Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 19.–21. ágúst 201428 Lífsstíll S érfræðingar eru sammála um að mataræði sem inni- heldur fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti er besti kosturinn. Ávext- ir innihalda nauðsynleg næringar- efni, trefjar og hafa jákvæð áhrif á heilsuna. Hins vegar er gott að hafa í huga að líkt og á við um allan mat þá innihalda sumir ávextir fleiri hitaeiningar en aðrir og þá er magn sykurs einnig mismunandi milli tegunda. Munið að allir ávextir eru holl- ir og ljúffengir svo haldið áfram að neyta þeirra. Þrátt fyrir að sumir ávextir innihaldi meiri syk- ur en þig hefði grunað þá er það ekki sambærilegt sælgætisáti. Heimasíðan Kitchen Daily hef- ur tekið saman bestu og verstu ávextina en verstu ávextirnir eru þeir sem innihalda meira en tíu grömm af sykri og eru hita- einingaríkari en aðrir. Bestu ávextirnir Njóttu þessara ávaxta í eins miklu magni og þú vilt. Þeir innihalda minni sykur en aðrir og eru stút- fullir af andoxunarefnum, krabba- meinshamlandi efnum og öðrum efnum sem stuðla að betri heilsu. Bláber Bláber er sá ávöxtur sem inniheldur mest magn andoxunarefna. Bláber eru með afar lágan sykurstuðul og eru sögð sérstaklega góð fyrir fólk með sykursýki. Vatnsmelóna Vatnsmelónur eru 82 prósent vatn og hið fullkomna sumarsnarl. Þó svo að vatnsmelón- ur innihaldi sykur þá eru líkur á því að þú látir nokkrar sneiðar af henni duga, en fáir þér ekki heila melónu í einni setu. Þá hafa rannsóknir sýnt að vatnsmelónuát hafi jákvæð áhrif á bæði blóðsykur og blóðþrýsting. Hindber Hálfur bolli af hindberjum inni- heldur aðeins 2,7 grömm af sykri. Flest kolvetni berjanna eru vegna trefja sem síð- an hjálpa til við að minnka hungurtilfinningu milli mála. Sítróna Sítrónur innihalda lít- inn sykur, mikið af C- vítamíni og þá hafa rann- sóknir sýnt að þær koma í veg fyrir liðagigt. Sítróna er frá- bær bragðbætir, svo ekki vera feim- inn við að bæta sítrónusafa út í teið þitt, í kjúklingarétt- inn og pastað. Gúava Tæplega hundrað grömm af gúavaávöxt- um innihalda innan við fimm grömm af sykri. Þetta eru góðar fréttir því neysla á gúava styrkir sjónina, kem- ur í veg fyrir krabbamein og stuðlar að þyngdartapi. Greipaldin Hálft greipaldin inniheldur að- eins átta grömm af sykri og þá er greipaldin einnig mjög ríkt af C- vítamíni. Jarðarber Rauði liturinn í jarðarberj- unum merkir að þau eru stút- full af næringarefnum. Fenólsýran, sem stuðlar að rauða litnum, hjálp- ar einnig til við að halda blóðsykrin- um í jafnvægi. Bolli af jarðarberj- um inniheldur aðeins sjö grömm af sykri sem gerir þessi girnilegu ber til dæmis að frábærum valkosti í eftir- rétt. Boysen-ber Þessi ber eru svokallaðir blendingar af brómberjum og hindberjum. Bolli af boysen-berjum inniheldur aðeins níu grömm af sykri og þau eru full af trefjum, fólínsýru, C-vítamíni og kalíni. Brómber Í einum bolla af brómberjum eru 4,8 grömm af sykri sem gera þau að hin- um fullkomna bita milli mála. Þá eru brómber einnig góð fyrir hjartað. Trönuber Sumum þykja trönuber bitur á bragðið sem stafar af litlu sykurmagni. Þau eru einnig rík af C-vítamíni og öðrum heilsueflandi efnum. Verstu ávextirnir Ekki hafa neinar áhyggjur. Þess- ir ávextir eru ekki svo slæmir að þú ættir að sniðganga þá með öllu. Þeir innihalda þó töluvert meira af sykri og hitaeiningum en framan- greindir ávextir. Þess vegna væri betra að neyta þeirra í hófi. Fíkjur Ferskar fíkjur innihalda mikið af trefjum og geta hjálpað til við að halda blóðþrýstingi í jafnvægi. Hins vegar er sykurmagnið einnig mikið – 100 grömm af hráum fíkjum inni- halda um 16 grömm af sykri. Bananar Banani er frábær staðgengill orku- stykkja fyrir æfingu. Bananar eru fullir af kalíum og eru auðmelt- anlegir. Hins vegar er gott að hafa í huga að meðalstór banani inni- heldur allt að 14 grömmum af sykri. Mangó Mangó er fullur af góðum næring- arefnum, C-vítamíni, A-vítamíni og B6. Mangó er afar bragð- gott en inniheldur hins vegar mjög mikið af sykri. Eitt mangó inniheld- ur 31 gramm af sykri, svo farðu sparlega með það. Granatepli Granateplafræ eru mjög bragð- góð en heilt granatepli inniheld- ur hins vegar 39 grömm af sykri. Því er betra að setja nokkur fræ út á hreina jógúrt í stað þess að borða allan ávöxtinn. Þrátt fyrir hátt sykurhlutfall hefur granatepli góð áhrif á hjartað og er sagt hægja á öldrun. Kirsuber Kirsuber eru stútfull af C-vítamíni, sem er frábært í baráttunni við sjúk- dóma, en hundrað grömm af kirsu- berjum innihalda samt 13 grömm af sykri. Epli „Epli á dag kemur heilsunni í lag.“ Þetta orðatiltæki á fullkomlega rétt á sér því epli hafa jákvæð áhrif á blóð- sykurinn. Hins vegar inniheldur eitt meðalstórt epli 19 grömm af sykri. Vínber Einn bolli af vínberjum inniheldur 15 grömm af sykri. Samt sem áður þá minnka vínber líkurnar á sykursýki, háum blóðþrýstingi og hjartasjúk- dómum. Þurrkaðir ávextir Þurrkaðir ávext- ir eru afar bragð- góðir og þægilegt snarl. Þeir inni- halda hins vegar mun meira af sykri en ferskir ávextir. Þá inni- heldur einn bolli af rúsínum um 434 hitaeiningar. Settu endilega rúsínur út á hafragrautinn á morgnana en forðastu að borða allan rúsínupok- ann milli mála. Ananas Neysla á ananas er frábær leið til að fá góðan skammt af C-vítamíni á skömmum tíma og þá hefur an- anas góð áhrif á meltinguna. Mundu samt að einn bolli af ananas inni- heldur 16 grömm af sykri svo það er betra að neyta hans í hófi. n Sykur Ávextir eru hollir en sumir innihalda mikinn ávaxta- sykur. Bestu og verstu ávextirnir Tíu ávextir sem þú ættir að háma í þig og níu sem þú ættir að neyta í hófi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.