Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 19.–21. ágúst 2014 Ég veit að hann er lifandi Það er verið að afhelga samfélagið Það er allt feik í sjónvarpinu Á eitruðum slóðum á Austurlandi Jósef Ólason, Elvis-eftirherma og aðdáandi rokkkóngsins, segir Elvis á lífi. – DV Á lfyrirtækið Alcoa Fjarðaál og eigna-, skipulags- og um- hverfisnefnd í sveitarfélaginu Fjarðabyggð eru sammála um að minnsta kosti eitt: Almenningi stafar ekki hætta af flúorlosun frá ál- verinu á Reyðarfirði. Í síðustu viku sá nefndin ástæðu til þess að senda frá sér sérstaka bókun þess efnis í kjölfar umræðu um aukna flúormengun frá álverinu í sumar. Í bókuninni sagði: „Nefndin telur ljóst, miðað við þær upplýsingar sem fyr- ir liggja, að almenningi stafar ekki hætta af flúorlosun frá Alcoa Fjarða- áli í Reyðarfirði. Stefnt er á íbúafund á Reyðarfirði um miðjan september.“ Flúor í of miklum mæli getur ver- ið stórskaðlegt bæði dýrum og mönn- um. Komi til flúoreitrunar sér hennar fyrst stað á glerungi manna og dýra og í kjölfarið geta tennur skemmst. Langtíma flúoreitrun hjá mönn- um getur svo leitt til fylgikvilla eins og höfuðverkja, ógleði og með tíð og tíma jafnvel til vansköpunar. Inntaka flúors í of miklum mæli leiðir því af sér eitrun sem er heilsuspillandi. Í byrjun júlí var greint frá því að samkvæmt fyrstu mælingum væri flúormagn yfir viðmiðunarmörk- um í grasi í Reyðarfirði. Þessi niður- staða þarf ekki að koma á óvart þar sem flúormengun hefur síðastliðin ár mælst of mikil í firðinum. Síð- asta haust mældist flúorinnihald til dæmis vera of hátt í sláturfé í bæjun- um Þernunesi og Sléttu. Í skýrslu um málið frá Tilraunastöð landbúnaðar- ins sagði meðal annars: „hætta er á flúorskemmdum í fé frá Sléttu.” Þrátt fyrir fréttir um þessar flúor- skemmdir þá sendi upplýsingafull- trúi Fjarðaáls tilkynningu til DV fyrir helgi þar sem hann sagði að skepn- ur þurfi „að lifa á flúorríku fóðri mjög lengi til að einhverra áhrifa fari að gæta á bein“. Ef marka má fréttirn- ar um féð á Sléttu, og sé gengið út frá því að orð Dagmarar séu rétt, þá hef- ur féð á þeim lifað á „flúorríku fóðri mjög lengi“. Ætli beinin í fénu á Sléttu séu ekkert skaðleg þeim mönnum sem sjóða þau niður í kjetsúpu, með meintu ómenguðu kjötinu, brúka þau sem kraft í langeldaðri kássu úr fram- parti þar sem mjúkt sauðarholdið hreinlega lekur af beinunum eða éta úr þeim merginn? Þá hefur Matvælastofnun sent frá sér erindi þess efnis að fólk eigi að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði, til dæmis ber og salat, þar sem flúorið geti safnast á yfirborði þeirra. Miðað við þessi tilmæli þá getur almenningi sannarlega stafað hætta af flúorlos- uninni fyrst flúorið safnast saman á matjurtir. Stjórnendur álversins hafa lýst flúormenguninni sem „ráðgátu“ þar sem þeir hafi reynt að draga úr losun flúors í starfseminni og hafa lofað að kalla til sérráðna, erlenda sérfræðinga til að rannsaka málið. Nú hafa bæjaryfirvöld í Fjarða- byggð tekið undir málflutning Alcoa Fjarðaáls um að flúormengunin hafi ekki áhrif á menn. Sveitarfélagið læt- ur þess ekki einu sinni getið í tilkynn- ingu sinni að flúormengunin hafi haft mælanleg áhrif á sauðfé í firðinum. Þess í stað segir í henni að „fréttaflutn- ingur af flúormælingum í Reyðarfirði hefur ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarða- byggð af heilsufarslegu öryggi, beinir ESU því til bæjarstjórnar að hlutlægar upplýsingar