Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 19
Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Skrýtið 19
Næturvörður mis-
notaði hundrað lík
n Hafði áður viðurkennt þrjú brot n Sláandi uppljóstrun opnar á skaðabótamál
F
yrrverandi næturvörður í lík-
húsi í Hamilton-sýslu í Ohio
í Bandaríkjunum, Kenneth
Douglas, hefur viðurkennt að
hafa misnotað allt að hund-
rað lík kynferðislega á tímabilinu
1976 til 1991. Hann segir að áfeng-
is- og vímuefnavanda hans sé um
að kenna. Fjölskyldur hinna látnu
fórnarlamba hyggjast leita réttar síns
gagnvart sýslunni.
Sláandi uppljóstrun
Douglas var dæmdur í þriggja ára
fangelsi árið 2008 eftir að hann viður-
kenndi að hafa misnotað lík ungr-
ar stúlku sem var myrt árið 1991. Ári
síðar, meðan hann sat enn í fangelsi,
viðurkenndi hann að hafa misnotað
fleiri lík og var hann dæmdur fyrir
þau brot árið 2012. Ótrúlegt umfang
óhugnanlegra glæpa hans kom þó
ekki í ljós fyrr en nú fyrir helgi þegar
dómstóll úrskurðaði að fjölskyld-
ur fórnarlambanna gætu höfðað
mál gegn Hamilton-sýslu fyrir van-
rækslu. Douglas kom fyrir dóm og
gaf vitnisburð vegna þess máls þar
sem hann viðurkenndi hafa haft mök
við allt að hundrað lík yfir fimmtán
ára tímabil.
Eiginkonan kvartaði
„Ég skreið bara ofan á þau og girti
niður um mig,“ sagði Douglas meðal
annars í vitnisburði sínum þar sem
hann lýsti því hvernig hann bar sig
að. Hann kennir áfengis- og vímu-
efnavanda um gjörðir sínar. „Ef ég
hafði ekkert drukkið þegar ég mætti
í vinnuna þá gerðist ekkert.“
Athygli vekur að eiginkona Dou-
glas, mun hafa kvartað við yfirmenn
hans á sínum tíma að oft væri megn
„kynlífs- og áfengislykt“ af honum
þegar hún sótti hann úr vinnunni.
Þær umkvartanir virðast hins vegar
hafa verið hundsaðar.
Áfrýjun morðingja
Nokkuð athyglisvert er hvernig upp
komst um brot Douglas árið 2008,
17 árum eftir að hann framdi sín
síðustu kynferðisbrot að eigin sögn.
Árið 1991 hafði lík 19 ára stúlku,
Karen Range, verið flutt í líkhúsið
þar sem hann vann eftir hún hafði
verið verið myrt. Morðingi hennar
og nauðgari, David Steffen, fannst
og var dæmdur á þeim tíma en árið
2008 ákvað hann að áfrýja dómnum.
Við upptöku málsins og DNA-rann-
sókn á líkinu fannst erfðaefni Dou-
glas í líkinu og þá komst upp um
allt saman. Hann hlaut þriggja ára
dóm í kjölfar játningar og málið vakti
mikla athygli fjölmiðla. Árið 2012
játaði hann svo á sig fleiri hrottaleg
brot. Meðal annars að hafa at mök
við lík af 23 ára konu, Charlene Appl-
ing, sem var sex mánuði gengin með
barn, en hún hafði verið kyrkt.
Vanræksla stjórnvalda
Eins og sakir standa þá standa
stjórnvöld í Hamilton-sýslu frammi
fyrir miklum fjárútlátum þar sem fyr-
ir liggur að fjölskyldur fórnarlamba
Douglas munu nú geta höfðað
skaðabótamál fyrir alríkisdómstól.
Segja fjölskyldurnar að yfirvöld hafi
vanrækt að gæta jarðneskra leifa ást-
vina þeirra og ættingja í líkhúsinu. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Ég skreið bara
ofan á þau og
girti niður um mig
Næturvörður leitaði
á lík Kenneth Douglas
viðurkenndi fúslega að
hafa misnotað allt að
hundrað lík kynferðislega
í starfi sínu sem nætur-
vörður í líkhúsi í Ohio.
Vímaður í vinnunni Douglas segir að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og vímuefna
þegar hann nauðgaði líkum í Hamilton-líkhúsinu.
Blótaði fyrir framan börnin
Úttauguð móðir kærð eftir uppákomu í matvöruverslun
K
ona ein, Danielle Wolf, fékk
að kenna á því hvernig það er
að búa í Suðurríkjum Banda-
ríkjanna eftir að hún var
handtekin eftir verslunarferð með
fjölskyldunni í North Augusta í Suð-
ur-Karólínu á dögunum. Wolf-fjöl-
skyldan er nýflutt til North Augusta
en bjóst þó ekki við að lítið rifrildi
um brauð ætti eftir að enda með
ósköpum.
