Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Lögreglumaðurinn hefur áður verið kærður n Saksóknari efaðist um lögmæti handtöku n Ákærður í LÖKE-máli L ögreglumaðurinn sem hef- ur verið ákærður af ríkissak- sóknara í hinu svokallaða LÖKE-máli hefur áður verið kærður vegna handtöku sem hann stóð að samkvæmt heimild- um DV. Lögreglumaðurinn, Gunn- ar Scheving Thorsteinsson, var einn þriggja lögreglumanna sem var kall- aður á vettvang eftir að upp komu deilur á milli farþega og leigubíl- stjóra. Sá fyrrnefndi taldi að leigu- bílstjórinn færi fram á að fá of mikið greitt en sjálfur var hann ölvaður. Samkvæmt heimildum DV varð leigubílstjórinn ósáttur og skoraði maðurinn á hann að hringja í lög- regluna, sem bílstjórinn og gerði. Lögreglumennirnir þrír voru þó sam- mála leigubílstjóranum og hand- tóku manninn. Í framhaldinu tóku þeir veskið af farþeganum gegn hans samþykki og greiddu fyrir farið með greiðslukorti hans. Maðurinn kærði málið þar sem hann taldi lögreglu- mennina hafa brotið á rétti sínum en málið fór þó ekki lengra en inn á borð ríkissaksóknara þar sem upphæðin þótti ekki réttlæta málarekstur fyrir dómi. Saksóknari efaðist þó um lög- mæti handtökunnar og fékk maður- inn upphæðina endurgreidda. Sendi upplýsingar um 13 ára dreng Nú er Gunnar sá eini sem hefur ver- ið ákærður í LÖKE-málinu, en tveir aðrir voru handteknir í tengslum við málið. Annar var starfsmaður hjá fjar- skiptafyrirtækinu Nova en hinn starf- aði hjá lögfræðistofunni Lex. Báðir lágu þeir undir grun í fyrstu en mál- ið var hins vegar látið niður falla hvað þá varðar. Báðir misstu þeir vinnuna vegna málsins en þeir munu ætla að leita réttar síns og fara fram á skaða- bætur frá ríkinu. Hvað Gunnar varðar er hann ákærður fyrir óeðlilegar uppflettingar í LÖKE-kerfinu annars vegar og hins vegar er hann sakaður um að hafa sent félaga sínum upplýsingar úr LÖKE- kerfinu í gegnum Facebook. Alls fletti Gunnar upp 45 konum á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013 sem ríkissaksóknari segir að hafi ekki tengst starfi hans sem lögregluþjóns og hann hafi því misnotað stöðu sína til að afla sér upplýsinga um konurn- ar. Þá segir í ákærunni um Facebook- samskiptin, að þar hafi hann sent upplýsingar með nafni og lýsingu á 13 ára dreng sem hann hafði haft af- skipti af í starfi sínu og upplýsingar um ástæðu afskiptanna, en drengur- inn mun hafa skallað Gunnar. „Fjarstæðukenndar fullyrðingar“ Lögfræðingur Gunnars, Garðar St. Ólafsson, segir að ákæran sé ekki í neinu sambandi við þær fullyrðingar sem fram komu í fjölmiðlum þegar málið komst upp síðastliðinn vetur og kallar þær fjarstæðukenndar. „Skjól- stæðingur minn óskaði hins vegar eft- ir því að það lægi fyrir í fjölmiðlum að ákæra stendur ekki í neinu sambandi við fjarstæðukenndar fullyrðingar fjölmiðla um að hann og vinir hans hefðu deilt upplýsingum um þolend- ur afbrota á lokuðum Facebook-hóp,“ segir Garðar í tölvupósti sem hann sendi til blaðamanns DV. Af ákærunni má ráða að þar hafi heimildarmenn sem fjölmiðlar voru í sambandi við haft rangt fyrir sér, en fleiri en einn fjölmiðill sögðu samskiptin hafa átt sér stað í lokuðum hópi á Facebook. Þess í stað fóru þau fram í gegnum skilaboðakerfi Facebook. Þingfesting málsins fer fram í dag, þriðjudag, en Garðar fór fram á að þinghaldið yrði lokað. Ekki lá fyr- ir hvort dómari hafi orðið við þeirri beiðni þegar blaðið fór prentun. