Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Braust vopn- aður inn á hótelherbergi Hæstiréttur hefur úrskurðað ungan mann í gæsluvarðhald allt til þriðjudagsins 2. september næstkomandi, vegna gruns um ítekuð brot og árásir á undan- förnum vikum og mánuðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kemur að rannsókn mála þar sem hann er grunaður um auðgunar- brot, umferðarlagabrot, vopna- lagabrot og fíkni efna lagabrot. Er hann einnig grunaður um alvar- legri brot. Hann er meðal annars grunaður um nytjastuld, með því að hafa 15. maí síðastliðinn tekið bifreið í óleyfi og ekið henni víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Sá bíll fannst 10. júní síðastliðinn. Einnig er hann grunaður um að hafa tekið annan bíl ófrjálsri hendi viku síðar, en sá bíll er enn ófundinn. Er hann grunaður um þjófnað og vopnalagabrot hinn 4. júní síð- astliðinn, fyrir að hafa brotist inn á hótelherbergi, vopnaður skær- um, og stolið þaðan snjallsíma og veski sem í voru tæplega 200 evr- ur, 500 dollarar og greiðslukort. Þá er maðurinn grunaður um rán og stórfellda líkamsárás í félagi við þrjá aðra, fyrir að hafa veist að manni aðfaranótt sunnudagsins 6. júlí, kýlt hann nokkrum sinn- um í andlitið og sparkað í andlit hans þar sem hann lá í götunni. Í kjölfarið var hann rændur 66° norður úlpu og var hann með nokkra áverka, skurð á nefi, hrufl í andliti og brotna framtönn. Hann var handtekinn að kvöldi 7. júlí, grunaður um þjófnað á matvöru úr verslun. Við hand- töku streittist hann kröftuglega á móti og sparkaði í tvígang í höfuð lögregluþjóns. Þegar verið var að færa hann í fangaklefa varð hann mjög æstur samkvæmt dóms- orði, sýndi „ógnandi tilburði“, reyndi að bíta sama lögreglu- þjón í lærið og hrækti á buxur hans. Kærði á sakarferil að baki þrátt fyrir ungan aldur. Síðast var hann dæmdur hinn 11. júní síð- astliðinn og hlaut þá tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbund- inn til þriggja ára. Við rannsókn mála hans hjá lögreglu kom í ljós að hann er í mikilli neyslu fíkniefna, án atvinnu og hafi ekki fasta búsetu. Hæstiréttur féllst á gæsluvarðhaldskröfuna á þeim forsendum að líklegt sé að mað- urinn haldi uppteknum hætti. „Telja verður líklegt með hliðsjón af ofangreindu að hann fjármagni neyslu sína að hluta til með af- brotum en auk þess hefur hann ítrekað verið undir áhrifum fíkni- efna við handtöku.“ F erðaþjónustan á Hveravöll- um, Hveravallafélagið, þarf að reiða fram nokkrar millj- ónir króna vegna rafstöðvar sem þeir þurfa að færa eftir tilmæli frá Veðurstofu Íslands. Raf- stöðin stendur við hús í eigu Veður- stofunnar, en þar var áður mönnuð veðurstöð en enginn hefur verið þar að staðaldri frá árinu 2004 og allar mælingar orðnar sjálfvirkar. Starfsmannafélag Veðurstofunn- ar annast allt viðhald á húsinu og starfsmenn gera það í sínum frí- tíma, gegn því að fá að nota húsið sem orlofshús. Þá fara þangað hóp- ar af og til á vinnutíma til þess að sinna viðhaldi á tækjabúnaði Veð- urstofunnar á svæðinu. Einnig hef- ur Umhverfisstofnun haft afnot af húsinu fyrir landverði. Ferðaþjón- ustan ætlar að fara eftir tilmælum