Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 36
36 Fólk É g er borgartýpan,“ segir Alma Dögg Torfadóttir, kærasta knattspyrnumannsins og fyrr- um herra Ísland, Garðars Gunnlaugssonar, en parið er flutt frá Akranesi í höfuðborgina. „Við ákváðum að taka þetta skref saman og fengum fína íbúð í Skugga- hverfinu. Auðvitað er þægilegt að vera í litlum bæ upp á börnin að gera en þetta var alltaf draumurinn. Ég hef búið í borginni áður og í Noregi líka og hef alltaf verið meiri borgar- barn.“ Saknar ekki djammsins Alma Dögg, sem er að verða 22 ára, segir lítið mál að vera í sambandi við jafn ráðsettan föður og Garðar en hann á tvö börn með ísdrottn- ingunni Ásdísi Rán og einn eldri son, Daníel, sem nú býr á Siglufirði. „Ég hef alltaf þurft að bera ábyrgð og finnst það lítið mál. Ég er bara heppin að eiga þau að og get ekki ímyndað mér annað en að vera með börnin,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún sakni ekki djammsins. „Annars eru börnin orðin það göm- ul að við getum alveg kíkt út ef við viljum en við veljum að vera frekar heima með börnin. Þar líður okkur best. Þau eru svo stór partur af þessu hjá okkur. Við smullum saman um leið og við Garðar fórum að vera saman. Það var eins og þetta hefði átt að gerast,“ segir Alma Dögg, sem var einnig stjúpmamma í sínu fyrra sambandi. Tæklað með þroska Alma Dögg segir sambandið við barnsmóður og fyrrverandi eigin- konu Garðars, Ásdísi Rán, mjög gott. „Þetta gengi allt frekar brösuglega ef við værum ekki í góðu sambandi. Grunnurinn er að halda samskipt- um góðum – fyrir börnin. Þetta hefur aldrei verið neitt vesen og allt tæklað með þroska og út frá því sem er best fyrir börnin,“ segir hún og þvertek- ur fyrir að það sé ógnandi að hafa ís- drottninguna sjálfa á kantinum. „Við Garðar höfum gengið í gegnum ým- islegt síðan við byrjuðum saman og alltaf hefur Ásdís staðið við bakið á okkur. Hún er alltaf jafn yndisleg. Mér stafar engin ógn af henni.“ Athyglin erfið Alma Dögg starfar sem verslunar- stjóri undirfataverslunarinnar Mary Carmen en Ásdís Rán hefur setið fyrir á auglýsingum fyrirtækisins. „Eigandinn er sameiginlegur vin- ur okkar Ásdísar og það var í gegn- um hana og systur hennar sem ég kynntist honum. Ég vissi því alltaf að hún myndi auglýsa fyrir okkur. Við erum bara fáránlega heppin að fá hana í þetta verkefni.“ Alma Dögg viðurkennir að það hafi verið erfitt að venjast athyglinni sem fylgir sambandinu við Garðar. „Ég er ekki mikið fyrir utanaðkom- andi athygli og fannst þetta mjög erfitt í fyrstu. Ég er nefnilega feim- in týpa. En þetta er víst eitt af því sem fylgir honum og þessu sam- bandi okkar. Ég þurfti að venjast því og finnst þetta allt orðið mun auð- veldara núna. Þetta er vont en það venst,“ segir hún brosandi. Djörf undirföt Varðandi tískuna í undirfatnaði seg- ir Alma Dögg íslenskar konur orðnar djarfari í vali. „Íslenskar konur hafa ekki alltaf verið opnar og hafa hing- að til viljað fela sig á bak við svart, hvítt og þetta beisik en með svona búð, þar sem úrvalið er mikið og verðið gott, þá eru þær að sleppa sér meira. Tískan í dag er djörf og það eru litir í gangi. Eins hafa korsilett verið að koma sterk inn sem og djarfir kjólar.“ Aðspurð segist hún aldrei myndi láta sjá sig í ósamsettum undirföt- um. „Aldrei. Kannski hef ég ein- hvern tímann verið þannig und- ir fötunum en ég myndi aldrei láta neinn sjá mig þannig. Garðar er heppinn. Hans kona er alltaf í flott- um nærfötum. Og það sama á við um eiginmenn þeirra sem ég hef aðstoðað í versluninni,“ segir Alma brosandi að lokum. n Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Fagnaði með kótelettum „Fátt er betra en íslenska lamba- kjötið. Læri eða hryggur með Ora grænum, kartöflum og rabarbara- sultu er með því besta sem hægt er að bjóða upp á.