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Ákærður og kærður Lögreglumað- urinn Gunnar Scheving Thorsteinsson hefur áður verið kærður vegna starfa sinna í lögreglunni. Mynd SkjÁSkot aF Facebook „Hefði átt að gerast fyrir löngu“ Dagskrárliðum Rásar 1 fækkað úr um 30 í 4 til 5 Þ essar breytingar eru tilkomnar vegna niðurskurðar frá Al- þingi svo við neyðumst, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að breyta dagskránni,“ segir Magnús R. Einarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, um þær skipulagsbreytingar sem nú standa þar yfir. Magnús starf- aði tímabundið sem dagskrárstjóri útvarpssviðs RÚV á síðasta ári og var meðal umsækjenda um stöðu dag- skrárstjóra, en fékk ekki ráðningu. Vegna niðurskurðar þurfti að draga árlegan rekstrarkostnað Ríkis- útvarpsins saman um 500 milljónir og var tugum starfsmanna sagt upp vegna þess. Það var því viðbúið að einhverjar breytingar yrðu á skipulagi og uppbyggingu dagskrár. breytir hlutverki þula og tæknimanna Magnús segir helstu breytingarnar vera þær að dagskrárliðum fækkar úr um 30 í 4 til 5. Smærri dagskrárbút- ar falla þannig undir stærri dagskrár- liði. „Þetta er aðallega einföldun og hagræðing og hefði átt að gera fyrir löngu.“ Hann segir þetta í raun ekki breyta dagskránni að miklu leyti, að- allega vinnulaginu á bak við hana. Einhverjir dagskrárliðir verða þó teknir út og aðrir taka breytingum. „Það er auðvitað verið að segja upp morgunbæn og kvöldbæn og veðurfréttir breytast líka. Það var löngu kominn tími á það. Þannig það eru töluvert miklar breytingar. Sumar af þeim neyðumst við til að fara út í vegna fjárhagsstöðu, en aðr- ar eru skipulagsbreytingar sem hefði átt að gera fyrir löngu, nútímalegri vinnubrögð.“ Magnús segir þetta hálfgerða nútímavæðingu Rásar 1. Sérhæfingin verði meiri og dagskrár- gerðarmenn komi til með að taka á sig meiri tæknivinnu. „Þetta breytir hlutverki þula og tæknimanna. Þetta er allt önnur aðferð við að búa til út- varpsefni heldur var áður.“ „Þetta er bara fátækt“ Það skipulag sem nú er verið að taka upp á Rás 1 er í raun módel sem var fyrst sett upp árið 1989 og átti að taka í gagnið á þeim tíma. „Þetta er skipulag sem er notað á 90 pró- sentum útvarpsstöðva í heiminum, amerískt fyrirkomulag. Þetta er spurning um rekstur, ekki efni. En það hefur auðvitað einhver áhrif á það,“ útskýrir Magnús. Aðspurður hvers vegna módel- ið virkaði ekki árið 1989 segir Magn- ús ástæðuna frekar einfalda. „Það var allt fullt af smákóngum á þeim tíma, alls konar stjórum. Litlum silkihúfum, allir með titla, skrifstofur og aðeins hærri laun og þeir vildu ekki breyta einu eða neinu. Þeir voru alveg á móti.“ Magnús hefur hins vegar fulla trú á að það gangi vel að innleiða þessar breytingar nú. „Þetta er óhjákvæmilegt. Þetta er bara fátækt og það „meikar sens“ að fara út í þessar breytingar. Það „meik- ar sens“ rekstrarlega og skipulags- lega og að öllu leyti,“ segir Magnús. n solrun@dv.is Miklar breytingar Magnús R. Einars- son, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, segir breytingarnar óhjákvæmilegar. Þær komi bæði til vegna niðurskurðar og nútímalegri starfshátta. Listskautaskóli Bjarnarins í Egilshöll NÁNARI UPPLÝSINGAR VARÐANDI NÁMSKEIÐIN VEITA: Berglind Rós Einarsdóttir, yfirþjálfari s: 899-3058 Erlendína Kristjánsson, skautastjóri s: 697-3990 Kristrún Elva Jónsdóttir, gjaldkeri s: 849-6746 LIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFING SKRÁNING: www.bjorninn.com/list eða gjaldkerilist@bjorninn.com STUNDATAFLA MÁNUDAGAR Svell 17:20 – 17:55 og leikfimi 18:10 – 18:55 LAUGARDAGAR Svell 12:20 – 13:00 Dans yngri 13:20 - 14:00 Dans eldri 11:25 - 12:05 Kennt í litlum hópum og skipt er eftir getu og aldri. Námskeiðinu lýkur með jólasýningu fyrir alla fjölskylduna. NÝ 8 EÐA 15 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 30. ÁGÚST fyrir stráka og stelpur 5 - 11 ára og 12 ára og eldri Frír prufutími!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.