Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 19.–21. ágúst 2014
Breiðu bökin axla þetta Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Teitur Atlason
Af blogginu
U
mmæli forsætisráðherra
um veiru sem á sér bústað
í erlendu kjöti og breytir
hegðun fólks vakti að sönnu
umtal. Gunnar Karls-
son, skopteiknari Fréttablaðsins,
hitti naglann á höfuðið eins og oft
áður. Hann teiknaði Sigmund Dav-
íð Gunnlaugsson undir áhrifamætti
framsóknarveirunnar sem stýrir
honum til að neyta íslensks kets.
Allt hluti af „stóra plottinu“ sem
á sér orsök í brain-eating-bugs.
Annars voru varnaðarorð Sig-
mundar Davíðs um hegðunar-
breytingar-veiruna í erlendu keti
mjög skrýtin. Sér í lagi ef fréttir allra
síðustu daga um innflutt ket eru
höfð í huga. Hegðunar-breytingar-
veiru-ketið er nú þegar flutt inn
í stórum stíl en það er selt undir
fölsku flaggi og merkt sem íslensk
framleiðsla.
Þetta á við um írska smérið,
megnið af beikoni sem pakkað er
og selt í búðum á Íslandi og frétt-
ir herma að 30 prósent alls nauta-
hakks sem selt er á Íslandi er erlent
að uppruna og morar sjálfsagt af
hegðunar-breytingar-veirunni.
Það mál er reyndar mjög skugga-
legt því kjötið sem flutt er inn er ekki
kallað „hakk“, heldur „hakkefni“
og forsjónin ein má vita hvers kon-
ar uppsóp það er, sem ekki einu
sinni fær flokkunina „hegðunar-
breytingar-veiru-hakk“.
Það er hins vegar verðugt rann-
sóknarefni. Eitthvað segir mér að
„hakkefni“ sé mesta draslið af öllu
draslinu sem fyrirfinnst í kjötfram-
leiðslu. n
Hakkefni og hegðunarbreytingar
Eins og að tala endalaust við sjálfan sig
U
mræða um niðurskurð
í ríkisútgjöldum, m.a.
til heilbrigðismála, hef-
ur verið áberandi og sem
sumir stjórnmálamenn
telja áfram nauðsynlegan. For-
gangsröðun verkefna er hins vegar
oft ansi málum blandin í þjóð-
félaginu og sitt sýnist hverjum.
Munur milli ríkra og fátækra hef-
ur sjaldan verið meiri, á sama tíma
og umræðan um einkavæðingu
heilbrigðisþjónustunnar á ýmsum
stigum er háværari. Ríkisstjórn-
in telur að á því sviði séu helstu
sóknarfærin til sparnaðar í ríkis-
búskapnum og til að bættrar þjón-
ustu.
Afleiðingar langvarandi
skipulagsleysis í heilbrigðiskerf-
inu og lélegrar uppbyggingar
heilsugæslu á höfuðborgarsvæð-
inu ætti hins vegar að vera flest-
um ljós. Í stað uppbyggingar hef-
ur jafnvel verið niðurrif og góðum
stofnunum eins og St. Jósepsspít-
ala í Hafnarfirði lokað. Stórkost-
legum byggingaframkvæmdum á
Landspítala hins vegar lofað ein-
hvern tímann í framtíðinni. Yfir 50
heimilislækna vantar þegar á höf-
uðborgarsvæðinu einu og sumar
heilsugæslustöðvar vart mannaðar
læknum lengur. Þjónustubiðlist-
inn langur og margir bara skráð-
ir á bert malbikið. Bráðaþjónust-
an nálgast hins vegar að vera 10
föld miðað við nágrannalöndin og
bráðalausnirnar miklu fleiri og oft
dýrari. Lyfja- og rannsóknakostn-
aður auk þess mikill þar sem eft-
irfylgnina augljóslega vantar, ekki
síst fyrir langveika, gamla fólkið og
börnin okkar. Allt sem hefur svo
oft verið skrifað um áður.
