á reynslu hjá Fjölni. „Ég vissi ekki mik- ið um Ísland þá og ákvað að prófa að mæta hjá þeim. Rúna Sif kom mér í samband við liðið. Þar reyndust all- ir mér frábærlega, þjálfarinn, stjórn- in og leikmenn. Þar var ég sumar- ið 2012 og átti mjög gott tímabil, en liðinu gekk svona sæmilega. Árið eft- ir fór ég til Fylkis en þar hafði ég æft áður en ég gekk til liðs við Fjölni. Ég vildi spila í efstu deild og Fylkir bauð mér samning,“ segir Pablo. Samn- ingurinn var til eins árs en meiðsli komu í veg fyrir að Pablo næði sér almennilega á strik með Fylki. Um haustið reyndi hann fyrir sér í Sví- þjóð, á Englandi og tók þátt í æfinga- tímabili MLS-liðsins Kansas City. Þjálfarinn þar vildi halda Pablo en vildi lána hann í lið í neðri deildun- um fyrst. Pablo leist ekki vel á þau áform og ákvað að koma aftur til Ís- lands. Stórleikur á San Siro „Ég vildi frekar spila heilt tímabil hér á Íslandi og þroskast sem leikmað- ur. FH sýndi mér áhuga, ég fékk að æfa með þeim og svo hringdi þjálf- ari Stjörnunnar í mig, Rúnar Páll Sigmundsson. Hann vildi ólmur fá mig hingað því þeir höfðu misst leikmann sem er svipaður mér. Allt við klúbbinn er frábært og þegar ég hafði prófað nokkrar æfingar var enginn efi um framhaldið. Samn- ingurinn er til tveggja ára svo von- andi verður aðeins meiri stöðugleiki núna,“ segir Pablo. Á meðan við sitj- um rétt við anddyri Stjörnuheimil- isins ganga margir leikmenn, fyrr- verandi og núverandi, þar í gegn. Þeir heilsa Pablo og eru áhugasamir um viðtalið sem er í gangi. Ekki skal undrast, því Pablo hefur verið lykil- maður í frábæru gengi Stjörnunnar á þessu tímabili og þá sérstaklega í Evrópudeildinni. Fram undan eru leikir við stórliðið Internazionale frá Mílanó á Ítalíu. Liðið vann Meist- aradeildina árið 2010 og er marg- faldur ítalskur meistari. Heimavöllur þeirra, San Siro, sem stuðningsmenn Inter kalla Guiseppe Meazza, tek- ur 80 þúsund manns í sæti og fáir leikmanna Stjörnunnar hafa spil- að á slíkum leikvangi áður. Þetta er eitthvað sem Pablo gerði ekki ráð fyrir þegar hann kom til Íslands að spila, þar sem áhorfendur eru taldir í hundruðum, ekki þúsundum. Vill vinna titla með Stjörnunni „Þetta er draumur í dós. Ungir knattspyrnumenn horfa á stærstu keppnir heims og hugsa með sér hvað það væri frábært að fá að spila á stærstu leikvöngunum í stærstu keppnunum. San Siro er í flokki með Wembley, Nou Camp, Berna- beu, Allianz Arena og fleirum stór- kostlegum leikvöngum. Allt í einu erum við að fara að spila þar og ekki í einhverjum vináttu- eða góðgerðar- leik. Þetta er umspilsleikur um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinn- ar. Þetta er algjörlega frábært,“ segir Pablo, en hann segir að það hafi ver- ið markmið sitt að spila með liði sem er í Evrópukeppni. Nú sé markmiðið hins vegar að gera eins vel og mögu- legt er með Stjörnunni og vonandi skila titlum í hús. Það er vel mögu- Frá götum El Salvador til San Siro n Pablo Punyed hefur komið víða við á stuttum ferli n Stærstu leikir ferilsins fram undan Pablo Punyed Knattspyrnumanninum frá El Salvador er margt til lista lagt og er fjöltyngdur. Hann talar meðal annars ítölsku, sem mun koma sér vel þegar Stjarnan mætir stórliðinu Inter Milano. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Tilfinningin var ótrúleg og við fengum allir gæsahúð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.