Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 19.–21. ágúst 2014
M
óðir drengs sem er ný-
kominn úr unglingaviku
sumarbúðanna Ástjörn á
Norðurlandi brá heldur
í brún á dögunum þegar
hún spurði hvernig vikan hafi ver-
ið. „Ég spurði hann hvernig hafi ver-
ið og þá sagði hann að það hafi verið
gaman en mjög óþægilegt hvað þeir
eru mikið á móti samkynhneigð-
um,“ segir konan. Konan hélt að um
væri að ræða sumarbúðir á vegum
Þjóðkirkjunnar meðan hið rétta er
að Sjónarhæðarsöfnuðurinn heldur
úti sumarbúðunum. Magnús Hilm-
arsson, einn forstöðumanna sum-
arbúðanna, segir það standa skýrt í
biblíunni að Jesús hafi talið samkyn-
hneigð synd. „Viltu ekki bara lesa
Nýja testamentið og sjá hvað Jesús
segir um þetta?“ svarar hann í sam-
tali við DV spurður um hvort hann
sé á móti samkynhneigð. Árni Grét-
ar Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Samtakanna 78, segist í samtali við
DV fordæma framgöngu aðstand-
enda Ástjarnar.
Neitaði að strauja „gay“
Móðir drengsins nefnir að öll um-
ræðan um samkynhneigð hafi byrj-
að með því að unglingarnir voru að
perla. „Það var einhver starfsmað-
ur sem var að strauja perlurnar. Svo
er einn strákurinn sem perlar orðið
„gay“ og þá er neitað að strauja það
fyrir hann. Það voru fleiri en einn
starfsmaður sem neitaði að strauja
þetta, allir sem voru þarna. Magn-
ús, sem sér um fræðsluna, var þarna.
Þetta endaði með því að hann tók
af skarið og sagði að þetta yrði ekki
straujað. Hann fór hátt upp,“ segir
móðir drengsins.
Börnin gagnrýndu áróðurinn
Að sögn drengsins hélt umræðan
svo áfram í svokallaðri fræðslustund
síðar um kvöldið. „Það var fræðslu-
stund þar sem Magnús er spurður
hvaða skoðun hann hafi á samkyn-
hneigð. Hann sagði að það væri synd
og það væri rangt,“ segir hún. Son-
ur hennar segir að síðustu fimm
dagana hafi daglega verið talað um
samkynhneigð og meinta synd sem
fælist í henni. Hún segir umræðuna
hafa fyrst og fremst farið fram eftir
fræðslufundina. Að sögn drengsins
var hann ekki sá eini sem gagnrýndi
þessa orðræðu leiðbeinenda sumar-
búðanna.
Vinur starfsmanns „læknaðist“
Drengurinn segir að bandarísk kona,
sem er starfsmaður í sumarbúðun-
um, hafi sömuleiðis sagt sér að
samkynhneigð væri synd. „Þau voru
að ræða saman. Hann var að segja
henni að maður réði því ekkert sjálf-
ur hvort maður væri samkynhneigð-
ur eða ekki, það velur sér enginn
það. Þá kemur einhver færeysk
stelpa sem er að vinna þarna og segir
að hún hafi átt samkynhneigðan vin
sem væri núna kvæntur og ætti börn.
Hann hafi sem sagt „læknast“,“ segir
móðir drengsins.
Vísað í Rómverjabréf Páls
Móðir drengsins segir að þessi sama
bandaríska kona hafi bent syni sín-
um á app þar sem vitnað er í Róm-
verjabréf Páls. Þar leynist það erindi
sem kristnir andstæðingar samkyn-
hneigðar vitna hve oftast í: „Bæði
hafa konur breytt eðlilegum mök-
um í óeðlileg og eins hafa karlar
hætt eðlilegum mökum við konur og
brunnið í losta hver til annars, karl-
menn hafa framið skömm með karl-
mönnum og tóku svo út á sjálfum sér
makleg málagjöld villu sinnar.“
Foreldrar ræði við börn sín
Móðir drengsins telur að allir foreldr-
ar sem sendu börn sín á unglinga-
vikuna ættu að fá bréf þar sem þeim
væri tilkynnt um umræðuna sem þar
fór fram. „Þannig að þau geti rætt við
börnin sín. Þetta er ekkert það sem
foreldrar vilja senda börnin sín í. Ég
vil að fólk fái að vita hvert það er að
senda börnin sín. Þetta er svo langt
frá okkar skoðunum og gildum. Ég er
hrifin af kristnum gildum, við erum
ekkert mjög trúuð frekar en flestir Ís-
lendingar, en þetta er of langt geng-
ið,“ segir móðir drengsins.
„Spurðu Jesú“
Magnús segir það ekki rétt að mikil
umræða hafi átt sér stað um samkyn-
hneigð í unglingavikunni. „Það var
talað um það en ekki mikið. Við
svörum ef unglingarnir spyrja en við
erum ekki að tala um þetta að fyrra
bragði,“ segir hann og bendir blaða-
manni á að lesa biblíuna vilji hann
vita hver afstaða sín sé til samkyn-
hneigðar. „Mín skoðun skiptir ekki
máli, það sem skiptir máli er það
sem biblían segir. Spurðu Jesú sjálf-
an hvort honum finnist óeðlilegt að
segja frá því sem stendur í Nýja testa-
mentinu. Jesús talaði um að hjóna-
band væri á milli karls og konu,“ seg-
ir Magnús.
