Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Fréttir 11 VATNAJÖKULL Bárðarbunga Hættusvæði vegna flóðahættu Umferð á þessum svæðum hefur verið lokað vegna flóðahættu. Staðreyndir um Bárðarbungu: n Næsthæsta fjall landsins: 2.009 metrar n Ein mesta eldstöð landsins n Ein stærsta askja á landinu, allt að 700 metra djúp n 200 kílómetra löng og 25 kílómetra breið n Nálægt 100 gos eða goshrinur síðastliðin 10.000 ár n Ein stærsta eldstöð landsins Bárðarbunga er ein stærsta og öflug- asta eldstöð á Íslandi og jafnframt sú víðáttumesta. Hún er talin vera um 200 kílómetra löng og 25 kílómetra breið. Frá landnámi hafa orðið nokkur gos í Bárðarbungu sem vitað er um, bæði stór og lítil. Samtals hafa fundist ummerki um 27 gos á eldstöðvakerfi Bárðarbungu og Veiðivatna. Einnig hafa oft verið litlar goshrinur á svæðinu sem oft hafa varið í nokkur ár í senn. Það eru þó þrjú gos sem standa upp úr hvað varðar stærð n Vatnaöldugosið – árið 870 Fyrsta gos sem vitað er um eftir landnám var árið 870, svokallað Vatnaöldugos. Þegar menn námu hér land árið 874 var gosinu rétt að ljúka eða því nýlokið. Það gos var fremur stórt og í því myndaðist stór sprunga sem spýtti út gríðarlegu magni af gjósku, eða um 3,3 rúmkílómetrum. Til samanburðar má nefna að talið er að gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafi fram- leitt 0,25 rúmkílómetra af gosefni. Gosið í Vatnaöldum myndaði hið svokallaða landnámslag, sem er til dæmis notað til að marka landnám í fornleifafræði. Talið er líklegt að Vatnaöldugosið hafi verið fyrsta gos sem landnámsmenn urðu vitni að, en það er þó ekki vitað með vissu. n Veiðivatnagosið – árið 1480 Árið 1480 varð stórt eldgos sem mótaði ásýnd Veiðivatnasvæðisins. Þá sendi Bárðarbunga kvikuskot neðanjarðar til suðvesturs og varð þá stórt sprungugos að fjallabaki. Í gosinu gaus úr tæplega 70 metra langri sprungu sem liggur eftir Veiðivatnadældinni miðri. Í þessu gosi myndaðist einnig mikið gjóskuefni, sam- tals um 3,5 rúmkílómetrar. n Tröllahraunsgosið – árið 1862–1864 Síðasta stóra gosið sem orðið hefur í Bárðarbungukerfinu var á árunum 1862–1864. Þá rann hraun úr gíg- um sem kallast í dag Tröllagígar og hraun sem heitir í dag Tröllahraun. Gosið varð á jökullausu svæði norðan við eldstöðina í Bárðarbungu. jonsteinar@dv.is Eldgos í Bárðarbungu í gegnum aldirnar Nokkur stór gos hafa orðið í Bárðarbungu frá landnámi „Verður eins og fjörður“ n Erfitt að spá fyrir hver og hvernig þróunin verður n Saga Bárðartungu Ferðamenn svekktir Urðu varir við stóra skjálfta Þ að urðu nokkrir varir við stóra skjálftann í nótt, en annars eru ummerkin mjög takmörkuð,“ segir Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, hálendis- fulltrúi hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Hún segir starfsfólk á svæðinu norðan Vatnajökuls mjög vel upplýst og undirbúið undir það hvernig bregðast eigi við fari að gjósa í Bárðarbungu. „Það er al- menn yfirvegun hjá fólki,“ bætir hún við, en reglulega eru haldnir upplýsingafundir í gegnum síma. Taka spár um gos alvarlega Aðspurð hvort hún viti til þess að fólki, þá bæði ferðamönnum og starfsfólki, þyki óþægilegt að vera á svæðinu, segir hún svo ekki vera eins og staðan er núna. En óttast hún ekkert hið versta, að úr verði stórt gos? „Það er ekkert tilefni til að vantreysta þeim spám. Við tök- um þær vissulega mjög alvarlega. Við hins vegar treystum á þær að- gerðir og undirbúning sem búið er að vinna ef til þess kæmi. Við treystum því að okkar starfsfólk sé öruggt og erum þess vegna bara slök yfir þessu, eins og hægt er. Við látum ekki eins og ekkert sé, en það er ekki verið að hlaupa upp til handa og fóta,“ segir Jóhanna. Ferðamenn svekktir Umferð er um þau svæði þjóð- garðsins sem eru opin og góð yf- irsýn yfir hana. Um er að ræða Kverkfjöll, Öskju, Nýjadal og Hvannalindir. „Það eru þessi mögulegu áhrifasvæði ef til kæmi að meira yrði úr þessu en orðið er.“ Einungis er um að ræða starfs- stöðvar og gististaði, en engir ábúendur eru á svæðinu. Jó- hanna tekur fram að lokað sé fyr- ir alla umferð, akandi, hjólandi og gangandi, á merktum svæð- um á hluta Gæsavatnaleiðar og leiða að Herðubreiðarlindum. Þeir sem hafi verið að ferðast um þessi svæði hafi því orðið að fara aðr- ar leiðir. Margir eru þó svekktir yfir stöðunni, sérstaklega erlendir ferðamenn. „Sárt að þurfa að breyta áætlun“ „Margt af þessu fólki hefur skipulagt sín ferðalög með gríðar- lega löngum fyrirvara, þannig að því finnst mjög sárt að þurfa að breyta áætlun. Margir hafa til dæmis haft það að takmarki í nokk- ur ár að ganga úr Mývatnssveit í Landmannalaugar. Svo þegar fólk er komið hingað til þess, þá er það auðvitað ekkert ánægt að þurfa að breyta. En það eru aðrar leiðir og við reynum að gera gott úr því.“ Hún segir flesta gera sér grein fyrir því að það sé ástæða fyrir óvissu- stiginu, hvað sem úr verður. Gos í Grímsvötnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.