“ Einhvern veg- inn svona hefst iðulega ein spurn- ing í spurningaþætti Vilhelms Antons Jónssonar, Nei hættu nú alveg, á Rás 2. Því þótti við hæfi að Villi skyldi fagna með kótel- ettum í raspi, Ora grænum, rauð- káli, kartöflum, feiti og rabarbara- sultu þegar tökum lauk á fjórðu myndinni með þeim Sveppa og Villa – Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum. Að því tilefni deildi Villi meðfylgjandi mynd á Instagram. Áætlað er að frumsýna myndina í október á þessu ári. M yndin er æðisleg og fangar karaktera okkar mjög vel og hvað þá líkama okkar,“ segir Björk Eiðsdóttir, rit- stjóri MAN, hlæjandi sem fagnaði fertugsafmæli sínu ásamt vinkonu sinni, söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, um síðustu helgi en þær stöllur fengu málaða mynd af þeim í gjöf. Listamaður- inn er fyrrverandi sjónvarpskonan og listakonan Bergrún Íris. „Bergrún er algjör snillingur. Þetta er svo flott mynd og við höfum skemmt okkur mikið yfir henni. Hún nær meira að segja hrukkunum á nefinu á mér.“ Björk segist svífa um á bleiku skýi eftir afmælisfögnuðinn. „Við erum svo þakklát fyrir alla þessa vini. Gleðin var ótrúleg og stemn- ingin frábær. Ég fékk bara móral í gær þegar við fórum að sækja gjaf- irnar enda voru þær óþarfar. Það var alveg nóg að allir kæmu og skemmtu sér með okkur.“ Þær Selma hafa verið vinkonur frá 13 ára aldri. „Við héldum líka upp á þrítugsafmæli okkar saman. Þá vorum við eins klæddar líkt og núna þótt þá hafi sést í aðeins meira hold. Þá héldum við stelpupartí en fað- ir Selmu kvartaði í vísuformi svo við ákváðum að leyfa karlpeningnum að vera með í þetta skiptið.“ Björk segist fagna því að nálgast fimmtugsaldurinn en hún verður fertug í næsta mánuði. „Mér finnst það bara ótrúlega gaman. Það vant- ar alla aldurskomplexa í mig. Líkt og Selma segir; það er betra að vera fer- tugur en að verða ekki fertugur. Við fórum yfir mikið af myndum af þessu tilefni og ég er ekki frá því að við lít- um betur út í dag en þegar við vorum 13 ára. Tískan var ekkert að fara of vel með mann þá.“ Aðspurð segir hún þær ekki vera farnar að skipuleggja fimmtugsaf- mælið. „En ég er farin að hlakka til. Það verður sjúklega gaman.“ n Laus við aldurskomplexa Björk og Selma fengu mynd af sér í afmælisgjöf Æskuvinkonur Selma og Björk héldu einnig upp á þrítugsafmæli sitt saman og voru þá einnig í eins fötum. Afmælisgjöfin Listakonan Bergrún Íris málaði og gaf þeim þessa mynd af þeim. MynD BergruniriS.coM „Mér stafar engin ógn af henni“ n Alma Dögg er kærasta Garðars Gunnlaugssonar Ísdrottningin Ásdís Rán auglýsir fyrir Mary Carmen en Alma Dögg er verslunarstjóri verslunarinnar. Sæt saman Alma segir þau frekar velja að eyða helgunum með börnunum en úti á djamminu. „Garðar er heppinn. Hans kona er alltaf í flottum nærfötum. indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Ástfangin Alma og Garðar eru flutt saman til Reykjavíkur. Stjúpmamma Alma Dögg er alsæl í stjúp- mömmuhlutverkinu. Fallegar Alma og krakkarnir smullu saman strax í byrjun. „Dásamlegt ef allir væru eins og ég“ Grínistinn Þorsteinn Guðmunds- son birti á dögunum svokallaðan vídeóminnismiða á myndbanda- vefnum YouTube. Í honum talar hann aðallega, á afar kómískan hátt, um hversu dásamlegt lífið væri ef allir væru eins og hann. „Væri heimurinn ekki betri ef að fólk væri eins og ég?“ spyr hann. „Jú, ég komst að þeirri niður- stöðu að svo væri.“ Þá talar Þor- steinn einnig um hversu ófor- skammaður hundurinn hans er, milli þess sem hann sýnir hund- inn hlaupa um í bakgrunninum. Hugleikur heiðrar Williams Hugleikur Dagsson, listamaður og grínisti, heiðrar minningu Robins Williams með því að selja eftir- prent í takmörkuðu upplagi til styrktar Barna- og unglingageð- deild Landspítala (BUGL). Á heimasíðu Hugleiks segir að með sölu á þessu verki vilji hann sér- staklega vekja athygli á sjálfsvíg- um. Hlutverk BUGL sé þríþætt; að veita meðferð í formi bráða- og sérfræðiþjónustu, verða leiðandi í kennslu og ráðgjöf til annarra þjónustuaðila um geðheilbrigð- ismál barna og unglinga og að stunda rannsóknir. Myndin er af niðurlútum Anda úr kvik- myndinni Aladdin frá árinu 1992 en Robin ljáði honum rödd sína með eftirminnilegum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.