Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 19.–21. ágúst 201424 Neytendur n Árskortið ódýrast í Reebok Fitness n Dýrast í nýju og endurbættu Baðhúsi n DV kannar verðskrár líkamsræktarstöðvanna og ber saman við verðið í fyrra M ikill verðmunur er á árskortum líkamsrækt- arstöðva á höfuðborgar- svæðinu samkvæmt verð- könnun DV og meirihluti þeirra hefur hækkað verð frá því í sömu könnun í fyrra. Ríflega 87 pró- senta verðmunur er á ódýrasta og dýrasta árskortinu. Líkamsræktar- stöðin Reebok Fitness býður upp á lægsta verðið en Baðhúsið, sem að- eins er opið fyrir konur, er langdýrast. Kynntu þér málin Í verðkönnun DV er miðað við verð- skrár líkamsræktarstöðva eins og þær birtast á heimasíðu viðkom- andi fyrirtækja. Skoðað var verð hjá sömu átta fyrirtækjum og í verð- könnun DV fyrir rétt tæpu ári. Í könnuninni er eftirfarandi skoð- að: Verð á staðgreiddum árskort- um, verð á árskortum sem greitt er af mánaðarlega og svo loks skóla- kort en allar stöðvarnar bjóða nú námsmönnum upp á sérstök kort á hagstæðari kjörum. Hafa ber í huga að í þessari verðkönnun er aðeins litið á verð en ekki tekin afstaða til aðstöðu, gæða, þjónustu eða þeirra fríðinda eða varnings sem fylgt get- ur samningi. Eru neytendur því hvattir til að kynna sér það hjá hverri stöð fyrir sig hvað er innifalið í kort- unum. Þá bjóða einhverjar stöðvar upp á tilboð og einnig er fólk hvatt til að kynna sér það hjá sínu stéttar- félagi hvort það niðurgreiði líkams- ræktarkort. Slíkt er nokkuð algengt og misjafnt milli félaga. Þú getur sparað þér tugi þúsunda með því að nýta þér það. Reebok í sérflokki Líkamsræktarstöðin Reebok Fit- ness í Holtagörðum í sérflokki í könnuninni að þessu sinni. Þar er boðið upp á lægsta verðið í öllum þeim flokkum sem skoðaðir voru. Árskortið kostar 46.800 krónur en kostaði 43.140 krónur í september í fyrra og hefur því hækkað um 8,5 prósent. Stöðin býður einnig upp á mánaðarlega áskrift án bindingar þar sem mánuðurinn kostar 5.850 krónur og hafði það verð hækk- að um 4,8 prósent milli kannana. Reebok var ekki með sérstök skóla- kort í síðustu könnun en nú stend- ur slíkt til boða á 35.880 krónur fyrir 12 mánuði. Nýtt Baðhús – hærra verð Baðhúsið, sem kennt er við athafnakonuna Lindu Péturs- dóttur, hefur þá sérstöðu í könnun DV að vera sú eina sem aðeins er opin konum. Árskort í Baðhúsið kostar nú 120.000 krónur og hefur verðið hækkað gríðarlega frá því í síðustu könnun, eða um 69 pró- sent. Kostaði áður 71.900. Skýr- ingin á þessari miklu verðhækkun liggur vafalaust í því að Baðhúsið færði sig í nýtt og glæsilegt húsnæði í Smáralind nú eftir áramót og hef- ur fókusinn verið settur á íburð og lúxus. Ekkert virðist hafa verið til sparað og allt nýtt keypt inn. Þetta þarf því að hafa í huga þegar verðið hjá Lindu er skoðað. Óbreytt hjá Hreyfingu Ef Baðhúsið er undanskilið fyr- ir karlmenn sem þetta lesa og litið er til líkamsræktarstöðva sem opn- ar eru öllum þá er Hreyfing í Glæsi- bæ með dýrasta árskortið. Þar kostar staðgreitt árskort 89.900 krónur en verðið er óbreytt frá því í síðustu könnun. Árskort með mánaðarlegri áskrift, svoköll- uð grunnaðild er á 8.490 krón- ur og er verðið á henni einnig óbreytt milli kannana sem og skólakortið. Skólakortið er með 12 mánaða bindi- tíma fyrir 16– 25 ára þar sem mánuðurinn kostar 5.990 eða samtals 71.880 fyrir árið. 63 pró- senta verð- munur er því á staðgreidd- um árskort- um Reebok og Hreyf- ingar. Verðhækkanir Fyrir utan gríðarlegar verðhækk- anir milli kannana hjá Baðhúsinu þá hefur verðið einnig hækkað um- talsvert hjá Sporthúsinu. Árskortið þar kostar nú 78.990 krónur og hef- ur hækkað um 14,6 prósent síðan í fyrra. Mánaðarlega áskriftin hefur einnig hækkað um 10 prósent og skólakortin um 18,8 pró- sent. Í World Class höfðu allir þeir flokkar sem skoðaðir eru hækkað um fjögur prósent. Fjórar af þeim sjö stöðvum sem skoðað- ar