Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 13
Fréttir 13Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Starfslaun listamanna 2015 Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2015 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2014, kl. 17:00. Sækja skal um listamannalaun á vefslóðinni www.listamannalaun.is sem leiðir umsækjanda beint inn á umsóknarsíðu listamannalauna hjá Rannís. Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru: - launasjóður hönnuða - launasjóður myndlistarmanna - launasjóður rithöfunda - launasjóður sviðslistafólks - launasjóður tónlistarflytjenda - launasjóður tónskálda Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki. Umsóknir skiptast í fjóra flokka: a. Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð b. Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð c. Starfslaun sviðslistafólks – hópar d. Ferðastyrkur Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 57/2009 er stjórn listamannalauna heimilt að færa umsókn á milli sjóða. Slíkt verður einungis gert í samráði við umsækjanda. Sé um að ræða umsókn í fleiri sjóði en einn fara úthlutunarnefndir viðkomandi sjóða sameiginlega yfir umsókn. Lög um listamannalaun og reglugerð er að finna á heimasíðu Rannís. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga, sími: 515 5800, ragnhildur.zoega@rannis.is Stjórn listamannalauna ágúst 2014 H anna Birna Kristjánsdótt- ir innanríkisráðherra verð- ur leidd fram sem vitni við aðalmeðferð dómsmáls- ins gegn Gísla Frey Val- dórssyni, aðstoðarmanni henn- ar. Gísli Freyr hefur verið leystur tímabundið frá störfum eftir að rík- issaksóknari gaf út ákæru á hend- ur honum. Er Gísla gefið að sök að hafa brotið gegn þagnarskyldu með því að afhenda fjölmiðlum trúnað- argagn um nígeríska hælisleitendur. Saksóknari lögreglu telur að skjal- inu hafi verið lekið í þeim tilgangi að sverta mannorð hælisleitandans sem hafði mál sitt til meðferðar í ráðuneytinu. Trúir Gísla Gísli hefur lýst sig saklausan af verknaðinum og segist Hanna Birna trúa honum. „Það liggja engar sann- anir fyrir um að hann hafi gert þetta,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi.is um helgina. Þetta felur í sér að ráðherra telur að einhver annar starfsmað- ur í ráðuneytinu hafi framið brot- ið, enda höfðu engar undirstofnanir aðgang að skjalinu þegar því var lek- ið. Þá telur lögreglan aðeins örfáa aðila hafa haft vitneskju um skjalið daginn sem fjölmiðlar fengu það í hendur. Ráðuneytisstjóra, ráðherra og aðstoðarmönnum hennar barst það í tölvupósti frá skrifstofustjóra í ráðuneytinu eftir að hefðbundnum vinnutíma lauk hinn 19. nóvember. Daginn eftir birtu Fréttablaðið og Mbl.is fréttir upp úr skjalinu. Fram kemur í gögnum lögreglu að Gísli Freyr átti símtöl við starfs- menn 365 miðla og Morgunblaðsins dagana 19. og 20. nóvember. Í yfir- lýsingu segist Gísli Freyr eiga „vini og kunningja á flestum fjölmiðl- um landsins“ og eiga í reglulegum samskiptum við þá „eins og á við í þessum tilvikum“. Ekkert hafi komið fram sem felli á hann sök. Ráðuneytisstarfsmenn bera vitni Við aðalmeðferð málsins verða helstu ráðuneytisstarfsmenn og lögreglumenn látnir bera vitni. Auk Hönnu Birnu sjálfrar verða Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona hennar, og Ragnhildur Hjaltadótt- ir ráðuneytisstjóri leiddar fram. Það sama gildir um lögfræðingana sem ýmist útbjuggu eða lásu yfir skjal- ið, þau Guðmund Örvar Bergþórs- son, Sigríði Kristínu Axelsdóttur, Hindriku Söndru Ingimundardóttur og Bryndísi Helgadóttur skrifstofu- stjóra. Þá þurfa Mörður Árnason vara- þingmaður, Jón Bjarki Magnússon blaðamaður og Einar Steingríms- son pistlahöfundur að mæta fyrir dóm, enda hefur áður komið fram að fyrrnefndir aðilar fengu afrit af skjalinu. Starfsmenn