Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Klip Handrit og leikstjórn: Maja Milos. Aðalhlutverk: Isidora Simijonovic og Vukasin Jasnic. „Fjölskylduleyndarmál sem bankar upp á“ n Kvikmyndin Blóðberg tekin upp í Reykjavík n Björn Hlynur leikstýrir myndinni Þ etta gengur glimrandi vel,“ segir Rakel Garðarsdóttir, annar framleiðenda myndarinnar Blóðberg, en tökur standa nú yfir á myndinni. Tökur fara að mestu fram í Reykjavík og nágrenni en kvik- myndin er fyrsta kvikmyndin sem Björn Hlynur Haraldsson leikstýrir. Þær Rakel og Ágústa Ólafsdóttir hjá Vesturporti framleiða myndina í samvinnu við 365 miðla og Pegasus. „Það gengur mjög vel, allir léttir og ótrúlega gaman,“ segir Rakel að- spurð um stemminguna á setti. Dramatísk mynd með gamansömu ívafi Handritið byggist á fyrsta leikriti Björns Hlyns, Dubbeldusch, sem Vesturport sýndi við miklar vinsæld- ir fyrir nokkrum árum. Myndin er gamansöm með alvarlegum undir- tón um venjulegt fólk í mjög óvenju- legum aðstæðum. Myndin fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu sem býr í úthverfi Reykjavíkur. Fjöl- skyldufaðirinn skrifar sjálfshjálpar- bækur til hjálpar samlöndum sínum á meðan móðirin vinnur sem hjúkr- unarfræðingur á spítala og bjargar mannslífum. „Þetta er dramatísk mynd með gamansömu ívafi. Þetta er um fjölskylduleyndarmál sem bankar upp á. Eftir að við settum upp leikritið þá urðum við einmitt vör við það að í flestum fjölskyldum er ein- hvers konar fjölskylduleyndarmál. Myndin er um venjulegt fólk í Reykja- vík sem lendir í mjög óvenjulegum aðstæðum,“ segir hún. Miklir fagmenn Rakel segir hópinn sem stendur að baki myndinni vera góðan og þétt- an. „Þetta er svakalega gott og traust „crew“ – toppmannað í allar stöður og því gengur vélin eins smurð og hægt er,“ segir Rakel sem stödd var í tökum þegar DV náði tali af henni. „Það eru svo miklir fagmenn í öllum stöðum og það skiptir ótrúlega miklu máli. Það sér bara hver um sitt og þetta gæti held ég bara varla gengið betur,“ segir hún. Leyfa fólki að fylgjast með Hópurinn sem stendur að baki myndinni er duglegur að leyfa fólki að fylgjast með tökunum og setur reglulega inn myndir á Facebook- og Instagram-síðu myndarinnar. Nokk- uð sem telst líklega frekar óvenjulegt þar sem yfirleitt er reynt að halda myndum frá setti leynilegum með- an á tökum stendur. „Við viljum bara leyfa þeim sem vilja fylgjast með að gera það. Við erum samt ekki að þröngva þessu upp á neinn og þess vegna er þetta bara í sér grúppu á Facebook en hún er opin og hver sem er getur gengið í grúppuna.“ Miklir fagmenn Hópurinn fór líka kannski heldur óvenjulega leið til þess að fá aukaleikara í myndina. Auglýst var eftir fólki sem vildi taka þátt og við- tökurnar létu ekki á sér standa. „Við vildum leyfa almenningi að taka þátt ef það vildi einhver prufa og spreyta sig í að vera aukaleikari. Við fengum alveg rosalega mikið af pósti frá fólki sem vildi vera með, við erum búin að vera nýta það og það hefur bara gengið vonum framar. Þetta eru bara allt alveg ótrúlega miklir fagmenn og hafa staðið sig vel.“ n Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Myndin er um venju- legt fólk í Reykjavík sem lendir í mjög óvenjulegum aðstæðum Á setti Rakel er hér fyrir miðju. Nóg um að vera Hér eru tökur á garð- veislu í gangi. Fjölmargir aukaleikarar tóku þátt í þeirri senu. Tökur Hér eru tökur í fullum gangi. 