Halda sig við biblíuna
Magnús segir að Sjónarhæðarsöfn-
uðurinn hafi ekki sérstaka túlkun á
samkynhneigð utan þess sem stend-
ur í biblíunni. „Við höfum alltaf, al-
veg frá upphafi, reynt að halda okk-
ur við það sem biblían segir. Bara
einfalt og skýrt í þau sjötíu ár sem
sumarbúðirnar hafa verið starfrækt-
ar í,“ segir Magnús. Hann neitar því
að Sjónarhæðarsöfnuðurinn sé bók-
stafstrúar. „Það er náttúrlega ekki allt
tekið bókstaflega, það fer eftir því
hvort það sé skáldamál eða ekki. Þá
tekur maður hlutunum ekki bókstaf-
lega,“ segir Magnús. Hann segir það
hafi aldrei verið falið að sumarbúð-
irnar séu kristilegar. „Ef þú lest það
sem Kristur segir þá segir hann að
hjónaband sé bara á milli karls og
konu. Ef börnin spyrja um þetta get-
um við ekki annað gert en að segja
þeim það sem Jesús sagði.“
Ekki kærleiksrík fræðsla
Árni Grétar Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samtakanna 78, for-
dæmir áróður sem þennan. „Við for-
dæmum þetta sérstaklega í ljósi þess
að um unglinga er að ræða, og þar
sem það kemur í rauninni ekki mjög
skýrt fram að þetta séu kristilegar
sumarbúðir. Það að í okkar nútíma
sé verið að kenna unglingum sem
eru að þroskast að þeirra tilfinningar
og ást séu einhver synd og sé þeim
skaðleg, það er ekki beint mjög kær-
leiksrík fræðsla,“ segir Árni Grétar.
Margir hinsegin og trúaðir
Árni Grétar segir að hinsegin sam-
félagið sé mjög margbreytilegt og í
því falist að margir hverjir séu trúað-
ir. „Við verðum að stíga varlega til
jarðar að gagnrýna þessa framkomu
og þennan kærleikslausa áróður og
ranghugmyndunum sem koma upp
í skjóli trúar án þess þó að segja að
þú getir ekki verið hinsegin og trúað-
ur,“ segir hann.
Skaðleg áhrif
Hann segir að ekki sé hægt að loka
augunum fyrir því að áróður sem
þessi hafi mjög neikvæð áhrif á
óharðnaða unglinga. „Þetta getur
haft mjög skaðleg og vond áhrif. Það
er staðreynd að hinsegin ungmenni
eru í miklu meiri áhættu fyrir þung-
lyndi og sjálfsvígstilraunum líkt og
rannsóknir um allan heim sýna fram
á. Það er svo auðvelt fyrir ómótað
hjarta að taka svona til sín þegar það
er talað svona um þau,“ segir hann.
Unglingarnir skilið hrós
Árni Grétar segir að það jákvæða við
fregnir af þessu sé hvað hve dugleg-
ir unglingarnir voru að gagnrýna og
spyrja spurningar. „Það er mjög mik-
ið hrósins virði að það skuli vera dreg-
ið í efa. Eflaust var mikið af þeim sem
báru upp spurningar og drógu þenn-
an boðskap í efa gagnkynhneigðir
unglingar. Það er þeim mjög til hrós
að standa upp og standa með hinseg-
in jafningjum,“ segir hann. Árni Grét-
ar segist vilja koma því á framfæri við
hinsegin unglinga að þau geti leitað
til Samtakanna vilji það koma í fé-
lagsstarf þar sem þau eru ekki dæmd
„Lækning“ fjarstæðukennd
Hann segir enn fremur að allt tal
um að „lækningu“ samkynhneigð-
ar dæma sig sjálft. „Það að ætla að
tromma því fram að einhver hafi
„læknast“ af samkynhneigð er álíka
og segja við manneskju sem er ljós-
hærð af náttúrunnar hendi að hún
geti með bænum, trúfestu og einurð
breytt sínum hárlit. Þetta er jafn fjar-
stæðukennt og það. Manneskjan get-
ur svo sem litað á sér hárið en hún
væri aldrei að sýna sinn rétta lit,“ seg-
ir Árni Grétar. n
n Samkynhneigð sögð synd í Ástjörn n Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 fordæmir orðræðu
Hatursáróður
í sumarbúðu
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Það er svo auð-
velt fyrir ómót-
að hjarta að taka svona
til sín þegar það er talað
svona um þau
Framkvæmdastjóri Samtakanna
78 Árni Grétar segir boðskapinn sem fram
fer á Ástjörn geta verið mjög skaðlegan fyrir
óharðnaða unglinga.
„Jesús talaði um
að hjónaband
væri milli karls og konu
Ástjörn Sumarbúðirnar hafa
verið starfræktar um áratugabil.
Sjónarhæðarsöfnuðurinn heldur
þeim úti. Þar er því haldið fram að
samkynhneigð sé synd og því röng.