Fréttablaðsins og Morgunblaðsins eru ekki látnir bera vitni, enda hafa Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands hafnað kröfu lögreglu um að láta blaðamennina aflétta trúnaðinum við heimildamann í lekamálinu. Vissi af skjalinu Löngu er orðið ljóst að trúnaðar- gögn bárust úr innanríkisráðu- neytinu til fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Hanna Birna hafnaði þessu vikum og mánuðum saman og fullyrti að um ósambærileg gögn væri að ræða þótt hún hefði sjálf fengið skjalið í tölvupósti frá skrif- stofustjóra daginn sem því var lekið. Með því að segjast trúa Gísla Frey beinir hún nú, með óbeinum hætti, spjótum sínum að faglega skipuð- um undirmönnum sínum í ráðu- neytinu, fólki sem verður leitt fram sem vitni í dómsmálinu. Líkt og DV hefur áður greint frá kröfðust óbreyttir ráðuneytisstarfs- menn þess fljótlega eftir að málið kom upp að fram færi óháð og trú- verðug rannsókn utanaðkomandi aðila á trúnaðarbrestinum. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni og nú, mörgum mánuðum síðar, hefur pólitískt skipaður aðstoðarmaður hennar verið ákærður fyrir hegn- ingarlagabrot. Ráðherra ætlar ekki að segja af sér og Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, treystir henni til að gegna áfram embætti ráðherra. Hins vegar kem- ur til greina að fjölga ráðuneytum og leysa hana undan skyldum er varða dómsmál og ákæruvald.n Ráðherra ber vitni í dómsmáli Hanna Birna trúir Gísla Frey og telur brotið framið af einhverjum öðrum Bera vitni Hanna Birna og Þórey Vilhjálmsdóttir bera vitni í dómsmálinu. Þórey var lengi vel með réttarstöðu grunaðs manns en virðist nú vera laus allra mála. Mynd SiGTRyGGuR ARi Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Ákærður Gefið að sök að hafa lekið trúnaðargögnum um nígeríska hælisleitendur. „Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta Bjarni taki af skarið Prófsteinn á trúverðugleika flokksins Í þróuðu lýðræðissamfélagi væri innanríkisráðherra, sem sýnt hefði slíkt dómgreindarleysi að ráða þann aðstoðarmann sem nú sætir ákæru, búinn að segja af sér og það fyrir löngu,“ skrif- ar Ólafur Arnarson, rithöfundur og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, á vef sinn Tímarím.is. „Ráðherra, sem bersýnilega hefur haft af- skipti af lögreglurannsókninni, sem nú hefur leitt til ákæru á að- stoðarmanninn, væri líka búinn að segja af sér. En Hanna Birna segir ekki af sér heldur hangir á ráðherrastólnum eins og hundur á roði.“ Ólafur er á meðal þeirra sjálf- stæðismanna sem óttast að áframhaldandi seta Hönnu Birnu skaði flokkinn. „Þingflokkur sjálf- stæðismanna stendur frammi fyrir manndómsvígslu í Hönnu Birnu málinu. Snýst málið um persónulega velferð Hönnu Birnu eða snýst málið um góða stjórn- sýslu, pólitíska ábyrgð og boð- leg vinnubrögð?“ spyr hann. Líkt og DV greindi frá um helgina eru skiptar skoðanir um áfram- haldandi setu Hönnu Birnu inn- an flokksins, en æ meiri óánægju gætir í hennar garð innan þing- flokksins. Viðmælendur DV inn- an Sjálfstæðisflokksins segja for- manninn vera á milli steins og sleggju. Íhaldssöm öfl í flokkn- um vilji að Hanna Birna sitji sem fastast en æ fleiri flokksmenn hafi áhyggjur af því að áframhaldandi seta hennar skaði ekki aðeins flokkinn heldur einnig traust til stjórnsýslunnar og stofnana sam- félagsins. „Málið snýst ekki lengur um trúverðugleika Hönnu Birnu því hann er enginn. Nú snýst mál- ið um trúverðugleika Sjálfstæð- isflokksins og ríkisstjórnarinn- ar,“ skrifar Ólafur. „Það er Bjarni Benediktsson, formaður flokks- ins, sem verður að taka af skarið í þessu máli.“ n Prófsteinn Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð- isflokksins telur lekamálið eins konar manndómsvígslu fyrir þingflokkinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.