Danielle Wolf viðurkennir að hún
hafi gert hastarlega athugasemd
við eiginmann sinn fyrir að kremja
brauðið í innkaupakerrunni þar
sem hann hlóð vörum og varningi
ofan á það. En þá vatt sér upp að
henni önnur kona sem hafði ým-
islegt við munnsöfnuð hennar að
athuga. Sakaði konan Danielle um
að nota F-orðið fyrir framan börn-
in sín.
Þetta orðaskak kvennanna end-
aði með því að lögregla var kölluð til
og svo fór að Wolf var handtekin og
kærð fyrir óspektir á almannafæri.
Wolf hefur nú tjáð sig við staðar-
fjölmiðla um málið og segir að kon-
an sem upphaflega kvartaði undan
munnsöfnuði hennar hafi ekkert
viljað að hún yrði handtekin. „Ég
særði engan og meiddi engan.
Konan sagði að hún ætti rosalega
slæman dag. Þannig að ég býst við
að hún hafi viljað eyðileggja daginn
hjá einhverjum öðrum.“
Þrátt fyrir að Wolf haldi fram sak-
leysi sínu þá segja vitni að hún hafi
í raun ítrekað notað óheflað málfar í
Kroger-matvöruversluninni umrætt
sinn. Wolf mun hafa sæst við kon-
una sem klagaði hana en það breyt-
ir því ekki að hún þarf að mæta fyrir
dóm í næsta mánuði. Þetta er klár-
lega ekki besta leiðin til að kynnast
nýju nágrönnunum í Suðurríkjum
Bandaríkjanna. n
mikael@dv.is
Bannað að blóta Danielle Wolf og fjölskylda fluttu til North Augusta fyrir þremur vikum.
Það er þegar búið að handtaka hana og kæra fyrir óheflað málfar á almannafæri.
Máttu ekki
færa öskukerið
Kevin Lewis og bróðir hans
Travis héldu að það væri lítið
mál að grafa upp öskuker látins
föður þeirra og bróður og flytja
um 16 kílómetra frá Standish í
Maine til Limington í Bandaríkj-
unum. Þeir töldu sig vera í full-
um rétti til þess en annað kom á
daginn. Kevin, Travis og frændi
þeirra Calvin, eru nú sakaðir um
ósæmilega meðferð á jarðnesk-
um leifum vegna rasksins og
þurfa að svara til saka fyrir dóm-
stól í nóvember næstkomandi.
Líklega hefði málið aldrei
komist upp ef fyrrverandi
kærasta hins látna bróður hefði
ekki komist að áformum bræðr-
anna og látið lögreglu vita. Kon-
an hafði jarðsett bróðurinn eftir
að hann lést árið 2007 og nýtti
tækifærið og jarðaði öskuker
föðurins líka en það hafði stað-
ið á heimili ættingja síðan 2003.
Lewis-bræður vildu hins vegar
færa ösku föður síns og bróður á
fjölskyldugrafreitinn. Þeir virð-
ast þó ekki hafa staðið rétt að
málum og var askan færð aftur
á sinn upprunalega stað eftir að
málið komst upp.
Með fasteigna-
gróða í undir-
fötunum
Svo gæti farið að 78 ára gömul
kona tapi 41 þúsund dala sölu-
hagnaði af heimili sínu eftir að
tollverðir á Detroit Metro-flug-
vellinum gerðu seðlana upp-
tæka á dögunum. Hafði hún
troðið seðlabúntum í handfar-
angur sinn, brjóstahaldara og
heilum helling í magabeltið
sitt. Konan, Victoria Faren,
hafði nýlega selt húsið sitt fyr-
ir 120 þúsund dali, eða rúm-
lega 13,8 milljónir króna, þegar
hún var á ferðalagi með dóttur
sinni um flugvöllinn en þegar
hún varð margsaga um hversu
mikinn pening hún væri með
á sér vöknuðu grunsemdir
tollvarða. Faren hafði þegar sent
meirihluta söluhagnaðarins
til Filippseyja en þorði ekki að
senda allan peninginn og hélt
að hún mætti ekki taka seðlana
með sér í flugið. Svo hún ákvað
að smygla restinni. En því miður
fyrir hana hefði hún aðeins þurft
að fylla út eitt eyðublað til að
fá að ferðast með peninginn en
þar sem hún reyndi að smygla
seðlunum þá ber yfirvöldum
engin skylda til að skila þeim.