Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 19.–21. ágúst 201426 Lífsstíll K emur stóra tækifærið með næstu „selfie“? Einstaklingar sem eiga sér drauma um frægð og frama innan tískuheims- ins ættu að pósta sem flestum mynd- um af sér á forritið Instagram því út- sendarar stóru módelskrifstofanna og heimsfrægir fatahönnuðir eru að fylgjast með. Tímarnir eru breyttir frá því ofur- fyrirsætur eins og Gisele Bündchen, Naomi Campbell, Adriana Lima og Kate Moss voru uppgötvaðar á göt- um úti. Í dag liggja útsendarar Levi's, Marc Jacobs og jafvel Cara Deleving- ne á Instragram í von um að finna næstu stjörnu tískupallanna. Luke Simone, útsendari mód- elskrifstofunnar Wilhelmina, seg- ir í viðtali við The Daily Beast að samfélagsmiðlarnir séu staður- inn þar sem módel eru uppgötvuð. Fyrr á þessu ári réð Simone Matt- hew Noszka, 21 árs, eftir að hafa séð mynd af honum á Instragram. „Eftir að hafa skoðað myndirnar hans og myndböndin varð ég sannfærður um að hann myndi smellpassa hjá okkur á Wilhelmina,“ segir Simone sem setti sig í samband við Noszka til að athuga hvort hann hefði áhuga á módelstörfum. Tveimur dögum síðar var Noszka kominn með ver- kefni hjá Nike. Í dag er verkefnalist- inn endalaus. Katy Moseley, hjá módelskrifstof- unni PR, ítrekar að fara verði varlega í þessum efnum þar sem margar af meintum tískusíðum á samfélags- miðlunum séu einfaldlega falsaðar. n Rætist draumurinn með næstu „selfie“? Fyrirsætur uppgötvaðar á samfélagsmiðlunum Matthew Noszka Var uppgötvaður á Instragram og á nú farsælan feril innan tískubransans. Sjálfsmynd Gæti borgað sig. Áfengisdrykkja er holl Geðlæknirinn Stanton Peele hef- ur skrifað grein í Pacific Standard undir yfirsögninni Sannleikurinn sem við viljum ekki viðurkenna: Áfengisdrykkja er holl. Samkvæmt Peele er hófleg drykkja ekki einungis skaðlaus heldur beinlínis hollari kostur en algjört bindindi. Hann segir al- gengan misskilning hjá þeim sem drekka sjaldan en mikið að eitt og eitt fyllerí sé heilbrigðari kostur en að fá sér smávegis daglega. „Jafnvel upplýstustu einstak- lingar eru ótrúlega fáfróðir um áhrif áfengis,“ segir Peele sem segir Bandaríkjamenn ekki drykk- fellda miðað við íbúa annarra þjóða. „Samt er heilsa okkar verri en hjá þeim þjóðum sem drekka mikið. Sannleikurinn er sá að þú lifir lengur ef þú drekkur daglega.“ Grein Peele má lesa á vefsíð- unni psmag.com Þ að er stöðugt verið að kynna nýjar leiðir til þess að losna við aukakílóin og margir eru í átaki allt árið, jafnvel án nokkur árangurs. En þarf þetta að vera svona erfitt? Hér eru nokkrar einfaldar en áhrifaríkar leið- ir til þess að léttast án mikillar fyrir- hafnar. Auðveld skref í dagsins önn sem geta þó munað heilmiklu. 1 Ekki vera í megrun Þó að megrun geti vissulega hjálpað þér að losna við aukakílóin þá hefur hún þau áhrif að þig langar í allt það sem þú mátt ekki fá þér. Slepptu því að vera í megrun en taktu frekar upp heilsusamlegan lífsstíl. Veldu alltaf hollari kostinn sem er til staðar en leyfðu þér líka að fá þér það sem þig langar í, í hófi. Þá verður það ekki jafn freistandi og minni líkur á að þú missir þig og borðir of mikið. 2 2. Borðaðu meira grænmeti Þegar kemur að því að missa kíló þá einblínum við oft á það sem við megum alls ekki borða. Hins vegar ættum við frekar að einbeita okkur að því sem við viljum borða. Grænmeti kemur þar sterkt inn. Það má borða mikið af því án þess að þyngjast. Það er hollt og gott fyrir okkur. 