Þegar bráðveikur einstakling-
ur þarfnast hjálpar, dugar heldur
ekki að ræða byggingaáform há-
skólasjúkrahússins enn einu sinni.
Þjónustuna vantar í dag og lækn-
ana líka. Sama er með þær þús-
undir sem ekki fá hjálp sem þeir
þarfnast í heilsugæslunni. Mik-
il skömm er að því hvernig stað-
ið hefur verið að stjórn heilbrigð-
ismála hér á landi lengi og að nú
skuli jafnvel verið vísað á frjáls-
hyggjuna sem lausn vandans og
sem þegar hefur orðið þjóðfé-
laginu öllu svo dýrkeyptur.
Bráðasta lausnin er að hlúa
að því sem við þegar höfum,
mannauðnum sem þó þegar er
farinn að dreifast um heimsbyggð-
ina og reynsluna sem við búum
að í sjálfri grasrótinni en sem hef-
ur verið gjörsamlega hundsuð. En
eins og svo oft áður, virðist ég ein-
göngu geta rökrætt þessi mál við
sjálfan mig og félaga mína á gólf-
inu og því ekki von á miklu.
Að lokum er samt rétt að vitna
í meira en aldargömul orð lækn-
anna í tímaritinu Eir, alþýðu-
tímariti um heilbrigðismál þess
tíma um læknisþjónustuna og
mikilvægi upplýstrar umræðu um
heilbrigismálin. „Læknisfræðin
hefir að vísu farið mjög fram á
síðustu tímum, en það eru engu
að síður ýmsir sjúkdómar, sem
illa tekst að lækna eða alls ekki ...
Sá kostnaður, sem sjúkdómar og
skammlífi hafa í för með sér fyrir
einstaklinginn og þjóðina í heild
sinni, er ekkert smáræði. Hann er
svo mikill, að fæstir munu renna
grun í hann, og nokkrar bendingar
í þessa átt eru ekki ófróðlegar.“ n
„Bráðaþjónustan
nálgast hins vegar
að vera 10 föld miðað
við nágrannalöndin og
bráðalausnirnar miklu
fleiri og oft dýrari.
Heilbrigðismál
„Þegar bráðveikur
einstaklingur þarfnast
hjálpar, dugar heldur
ekki að ræða bygginga-
áform háskóla-
sjúkrahússins enn einu
sinni. Þjónustuna vantar
í dag og læknana líka.“
Vilhjálmur Ari
Af blogginu
„Sjallar hafa
aldrei talið það
ALVARLEGT ef
þeir brjóta lög og reglur.
En ef einhver annar gerir
það skal beita hörðustu
viðurlögum.“
Sveinn Hansson um viðbrögð
sjálfstæðismanna við ákæru
á hendur aðstoðarmanns
innanríkisráðherra.
„Er 100%
sammála Ólafi
Þ. Harðarsyni
prófessor í viðtali í
kvöldfréttum RÚV. Spyrja
má hvers vegna íslenskir
stjórnmálamenn komast
upp með að sitja áfram
þegar staða þeirra er orðin
slík að í hverju einasta landi
öðru hefðu þeir fyrir löngu
þurft að vera horfnir úr
starfi?“
Arndís Björnsdóttir veltir fyrir
sér viðbrögðum Hönnu Birnu í
lekamálinu.
„Mikið lifandis
ósköp tók það
konuna langan
tíma að átta sig á að hún átti
að láta þennan Gísla hætta
störfum. Svo segir hún af
sér hluta ráðherraembættis
en hefði auðvitað átt að
yfirgefa það allt.“
Jón M Ívarsson um ákæru
á hendur aðstoðarmanns
innanríkisráðherra.
„Hún væri
manneskja með
meiru ef hún sæi
sóma sinn í því að biðjast
afsökunar og víkja, en hey,
við búum á Íslandi þannig
að við skulum ekki búast
við of miklu því niðurstaðan
mun aðeins valda okkur
vonbrigðum.“
Gunnlaugur Sigurðsson um
frétt þess efnis að Hönnu Birnu
finnist ósanngjarnt að hún sé
tengd við lekamálið.
28
25
17
13