45 þúsund séð Vonarstræti Kvikmyndin Vonarstræti held- ur sigurgöngu sinni áfram en myndin er aðsóknarmesta mynd ársins hér á landi. Myndin hefur nú verið þrettán vikur í sýningu og hafa rúmlega 45 þúsund manns séð myndina. Samkvæmt að- sóknarlista SMÁÍS sáu 616 manns myndina í síðustu viku, sem er nokkuð meira en í vikunni þar á undan. Aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin frá upphafi er Mýr- in með 84 þúsund áhorfendur. Í öðru sæti eru Englar alheimsins með 82 þúsund áhorfendur og í því þriðja Bjarnfreðarson með 67 þúsund áhorfendur. Barnaópera í Hörpu Ein frægasta ópera Mozarts, Töfraflautan, verður sett upp í nýrri útgáfu fyrir börn hinn 16. nóvember næstkomandi í Norð- urljósasal Hörpu. Verður þetta jafnframt fyrsta barnaóperan sem sýnd verður í Hörpu. Óper- an fjallar um ránið á hinni fallegu Paminu, dóttur Næturdrottn- ingarinnar, og raunum prinsins Tamino, er hann yfirstígur mikla erfiðleika til að frelsa Paminu frá Sarastro konungi. Edda Austmann mun fara með hlutverk Paminu og þá verður Gissur Páll Gissurarson í hlutverki Tamino. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson og með leik- stjórn fer Ágústa Skúladóttir. Undarlegt ástarlíf Serba Dómur um kvikmyndina Klip V ið fyrstu sýn mætti halda að myndin Klip væri nokkurs konar fantasía miðaldra karla um líf unglingsstúlkna. Þær gera ekki annað en að raka á sér skapahárin, pósta nektarmyndum af sér á Facebook og eru aldrei einar inni í herbergi án þess að dansa um á nærfötunum. Því kemur á óvart að leikstjóri Klip er ekki loðinn og sveittur Serbi, heldur þvert á móti hin rétt þrítuga leikkona, Maja Milos, sem er hér með sína fyrstu mynd. Söguhetja myndarinnar ger- ir fátt annað en að hella sig fulla og sofa hjá skólatöffaranum sem niðurlægir hana æ meira eftir því sem á líður. Hvort þetta er raun- sönn lýsing á lífi serbneskra ung- lingsstúlkna veit ég ekki, en sér- staklega góð bíómynd er það ekki. Persónurnar eru lítið aðlaðandi en svo sem trúverðugar. Skólatöffar- inn lemur minni máttar til að ganga í augun á stelpunum með góð- um árangri. Stúlkan sjálf er heldur ekki spennandi karakter, er sama þótt faðir hennar liggi fyrir dauðan- um og krefur mömmuna um pen- ing án þess að sýna fjölskyldu sinni nokkurn áhuga. Mikið er síðan sof- ið hjá og allt að sjálfsögðu tekið upp á síma eins og nafnið bendir til. Þó leka þessi myndbönd aldrei á netið, sem hefði gert meiri drama og gef- ið öllum þessum ríðingum ein- hvern tilgang. Allar þessar klám- senur verða brátt álíka þreytandi og ... tja, klám. Nokkrar myndir hafa verið gerðar undanfarið um öm- urlegt líf unglingsstúlkna af fátæku foreldri, svo sem Fish Tank sem sýnd var á RIFF um árið. Flestum tekst að koma sínu til skila án þess að notast jafn mikið við samfarir, en tekið er fram undir lokin að engin ungmenni hafi raunverulega ver- ið notuð í senum þessum. Vissu- lega er hér engin glansmynd dregin upp, en ekki er ljóst hvað er verið að gagnrýna annað en að sjálfsagt þyk- ir að hafa mök fyrir framan mynda- vélar. Vissulega segir strákurinn á einum stað að Kosovo tilheyri Serb- Þátttöku- gjörningur á Menningarnótt Meðal viðburða á Menningarnótt, sem haldin verður á laugardag, er þátttökugjörningur Snorra Ás- mundssonar þar sem gestum og gangandi býðst meðal annars að sitja fyrir. Um árabil hefur Snorri tekið tveggja mínútna löng víd- eó-portrett af fólki í sínu nánasta umhverfi. Meðal þeirra sem hafa tekið þátt í því eru þjóðþekktir einstaklingar á borð við Gunnar Nelson, Einar Örn Benediktsson, Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð og Krumma Björgvins- son. Gjörningurinn fer fram í Listasafni Íslands milli kl. 17 og 19 á laugardag og er öllum velkomið að taka þátt í honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.