3 3. Slepptu unninni matvöru Forðast ætti alla unna matvöru. Reyndu að hafa matinn eins hreinan og hægt er. Við þurfum ekki öll þessi aukaefni sem eru gerð til þess að láta matinn end- ast. Því minna unnið – því betra. 4 4. Slepptu sykrinum Ef þú vilt léttast, slepptu þá viðbætt- um sykri. Sykur inniheldur mikinn kaloríufjölda og er óhollur fyrir okkur. Það kemur á óvart hversu sykur er mikið notaður í matvöru sem mann grunar ekki að innihaldi sykur. Fylgstu vel með innihaldslýs- ingum á því sem þú setur ofan í þig. Jafnvel þó að þig langi ekki til þess að léttast þá ættir þú samt að sleppa sykrinum, hann er svo óhollur. 5 5. Slepptu áfenginu Áfengi inniheldur margar hitaein- ingar. Jafnvel þótt þú drekkir ekki mikið þá hefur samt eitt og eitt glas með matnum sitt að segja. Áfengi eykur líka oft matarlyst og maður er gjarn á borða meira ruslfæði þegar timburmennirnir sækja að. 6 6. Sofðu nóg Svefn er lykilat-riði góðrar heilsu. Gættu þess að fá nægan nætursvefn. Þér líður betur, hefur meiri orku og ert líklegri til þess að vera í betra jafnvægi. Þegar maður er illa sofinn þá langar mann meira í óhollan, saltan eða sykraðan mat. Reyndu að sofa alla- vega 7–8 tíma á hverri nóttu. 7 7. Slökktu á sjónvarpinu Hættu að eyða dýrmætum tíma í að horfa á sjónvarpið. Það eru svo margir sniðugir hlutir sem þú getur gert, annað en að hanga fyrir framan sjónvarpið. Skelltu þér í göngutúr, farðu út að hlaupa, í hjóla- túr eða fjallgöngu. Það er ótrúlegt hvað þú getur afrekað á jafn löngum tíma og einn sjónvarpsþáttur eða mynd er. 8 8. Gakktu Það þarf ekki að vera mikið. Slepptu því að fara í lyftuna og taktu frekar stigana. Ekki keyra út í búð – farðu gangandi. Við erum alltof oft að keyra styttri vegalengdir. Gefðu þér tíma og gakktu í stað þess að keyra svo oft sem kostur er á. n Einfaldar leiðir til að léttast n Átta góð ráð n Borðaðu mikið grænmeti n Áfengi slæmur kostur Grænmetisát eykur gleði Tenging er á milli neyslu græn- metis og ávaxta og andlegrar vellíðunar. Þetta eru niðurstöð- ur nýrrar rannsóknar sem fram- kvæmd var í University of Otago á Nýja-Sjálandi. Í rannsókn- inni voru matarvenjur 405 há- skólanema skoðaðar, en þátttak- endur héldu matardagbók í 13 daga þar sem sérstaklega þurfti að tilgreina hversu mikið þeir innbyrtu af ávöxtum, grænmeti, eftirréttum og ýmsum kartöflu- réttum. Auk þess svöruðu þátttak- endur spurningalistum á hverjum degi þar sem andleg líðan þeirra var skoðuð, sem og sköpunargleði þeirra og forvitni. Niðurstöðurn- ar voru þær að þeir sem borðuðu meira af ávöxtum og grænmeti á þessum 13 dögum fundu fyrir meiri sköpunargleði, forvitni og jákvæðum tilfinningum en hinir. Auk þess fundu þátttakendur fyr- ir aukinni góðri andlegri líðan þá daga sem þeir borðuðu mikið af grænmeti og ávöxtum. Leiktu þér með súkkulaði Japanski hönnuðurinn Akihiro Mizuuchi hefur látið draum allra barna rætast með því að útbúa mót sem gerir manni kleift að út- búa Lego-kubba úr súkkulaði. Mótið myndar nákvæma eftirlík- ingu af kubbunum frægu en með því að hella súkkulaði í mótið og leyfa því svo að kólna verða til Lego-kubbar sem hægt er að nota líkt og þá upprunalegu. Þannig er hægt að byggja allt sem hugurinn girnist úr súkkulaðikubbum, en líklegast þarf þó að hafa hraðar hendur svo að kubbarnir bráðni ekki í höndunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.