Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 25
Neytendur 25Vikublað 19.–21. ágúst 2014
n Árskortið ódýrast í Reebok Fitness n Dýrast í nýju og endurbættu Baðhúsi n DV kannar verðskrár líkamsræktarstöðvanna og ber saman við verðið í fyrra
Líkamsræktarkortin hækka í verði
Líkamsræktarstöð Árskort stgr. Hækkun % Árskort mánaðarleg áskrift Hækkun % Skólakort Hækkun % Innifalið
Reebok Fitness 46.800 kr. 8,5% 5.850 kr. 4,8% 35.880 kr. - Tækjasalur, Hóptímar
Veggsport 69.900 kr. 0% - - 49.900 kr. 0% Tækjasalur, skvass, körfubolti, spinning og aðrir tímar.
Hress Hafnarfirði 69.900 kr. 0% 6.490 kr. 0% 54.990 kr. 0% Tækjasalur, opnir tímar
Sporthúsið 78.990 kr. 14,6% 6.590 kr. 10% 66.990 18,8% Tækjasalur, opnir tímar
World Class 79.990 kr. 4% 7.430 kr. 4,1% 63.990 4% Tækjasalur, sundlaugar, opnir tímar
Hreyfing 89.900 kr. 0% 8.490 kr. 0% 71.880 kr. (5.990 á mán.) 0% Tækjasalur, opnir tímar, útiaðstaða
Baðhúsið 120.000 kr. 69% - - 65.000 kr. 23% Tækjasalur, opnir tímar, Spa-svæði
*Hækkanir miðað við niðurstöður verðkönnunar DV sem birtist 25. september 2013.
„Við verðum ekki stöðvaðir“
Forsvarsmaður Knattspyrna.is segist hafa snúið við blaðinu og ætli sér ekki að svíkja fé af fólki
Þ
etta kemur 365 ekki við þar sem
þetta er hýst á erlendum net-
þjónum. Einnig vill ég taka fram
að þetta eru engin svik. Ég hef
snúið við blaðinu og mun ekki svíkja
fé af fólki. Þetta er ódýrt fyrir notend-
ur og kostar ekki 100.000 á ári líkt og
365 rukkar. Vefþjónn þessi er stað-
settur þar sem höfundarréttur nær
ekki eins langt og á flestum stöðum
í heiminum,“ skrifar Jóhannes Gísli
Eggertsson, aðstandandi vefsíðunn-
ar Knattspyrna.is, í athugasemdakerfi
DV.is við frétt um hann og síðuna. DV
greindi frá því á þriðjudag að Jóhannes
Gísli, sem í janúar síðastliðnum hlaut
níu mánaða dóm – skilorðsbundinn til
sex mánaða – fyrir meðal annars fjár-
svik á netinu hefði opnað vefsíðuna
Knattspyrna.is og væri farinn að safna
áskrifendum. Þar lofar hann ódýr-
um netútsendingum frá m.a. ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fjöl-
miðlafyrirtækið 365 er rétthafi að út-
sendingum frá enska og spænska bolt-
anum hér á landi og þar á bæ segja
menn að vefsíðan sé ólögleg og að ver-
ið sé að hafa fé af fólki sem kaupir sér
áskrift að útsendingum síðunnar því
henni verði lokað. Jóhannes Gísli hef-
ur þrátt fyrir að hafa auglýst eftir því að
fá að koma sinni hlið mála á framfæri
í athugasemdakerfi DV.is, ekki svarað
ítrekuðum fyrirspurnum DV um síð-
una. DV hefur því þurft að leita svara
við nokkrum brennandi spurning-
um í skrifum Jóhannesar á netinu.
Hann telur sig ekki vera að gera neitt
ólöglegt en enginn vafi leikur á að
með því að bjóða upp á þessa þjón-
ustu er hann að brjóta gegn rétthöf-
um. Jóhannes Gísli svarar því til að
hinar ólöglegu útsendingar séu lög-
legar að hans mati þar sem vefþjónn
síðunnar sé „staðsettur þar sem höf-
undarréttur nær ekki eins langt og á
flestum stöðum í heiminum.“ Hvað
svo sem það þýðir. Á Facebook-síðu
Knattspyrna.is lofar hann áhyggju-
fullum áskrifanda að hann fái endur-
greitt ef lokað verði á hina ólöglegu
þjónustu. En Jóhannes virðist hvergi
banginn þrátt fyrir það. „Við verð-
um ekki stöðvaðir ef það gerist opn-
um við á nýjum stað.“ Nú um helgina
hófst síðan enska úrvalsdeildin og
mátti lesa á Facebook-síðunni að
margir reiðir áskrifendur höfðu ekki
fengið það sem þeir borguðu fyrir.
Einn gekk svo langt að segjast ætla
að tilkynna málið til lögreglu. Um-
ræðunni var síðan eytt af síðunni. n
mikael@dv.is
Nýr maður Jóhannes Gísli segir vefinn Knattspyrna.is ekki vera svikamyllu og að hann
muni ekki láta 365 stöðva sig í að senda út knattspyrnuleiki ólöglega á netinu. Hann lítur svo
á að síðan sé lögleg. MyNd Facebook
ekki efni á að kaupa sér árskort?
Það eru ódýrari valkostir í boði eða
aðrar leiðir ef þú vilt heldur stunda
þína líkamsrækt í einrúmi eða sjálf-
ur heima fyrir. Eins og með allt
annað þá er það aðeins spurning
um hvað hentar þér.
Það kostar ekkert að fara út í
góðan göngutúr eða út að skokka.
Þú þarft einungis að eiga góða
íþróttaskó en þú ert kannski háðari
veðurfari. Yfir vetrartímann get-
ur reynst strembið að fara út að
hlaupa, ef það er kalt, það snjóar
eða ef hálka er úti. Helstu göngu-
og útivistarstígar á höfuðborgar-
svæðinu eru þó vanalega ruddir og
sandbornir.
Ef þú hefur aðstöðu til og vilt
stunda lyftingar þá getur þú auðvit-
að keypt þér þín eigin lóð eða ket-
ilbjöllur. Slíkt getur þó verið dýrt.
Par af 10 kílóa handlóðum í GÁP í
Faxafeni kostar til að mynda 13.300
krónur. Beinar lyftingastangir kosta
um og yfir 30 þúsund krónur og þá
á eftir að kaupa á þær lóð. Stykkið af
10 kílóa lóði kostar um 6.500 krón-
ur og síðan vilt þú kannski kaupa
lyftingarbekk. Þetta getur virst há
fjárhæð þegar allt er talið til. En ef
litið er á þetta sem fjárfestingu til
lengri tíma, þar sem þú sparar þér
aðild að líkamsræktarstöð til fram-
búðar, þá getur margborgað sig að
vera með lítinn einkasal á heim-
ili sínu, hvort heldur sem er auka-
herbergi eða bílskúr. Það má alltaf
finna smugur til sparnaðar. n
Þetta kosta líkamsræktarkortin
kostar ekkert Fyrir þá sem ekki vilja kaupa sér kort á líkamsræktarstöð er annað í boði. Það kostar ekkert að fara í göngutúr eða út að
skokka. Þá getur veðurfar hins vegar gert þér skráveifu. MyNd SHutterStock