Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 19.–21. ágúst 201410 Fréttir Þ etta svæði mun verða eins og einn stór fjörður ef það gýs og öflugt flóð mynd- ast,“ segir fjölmiðlamaður- inn Ómar Ragnarsson um þær aðstæður sem gætu skapast ef gos fer af stað í Bárðarbungu eða nærliggjandi eldstöðvum. „Myndin sýnir svæðið milli Dyngjujökuls og Öskju. Í baksýn er Trölladyngja og Dyngjuháls vinstra megin við hana,“ segir Ómar á leið upp í flugvél á leið á svæðið. Á bloggi sínu segir Ómar að hamfarahlaup undan Dyngju- jökli, sem sýndur er á myndinni, gæti haft gríðarleg áhrif á svæð- inu. „Svonefndar Jökulsárflæður liggja alveg opin fyrir þeim og allt flatlendið sunnan við Öskju. Hlaup gæti meira að segja flætt yfir Herðu- breiðarlindir og um Krepputungu. Engin reynsla er frá sögulegum tíma af því hvernig stórhlaup undan Dyngjujökli hegða sér, og lítil eldgos á þessu svæði gætu ýmist hafa far- ið alveg framhjá fólki fyrr á öldum vegna þess hve afskekkt það er, eða þá að ekki hefur þótt ástæða til að færa neitt um þau í annála.“ Gríðarstór eldstöð „Bárðarbunga og eldstöðvakerf- ið sem henni tengist, sem nær út í Veiðivötn og langt norður fyr- ir Vatnajökul, er eitt virkasta eld- stöðvakerfi landsins. Og er ásamt Kötlukerfinu, eða Kötlu, Grímsvötn- um og Heklu svona mikilvirkasta eldstöð landsins,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Magnús segir að gos í Bárðar- bungu hafi verið óregluleg. Tvö lítil gos voru á tuttugustu öldinni. „Síð- an var veruleg hrina á átjándu öld; þá kom goshrina sem stóð í dálítinn tíma. Þá varð líka dálítið gjóskugos. Síðan ef við förum lengra aftur þá hafa orðið mjög stór gos, en þau eru annars staðar, nærri Veiðivötnum,“ segir Magnús. „Þegar þetta er tek- ið saman þá er Bárðarbunga með- al þeirra eldstöðva sem eru hvað virkastar.“ Getur endað án eldgoss „Það er kvika sem brýst inn úr Bárðarbungu sjálfri og leitar inn í jarðskorpuna til norðurs og aust- ur. Enn sem komið er þá hafa þess- ir skjálftar verið á fimm til tíu kíló- metra dýpi, og ekki merki um að kvika sé að brjótast upp. Og þetta getur alveg endað án þess að það verði eldgos. En svona mikil virkni getur vel leitt til eldgoss,“ segir Magnús. Magnú segir líklegt að gos myndi koma undir Vatnajökli, en gjósi það ekki undir jökli þá sé ekki um hættu- legt gos að ræða. „Það er líklegast að það gjósi undir jökli. Þá byrjar gosið á því að bræða mikið af vatni og þá kemur jökulhlaup. Líklegast er að það komi jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þegar gosið brýst svo upp úr jöklinum þá verður það sem við köllum sprengigos, þá tvístrast gos- efnið í fínan salla, og hann berst út í loftið sem fín gjóska og getur far- ið víða. Það er svipuð gerð af gosum og varð í Grímsvötnum.“ Aðspurður segir hann að menn viti það með fremur skömmum fyr- irvara, ef gos myndi hefjast. „Þá má reikna með því að menn sæju það þegar skjálftum fer að fækka og órói vex. Það verður fyrst og fremst órói, sem er samfelldur titringur, þá er það merki um að gos sé haf- ið. Það er ekki víst að menn myndu geta áttað sig á því áður en gosið hefst að það sé að fara að gjósa, en menn ættu að sjá byrjun gossins,“ segir Magnús. „Viðvörun um að gos sé að hefjast gæti borist um það bil klukkustund áður en það kemur upp á jökulinn.