Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 23
Fréttir Stjórnmál 23Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Ríkið borgaði 28 milljónir fyrir smurolíu n Rýnt í ríkisreikninginn n Tæpar 50 milljónir fyrir gjafir Íslenska ríkið er gríðarstórt og stendur undir ýmsum kostnaði. Á nýrri vefsíðu fjársýslu rík- isins, rikisreikningur.is, er veittur aðgangur að ansi ítarlegum gögnum um gjöld og tekjur ríkissjóðs. Hér má sjá kostnað ríkisins vegna nokkurra liða sem vöktu athygli blaðamanns. adalsteinn@dv.is Garðyrkjuvörur – 13.354.757 Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landspítalinn eiga mest allra ríkisstofnana og ráðuneyta af garðyrkjuvörur. Hinar ýmsu stofnanir eiga þó talsvert af slíkum búnaði. Til að mynda forsetaemb- ættið sem á vörur fyrir 833 þúsund, sýslumaðurinn á Siglufirði sem á vörur fyrir 267 þúsund og ríkisskattstjóri sem á fyrir 41 þúsund. Gjafir – 47.708.571 Íslenska ríkið eyddi tæpum 48 milljónum í gjafir en stofnanir þess og embætti fengu hins vegar líka talsvert gefins. Þegar allt er reiknað saman fékk ríkið gjafir að verðmæti rúmlega 130 milljónum umfram það sem ríkið gaf. Landspítalinn gaf fyrir 11 milljónir, forsetaembættið 2,7 milljónir, Háskólinn tæpar fimm og Geislavarnir ríkisins fyrir 600 þúsund. Hýsing – 148.300.350 Stofnanir ríkisins halda margar hverjar utan um um- fangsmikil stafræn gögn sem einhvers staðar þarf að hýsa. Langstærsti hýsingarkostnaður ríkisins fellur til í stofnunum sem tilheyra mennta- og menningarmála- ráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Þar undir eru há- skólar og menntaskólar og sjúkrastofnanir. Landlæknir greiðir mest allra, eða 33,3 milljónir króna. Smurolía – 27.885.339 Nauðsynlegt er að halda tækjum og búnaði ríkisins við. Liður í því er að passa að allt sé vel smurt. Tíu milljóna króna kostnaður vegna smurolíu féll til í Vega- gerðinni og rúmlega átta hjá Landhelgisgæslunni. Þá þurfti Hafrannsóknastofnun að punga út 5,7 milljónum í sama tilgangi. Listasafn Íslands borgaði minnst af þeim sem keyptu smurolíu, eða 995 krónur. Vatn – 30.807.186 Þó að flestir Íslendingar drekki vatn beint úr krananum eyddi ríkið tæpri 31 milljón króna í vatn árið 2013. Stærstu vatnskaupendur voru Háskóli Íslands, sem greiddi 4,1 milljón fyrir vatn, Háskólinn á Hólum, sem reiddi fram 2,3 milljónir fyrir vatn, Sendiráð Íslands, sem borgaði 2,8 milljónir, og svo Landspítalinn sem borgaði mest allra, 7,9 milljónir. Alþingi eyddi líka 1,1 milljón í vatn. Svimandi kostnaður Ráðuneytin og stofnanir þeirra greiða svimandi upphæðir fyrir ýmislegt sem margir gera sér ekki grein fyrir. Til að mynda á ríkið garðyrkjuvörur fyrir 13,4 milljónir króna. Báðir á Pæjumótinu Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa notað síðustu vikur til að ferð- ast um landið og hitta kjósend- ur sína, auk þess að verja tíma með fjölskyldum sínum. Þar eru forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra engin undan- tekning en þeir voru báðir með- al gesta á Pæjumótinu sem fram fór á Siglufirði í síðustu viku. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra kom við í bænum þar sem hann hitti unga frænku sem var að keppa. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti með dóttur sinni sem lék með Stjörnunni á mótinu. Báð- ir sögðu frá ferðalögum sínum á Facebook. Vantraust á Hönnu Birnu Píratar hafa boðað vantrausts- tillögu á Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra vegna lekamálsins. Ekki er víst hvort aðrir stjórnarandstöðuflokk- ar, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri grænir, styðji tillöguna. Formaður Samfylkingarinn- ar, Árni Páll Árnason, hefur hins vegar verið ansi skýr í afstöðu sinni til þess að Hanna Birna eigi að víkja úr ráðherrastóli. Fari svo að stjórnarandstaðan styðji öll tillöguna þurfa hins vegar sjö stjórnarliðar að greiða atkvæði með tillögunni eða sitja hjá. Það verður að teljast ólíklegt. Árni Þór sendi flokksfélögunum bréf Reynir að útskýra aðdraganda skipunarinnar í bréfi til félaga í VG Á rni Þór Sigurðsson, þing- maður Vinstri grænna, sendi flokkssystkinum sín- um bréf á mánudag þar sem hann reyndi að útskýra fyr- ir þeim aðdraganda þess að hann var skipaður sendiherra. Við sama tilefni tilkynnti hann að hann hefði sagt af sér þingmennsku. Ákvörðun Árna um að þiggja starf sem sendiherra hefur verið gagnrýnd og fjallaði DV um titring innan raða Vinstri grænna í kjölfar- ið. Hann var skipaður af Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra á sama tíma og Geir Hilmar Haar- de, fyrrverandi forsætisráðherra, var skipaður í embætti sendiherra. „Snemma á þessu ári kom til álita að ég færi til starfa hjá Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Í hæfnisferli, sem slíkar al- þjóðastofnanir gera, var ég met- inn mjög vel hæfur til að gegna ábyrgðarstarfi og það hvatti mig áfram og færði mér einnig heim sanninn um að ég gæti gert gagn á sviði utanríkis- og alþjóðamála,“ segir hann í bréfinu og bætir við að það sé aðdragandi þess að hann fari nú til starfa í utanríkisráðu- neytinu. Í bréfinu segir Árni að boð- ið um starf í utanríkisþjónustunni hafi ekki legið fyrir þegar hann tók þátt í flokksvali VG fyrir síðustu al- þingiskosningar. „Þessi staða var ekki fyrir hendi þegar ég gaf kost á mér í forvali flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og fékk góðan stuðning félaganna,“ segir hann. n adalsteinn@dv.is Fylgist með hegðun mannsins Ummæli forsætisráðherra um að neysla á erlendu kjöti geti breytt hegðun fólks fóru varla fram hjá neinum. Katrín Júlíusdótt- ir, þingmaður og varaformað- ur Samfylkingarinnar, tók eftir þeim og fylgist nú með hegðun eiginmanns síns á ferð þeirra í útlöndum. „Er erlendis og fylgist af áhuga með hegðan mannsins míns, kjötætunni ... stay tuned!“ skrifaði hún á Facebook-síðuna sína um helgina. Engar frekari fréttir af hegðun hans hafa birst á síðu þingkonunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.