Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21 M ikill misskilningur ríkir meðal landsmanna um hvert markmið hinna háu verndartolla á inn- fluttar landbúnaðarvör- ur sé og eigi að vera. Þegar útlent nautahakk hækkar um 15% eins og sagt hefur verið frá í fréttum, er það einfaldlega vegna þess að nákvæm- lega sú hækkun varð fyrst á verði ís- lensks nautahakks. Sú hækkun var auðvitað óhjákvæmileg vegna þess að innlendir framleiðendur gátu ekki svarað eftirspurn eftir hakk- inu og því hlaut verðið auðvitað að hækka. Ef tollverndin á innfluttu nautahakki hefði ekki hækkað til samræmis hefði innflutt nauta- hakk orðið ódýrara en það íslenska og það skapað verulega hættu fyr- ir bæði innlenda neytendur og er- lent kúakyn. Hefði innflutta nauta- hakkið ekki hækkað til samræmis við verðhækkunina á því íslenska hefðu íslenskir neytendur farið að gúffa í sig ódýra útlenda hakk- inu. Þegar við bætist svo neysla er- lendra ferðamanna í landinu, sem líka hefðu þá gúffað í sig þessu ódýra útlenda hakki, hefði naut- gripastofninum í Evrópu – svo ekki sé talað um í Bandaríkjunum – verið stefnt í stórhættu. Hætt væri við að étið hefði verið meira en stofnarnir þyldu. Tvíþættur tilgangur Því til viðbótar koma svo heilbrigð- isvandamál landsmanna sjálfra. Í Afríku til að mynda herjar Ebólu- sýking (sbr. Kúabóla, – stórhættu- legur sjúkdómur, sem margir Ís- lendingar munu hafa dáið úr). Í Bandaríkjunum er þjóðin, ekki hvað síst í Texas og öðrum naut- griparæktarríkjum, með svonefnd- an „hamborgararass“ Sá er til orðinn vegna óhóflegrar notkunar stera við framleiðslu nautakjöts, en sterar eru eins og alþjóð veit ekki í notkun hér á Íslandi nema í vaxtar- rækt. Alls ekki hjá íslenskum naut- gripabændum – nema þeir séu líka í vaxtarrækt. Í Úkraínu ríkir styrj- aldarástand, í Rússlandi ríkir Pútín og í Evrópusambandinu ríkir upp- dráttarsýki. Hvernig halda menn svo að nautgripirnir séu til heils- unnar í þessum löndum? Halda menn að það sé til þarfa að Ís- lendingar fari að gúffa í sig nauta- hakki frá þessum löndum? Og bjóða svo útlendum gestum sínum upp á það hið sama? Allir áhrifamenn á Íslandi Nei, kæru landsmenn. Háir verndartollar á útlent nautahakk þjóna tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir ofneyslu á kjöti úr erlendum stofnum og þannig vernda verndartollarn- ir sjálfbærni erlendrar nautgripa- ræktar. Sjálfbærni í landbúnaðar- framleiðslu er þjóðlegt stefnu- og baráttumál allra sannra Íslendinga – og jafnvel einhverra útlendinga líka. Ástæðulaust er með öllu að Ís- lendingar og útlendir ferðamenn á Íslandi séu að gúffa í sig hökk- uðum erlendum nautgripum á spottprís þegar brýna nauðsyn ber til þess að standa dyggilegan vörð um sjálfbærni í búskap allra þjóða. Síðari tilgangurinn lýtur svo að heilsufari landsmanna sjálfra. Vill nokkur Íslendingur éta í sig e- bólu (sbr. Kúabólu), hamborgara- rass nú eða uppdráttarsýki eins og í Evrópu? Vilja menn taka áhættuna á að sjálfur hugsunarháttur lands- manna breytist til stórskaða, eins og forsætisráðherrann okkar hef- ur bent á að orðið geti fari menn að éta útlent kjöt? Auðvitað ekki. Eða svo segir hún Sigrún Magnúsdóttir. Já – og kaupfélagsstjórinn í Skaga- firði. Og sjálfur forsætisráðherrann! Vel