Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 19.–21. ágúst 201414 Fréttir Viðskipti
Hugverk poppara borga
hægt upp Baugslán
n Fyrirtækið með neikvæða stöðu upp á 136 milljónir króna
E
ignarhaldsfélagið sem stofn-
að var utan um fjárfestingu á
hugverkaréttindum nokkurra
íslenskra tónlistarmanna
árið 2006 stefnir í þrot. Fé-
lagið heitir Hugverkasjóður Íslands
ehf. Samkvæmt nýjasta birta árs-
reikningi félagsins, fyrir árið 2013,
er eiginfjárstaða þess – eignir mín-
us skuldir – neikvæð um rúmlega
136 milljónir króna. Félagið er í eigu
fjárfestingarbankans Straums sem
stýrir eina hluthafa þess, Stoðum In-
vest ehf., eftir að hafa yfirtekið félag-
ið eftir hrunið. Stoðir Invest var félag
sem tengdist Baugi hf. í gegnum FL
Group, síðast Stoðir hf. Gengið var frá
ársreikningi félagsins í lok júní síð-
astliðinn.
Keypti réttinn af lögunum
Hugverkasjóðurinn er enn eitt dæm-
ið um það frá árunum fyrir hrun
hvernig fjárfestingarfélög og sjóð-
ir voru farin að teygja sig inn á ólík-
legustu svið mannlífsins. Tónlistar-
menn, sem áður höfðu sjálfir átt rétt
á sínum hugverkum og notið hagn-
aðarins af honum í gegnum stefgjöld,
seldu réttinn af þessum listaverk-
um til fyrirtækis sem safnaði saman
slíkum verkum frá mörgum aðilum
á einn stað. Markmiðið var svo að
reyna að hámarka arðsemina af þess-
um hugverkum. Tónlistarmennirnir
fengu svo greiddar peningaupphæð-
ir, eingreiðslur eða nokkrar greiðsl-
ur, fyrir réttinn af verkunum sínum.
Meðal þeirra sem seldu réttinn af
hugverkum sínum inn í félagið voru
Bubbi Morthens, Gunnar Þórðar-
son, Helgi Björnsson, Valgeir Guð-
jónsson, Jakob Frímann Magnús-
son, Björn Jörundur Friðbjörnsson
og Guðmundur Jónsson, lagasmiður
og gítarleikari Sálarinnar hans Jóns
míns.
Samtals 150 milljónir króna
Tónlistarmennirnir fengu samtals
um 150 milljónir króna fyrir réttinn af
hugverkunum og var greitt fyrir hann
með láni frá Stoðum Invest. Lánið frá
Stoðum Invest stendur nú í tæplega
210 milljónum króna og var greitt
niður um rúmar 20 milljónir króna í
fyrra. Félagið getur greitt niður lánið
vegna þess að það fær tekjur á hverju
ári af hugverkum tónlistarmannanna
sem seldu réttinn af tónlist sinni
inn í félagið. Í fyrra var það fyrrum
eignarhaldsfélag Valgeirs Guðjóns-
sonar, Gott betur ehf., sem skilaði
mestum tekjum inn í félagið, samtals
tæplega þremur milljónum, á með-
an félag sem áður var í eigu Gunnars
Þórðarsonar, Arpeggio ehf., skilaði
tæplega 1.700 þúsund krónum inn í
fyrirtækið.
Bubbi keypti lög sín út
Gunnar var sá tónlistarmaður sem
fékk næsthæstu greiðsluna fyrir tón-
list sína, 26 milljónir króna, en sá
sem fékk hæstu greiðsluna var Bubbi
Morthens, 36 milljónir króna. Bubbi
var sá tónlistarmaður sem skilaði
Hugverkasjóðnum mestum tekjum
á hverju ári enda afkastamikill með
afbrigðum og eftir hann liggja ótal
slagarar sem mikið eru spilaðir á Ís-
landi. Bubbi keypti réttindin að tón-
list sinni hins vegar aftur út úr Hug-
verkasjóðnum árið 2012 fyrir um 12
milljónir króna og því er hann ekki
lengur hluti af félaginu. Áður en hann
gerði það hafði hann sagt við DV í
ársbyrjun 2011 að hann hefði áhuga
á því að fá réttinn af lögunum til baka.
„Auðvitað hef ég áhuga á því. Ég ætla
svo sannarlega að vona að ég geti
keypt réttinn til baka,“ en í ágúst 2012
var svo greint frá því að Bubbi væri
búinn að ganga frá kaupunum. n
„Auðvitað hef ég
áhuga á því. Ég
ætla svo sannarlega að
vona að ég geti keypt
réttinn til baka
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Bubbi fékk mest Bubbi Morthens
fékk 36 milljónir króna fyrir réttinn
af lögunum sínum þegar hann seldi
hann til Hugverkasjóðs Íslands árið
2006. Svo keypti hann réttinn til
baka árið 2012. Mynd Eyþór ÁrnaSon
Mestu tekjurnar Í fyrra voru mestu tekjurnar sem Hugverkasjóðurinn fékk af lögum
Valgeirs Guðjónssonar Stuðmanns.
Skiptum lokið á félagi Skeljungshjóna
Keypti 51 prósents hlut í olíufélaginu árið 2008
G
jaldþrotaskiptum er lokið á
eignarhaldsfélaginu AB 190
ehf. sem átti félagið Skel In-
vestments sem var stór hlut-
hafi í Skeljungi. Gjaldþrotið er aug-
lýst í Lögbirtingablaðinu.
