Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 19.–21. ágúst 201418 Fréttir Erlent E bólufaraldurinn í sem hófst í Vestur-Afríku í mars er sá versti frá upphafi. Síðan þá hafa rúmlega 1.800 manns greinst með veiruna og af þeim hafa rétt rúmlega þúsund lát- ist. Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu sjúkdómsins og telja margir sér- fræðingar að mun fleiri muni koma til með að liggja í valnum og að sjúk- dómurinn muni breiðast út fyrir Afr- íku áður en langt um líður. En fróðlegt er að skoða upp- runa sjúkdómsins, hvers eðlis hann er, hvaða meðferðarúrræði eru til og hvernig yfirvöld ætla að takast á við þennan stærsta Ebólufaraldur sögunnar sem nú geisar. Var grunlaus um hættuna Árið 1976 var 27 ára Belgi, Peter Piot, við vinnu á rannsóknarstofnun í hitabeltissjúkdómum í Antwerpen, þegar honum barst einkennileg sending. Sendingin var hitabrúsi, sem í voru tvö hylki með blóðsýn- um, ásamt ísmolum. Sendingin kom frá samlanda Piots, sem var þá starf- andi sem læknir í Afríkuríkinu Zaír, sem heitir í dag Lýðveldið Kongó. Með brúsanum fylgdi orðsending frá lækninum sem sagði að blóðið væri úr belgískri nunnu sem bjó á svæð- inu, sem hefði veikst af dularfullum sjúkdómi sem hann gæti ekki greint. Óhefðbundin veira Hylkin með blóðinu voru flutt með farþegaflugi í handfarangri og þegar þau bárust Piot hafði annað þeirra brotnað og hafði blóðið lekið úr því. Piot, sem hafði engan grun um hversu hættulegan sjúkdóm hann var að handleika, tók hitt hylk- ið og setti sýni undir smásjá. Það sem hann sá þegar hann leit í smá- sjána kom honum á óvart. Risavaxin hlutur (í það minnsta á veiruskala), sem líktist einna helst ormi, blasti við honum. Veiran var ólík flestum öðrum vírusum sem hann hafði séð áður, en líktist þó einna helst svoköll- uðum Marburg-vírus, sem herjaði á fjölda fólks seint á sjöunda áratugn- um, meðal annars í borgunum Mar- burg og Frankfurt. Marburg-vírus- inn var talinn hafa smitast í menn frá öpum sem fluttir voru á rannsóknar- stofu í Þýskalandi frá Úganda. Áin Ebola Eftir uppgötvunina hefur Piot sagt að hann hefði fundið fyrir spennu; hann hafði uppgötvað eitthvað nýtt. Tveimur vikum síðar var hann mættur til Kinshasa, höfuðborgar Kongó, og hóf rannsóknir á sjúk- dómnum dularfulla, sem síðar fékk heitið Ebóla og var nefndur eftir ná- lægri á. Piot sagði í viðtali hjá BBC að hræðsla við sjúkdóminn hafi ver- ið áberandi. Til að mynda stöðvuðu flugmennirnir sem lentu með Piot á flugvellinum í Kongó ekki hreyfla vélarinnar þegar þeir hleyptu hon- um út. „Þegar þeir fóru kölluðu þeir „Adieu.“ Frakkar segja oftast „au revoir,“ sem þýðir sjáumst síðar, en þegar þeir segja „adieu“ er það eins og að segja „ég sé þig aldrei aftur,“ sagði Piot. Síðan þá hefur Piot með- al annars fengist við rannsóknir á veirunni og hefur farið marga leið- angra til Afríku í þeim tilgangi. Hræðilegar afleiðingar Síðan 1976 hafa nokkrir stofn- ar Ebóluveiru fundist, sem all- ir hafa það sameiginlegt að vera mjög hættulegir og erfiðir meðferð- ar. Einnig er erfitt að rannsaka sjúk- dóminn og er hann til dæmis í fjórða og jafnframt hæsta hættuflokki þegar kemur að öryggisráðstöfunum sem rannsóknarstofur þurfa að hafa til að geta meðhöndlað hann. Til saman- burðar má nefna að lifrarbólga A, B og C eru í flokki tvö og HIV er í flokki þrjú. Ebóluveiran smitast milli manna þegar þeir komast í snertingu við húð eða líkamsvessa smitaðs einstak- lings eða dýrs, til dæmis apa eða leð- urblakna. Fólk getur einnig smitast með því að komast í snertingu við sýkt yfirborð hluta eða sprautunálar. Ebóla smitast ekki gegn um loft, vatn eða matvæli. Þá geta sýktir einstak- lingar sem sýna engin einkenni ekki smitað aðra. Þegar einstaklingur