á minnst. Svo segja allir áhrifa- menn á Íslandi! Hvað um hana Ragnheiði Ríkharðsdóttur, spyr þú? Já, hvað um hana? Hún hefur engin áhrif. Davíð sér um það. n Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Ég velti þessu aldrei neitt sérstaklega fyrir mér Fyrir okkur var þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti Ég er síkátur Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri velti kynhneigð sinni ekki mikið fyrir sér í æsku. – DV Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir ræðir um sjálfsvíg sonar síns. – DVJakob Frímann Magnússon er sáttur við lífið og tilveruna. – DV „Halda menn að það sé til þarfa að Íslendingar fari að gúffa í sig nautahakki frá þessum löndum? Og bjóða svo útlendum gestum sínum upp á það hið sama? Að gúffa í sig hakkinu Sighvatur Björgvinsson Kjallari Myndin Margt að skoða Þessir ferðalangar voru einbeittir með myndavélarnar þegar ferjan Baldur kom í höfn í Flatey á leið sinni yfir Breiðafjörð um liðna helgi. Mynd SiGTryGGur Ari Mest lesið á DV.is 1 Ólafsfirðingar anda léttar „Að sögn heimildar- manns DV í Ólafsfirði er innbrotahrinan sem staðið hafði yfir um nokkurt skeið nú lokið. Að hans sögn er stúlkan sem sögð var standa að baki innbrotunum flutt úr bænum. Hann segir að góðkunningi lögreglunnar sem búsettur er á Akureyri hafi verið í heimsókn í Ólafsfirði síðastliðna helgi og var því nokkur kurr í bæjarbúum.“ 23.841 hafa lesið 2 Efna til mótmæla við útför Williams Meðlimir hins hatursfulla sértrúarsöfnuðar Westboro Baptist Church hyggjast efna til mótmæla við útför leikarans Robin Williams. Talið er að ástæðan sé umburðarlyndi leikarans gagnvart samkynhneigð, en aðallega einnig sú staðreynd að Williams lék samkyn- hneigðan föður í myndinni Birdcage árið 1996. 19.431 hafa lesið 3 Hermdi eftir Elvis og missti fótinn „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Jósef „Elvis“ Ólason, Elvis-eftirherma og einn helsti aðdáandi Elvis Presley hér á landi. Á laugardag stendur Jósef fyrir Elvis-hátíð á Gullöldinni í Grafarvogi ásamt öðrum aðdáendum söngvarans en þar verður kóngurinn heiðraður með söng og samlokuáti. 16.109 hafa lesið 4 „Málinu er algjörlega lokið með fullum sáttum“ Fyrsta heila leikhúsár nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins er handan hornsins. Kristín Eysteinsdóttir tók eftirminni- lega við starfi Magnúsar Geirs Þórðarsonar þegar hann hvarf skyndilega á nýjan vettvang fyrr á þessu ári. Kristín segist full tilhlökkunar fyrir nýju leikári og lofar sannkallaðri flugeldasýningu í vetur. 15.661 hafa lesið 5 Vafasamt innheimtu-bréf Hilmars „Ef það er hægt að sanna að þetta er eitthvað sem er ekki satt, og lögmaðurinn viti það, þá er þetta hiklaust á gráu svæði,“ svarar Anna Lilja Hallgrímsdóttir, lögfræðingur Lögmannafélags Íslands, spurð um hvort eðlilegt sé að lögmaður leggi fram kröfu um endurgreiðslu á aðila sem sem aldrei hafi fengið greitt. 12.686 hafa lesið 6 Keyrði yfir hnúfubak á sjóþotu: „Hjartað tók smá aukakipp“ Brynjar Þór Gunnarsson og vinur hans, Hjörleifur Björnsson, voru búnir að keyra allan Skagafjörðinn í dag á sjóþotum þegar þeir hugðust halda heim á leið til Sauðárkróks. 11.906 hafa lesið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.