Félagið Skel Investments keypti
51 prósents hlut í olíufélaginu Skelj-
ungi árið 2008 og var það Íslands-
banki sem seldi hlutinn. Eigend-
ur félagsins voru Svanhildur Nanna
Vigfúsdóttir, eiginmaður hennar,
Guðmundur Þórðarson, og Birgir
Bieltvelt. Eignarhaldið á Skeljungi
færðist svo yfir til annarra félaga.
Skiptastjóri AB 190 ehf., Guðni Á.
Haraldsson, segir að engri kröfu hafi
verið lýst í bú félagsins. Eigendurn-
ir, Svanhildur og Guðmundur, hafi
ákveðið að setja ekki bara Skel In-
vestments í þrot heldur einnig móð-
urfélagið AB 190 ehf. „Þeir tóku bara
þá ákvörðun að setja móðurfélagið í
þrot líka.“ Eigið fé Skel Investments
var neikvætt um nærri 900 milljón-
ir króna í árslok 2012 og voru skuld-
ir þess við Íslandsbanka, bankans
sem seldi hjónunum meirihlutann í
Skeljungi árið 2008.
Hjónin seldu Skeljung til lífeyris-
sjóðanna á síðasta ári og innleystu
mikinn hagnað sem hleypur á millj-
örðum. Um var að ræða ein af við-
skiptum síðasta árs. n ingi@dv.is
Ein af viðskiptum ársins Sala Guð-
mundar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu
Vigfúsdóttur á Skeljungi í fyrra var ein af
viðskiptum ársins. Eitt af félögunum sem
átti í Skeljungi var tekið til gjaldþrotaskipta
fyrr á árinu og er skiptum lokið.
M
y
n
d
©
F
r
ét
t
Eh
F
/
G
u
n
n
a
r
V
. a
n
d
r
éS
S
o
nFimm sinnum
fleiri með
Icelandair
Nærri fimm sinnum fleiri far-
þegar flugu með Icelandair en
með Wow-air í síðasta mánuði.
Rúmlega 355 þúsund farþegar
flugu með Icelandair og rúm-
lega 72.500 flugu með Wow-air
til landsins. Þetta kemur fram á
vefsíðunni Túristi.is, sem sérhæf-
ir sig í umfjöllunum um ferða-
mannaiðnaðinn, en á henni er
meðal annars miðlað upplýs-
ingum um flæði ferðamanna til
landsins.
Samkvæmt túristi.is var um að
ræða metmánuð hjá báðum flug-
félögunum. Sumartíminn er sem
kunnugt er traustasti mánuður-
inn hjá íslensku flugfélögunum
og eru rekstrarskilyrði þeirra best
á þeim tíma. Tölurnar sem birtast
á túristi.is eru meðal annars til
marks um þetta.
Samkvæmt vefsíðunni stóðu
flugfélögin tvö fyrir samtals átta
flugferðum af tíu frá Keflavík í
síðasta mánuði. Icelandair stóð
fyrir nærri 65 prósentum allra
flugferða á meðan Wow-air stóð
fyrir tæplega 14 prósentum. Vin-
sælustu áfangastaðirnir voru
Kaupmannahöfn, London, París,
New York og loks Osló.
Samkvæmt túristi.is er hlut-
fallslegur fjöldi farþega á vegum
Icelandair sem fer um flugvöll-
inn nokkurn veginn sá sami og
fyrir þremur árum og því standi
flugfélagið nokkurn veginn í stað
þótt fleiri farþegar fari þar um en
áður. Að sögn túristi.is vill Wow-
air hins vegar ekki gefa upp fjölda
farþega sem fóru um Leifsstöð
á vegum félagsins í júlí í fyrra
og því er örðugt um vik að bera
saman fjölgunina hjá félaginu á
milli ára. Ljóst er hins vegar að
farþegastaðan hjá Wow-air var
góð í síðasta mánuði þar sem um
met var að ræða hjá félaginu.
Engar athuga
semdir við
framboð Jóns
Jón Sigurðsson, fyrrverandi
forstjóri FL Group og einn af
eigendum GAMMA, býður sig
fram til stjórnarsetu í N1 hf. Hlut-
hafafundurinn verður haldinn
hinn 20. ágúst og rann framboðs-
frestur út fyrir helgi. Í bréfi sínu
um framboð til stjórnarinnar
bendir Jón Sigurðsson á að hann
bauð sig fram til stjórnar N1 hf. á
síðasta aðal-
fundi en dró
framboðið til
baka í ljósi
þess að Kaup-
höllin taldi
vafa leika á
hæfi sínu til
setu í stjórn
félaga með
skráða fjármálagerninga. „Í fram-
haldi af því að meira en fimm ár
eru liðin frá þeim atvikum sem
Kauphöllin vísaði til óskaði ég
eftir endurskoðun Kauphallar-
innar á afstöðu hennar varðandi
hæfi mitt,“ skrifar Jón sem fékk
staðfestingu á því að Kauphöll-
in myndi ekki gera athugasemd-
ir við framboð hans. Kauphöllin
veitti FL Group viðurlög á sínum
tíma vegna slælegrar upplýsinga-
gjafar, en Jón hyggst fylgja reglum
um upplýsingagjöf í hvívetna í
framtíðinni.