smitast minna einkennin fyrst um sinn helst á flensu eða kvef. Einkennin koma fram 2–21 degi eftir smit. Viðkom- andi getur fengið háan hita, höfuð- verk, liðverki, eymsli í hálsi, maga- verk og gæti misst matarlyst. Þegar lengra líður frá því að viðkomandi smitast geta alvarlegri einkenni gert vart við sig, til að mynda innvortis blæðingar. Þá getur einnig blætt úr eyrum, augum og nefi. Einnig hósta sumir upp blóði eða fá blóðugan niðurgang. Ebóla er mjög skæður sjúkdóm- ur og getur valdið dauða í mjög stór- um hluta tilfella, eða allt frá 50–90%. Engin sérstök lyf eru til við sjúk- dómnum og ekkert bóluefni er enn til við veirunni. Meðferð felst einna helst í því að forða líkamanum frá of- þornun. Faraldurinn í ár sá skæðasti Sem fyrr segir er faraldurinn sem geisar nú í Vestur-Afríku sá lang- skæðasti frá því að sjúkdómurinn var uppgötvaður fyrir tæpum fjórum áratugum. Í þeim faraldri létust 280 manns af þeim 318 sem greindust með sjúkdóminn. Aðrir skæðir far- aldrar hafa skotið upp kollinum síð- an, til dæmis árið 1995 þegar 254 lét- ust í Kongó og árið 2000 létust 224 í Úganda. Búið er að rekja uppruna far- aldursins í ár til tveggja ára drengs sem bjó í litlu þorpi í suðaustur- hluta Gíneu. Faraldurinn er nú bú- inn að dreifa sér til Líberíu og Síerra Leóne. Þá hafa sýktir einstaklingar einnig látist af völdum sjúkdóms- ins á Spáni og Sádi-Arabíu, en þeir voru fluttir til heimalands síns eftir að hafa sýkst í Afríku. Það sem gerir tilfellin í ár sérstök er sú staðreynd að oftast smitast nokkrir tugir einstaklinga á tveggja til þriggja vikna tímabili og eftir það dalar smittíðnin. Einn læknir sagði í viðtali við fjöl- miðla að yfirvöld hafi verið sofandi á verðinum í þetta skiptið og því hafi sjúkdómurinn grasserað og dreift sér það mikið að erfitt hefur reynst að ná tökum á honum. „Þetta er eins og að reyna að skipta um dekk í miðjum fellibyl,“ sagði læknirinn. Heilbrigðisstofnun Bandaríkj- anna líkir baráttunni við að slökkva eld. Ef ekki er slökkt í hverri einustu glæðu eru líkur á að hann blossi upp aftur. Óþarfi að óttast smit Þó að faraldurinn berist fremur hratt milli manna í Vestur-Afríku eru litlar líkur á að Íslendingar eða vel flestir Vesturlandabúar þurfi að óttast víðfeðman faraldur. Bandaríski læknirinn Scott Gott- lieb er pistlahöfundur fyrir tímaritið Forbes. Hann skrifaði á dögunum grein um hvaða áhrif það hefði ef smit greindist á bandarískri grund. Hann segir að skelfing og ótti munu að öllum líkindum grípa samlanda sína. En hann segir jafnframt að það verði auðvelt að halda smiti í skefj- um og nefnir hann nokkra þætti sem því valda. Í fyrsta lagi er auðvelt að greina einstaklinga sem eru byrj- aðir að sýna einkenni og einangra þá ef þeir eru smitaðir. Einnig eru innviðir heilbrigðiskerfis Bandaríkj- anna og annarra Vesturlanda bet- ur í stakk búnir til að takast á við svona faraldur heldur en vel flest Afríkuríki. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Ebóluveiran mis­ kunnarlaus böðull n Ebóluveiran hefur dregið rúmlega 1.500 manns til dauða frá því hún var uppgötvuð árið 1976 „Þetta er eins og að reyna að skipta um dekk í miðjum fellibyl Mikill við- búnaður Þeir sem vinna við rannsóknir á Ebóluveirunni þurfa að gæta ítrustu varkárni Veiran Ebóluveiran er ófrýnileg. Hún er mjög stór sé miðað við aðrar veirur. Hræðilegar afleiðingar Veiran herjar á frumur líkamans og veldur miklum blæðing- um hjá sýktum einstaklingum. Hert landamæraeftirlit Landamæravörður í Nígeríu mælir komufarþega með innrauð- um hitamæli. Piot á vettvangi Peter Piot ferðaðist að miðju stormsins í Kongó og rannsakaði dular- fulla sjúkdóminn, sem síðar fékk heitið Ebóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.