voru hafa því hækkað verðskrár sínar milli kannanna. Óvissa með rekstur Sú breyting varð á könnuninni milli ára að ein stöð af átta var ekki tekin með að þessu sinni vegna óvissu um framtíð hennar. Gym heilsa (áður Nautilus/Actic) í Kópavogi var með hagstæðasta verðið í fyrra og einnig í ár. Verðið á árskortinu er 41.990 krónur, þrátt fyrir 7,7% hækkun milli kannana, en þar sem óvissa ríkir um áfram- haldandi rekstur í sundlaugum Kópavogs getur fyrirtækið ekki selt kort sem gilda lengur en til 1. mars 2015. Gym heilsa er með samning um rekstur heilsuræktarstöðvanna í sundlaugum Kópavogs þangað til. Bæjarfélagið er skyldugt til að bjóða reksturinn út á nokkurra ára fresti og fer það útboð fram innan tíðar. Gym heilsa býður þess í stað upp á hálfs árs kort í ágúst sem kostar 23.990. Af þessum sökum er stöðin ekki tekin með í ár. Hvað annað er í boði? En hvað ef fólk vill sniðganga lík- amsræktarstöðvar af einni eða annarri ástæðu eða hefur hreinlega Líkamsræktarkortin hækka í verði Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Bauhaus aftur í bobba vegna bæklings Nýbúið að sekta fyrirtækið um hálfa milljón fyrir villandi auglýsingar B yggingavöruverslunin Bauhaus virðist ekki hafa lært af mis- tökum sínum eftir að Neyt- endastofa lagði hálfrar milljón- ar króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið þann 8. ágúst síðastliðinn. Í nýjasta auglýsingabæklingi Bauhaus, sem gildir frá 12. ágúst til 31. ágúst, virðist fyrirtækið birta nákvæmlega eins vill- andi auglýsingar og því var nýverið refsað fyrir. Það mál snerist um fjögur smá- hýsi sem auglýst voru í bæklingum í fyrra á lækkuðu verði án þess að um raunverulega verðlækkun væri að ræða. Neytendastofa krafðist þess að Bauhaus færði sönnur á að fjórar vörur hefðu verið seldar á tilgreindu fyrra verði líkt og lög gera ráð fyrir. Forráðamenn Bauhaus gátu að mati Neytendastofu ekki sýnt fram á það og var fyrirtækið því sektað. Glöggur lesandi sendi DV með- fylgjandi mynd fyrir helgi af nýjasta auglýsingabæklingi Bauhaus og eldri bæklingi þar sem gefur að líta verð á skjólveggjum og garðagirðingum. Í nýrra blaðinu er til dæmis aug- lýst lagersala á Fano-garðagirðingu þar sem auglýst verð er 4.495 krón- ur og fyrra verð sagt vera 5.995. Í eldra blaðinu var auglýst verð á sömu girðingu 4.795 en hvergi minnst á til- boð né fyrra verð. Annað dæmi af sömu blaðsíðu er Silence-skjólveggur sem í nýrra blað- inu er auglýstur á lagerhreinsunar- verði, 9.495 krónur, og fyrra verð sagt vera 12.595 krónur. Í eldra blaðinu var auglýst verð á sama skjólvegg 9.995 krónur en aftur hvergi minnst á tilboð né fyrra verð. Þessar auglýsingar eru af nákvæm- lega sama toga og Neytendastofa refs- aði Bauhaus fyrir á dögunum. Þar var til dæmis eitt smáhýsi, svokall- að Leikjahús, auglýst á 20% afslætti á 99.995 krónur þar sem fyrra verð var tilgreint 127.995. Tveimur mánuðum áður hafði sama smáhýsi verið auglýst á 99.995 krónur án þess að fram kæmi að um afsláttarverð væri að ræða. DV óskaði eftir skýringum á þessu frá Bauhaus þar sem forsvarsmaður fyrirtækisins kvaðst ekki vilja láta hafa neitt eftir sér varðandi málið. Þessi mál væru til skoðunar og að betrumbætur og breytingar væru í farvatninu. Líklegt verður að telja að Neyt- endastofa muni krefja Bauhaus á ný um að sanna að fyrirtækið hafi selt skjólveggina og girðingarnar á fyrra verði, áður en til afsláttar kom. n mikael@dv.is Fyrir og eftir Fyrir ofan er nýi bæklingur- inn þar sem auglýst er lagersala. Fyrir neðan er gamli bæklingurinn sem gæti komið Bauhaus í bobba. Kostar sitt Það er fjárhagsleg skuldbinding að kaupa sér líkamsræktarkort og margir sem hafa brennt sig á því að fjárfesta í dýrum kortum og nota þau lítið sem ekkert. Eins og sést á könnun DV kosta kortin tugi þúsunda sem synd væri að kasta í súginn. MyNd SHutteRStocK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.