Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 19.–21. ágúst 201438 Fólk
Hláturskast í
hommasenu
Sænski leikarinn Alexander Skars-
gård, sem er þekktastur fyrir hlut-
verk sitt í þáttaröðinni True Blood,
sagði frá því í viðtali við Time á
dögunum þegar hann fékk hlát-
urskast í kynlífssenu með öðrum
karlmanni í fyrrnefndum þáttum.
„Ryan er svo fyndinn,“ segir Skars-
gård um mótleikara sinn Ryan
Kwanten. „Þetta var mjög erfitt
kvöld fyrir mig – ég gat ekki hætt
að hlæja. Hann er bráðfyndinn
gaur. En við vissum að þessi sena
væri yfirvofandi,“ segir leikarinn
en í sjöttu seríu sást persóna Ryan
drekka blóð úr persónu Skarsgård
– sem boðar yfirleitt eitthvað kyn-
ferðislegt í True Blood.
Sumar Rigning
komin í heiminn
Poppdívan Christina Aguilera
og unnusti hennar, Matt Rutler,
eignuðust dóttur á laugardag. Sú
stutta er strax komin með nafn
og heitir Summer Rain Rutler eða
Sumar Rigning Rutler. Söngkon-
an tilkynnti um þetta á Twitter-
síðu sinni á laugardag. Söngkon-
an á einn son fyrir, Max 6 ára,
með fyrrverandi eiginmanni sín-
um, Jordan Bratman en Sum-
mer Rain er fyrsta barn Matts.
Christina og Matt sögðu frá því
á Valentínusardaginn í febrú-
ar að þau væru trúlofuð en þau
kynntust árið 2010 við tökur á
myndinni Burlesque.
Díva með stíl
n Tískugoðið Madonna hefur prófað allt þegar kemur að tísku
Það eru fáar stjörnur jafn óhræddar við að fara eigin
leiðir og söngkonan Madonna. Hún hefur haldist
hátt á stjörnuhimninum undanfarna áratugi og hefur
prófað nánast allt þegar kemur að útliti. Ljóshærð,
dökkhærð og allt þar á milli. Elegant eða pönkuð.
Madonna hefur reynt það allt. Hér má sjá nokkrar
skemmtilegar myndir af henni í gegnum tíðina.
1985
1984
1986
1999
2014
2005
2013
2011
1998
20011998
1997
1995 1998
1996
19911990
1990
1991
1992
Sturtaði yfir
sig seðlum
Bandaríski leikarinn og vand-
ræðagemsinn Charlie Sheen tók
á dögunum þátt í hinni svoköll-
uðu Ísfötuáskorun, eða Ice Bucket
Challenge, sem tröllríður öllu
þessa dagana. Áskorunin geng-
ur manna á milli og gengur út á
það að sturta yfir sig fullri fötu af
ísvatni til styrktar ALS-samtökun-
um, en þau vinna að rannsókn-
um á hreyfitaugahrörnun. Sheen
ákvað hins vegar að sleppa því að
hella yfir sig ísvatni og sturtaði yfir
sig seðlum í staðinn.
„En bíddu, þetta er ekki ís.
Þetta eru tíu þúsund dollarar í
reiðufé, sem ég ætla að gefa til
ALS-samtakanna,“ segir Sheen í
myndbandinu af áskoruninni.
„Ís mun bráðna en þessir pen-
ingar eru í alvöru að fara að hjálpa
fólki,“ sagði hann enn fremur eftir
að hafa sturtað yfir sig seðlunum.
Hann skorar síðan á þá Jon Cryer,
Chuck Lorre og Ashton Kutcher
en fjölmargar stjörnur hafa þegar
tekið þátt, svo sem Bill Gates,
Christiano Ronaldo og Lady Gaga.