Veðurstofunnar þrátt fyrir að land- eigendur segi hana ekki í rétti til þess að segja til um staðsetningu rafstöðvarinnar við húsið. Hafa leyfi fyrir veðurstöð Eigandi landsins er sjálfseignar- stofnunin Auðkúluheiði, sem íbú- ar á landinu stofnuðu árið 2006 en áður voru sveitarfélögin Svína- vatns- og Þorlækjarhreppir eigend- ur landsins. Framkvæmdastjóri Veðurstofunnar hélt því fram í sam- tali við blaðamann DV að landið væri í eigu ríkisins, en stjórnarmað- ur í Auðkúluheiði segir það ekki rétt. „Veðurstofan er þarna í okkar þökk og við settum okkur ekki upp á móti því að veðurstöðin yrði þar sem hún er núna. Stofnunin hefur leyfi fyrir mannaðri veðurstöð og nú ómannaðri, en ekki fyrir orlofs- húsi,“ segir Jón Gíslason í hrepps- nefnd Húnavatnshrepps en hann er einnig stjórnarmaður í sjálfs- eignarstofnuninni. Hann segir jafn- framt að Veðurstofan hafi engan leigusamning vegna afnota af lóð- inni. „Þessi rafstöð hefur sinnt bæði veðurstöðinni og ferðaþjónustunni en nú er Veðurstofan með sólarraf- hlöður og notar ekki stöðina. Þeir segja að hávaðinn frá vélinni trufli þessa orlofsstarfsemi þeirra sem við teljum að hafi engan rétt á sér þarna,“ segir Jón. „Þegar þetta var byggt á sínum tíma þá gaf sýslu- maður leyfi fyrir því að húsið yrði byggt þarna fyrir veðurstöðvarstarf- semi. Við höfum alltaf verið hlynnt þeirri starfsemi og gerum enga athugasemd við hana,“ segir Jón. Hann segir að í sjálfu sér skipti það ekki öllu máli hvað fer fram í hús- inu, en það sé hins vegar vandamál ef Veðurstofan er að fara fram á að rafstöðin verði færð vegna einhvers sem þeir hafi ekki leyfi fyrir. „Það er ansi langt gengið,“ segir Jón. Starfsmannafélagið sér um húsið Framkvæmdastjóri Veðurstofunn- ar, Hafdís Þóra Karlsdóttir, vildi ekki viðurkenna í fyrstu að hús- ið væri notað sem orlofshús þegar blaðamaður ræddi við hana. „Það var heimild fyrir byggingu á þessu húsi á sínum tíma, það er alveg á hreinu. Þetta er náttúrlega ekk- ert orlofshús, í þessu húsi er fullt af mælitækjum. Eftir að búsetu var hætt í húsinu árið 2004 höfum við áfram verið með mælitæki í húsinu, sem er mjög mikilvægt eins og gef- ur að skilja. Þar sem engin búseta er þarna lengur fór húsið að grotna niður og leiðslur að springa og fleira sem dytta þurfti að. Árið 2005 var gerður samningur við starfs- mannafélagið um að það sinni öllu viðhaldi og hugsi um húsið og nýti það. Þannig geta þau verið þarna á sumrin gegn því að þau sjái algjör- lega um að halda húsinu við,“ segir Hafdís. Af þessu má ráða að starfs- menn geti nýtt húsið í sínum frí- tíma, burtséð frá því hvort þau séu þar að sinna viðhaldi á húsinu eða ekki. Hún segir það alls ekki rétt að ástæða þess að Veðurstofan hafi farið fram á að rafstöðin verði færð annað sé vegna þess að hún trufli þá sem dvelji þar í orlofi. Rétt sé að hún trufli svefnfrið þeirra starfs- manna sem þar dvelja þegar þeir vinna við viðhald á tækjum. Þá hafi rafstöðin aldrei þjónað veðurstöðv- arhúsinu, heldur hafi ferðaþjónust- an fengið að staðsetja hana þarna vegna lagna sem þeir gátu notað. „Af góðmennsku okkar þá fengu þeir að hafa rafstöðina þarna,“ seg- ir Hafdís. Landverðir nýta húsið „Ég þekki ekki mun á þessum tækj- um en þarna kom ný rafstöð ekki fyrir svo löngu síðan. Starfsmenn vilja meina að hún sé öflugri og það sé miklu meiri hávaði frá þessari rafstöð en var áður. Þetta er eitthvað sem ég hef rætt við Hveravallafé- lagið í gegnum tíðina vegna þess að það er búinn að vera svolítill ami af þessari rafstöð. Ekki bara fyrir ein- hverja starfsmenn sem eru þarna, þú kallar það í fríi, heldur líka bara sem eru að vinna. Þau eru að fara þarna kannski tíu til tólf í hópum saman að vinna og þá er ekki hægt að sofa þeim megin sem rafstöðin er,“ segir Hafdís. Hún segir einnig að Umhverfisstofnun hafi sóst eftir því að landverðir fái að vera í hús- inu yfir sumartímann og að við því hafi orðið, en það er einnig á skjön við heimildina sem Veðurstofan hefur til þess að hafa húsið á þess- um stað. Vilja ekki standa í deilum Forsvarsmaður Hveravallafélags- ins, Þórir Garðarsson, segir að þar sem ekki hafi skapast friður um málið hafi þeir ákveðið að verða við beiðninni. „Þeir voru að slökkva á stöðinni þannig að kerfið lá und- ir skemmdum hjá okkur. Þá tók- um við þann kostinn að fara ekki að standa í stríði við þessa ríkisstofn- un og komum upp gámum með rafstöðvum á öðrum stað,“ segir Þórir. „Við erum núna að fara í að grafa kapalinn á nýja staðinn. Bara kapallinn einn og sér kostar okk- ur fimm milljónir. Þeir vilja hafa þetta allt þegjandi og hljóðalaust þarna upp frá, það truflar þá eitt- hvað, nætursvefninn þarna. Þannig að við verðum að færa hana,” seg- ir Þórir. Hann segir að beiðnin hafi verið mjög skýr af hálfu Veðurstof- unnar þar sem meðal annars sagði að ástandið gæti ekki verið svona til lengdar. Ljóst er að um meiri kostn- að er að ræða fyrir fyrirtækið, því kostnaður við lagningu kapalsins er mikill. „Auðvitað erum við ekk- ert sáttir. Við viljum ekki fara í stríð en okkur finnst það skrýtið að Veð- urstofan skuli vera að reka þarna frístundahús fyrir starfsmannafé- lagið,” segir Þórir. n Veðurstöð nýtt sem orlofshús n Veðurstofan fór fram á að rafstöð yrði færð n Kostar landeigendur milljónir„Þeir segja að há- vaðinn frá vélinni trufli þessa orlofsstarf- semi þeirra sem við telj- um að hafi engan rétt á sér þarna Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Af góðmennsku okkar fengu þeir að hafa rafstöðina þarna Veðurstöðin á Hveravöllum Landeigend- ur segja að engin heimild sé fyrir því að nota húsið sem orlofshús. Starfsmenn Veðurstof- unnar kvörtuðu undan hávaða í rafstöð og farið var fram á að hún yrði færð. Það kostar Hveravallafélagið milljónir króna. TF-SIF köll- uð heim Vegna aðstæðna í Bárðar- bungu í norðanverðum Vatna- jökli hefur Landhelgisgæslan ákveðið að kalla TF-SIF, eft- irlitsflugvél Landhelgisgæsl- unnar, heim frá útlöndum en hún er nú við landamæragæslu í sunnanverðu Miðjarðarhafi. Flugvélin er væntanleg til landsins eftir hádegi í dag, þriðjudag. TF-SIF er búin rat- sjám, myndavélum og öðrum tækjabúnaði sem hentar mjög vel til eftirlits með gosvirkni og hefur sá búnaður sannað gildi sitt við eldsumbrot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.