verði gerðar aðgengi- legar íbúum á vef sveitarfélagsins …“ Athygli vekur að formaður nefndarinnar, sem sendi yfirlýs- inguna frá sér, Eiður Ragnarsson úr Framsóknarflokknum, er starfsmað- ur fyrirtækisins Brammer Fjarðaáls á Reyðarfirði sem er einn helsti birgir Alcoa Fjarðaáls. Þá starfaði Eiður um sex ára skeið hjá Alcoa. Ekki er of- sögum sagt að í tilkynningunni á vef sveitarfélagsins sé eins lítið gert úr flúormengun frá álverinu og áhrifum þess á gróðurfar og dýr, og eins hugs- anlegum áhrifum á menn, og hugs- ast getur. Þegar þessi tilkynning er lesin koma upp í hugann þau fleygu orð að stundum geti „eitraðir þræðir stjórnmála og stórauðvalds“ vafist svo mjúklega saman. „Nauðsynjalausar“ áhyggjur af flúormengun frá álver- inu Alcoa skulu kveðnar í kútinn jafn- vel þótt rannsóknir sýni skýrlega fram á slæmar afleiðingar hennar á líf- og dýraríki í firðinum. Þeir bæjarbúar sem vilja viðhalda þessari umræðu eru líklega „fjand- menn fólksins“ á Reyðarfirði – eða að minnsta kosti einhverra íbúa, svo vitnað sé til þekkts leikrits eftir Henrik Ibsen. Í leikritinu bendir læknirinn Tómas Stokkmann á að heilsulindir bæjarins sem hann býr í geti einmitt haft slæmar afleiðingar á heilsu fólks. Bæjarbúar vilja hins vegar hafa heilsulindirnar áfram sem tekjulind sína og því þarf að kveða gagnrýni Stokkmanns í kútinn. Fjárhagslegir hagsmunir bæjarins og hluta bæjar- búa verða með öðrum orðum ofan á í bænum og sannleikanum er mætt með andstöðu úr mörgum áttum. Í verkinu sýndi sannleikur Stokkmanns á endanum fram á „eitraða þræði“ stjórnmála og auðvalds sem í hvers- dagsmáli er yfirleitt talað um sem spillingu. n Bjarni styrkist Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hefur smám saman verið að styrkja sig sem formaður Sjálfstæð- isflokksins. Hann á þó á brattann að sækja í stríð- inu endalausa við stuðningsmenn Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innan- ríkisráðherra sem um árabil hafa reynt að bregða fæti fyrir formanninn. Helsti vandi Bjarna var af mörgum vera talinn sá að vera smeykur við Davíð Odds- son og þann kjarna sem fylgir hon- um enn að málum. Eftir að hann skipaði Má Guðmundsson sem seðlabankastjóra kveður við annan tón. Davíð er ýtt frá háborðinu. Ragnheiður sjóðheit Getgátur eru þegar komnar á kreik um hver verði dómsmálaráðherra eftir að Bjarni Benediktsson nýtti vandræði Hönnu Birnu innanrík- isráðherra vegna lekamálsins til að gefa sterk- lega til kynna að nýtt dómsmála- ráðuneyti yrði stofnað um þá málaflokka sem verða teknir af ráðuneyti henn- ar. Margir eru sagðir í startholun- um. Flokksmenn hafa tekið eftir því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem framan af sparaði ekki stuðn- inginn við Hönnu Birnu, hefur verið mun orðvarari í þeim efnum. Það er talið hafa skorað ágætlega hjá formanni flokksins. Aðrir álíta að Birgir Ármannsson sé fæddur í starfið, en hann hefur sigið niður á við í prófkjörum síðustu kosninga. Brynjar Níelsson, sem er hrl. og fyrrverandi formaður Lögmanna- félagsins, fékk hins vegar miklu betri útkomu í prófkjöri fyrir kosn- ingar og er sterkur kandídat. Ríkis- stjórnin glímir þó við kynjahalla og þess vegna telja margir að Ragn- heiður, sem er formaður þing- flokksins, sé líklegust í stólinn. Vottorð Jóns Á meðal þeirra sem eru að ná vopnum sínum eftir hrunið er Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group. Jón var áberandi árið 2007 og