“ Möttulstrókurinn undir Íslandi Kerfið sem tengist Bárðarbungu er í miðjum svokölluðum möttulstrók sem er undir Íslandi. Möttulstrók- urinn er einn af öflugustu möttul- strókum jarðarinnar og er um tvö hundruð kílómetrar í þvermáli. Lík- legt er að þessi stóri möttulstrókur nái 2.900 kílómetra niður að mörk- um möttuls og kjarna jarðarinn- ar. Efnið í möttulstróknum er um 300°C heitara en efnið umhverf- is, að því er segir í umfjöllun Vís- indavefsins um málið; „þannig að bergkvikumyndun í möttulstrókn- um vegna bráðnunar er fimm sinn- um meiri en úr „venjulegu“ mött- ulefni: Basaltlagið á Íslandi er um 30 km þykkt en á hafsbotninum 6–7 kílómetrar“. Möttulstrókar líkt og sá sem er undir Íslandi eru nokkuð rótfastir, ólíkt jarðflekunum, og er jarðflekinn sem er nú yfir stróknum hægt og bítandi að hreyfast í norð- vesturátt. n „Verður eins og fjörður“ n Gríðarlegt flóð gæti komið undan Dyngjujökli n Einn af öflugustu möttulstrókum jarðar H eimir Gestur Valdimars- son, skálavörður í Herðu- breiðarlindum, segir ákveðna spennu vera í loft- inu vegna ólgu í Bárðarbungu en ferðamenn virði þó viðvaranir al- mannavarna. Hann er nú stadd- ur í skálanum Dreka við Drekagil í Dyngjufjöllum. „Við erum hérna tveir skálaverðir fyrir Ferðafélag Akureyrar. Vanalega skiptumst við á að vera niðri í Lindum og hér en núna erum við bæði komin hérna í Dreka,“ segir hann. „Það er alveg búið að rýma svæðið. Þar eru hvorki túristar né skálaverðir, nema þá í leyfisleysi, sem væri mjög heimskulegt,“ seg- ir hann. Heimir Gestur segist sjálf- ur ekki hafa tekið eftir neinni jarð- virkni. „Maður finnur ekki fyrir því við Herðubreiðarlindir. Eina sem gæti verið er að jökulsáin er búin að flæða upp á veginn og var farið að aukast yfir veginn þegar við vorum að rýma. Það þarf ekki endilega að tengjast jarðskjálftavirkni. Það hef- ur verið vesen á henni í gegnum árin,“ segir Heimir Gestur. Hann segir að margir ferða- menn hafi átt bókað í skála. „Út af þessu óvissuástandi erum við ekk- ert að hræða túristana. Upplýs- ingaflæði hefur verið mjög gott. Hér eru allir mjög vel upplýstir um ástandið,“ segir Heimir Gestur en hann telur að ekki hafi margir ferðamenn verið á svæðinu þegar þurfti að rýma. „Það voru einhver tvö, þrjú tjöld og kannski fjórar manneskjur í skálanum. Sem bet- ur fer voru ekki það margir.“ Hann telur mjög ólíklegt að mögulegir ferðamenn sem hafi verið í óleyfi séu enn á svæðinu. „Við gerðum okkur ferð þangað og hálendisvakt- in líka. Það er búið að loka öllum vegum kirfilega. Fólk virðir þetta. Það er samt mikil spenna í loftinu þannig að fólk tekur þátt í þess- um aðgerðum.“ Heimir Gestur tel- ur að ef verði úr jökulhlaupi líkt og jarðvísindamenn hafa spáð um þá myndu lindirnar hverfa. n hjalmar@dv.is „Mikil spenna í loftinu“ Skálavörður í Herðubreiðarlindum telur svæðið mannlaust Dyngjujökull og Jökulsá á Fjöllum Stærstur hluti þessa svæðis gæti farið á flot en Ómar telur jafnvel líklegt að Herðubreiðarlindir gætu farið undir vatn. MynD ÓMar raGnarsson Ómar ragnarsson Sennilega fáir ef einhverjir Íslendingar sem hafa myndað náttúruhamfarir á Íslandi af meiri eldmóð en Ómar. MynD siGtryGGur ari Magnús tumi jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Ásgeir Jónsson símon Örn reynisson asgeir@dv.is / simon@dv.is „Hlaup gæti meira að segja flætt yfir Herðubreiðarlindir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.