var í slag- togi með helstu útrásarvíkingum Íslands. Eftir að Hannes Smára- son hætti hjá FL Group eftir skrautlegan feril tók Jón við kaleiknum. Hann hafði áhuga á því að fara í stjórn N1 en Kauphöllin efaðist um hæfi hans. Nú hefur Kauphöllin gefið honum vottorð og hann stefnir að nýju inn í stjórnina hjá N1. Jón er af mörg- um talinn vera afar hæfur á sviði viðskipta. Sótt að rukkara Athafnamaðurinn Hilmar Leifsson er í miklum vanda þessa dagana. Hilmar hefur notið aðdáunar í ákveðnum hópum og gjarnan haft um sig sig hóp aðdáenda eins og þjóðin fékk sýnishorn af á dögun- um þegar DV birti mynd af hon- um í vígbúnum hópi sem var þess albúinn að mæta óvinum. En nú virðist fjara hratt undan honum og lögreglan er með til umfjöll- unar tvö mál á hendur honum sem snúast um óhefðbundin inn- heimtustörf. Stuðningsmennirn- ir flýja og andstæðingarnir eflast. Nýjast birtingarmynd átakanna var í síðustu viku þegar hrossaskít var dreift á lóð hans. Haukur Harðarson klæddist stuttbuxum við jakkafatajakka í setti á dögunum. – DV Snorri Óskarsson í Betel er ósáttur við að bænastundir séu ekki lengur á dagskrá Rásar 1. – DV Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „Þeir bæjarbúar sem vilja viðhalda þessari umræðu eru lík- lega „fjandmenn fólksins“ á Reyðarfirði G riðlandið á Hornströndum er um margt einstakt á ís- lenskan mælikvarða. Þar hefur friðun í gildi áratug- um og áhrif hennar á líf- ríki og gróðurfar gefur svæðinu sér- kennilega ósnortið yfirbragð sem laða til sín fjölda ferðamanna ár hvert. 2013 komu 5800 ferðamenn til Hornstranda. Af þeim fjölda er talið að 1700 ferðist um svæðið fótgang- andi lengur en einn dag. Hús og jarðir á Hornströndum eru í einkaeign og þar dvelja yfir sumarið afkomendur þeirra sem síðast byggðu þetta harðbýla svæði. Sú hugmynd á sér nokkuð fylgi að heimamönnum sé betur treystandi til þess að varðveita náttúruperl- ur Íslands og sé með einhverjum hætti betur treystandi fyrir þeim en öðrum. Brot á umgengnisregl- um og landspjöll vegna ágangs eru að jafnaði kennd ferðamönnum og aðkomumönnum frekar en heima- mönnum. Ég ferðaðist mikið um Horn- strandir í sumar líkt og oft áður. Mér fannst leiðinlegt að sjá hvernig heimamenn á Horni brutu friðunar- reglur griðlandsins með svartfugla- drápi í lok júlí. Talsvert magn af svart- fugli hafði verið skotið, bringurnar rifnar út en öðru af fuglinum hent í ruslið við alfaraleið göngumanna. Skýrt bann við meðferð skot- vopna gildir í griðlandi Horn- stranda frá júní til september. Sér- stakt leyfi sýslumanns þarf til að víkja frá því en lögreglu á Ísafirði hefur ekki borist umsókn um slíkt árum saman og því ljóst að skýrt lögbrot hefur átt sér stað. Utan þess er svo að meðal veiðimanna er svona umgengni um bráð álitinn sóðaskapur og engum til sóma. Mér finnst dapurlegt að sjá hvernig landeigendur á Horni ganga um auðlindir náttúrunnar. Þetta er lögbrot og sóðaskapur og síðast en ekki síst vanvirðing við forfeður þeirra sem lifðu af í þessu miskunnarlausa landi með því að gjörnýta hverja matarörðu sem náttúran gaf. n Sóðaskapur og lögbrot landeigenda á Hornströndum Svartfuglshræ „Skýrt bann við með- ferð skotvopna gildir í griðlandi Hornstranda frá júní til september.“ MyND PÁLL ÁSGeIR Páll Ásgeir Ásgeirsson Af blogginu „ ... bringurnar rifnar út en öðru af fugl- inum hent í ruslið við al- faraleið göngumanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.